Vísir - 10.03.1914, Blaðsíða 1
°>Vi>
Vísir breiddasta og ódýrasta
dagblaðið á fslandi.
Vísir er blaðið þitt.
Hann áttu að kaupa fyret og fremsL
Kemur út alla daga. Sími 400.
Afgr í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd.
Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. (l,80 Skrifstofa í Austurstræti 14. (uppi),
ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.) opin kl. 12—3 Sími 400.
Langbesti augl.staður í baenum. Augi.
sje skilað fyrir ld. 6 dagínn fyrir birtlngu.
þriðjuud. lO. mars 1914.
Háfl. kl. 4,13' árd.og kl. 4,34’ .síðd.
Á morgun
Afmœli:
Frú Margrjet Jónsdóttir.
— Ragnhildur Ólafsdóttir.
Guðm. Hafliðason, verslunarm.
ísólfur Pálsson, organisti.
Jón E. Gíslason, múrari.
Ólafur J. Jónsson, járnsmiður.
Sigurður Jónsson, Görðunum.
Póstáœtlun:
Álftanesspóstur kemur og fer.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
Loftvog •-C £ '< 56 ed u. T3 í= > Veðurlag
Vm.e. 756,5 2,8 N 2 Heiðsk.
R.vík 759,4 8,5 0 Ljettsk.
ísaf. 763,3 8,4 A 2 Hálfsk.
Akure. 759,0 4,0 N 4 Alsk.
Gr.st. 721,8 7,5 NNV 3 Hríð
Seyðisf. 755,5 3,3 NV 3 Alsk.
þórsh. 749,1 1,3 N 2 Skýað
N—norö- eöa norðan,A— aust-eða
austan.S—suð- eða sunnan, V— vest-
eða vestan
Vindhæð er talin ístigumþann-
ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9 stormur, 10—rok,l 1 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Skáleturstölur í hita merkja frost.
Okkar ástkæra systir,
Guðný Þórðardóttir frá
Bíldudal,andaðist aö Landa-
kotsspítalanum sunnud, 8.
þ. m. — Jarðarförin er
ákveðin föstudaginn 13. þ.
m. og hefst kl. 117, f.hád.
frá spítalanum.
Björg S. Pórðardóttir.
Ólafur Pórðarson.
DíA I BiografteaterIO' '
DlO I Reykjavíkur|DlO
V fe\)Öt&l
■ fkklstur fást venjulega tilbúnar
I á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
3 gæði undir dómi almennings. —
Sími 93. — Helgi Helgason.
Trúlofaaar-
hringa smlðar
BjörnSímonarson.
Vallarstr.4. Sími 153
JtoVvS set\ö\s\je\w
frá
Sendlsveinaskrifstof u nni.
Simi 444.
ÚR BÆNUNI
Gefin saman á laugardaginn,
Guðjón Gunnarsson og ym.
Arnfríður Jónsdóttir á Brekku-
götu í Hafnarfirði.
Föstuguðsþjónusta verður í
Fríkirkjunni á morgun kl. 6 síðd.
Ceres fór til útlanda í gær.
Meðal farþega Mr. Lambert, Eng-
Iendingur (sern hjer hefur verið í
sandrannsóknum, til útflutnings), og
V. Zand frá Hollandi. Til Vest-
mannaeya fór Sigurður Lýðsson
cand. jur. og Jón Hinriksson versl-
unarstjóri.
Hrólfur, mótorbátur frá Sand-
gerði, er kominn hingaö með 3000
af þorski, sem hann ætlar að selja
hjer.
2 skonnortur frakkneskar komu
f morgun.
Ur umræðum
bæarstjórnarinnar
5. marts.
NI.
Borgarstjórinn áleit nanðsynlegt,
að hafa bæarverkfræðing og að
hann sem borgarstjóri mundi ekki
sjá sjer fært, að gegna embætti án
hans, ef til kæmi. Bæarverkfræðing-
urinn hefur mörg störf á hendi
fyrir bæinn, er t. d, byggingarfull-
trúi, eftirlitsmaður gasstöðvarinnar,
verður að vera við undirbúning
allra mannvirkja í bænum, gera
kort yfir bæarlöndin, er ólíkt að
sjá frágang á þeim eða það, sem
áður var notað, og getur hver sann-
færst um það, er sjer. Hann hefur
ætíð yfrið nóg að starfa, svo jeg hef
enn Iagt eitt verk til hliðar, sem jeg
ætlaði að láta hann vinna að fyrir
bæinn, sökuin anna hans.
Jeg hygg Ben. Jónasson sje
ekki undir nokkrum kringumstæð-
um fáanlegur til að halda stöðunni
áfram, mundi kannske fáanlegur
nokkra mánuði, meðan verið væri
að fá annan, og er það sökum
þess, að hann þykist ofhlaðinn störf-
uni, og fellur ílla að koma
þeim ekki af, svo sem honum
likar,
K Zimsen svaraði Jóh, Jóh. því,
að hann áliti að nefnd ætti að
kjósa til þess meðal annars, að tala
við Ben, Jónasson eða annan verk-
fræðing til að taka að sjer bæar-
verkfræðings starfið, á meðau verið
væri að fá annan verkfræðing. Hjer
;3æ( ekki fyrir aö ræða um, hvortS^S
ætti að hafa bæarverkfræðing eða 1 '* "
ekki, allir mundu bæarfulltrúanum
sammála um nauðsyn á því, nema
Tr. G., enda væru honum ætluð
laun á fjárhagsáætlun. Hitt væri aö-
alatriöið að fá mann í stöðuna.
