Vísir - 16.03.1914, Page 2

Vísir - 16.03.1914, Page 2
V 1 S 1 K Söngv&rnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. m i b r*eir, sem kynnu að vilja selja holds- veikraspítalanum í Laugarnesi um 1 ár frá 14. maí næstk. að telja mjólk þá, er spítalinn þarfnast fyrir (sem sje: hjer- umbil 1200 pt. nýmjólk og 600 pt. und- anrennu mánaðarlega), heimflutta á hverj- um morgni í hús spítalans, sendi undir- rituðum tilboð sín, rr.eð tilteknu lægsta verði, fyrir útgöngu þ. mán. Laugarnesspítala 7. mars 1914. vantar á s/s „B I A N C A sem liggur hjer á höfn- inni. Upplýsingar gefur Kolaverslun Bj. Guðmundssonar í Kolasundi. j i.|i Stór Utsala Leir-og Glervörubúðinni í Kólasundi er byrjuð. Meiri og minni afsláttur gefinn af öllu. Notið tækifærið, Margt er laglegt f Sundinu. Kærkomnasta gjöfin, er nokkrum rnanni hefur nokkru sinni verið færð í heiðursskyni, er sennilega gjöf sú, er Georg Fried- rich, stórhertogi af Mecklenburg- Strelifz, færði Goethe, þýska skald- inu heimsfræga, er skáldið hjelt 50 ára minningardag um dvöl sína í Weimar 1825. Þessi góðláti höfð- ingi bað kaupmann sinn í Frank- furt am Main, að útvega sjer ein- hvern hlut úr búi Goethes-ættar- innar, er selt hefði verið fyrir löngu, og skyldi það vera einhver sá hlut- ur, er vel væri fallinn ti! þess að vekja fegurstu æskuminningar hins aldna skálds. Kaupmanninum tókst að ná í hina miklu, gömlu slagklukku, er staðið hafði forðum í dagstofu Goethes ráðherra í Frankfurt. Klukk- an var flutt til Weimar og borin í hús Goethes, án þess hann vissi, kvöldið fyrir hátíðisdaginn. Frið- rik gamli, tryggi þjónninn skálds- ins, setti klukkuna í dagstoiu skálds- ins fram af svefnherbergi hans með- an hann svaf. Goethe var vanur að lara á fæt- ur kl. 5 á morgnana. Vísirinn á klukkunni var settur þannig, að klukkuna vantaði nokkrar mínútur í fimm. Og þjónninn átti að setja klukkuna af stað, þegar augnabiikið væri komið. Goethe var að vakna. Allt í einu kveður við slagverkið klukkunnar hið hljómfagra, og í kyrrðinni ómar langdreginn fagur hrelmur. Skáldið hlustar í svefnrofunum. Er hann að dreyma, að hann sje korninn aftur á heimili foreldra sinna og gamla klukkan þar sje að kveðja hann á fætur? Aftur kveður slaghljómurinn við. Nei, þetta er ekki draumur! Goethe rís upp á ölnboga við bólsturinn; hann finnur að hann vakir. Þriðja slagið kveður við, fjórða, fimmta! Skáldið hlustar á óminn deyja út, — hlerar áfjáður eftir titrandi tónbylgjunum. Þá hringir hann bjöllunni og þjónninn, sem beðið hefur frammi með óþreyu, kemur inn og Goethe spyr; »Heyrðu, Friðrik, — hvað er þetta? Mjer heyrðist klukkan foreldra minna vera að slá?« Þjónninn kinkaði kolli brosandi og benti fram í dagstofuna. »Hún stendur líka þarna hágöfgi herraL sagði hann. Hrumur öldungurinn hleypur fram úr rúminu í einu stökki, sem ungur væri og fram í stofuna. Þarna stendur hún, klukkan for- eldra hans f Hirschgraben í Frank- furt. Honum vöknar um augun stór og blá og glampa bregður fyrir gegnum tárin; hann stendur lengi þegjandi fyrir framan klukk-- una og hlustar á hátíölega-alvarlega tifið hennar, — þennan hjartslátt gamla æskuheimilisins síns. Para-Dschala slysið. --- Nl. En í friði fengum við ekki að vera. Kúlnahvinurinn