Vísir - 26.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1914, Blaðsíða 1
«A Vísir erelsta— besta — út- breiddasta og ódýrasta dagblaðið á Islandi. J0 « \su Vísir er blaðið þitt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. Kemur út alla daga. Sími 400. Afgr. t Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.). Skrifstofa í Austurstræti 14. (uppi), opin kl. 12—3. Sími 400. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. Fimmtud. 26. mars 1914. Nýtt tungl — Páskatungl. Háfl. kl. 5,12' árd.og kl. 5,26 síðd. Merkir vtðburðir. / dag eru liðin: 400 ár síðan Konráð v. Gesner, náttúrufraeðingur, fæddist. A morgun Aftnœli: Jóhannes Jóseþsson, trjesmiður. Lárus H. Bjarnason, prófessor. Þórður Pjetursson, Framn.v. 4. I Hjer með tilkynnist vin- um og vandamönnum að jarðarför minnar elsku- legu dóttur G u ð n ý a r þuríðar Guðjónsdótt- ur fer fram frá Landa- kotsspítalanum kl. 11V2 á föstudaginn 27. þ. m. Guðrún Guðmundsdóítir frá Mariubakka í Fljótsgarði. I I Hjer með tilkynnist vin- |um og vandamönnum að jarðarför dóttur okkar elskaðrar Elínar Hall- grímsdóttur fer fram laugardaginn 28. mars að heimili hennar Lindar- götu. 14. Reykjavík 26. mars 1914. Guðrún Guðmundsdóttir. Hallgrimur Andrjesson. Hinir heimsfrægu indversku vindlar, Flor de Dindigul, fást aðeins í versl. Nýhöfn og í versl. Vegamót Laugav. 19. Deilur um ný grundvallarlög í Danmörku. Kaupmannahöfn í dag. Frjálslyndu flokkarnir i Danmörku eru sammála um ný grund- vallarlög. Hœgrimenn einir eru á mótí; bardaginn byrjar. L augardaginn 28. mars 1914 verður að^Háteig við Rauð- arárstíg hjer í bæ haldið opin- bert uppboð og þar og þá seld- ar 4 kýr, 3—4 hross, nokkrar kindur og ýmiskonar búsáhöld. Stúkan Einingin nr. 14 skorar á meðlimi sína að styrkja stúkuna Nýárssól nr. 147 með því að sækja skemmtisamkomu hennarí kveld kl. 9 í G.T.búsinu. fBFBA DTLðNDÐBjag Ráðherraskifti ítala. Vísir hefur áður getið um að Gio- litti-ráðuneytið væri farið frá. Olli það falli þess, að framsóknarflokk- urinn vildi ekki styðja stjórnina. Sá heitir Scaiandra, er Giolitti hefur. bent á sem eftirmann sinn og hef- ur konungur falið honum að mynda ráðuneytið. Scalandra-ráðuneytið nýt- ur stuðnings hins gamla flukks Gio- litti’s, að undanteknum framsoknar- flokksmönnum. Austurríki og Montenegro. Á landamærum milli Bosníu og Montenegro rjeð austurrísk land- varnarsveit á 4 hermenn frá Monte- negro 9. þ. m. á Sirpokoshæðum í nánd við Metaika. Ðrápu Austur- ríkismenn alla Svartfellingana. A hæðum þessum höfðu Tyrkir haft vígi áður en ófriðurinn hófst og eru þau þar etin. En Serbar höfðu fyrir löngu látið hæðir þessar af hendi við Svartfeliinga og Austur- ríkismenn aidrei gert tilkall til landa þar. Stjórnin í Cettinje hefur kært yfir þessum aðförum íil sendiherra Austurríkismanna þar. Ófarir stjórnarinnar í Mexíkó- Eftir Iangvarandi og ákafar or- ustur við Torreon, hafa uppreistar- menn unnið mikinn og algerðan sigur á stjórnarhernum 7. þ. m. Fjellu 400 manns