Tr. Gunnnrsson; Þaö má vera
gleöiefni fyrir borgarstjórann, aö
hafa fengiö Jóhann fyrir talsmann,
en hann fer nokkuð geyst að mál-
um, öðru máli er að gegna meö
K. Z., hann tekur rólega i þaö, en
veit hvað hann meinar, meö því
að vísa til verkfræðinganna, því þeir
hafa gert »hring«, verkfræöingafje-
lag, og hefðu verðskrá, er þeir ynni
eftir. En jeg vil aö Jóhann komi
með dæmi á næsta fundi, aö hann
sanni það, að dýrara verði að fela
einstökum mönnum störf bæar-
verkfræðingsins, en að halda hann
með svo háum launnm.
Jóh. Jóhannesson: Tr. G. þarf
ekki að bíða eftir dæmi, því það
er til, t. d. kostar byggingarfull-
trúinn 1800 kr. árlega og svo
slökkviliðsstjóri 600 kr., þarna er
komið hátt upp í laun verkfræö-
ingsins og svo mætti setja 10—20
önnur störf.
Aö þessu loknu var nefnd kosin
sbr. Vísi 925.
Hrafnkell.
*y,ÚW$\XÚXW\.
Fundur verður í kvöld
venjulegum stað og tíma.
Stjórnin.
GÓÐ HJÓN, sem kynnu að
vilja þiggja að gjöf mjög efni-
legt piltbarn á fyrsta ári, óskast
til viðtals á Lindarg. 43. (kjall-
aranum).
Kálmeti
allskonar fæst í
Liverpool.
tímanlega.
*ew^\xt
óskasi tii sendiferða á afjcr. Sanitas, Lsekjarg. 10.
FRÁ ÚTLðNDUHl
Klerkur deyr svlplega.
Breskur klerkur, sjera Candler viö
kirkju Lúkasar guðspjallamanns f
London, merkur og ágætur guðfræö-
ingur, bauð söngflokki kirkju sinnar
til veislu í Kingston on Thames
veitingahöll 21. f. m. Aö málsveröi
loknum, þegar átti aö standa upp
frá borðum, hóf klerkur ræöu til
gestanna. En er hann var nýtek-
inn til máls, hnje hann niður. Læknir
var viðstaddur, en 5 mínútum síöar
var hann andvana. Nærri má geta
að atburður þessi fjekk mjög á
gestina og sorg mikil var í söfnuði
hans, því klerkur var vinsæll með
afbrigðum. Hann hefur veriö prestur
í 27 ár og atkvæöamaður í hvívetna.
Banaiilræðí
var gert 23. f. m. grísk-kaþólska
biskupinum MikIoss|ys í Debretzin
á Ungverjalandi í skrifstofu hans.
Sprakk þar sprengikúla, vítisvjel
mikil, og biðu 5 menn bana, þar á
meðal aðstoöarklerkur biskups og
ritari hans, en biskup sjálfan sakaöi
ekki. Dóttir prestsins varð vitskert,
er hún frjetti þessi sorglegu afdrif
fööur síns.
Mesti
t»Jóð-
barnakarl
verja
er yfirpóststjórinn í Briesen,
Schmidt aö nafni. Hann eignaöist
nýverið 30. barnið með konu
sinni. Bæarstjórnin þar hefur sam-
þykkt, að veita þeim hjónum í til-
efni þessa atburöar 50 ríkismörk f
heiðursviðurkenning fyrir dugnaö-
inn.
Þjóðbanki á Rússlandl.
Fátækt er mikil meðal rússneskra
bænda almennt, — ástandiö mjög
illt árum saman og þeim ógreitt um
vik aö afla sjer fjár. Nú hefur
landbúnaöarráöherrann Krivoschin
fengið fjármálaráöherrann til þess að
gangast fyrir stofnun þjóöbanka,
þar sem bændur geti fengið lán með
aðgengilegum kjörum. Ætlast er til
að hann hafi útibú í öllum borgum
á Rússlandi og jafnvel í öllum
stærri þorpum úti um landiö.
Sex ára gömul hetja.
Breskur drengur 6 ára gamall var
á gangi yfir á eina í Wales20. f.
m. með bróöur sínum 3 ára göml-
um. Datt þá yngri drengurinn út af
brúnni og var fallið nokkrar stikur
ofan að vatninu. Bróðir hans gerði
sjer lítið fyrir og henti sjer á sund
ofan af brúnni. Tókst honum aö ná
í bróður sinn, er honum skaut upp,
og halda honum uppi, en strfður
straumur var í ánni og bar hann
undan straumnum fullar300 stikur
en bróður sfnumsleppti hann ekki
Atburðurinn hafði sjest og bát var
skotið á flot og bræörunum bjarg-
að. Var sá yngri meðvitundarlaus,
en litla sex ára hetjan missti með-
vitundina f þeirri svipan, er hann
var dreginn upp í bátinn. Báöir
röknuðu viö aftur. Georg Breta-
konungur hefur boöaö sundkappann
litla á sitm fund.