Vísir - 25.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 25.03.1914, Blaðsíða 1
9V6 Vísir er elsta — besta — út- breiddasta og ódýrasta dagblaöiö á Islandi. Afgr. í Austurstr. Ila daga. . 14. kl. 1 lárd.til 8 siðd. VI Vísir er blaöið þitt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.). Skrifstofa i Austurstraeti 14. (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. Langbesti augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. Miðvikud. 25. mars19l4. Boðunardagur Maríu. Háfl. kl. 4,44' árd.og kl. 4,58 síöd. Afmœli: Frú Ragnheiður Finnbogadóftir. Jón Rosenkrans, háskólaritari. r A morgun Afmœli: Frú Margrjet Rasmus. Ungfrú Herdís Matthíasdóttir. Ungfrú Ragna Stephensen. Snæbjörn Jakobsson, steinsmiöur. Pósiáœtlan: Ingólfur kemur frá Garði. Hjer með tilkynnist að móöir mín, ekkjan Guörún Guðmundsdóttir, andaðist laugard 21. þ. m. — Jarðarförin fer fram föstudaginn, 27. þ. m. kl. 1U|„ frá Vesturgötu 33. Þorsteinn Jónsson. Hjartans þakkir til allra, sem tóku þátt í sorg okkar. Vigdís Erlendsdóttir. Hallgrímur Jónsson. ÖR BÆNUM Morðmálið. Síðasta rjettarha d var í morð- málinu í ga:r og lögðu þá verj- endurnir, yfirrjettarmálfærslumenn Magnús Sigurðsson og Oddur Gísla- son, fram varnarskjöl sín. Þvínæst var málið tekið til dóms og jafnframt skipaðir af bæarfó- getanum meðdómendur þeir: Ben. S. Þórarinsson, kaupmaður, Knud Zimsen, verkfræðingur, Páll Einars- son, borgarstjóri, og Páll Halldórs- son skólastjóri. Búist er við að dómurinn falli innan skamms í málinu. Föstuprjedlkun verður í Frí- kirkjunni í dag kl. 6 e. h. Sjera Bjarni Jónsson messar í Dómkirkjunni í kveld. Málverkasýningu opnar Ás- grímur málari á pálmasunnudag í Vinaminni. Meðal nýrra málverka veröa þar myndir af útsýninu efst úr Vinaminni austur yfir bæinn og yfir höfnina. Vendsyssel kom frá Akureyri í g*r. Meðal farþega: SigurðurJóns- son frá Ystafelli, Ragnar Ólafsson, kaupm., Pjetur Pjetursson, versl- unarstj. og Oddur Jónasson (frá Hrafnagili), allir frá Akureyri, og frú Proppé frá Þingeyri. Vesta kom f nótt kl. 4. Far- þegar: Karl Olgeirsson, verslunar- stjóri frá jsafirði, Jóh. Bárðarson, kaupmaður frá Bolungarvík, frú Sig- f ríður Guömund dóttir, og frk. Svava Jóhannesdó tir, báðar frá jsafirði, Lambertsen, umboðssali, Carl Sæ- mundsen, umboðssali, og fl. Stúlka dó á Vestu, er hún var að fa’a inn á ísafjörð. Hafði verið flutt fárveik á skip á Blönduósi. Skúli Fógeti kom inn í gær með 35 þús. Bragi kom inn í nótt meö 30 þús. Skemmtiferð til íslands. Skotska skemmtiferða - skipið Ermine, það fer kom hingað í fyrra, kemur aftur í ár tvær ferð- ir. þeir, sem með því fóru í fyrra, ljetu svo vel yfir ferðinni að við borð lá, að skipið kæmi þá aftur, þó lítill undirbúningur væri. þátttakan er mikil. Fyrri ferð- in verður í júní, en hin síðari í júlílok eða ágúst. Svmfcjetlu. n m Eyrarbakka í dag. Þingmálafundir Einars Arnórssonar. Fyrsti fundurinn var haldinn í jærkvöldi á Eyrarbakka og stóð kl. 7V2—10. Voru þar E. J. og Jón Jónatansson af frambjóðendum, voru þeir mjög sammála og yfir höfuð virtist öll samkoman sem á einu bandi í þeim málum, sem rædd voru. Búist var við nokkurri mótspyrnu, en þeir, sem til hennar voru vænt- anlegir, ýmist fjellust á skoðanir hinna eða Ijetu ekki til sín heyra. