Vísir - 13.03.1914, Blaðsíða 2
V 1 $ 1 R
síðast hafa þeir jetið 8 Þjóðverja,
jafnvel grunur á að þeir hafi lagt
sjer 2 Dani til munns, sem þó
þykir hálfótrúlegt. Mannætur þess-
ar eru hinar verstu viðureignar,
þeir eru af Maori-þjóðflokknum.
Sem dæmi um villimennsku þeirra
má geta þess, að þegar þeir trú-
lofast bíta þeir einn fingurinn af
unnustum sínum og jeta hann, til
merkis um að þær sjeu eign manns-
ins upp frá því, — í stað þess að
gefa þeim trúlofunarhring.
Keisari kersnir keísara að
hlýða.
Þeir karlarnir, Franz Jósef Austur-
ríkiskeisari og ViIhjámur I. Þjóð-
verjakeisari voru báðír saman á
baðstaönum Gasstein árið 1880.
Austurríkiskeisari var fyrr ferðbú-
inn þaðan og fór með frú sinni á
fund Þjóðverjakeisara til þess að
kveðja hann.
Nú vildi ekki Þjóðverjakeisari
anuað heyra en fylgja Austurrík-
iskeisara dálítinn spotta á leið. En
Franz Jósef hjelt að þessi aldur-
hnigni vinur sinn mætti ekki við
því heilsunnar vegna, og bað hann
þess vegna að hætta við það. En
allar fortölur keisarans komu fyrir
ekki.
Þá rjetti Austurrfkiskeisari úr sjer,
stóð teinrjettur, setti á sig alvöru-
svip og hvessti augun á austurríska
ofursta-einkennisbúninginn, er Þjóð-
verjakeisari hafði farið í til hsiðurs
við Austurríkiskeisara, en sjálfur var
hann í yfirforingjabúningi, og mælti:
*Hjer með skipa jeg yður, herra
ofursti, að fara hvergij*
Þá stóð ViJhjálmur keisari graf-
kyrr, sló hælunum saman, kvaddi
Franz Jósef að hermanna sið og
mælti brosandi: »Eins og yður
þóknast, herra yfirforingi, — yðar
er að skipa, mitt er hlýða!*
Skildu keisararnir við það í besta
skapi.
íslensk mál í dönskum
blöðum.
Með yfirskriftinni „ísland og
Danmörk" skrifar Jónas Guðlaugs-
son svargrein í Hovedstaden 19.
febr.þ.á., þar sem hann erað verja
sig og andmæla áburði Jensen-
Tusch á sig, að hann sje „íslensk-
ur andstæðingaflokksmaður" Dana
(Oppositionsmand). Greinin er
þannig í heild sinni:
„Hr. Jensen-Tusch!
Jeg sje það í grein í „Hoved-
staden“,að þjer kallið migíslensk-
an andstæðingaflokksmann. Hvað
á þetta að þýða?
Hvað ætli yður sjálfum yrði
að orði, ef jeg kallaði yður í
blaði, þar sem lesendurnir gætu
ekki auðveldlega sjálfir gengið úr
skugga um, hvort jeg hefði rjett
að mæla, t. d. ákafasta jafnaðar-
mann eða grimmasta landvarnar-
fjandmann Dana?
það væri jafn samkvæmt sann-
leikanum sem að segja, að jeg
sje í hinum íslenska andstæðinga-
flokki gegn Dönum, það er að
segja í þeim flokki, sem lengst
fer.
sölu.
BögglapóstaMsið,
sem stendur á pósthúslóðinni, og forstofan við póst-
húsið fæst keypt með tækifærisverði nú þegar.
Semja ber við JENS EYÓLFSSON, Grettisgötu 11,
sími 248, eða KRISTINN SIGURÐSSON, Ódinsgötu
13, sími 457.
*\3evs^xxvvx\ *y,exmes,
Njálsgötu 26.,
selur fyrst um sinn:
Kaffi ágætt
0,78 pd.
0,48 —
Lítíð fyrst inn,
þegar á fatnaði eða vefnaðarvöru þurfið
að halda,
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1.
|/apcn [Efni til að varna
cXd.1 SU* steinmyndun í
gufukötlum. Er
uppl. í vatninu
í hæfilegu hlut-
falli.]
Æifð tll f
Vöruhúsinu.
Nauösynlegt hverju gufu-
skipi.
Fortepiano.
Vöruhúsið hefur einkasölu á
fortepíanóum frá
Sören Jensen,
píanóverksmiðju í Kaupm.höfn.
Til sýnis í
Vöruhúsinu.
Export
Cacao gott 1,10 —
Heilbaunir 0,14 —
Haframjöl 0,15 —
Hrísgrjón 0,15 —
Rúsínur 0,28 —
Hveiti gott 0,12 —
Ótal tegundir af Kexi.
