Vísir - 13.03.1914, Blaðsíða 3
V 1- S i B
tor utsaia
Leir-og Glervörubúðinnl
í Kofasundi
byrjaði í gær fimmiudag'.
Meiri og minni afsiáitur gefinn af öiiu.
Notið tækifærið*
Margt er laglegt í Sundinu.
Súkkuiaðh
C o n s u m,
Vikingu r,
er nýkomið
á Laúgaveg 5.
'Pflllaíinmflr iSöngvarnir úr Ljenharði fógeta
■' LLXXLÍU.U1I1CLJ. , eftir ÁRNA THORSTEINSSON
---- Frh. * etu komnir úí og fást hjá öiltim bóksölum hæarins.
Sjera B. Þ. er bindindismaður Bókaverslun Sigfúsar Symuntíssonar.
og það leynir sjer ekki heldur_
Það þykir vafalítið, að enginn, sá
er setið hefur Alþingi með hon-
um, muni ala í brjósti sjer jafn-
íölskvalausa ást á bindindi, jafn-
bjargfasta vináítu og þrá til bann-
laga og jafn-þrotlausa andstyggð á
ennivíni og vínnautn sem hann.
Og menn hafa getið sjer til, að
vart geti meiri bindindis- og bann-
Iagavin en hann átt sæti á þingi.
Sjera B. Þ. lítur á bindindis- og
bannlagastarfsemina sem eitt allra-
mest verða siðbótar- og menning-
arverk alls mannkynsins. Og það
mun mega óhætt fullyrða, að hon-
um er þetta mál sem hjartfólginn
helgidómur. Þess hefur líka gætt á
þingi, hvar sem hann hefur mátt
því viðkoma.
Það vildi nú svo til, að bann-
lögin, þau er koma eiga í fullnað-
argildi 1. jan. 1915, voru samin og
sett á fyrsta þingi sjera B. Þ. Ekki
er hægt í fám orðum, að gera
grein fyrir því, hvern þátt hann
átti í að vínbannið var í lög tekið.
En það starf hans mun hafa verið
svo mikið, merkilegt, hugheilt og
halddrjúgt, að víst megi telja, að
bannvinir eigi honum þar stórmik-
ið að þakka, og er ekki með þess-
úm orðum varpað skugga á bann-
lagastarf annara manna. En annað
mál mun það vera, hvort sjera B.
Þ. er bannfjendum og brennivíns-
berserkjum aufusugestur á þingi.
»Konsúlabrennivíniö* svo nefnda
á síðasta þingi, var sjera B. Þ.
einkar viðkvæmt mál. Þó ljet hann til-
leiðast aö lögleyfa »sendiræðismönn-
um framandi ríkja«, að fá á rjetta-
pelann »800 Iítra á ári hverjum.*
Mun honum hafa það til gengið - -
að öðru ógleyindu —, að hjer var
tækifæri til að troða í gat á bann-
lögunum, er landsyfirrjetturinn var
búinn að festa auga á, og svo
,-heíur hann viljað, að þjóð við Eyr-
arsund og »framandi ríki« sæju
það, að ekki mættu sendiræðismenn
flytja rjettakútinn út hingað með
leyfi umboðsstjórnar vorrar einnar.
Þar yrði og til að koma leyfi lög
gjafarvaldsins.
Sjera B. Þ. er stinnur og stilltur
_í þingræðum sínum, en mælskur
þykir hann lítið meir en í meðal-
lagi. Annars má það segja um
þingmennsku hans, framar en nefnt
hefur verið, að hann er þjóðrækn-
ismaður, einbeittur og fylginn sjer,
óhvikull í skoðunum — nema ef
menn vilja eitthvað vera að hanga
í rökstuddu dagskránni 1911 —,
skyldurækinn og samvinnuþýður,
en getur verið kappsmaður, ef því
er að skifta. Er þingmennska hans
aö flestra máli sómasamleg og á
marga lund nýtileg. En ekki dylst
það, að hann naut sín langbest í
bannmálinu. Og margur er þeirrar
skoðunar, að hann mundi hafa not-
ið sín mun betur á þingi, ef hann
hefði komið þangað yngri.
Frh.
Eftir
Rider Haggard.
Frh.
.ovtv
Og
fceui
kaupa
G. Gíslason & Hay,
Ltd.
tímanlep's.