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að samþykkja Stjórnar- skrána óbreytts ,en með fyrirvara. Skattamál og tollmál voru nokk- uð rædd, snjerust ræður að því, að ekki yrðu þau tekin fyrir á næsta þingi sökum ónógs undirbúnings. Þá voru rædd innanhjeraösmál, járnbraut, Flóaveita, samgöngur á sjó, o. fl, en engin ályktun heldur gerð þar, af því að lítið myndu þau koma fyrir á næsta þingi, sem ekki er fjárlagaþing. Fundurinn var mjög vel sóktur. í kveld halda þeir E. A. fund á Stokkseyri, á morgun við Ölfusár- brú og síðasl að Húsatoltum. Norðan ofsarok hefur verið hjer tvo síðustu daga og hvorki róið hjcr eða í Þoriákshöfn. Stærstu ávextir í heimi. Fyrir mörgum, mörgum árum bar hafið merkilega ávexti að vestur ströndum Indlands. Þeir voru helst svipaðir kókoshnetum að útliti, hnet- ur með svartri skurn og föstum kjarna, engan veginn sjerlega bragö- góðurn. En í samanburði við kókoshnetur voru ávextir þessir risa- vaxnir, margir þeirra voru 30—40 pund. Enginn vissi hvaðan ávextir þessir komu, — menn hjeldu að þeir væru komnir neðan af sjávar- botni og yxu þar og þeir voru því nefr.dir sæhnetur. Indverjar þóttust hafa tekið eftir því, að hnetur þessar hefðu að geyma dularfullan lækningakraft. Þeir gerðu drykkjarker af hnotskurn- inni, og hjeldu því fram, aö vatn og vfn yrði að læknismeðali, þegar því væri helt í hnotkerin. Sú trú breiddist skjótt út, mjög var sókst eftir hnotum þessum og þær borg- aðar dýrum dómum. Þær fluttust og til Evrópu og voru nefnþar þar »töfrahnetur Salómons*. Nokk- uð má marka, hve mikið hefur þótt til þeirra koma, af því, að Rudolf af Habsburg borgaði eina þeirra með 4000 gyllinum í gulli. Löngu síðar varð þd gátan um uppruna þeirra ráðin. Árið 1769 kom Barré, frakkneskur verkfræö- ingur, í eyna Praslin. Hún er óbyggð og er ein hinna svo nefndu Seschell- eya í Indlandshafi. Og sjá, þar fann hann pálmavið, er ber þessa tröllauknu ávexti. Pálmi þessi var skírður Lodoicea Seschellarum. Hann er afar mikið trje, er verður 40 stikur á hrð og hefur stærstu pálma- blöð í heimi, — blöðin sjálf verða heldur st. Nýárssól No. 147 í Goodtemplarahúsinu á fímmtudaginn kemur 26. þ. m. Hátíðin byrjar stundvíslega kl. 9. e. m. Meðlimir stúkunnar eru beðnir að vitja aðgöngumiða sinna í versl. „Breiðablik". þar verður góð skemmtun, því efnisskráin verður fjölbreytt. Templarar fjölmennið. Leíkfjelag Reykjavíkur. Augu ástarinnar eftir JOHAN BOJER. Leikið í síðasta sinn sunnu- daginn 28. mars kl. 8 síðd. Aðgöngumiða má panta í bóka- verslun ísafoldar. 10 stikur á lengd og 5 stikur á breidd. Út úr stofninuni vaxa svo þessir kyr.legu ávextir á ýmsu þroska- stígi á sama trjenu, sumir litlu stærri en ber, en þeir stærstu um 50 punda þungir. Barré þótti þetta ekki ónýtur fundur og hlóð skip sitt töfrahnotum þessum og sigldi til Indlands í þeirri von, að græða drjúgum á sölunni. En þegar menn sáu mergð þessara ávaxta og fengu aö vita um uppruna þeirra hurfu aliir töfr- ar af þeim, — þeir fjellu afskap- lega í verði og við það sat síðan, En frægðina hafa hneturnar ekki misst, að vera stærstu ávextir heims- ins, því þeirra líkar hafa hvergi fundist, hve rækilega sem jarðargróði hefur verið rannsakaður í öllum löndum. Lodoicea^pálminn blómgast fyrst eftir 35—40 ár, og ber stór gul blóm. Ávöxturinn er 7 ár að þrosk- ast að fullu. Að vísu hafa menn fiutt undrapálmann frá Praslin ey og gróðursett hann í ýmsum öðrum löndum, fengið hann til að dafna vel í suðrænum görðum ’hitabeltis- landanna, en hvergi nær hann öllu hátignar-skrauti sínu sem heima hjá sjer. Lodoicea-pálminn hefur líka fundist á annari af Seschell-eyunum, smáeynni Curieuse. Enska stjórnin hefur nú slegið eign sinni á og lýst friðhelga konungseign dali þá, er fegurstu pálmarnir vaxa í, til þess að koma í veg fyrir að þeir upp- rætist. Þeir, sem nú búaáeyunum, hafa mikil not af þeim og margvís- leg. Ágætt þykir t. d. hið svonefnda pálmakál, er búið er til úr frjóblöð- um þeirra. Viðurinn er svartur og harður sem járn og þjettur í sjer að því skapi. Úr hnotskálunum eru gerð ýms fagurskyggð drykkjar- ker enn í dag, sem þykja dýrgripir , miklir. Meðalaldur Evrópumanna. Frakkneskur vísindamaður hefur birt í Revue medicale úlreiking, er sýnir aö meðalaldur Evrópumanna er 39 ár. Fróölegt er að sjá skýrslu hans um meðalaldur manna í hinum einstöku löndum, og er á þeim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.