söng alltaf í eyrum okkar. Þá var heldur hvergi óttalaust á öllu Indlandi, — upp- reisnarþrumuveður var í aðsígi.Fjand- í kössum og stykkjavís, bestir og ódýrastir í versl, Asgríms Eyþórssonar, Austurstræti 18. Neftóbak skorið, ódýrast og best, í versl. Ásgrfms Eyþórssonar, Austurstræti 18. skapur sá, er okkur járnbrautarmönn- unum var sýndur, var eins og gnýr- inn af ofviðri því, er sex mánuðum síðar skall á á Indlandi í uppreist- inni miklu. Indverjarnir læddust um eins og rángrimrnir kettir á veiðum. Þeir voru blíðir og sleikjulegir í viðmóti, en banvænt batur brann úr augum þeim. Og þeir hugrökk- ustu, áköfustu og — satt að segja — ágætusta ættjarðarvinirnir voru einmitt þeir, er á næturþeli vörnuðu okkur svefns með nýtísku skotvopn- in í höndum, og breyttu holum þeim, er vjer grófum með járnsspöðum okkar, í legstaði okkar sjálfra. Fyrri hluta janúarmánaðar 1856, höfðum við borað nægar sprengi- holur til þess að sprengja burt fjalla- snös mikla, er við skírðum í gamni »nefið«, og var fyrsti tálminn, er ryðja þurfti úr vegi. Við lögðum nú tundurþræði og allt var undir- búið til þess að sprengingin gæti farið fram að morgni þess 17. jan. Hún tókst ágætlega. »Nefið« var horfið. Nú miðaði verkinu vel áfram. í aprílbyrjun var allmikil bunga sprengd burt af fjallinu og komið inn í það um tvö hundruð stikur. Var nú um að gera að slá á smiðs- höggið og sprengja burt sjötíu síð- ustu stikurnar. Yfirverkfræðingar okkar ætluðu sjer að sprengja alit það svæði upp í einu. Við vorum orðnir svo þaulvanir að fara með sprengiefni, að okkur þótti fyrirtæki þetta ekki jafn risavaxið og þeim hlýtur að þykja, er ekki bera skyn á slíka hluti. Eftir okkar reikningum var um hjerumbil 1500 rúmstikur af blágrýti að ræða, er »bifa« þurfti, eins og við vorum vanir að komast að orði um það, er upp var sprengt.. Ekki færri en 80 sprengiholur, flestar 3—4 stikna djúpar voru gerðar inn í fjallið helga, og fylltar 18. apríl með púðri og þurftum við til þess nákvæmlega 10800 pund. Daginn eftir lagði jeg við þriðja mann tundurþræðina og bjó allt undir. En um kvöldið kom skúr, rigndi í nokkra tíma og allt verkið varð ónýtt. Tundurþræðirnir urðu gagri- drepa og púðurbrautirnar, er áttu að leiða til sprengingar á öllum stöð- unum í einu, sópuðust burt. 1 Þá rann upp ógæfudagurinn mikli 19. apríl 1856. Kallt var um nótt- ina, stjörnubjart og heiðskírt og ekkert bar nýstárlegt við. Sólskin og hiti var um morguninn. Verk- menn okkar áttu fyrst að líta eftir tundurholunum, hvort hvergi hefði komist vatn að. Aðalverkfræðingur- inn og sjö starfsbræður mínir fóru jafnsnemma af stað úr aðsetri okkar, er var um 600 stikur frá sprengi- stöðvunum. Jeg tafðist dálítið og komst seinna af stað. Það varð nú einmitt það, sem bjargaði mjer. Því þegar jeg var að leggja upp í brekk- urnar úr lægðinni, kvað við ógur- legur gnýr í lofti. Jeg vissi ekki fyrri til en jeg tókst á loft eins og fiðurhnoöri og slengdist burt. Jeg missti meðvitundina og raknaði fyrst við nokkrum stundum síðar í tjaldi mínu. Hægri handleggur minn var brotinn og stór skurður gapti á enni mjer. Hermenn úr varðliði okkar höfðu fundið mig og báru mig heim.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.