Stúfasirts 1,40 —
Sykur ódýrari enn ann-
arsstaðar
Á Laugavegi 5.
Vindlar, “tir>
Vindlitigar fyn£skTp“Hr'
Munntðbak (Nobels).
Reyktóbak (fjöldi tegunda.)
Neftóbak (skorið),
allt þekkt fyrir að vera besta og
ódýrasta í bænum.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur,
á Laugavegi 31, uppi,
Tennur dregnar út af lækni
daglega kl. 11 —12 með eða án
deyfingar.
Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis.
Sophie Bjarnason.
Meðan jeg var á íslandi, átti
jeg í römmustu deilu við þennan
andstæðingaflokk og skoðanir mín-
ar hafa ekki breyst síðan.*)
Jeg hef átt heima í nokkur ár í
Danmörku, rita á dönsku og jeg tel
mig jafn góðan danskan borg-
ara, eins og þjer og hver annar.
Og jeg stend ekki í neinu sam-
bandi við nokkurn íslenskan flokk.
Jeg óska þessvegna að ummæli
mín um íslensk mál fái að standa
á mína ábyrgð.
Jeg þykist mega ganga að því
vísu, að þessi ummæli yðar lýsi
ekki skorti ádrenglyndi og kurt-
eisi, eða öðru ennþá verra. En
hvað sem öðru líður eru þau ný
sönnun þess, að ýmsir Ðanir rita
um margt í þessu íslenska máli,
sem þá brestur þekkingu á.
Berlín 15. febrúar 1914.
Jónas Guðlaugsson.
*) Til samanburðar eru hjer orð-
rjett prentuð nokkur ummæli Jón-
asar Guðlaugssonar, er hann var
ritstjórí og ábyrðgarmaður blaösins
»VaIurinn« 1906—1907. —■ Um-
mælin eru í ritstjórnargreinum hans:
í 1. tbl. I. árg. Valsins segir
hann: »Valurinn mun verða hreint
landvarnarblað.........skipa sjer
undir það hreina merki, sem er og
hlýtur að vera: fullkomið drottin-
vald hinnar í^lensku þjóðar á borð
við Dani.
»VaIurinn« nr. 5 I. ár, 13. sept.
’06: »Vjer köllum það svik, ef ís-
lensku stjórnmálamennirnir krefjast
ekki fullkorains sjálfstæðis — per-
sónusambands við Dani, heldur
miðla málum með einhverju hálf-
velgju-fyrirkomulagi, sem einatt
verður ónógt og aldrei getur að
gagni komið.«
»Valurinn nr. 7. I. ár, 10. sept.
’06: »íslendingar verða að vera
sammála um það, að ísland sje
fyrir íslendinga og að þeir, en ekki
Danir, eigi að ákveða, hvaða rjett-
indi þeir vilji veita Dönura eða
öörum útlendingum hjer á landi«.
»VaIurinn« 13. tbl. I. ár, 7. nóv.
’06; þar segir svo um fána Dana;
».......svo lengi sem fáni sá
blaktir á íslenskum stöngum — er
hann að eins háðungar-dula í vor-
um augum, — opinber háðungar-
refsing fyrir skort vorn á þjóö-
rækni, sem hlýtur að renna hverj-
um góðum íslending til rifja.«
»Valurinn« 18. tbl. I. ár, 7. des.
’06: »íslendingar munu fara sínu
fram, án þess að spyrja Dani, kot-
þjóðina við Eyrarsund — hvort
vjer höfum rjett eða ekki rjett —
því rjettinn tökum vjer oss þá
sjáifir.«
»Valurinn« 45. tbl. 1. ár, 12 júní
’97: »Danir mega aldrei fá leyfi
til að fjalla um sjermál vor og þess
vegna mega þau ekki berast upp f
ríkisráði Dana«. Sama tbl. birtir
fundarályktun frá J. G., sem hann
bar upp og fjekk samþykkta á fundi,
þarsem sjálfstæðismenn í Hnffsdal
kusu hann til fulltrúa síns á Þing-
vallafundinn 1907, og heimtar bann
þar að sjermál ísl. verði ekki borin
upp í ríkisráði Dana; ennfremurað
landið fái sjerstakan fána og lands-
menn einir ákveða, hverjum þeir
veiti jafnrjetti á borð við sig í land-
inu.«
Jónas Guðlaugsson er gleyminn.
Hann man nú ekki, hver var eíni
maðurinn á ísafirði, er varð að
neyða til að draga niður tslenska
fánann bláhvíta, þegar konungurinn
kom. Hann man nú ekki að hann
þá kallaði alla í blaði sínu »Dana-
sleikjur*, er voru á máli Dana, og
danska fánann að jafnaði »dana-
brók«. X.