Útsala
Qfla leirvöru, glervöru, postulíni og búsáhöldum
stendur yfir til næstu helgar.
VERSLUN JÓNS ÞÓRÐARSONAR.
Iðunnardúkar.
Þessir ágætustu dúkar að allra rómi, sem reynt hafa,
viðurkenndir hinir haldbestu, fegurstu, ódýrustu, fást á
Laugavegi 5.
Nú eru mjög
margar nýar og fagrar gerðir
komnar og allt af fyrirliggjandi rnjög stórt úrval.
Er þetta ailt selt með hinu alkunna lága verði
verksmiðjunnar.
Menn minnist þess að þetta er íslenskur iðnaður.
Á sama stað fæst allt, er til fata heyrir.
V efn aðarvöru ve rsl u n i n,
Laugavegi 5<-
Meðan hertoginn mælti þessi orð,
hafði knapinn, lítii, ungur uppskafn-
ingur, troðinu út með sveigum og
fjöðrum eins og hofróða, tekiö upp
hanskann. Hjelt hann tæpt á honum
milli þumalfingurs og vísifingurs,
rjetti hann að Huga og hneigði sig
lítið og með uppgerð, og reyndi
um leið, eins og allir gátu sjeð, að
troða og trampa ofan á tám Qráa-
Rikka. Nú gerðust tveir atburðir í
senn. Annar var sá, að Ríkharður
sleppti boga sínum, þreif knapann
heljarhendi, skaut honum upp í loftið
svo að hann fjell fali mrkið á
marmaragólfið, lá hann í óviti, en
blóð flaut af nösuni hans og munni.
í sömu svipan hafði Hugi þrifið
stálhanska sinn, og snaraðist að
Akkúr, strauk hanskanum óþyrmi-
lega um andlit honum og mælti:
»Látið varir yðar kyssa það, setn
fingur yöar voru ofgóðir til að
snerta áU
Akkúr bannaðist um og brá sverði.
Hugi brá og sverði sínu og mælti:
»Hjer og nú, ef þjerviljið! Hjer
og nú!«
Þá hlupu varðmennirnir Tram og
gengu í milli þeirra.
Hertoginn hljóp upp og kallaði
í reiði sinni: »Er hjer staður til
áfloga? — En jeg get alis ekki
skellt allri skuldinni á hina ensku
menn, því þeir hafa verið espaðir
rojög, sem jeg hefi sjeð með eigin
augum og heyrt með eigin eyrum.
Verið hljóðir, herra minn af Kattrínu.
Þjer gerið uppþot í hirð minni að
vanda. Og, heyri þaö allir, svona
heitu blóði er best að kólna sem
skyndilegast, áður en einhver af
riddurum þessum fær hitasótt. Nú
hefur herrann af Katfrínu einmitt
beðið mig leyfis, að fara úr Feneyj-
um á morgun sökum þess, að hann
eigi brýnt erindi til Avignon við
Clemens páfa, ákveð jeg því,
að einvígið skuli framfara í við-
urvist minni á Marsvelli á morg-
un þrem stundum fyrir nón, áður
en sólarhitinn verður sem mestur.
Munu kailarar vorir sjá fyrir
öllu, er með þarf til einvígis-
ins. Varðforingi! Takið hermenn
nokkra og fylgið sendiherranum og
erindreka Englakonungs, ásamt sveit-
arforingja bogmanna, heim að hall-
ardyrum þeirra. Setjið þar varð-
sveit, og gætið þess, að þeim verði
engar ónáðir veittar í orði eða verki,
að viðlagðri refsing fjár-útlegðar eða
hinu strangasta fangelsi. Herra
Goðfreður Karlsonl Erindi yðvart
hefur framgang fengið. Gerið svo
vel, ritið það hinum volduga Ját-
varði konungi, drottni yðrum, og
farið nú heiiir og sælir. — Ha ?
Hvað er þetta, Ambrósíus höfuðs-
t maður?« bætti hann við höstugt,
og ávarpaði limarýran, langleitan
jötunn, klæddan skrautlegum ein-
kennisbúningi lífvarðarliða, sem gekk
fram fyrir hásætið og hneigði her-
toganum.
»Tignasti hertogi,* mælti Ambro-
i íus á bjagaðri ítölsku, »móðir mín
■ var svissnesk.«