af stjórnarhern- um, 1000 særðust og 800 voru teknir höndum og flýðu leifar hans í allar áttir. Uppreistarmenn misstu 200 manns og 500 særðust að marki. Fellx Diaz, hershöfðingi, kom til Washington rjett á eftir til þess að fá loforð stjórnarinnar um, að hún viöurkenni sig sem forseta Mexíkó- ríkis, ef honum tekst að steypa Huerta. Hann kvaðst óhræddur um, að uppreistarmenn vinni sigur. Svo framarlega sem Bandaríkin vilja viðurkenna hann sem leiðtoga þjóðveldisins, kvaðst hann taka að sjer forustu uppreistarhersins og þá muní hann skjótt halda her sínum til Mexíkóborgar og taka hana. í Washington og Mexíkóborg var í almæli 9. þ. m., að Huerta forseti myndi ætla að sleppa völd- um, en núverandi utanríkisráðherr- ann, José Portillo y Rogas verða miliibils- eða bráðabirgðaforseti. Skyldi útgerast um þetta innan hálfs mánaðar. Huerta bjóst þá sjálfur norður í Iand, til þess að taka sjáifur við stjórnarliðsforust- unni gegn uppreistarhernum. vestva. Sig. Júl. Jóhannesson, læknir í Wyniard, er taiið að muni taka við ritstjórn Lögbergs í vor, þó ekki sje fullsamið um það enn. Verður þá ekki úr að hann komi hingað og taki hjer læknisdæmi, eins og áður var í ráði. Stefán Björnsson, núverandi ritstjóri, er væntanlegur hingað í sumar. ÚR BÆNUM Leikfjelag Reykjjavikur. Augu ástarinnar eftir J O H A N B O J E R. Leikið í síðasta sinn sunnu- daginn 28. mars kl. 8 síðd. Aðgöngumiða má panta í bóka- verslun ísafoldar. á morgun. Innihald: Rauðu þrœðirnir. — Fyr og nú. — Fánanefndin. — Úr hinum herbúð~ unum. — Frjettir og fleira, Vesta fór til Seyðisfjarðar og út- landa í gær. Meðal farþega voru: til Austfjarða : ungfrú Hólmfríður Jónsdóttir (frá Múla) og Sigurður Ingimundarsson,en til útianda: Einar Benediktsson óg frú hans, Ragnar Ólafsson ræðismaður, Friðrik Jóns- son kaupmaður og Pjetur Pjetursson verslunarstjóri. Hjálpræðisherinn hjer er um þessar mundir að stofna til sam- skota fyrir byggingarsjóð sinn. Vant- ar um 1000 krónur til þessaðgeta byrjað á hinni mjög þörfu hús- byggingu, þar sem veröur sjómanna- hæli og annara gesta. Er að vona að ekki verði sfður tekið vel í söfn- unina nú en áöur. Þakksamlega er tekið við munum, sem síðan verða settir á útsölu, sem er í sambandi við söfnunina. Röntgensáhöld Háskólans eru komin fyrir nokkru og er veriö að koma þeim fyrir í húsi Guðm. prófessors Hannessonar. Hefur dreg- ist uppsetningin vegna þess aö vantað hefur nógu gildan þráð, til þess að leiða rafmagn þangað frá Völundi. Röntgensáhöld] er í ráði að setja upp á Vífilstöðum innan skamms, og eru þau þegar komiw hingað. Frú Þóra, kona Björns Árna- soriar, Jónssonar frá|Þverá í Hallár- dal, bónda á Syðriey á Skagaströnd, andaðist á leið hingað suður með Vestu á innleið til ísafjarðar og var líkið flutt þar í land, þar sem skipstjórinn skoraðist undan að fara með pað hingað. Hún hafði komið á skip á Blönduósi og ællaði hing- ?ð til lækninga. Snorri Sturlúson kom inn í gær. Hafði fiskað um 30 þús. Kútterar þessir komu inn í gær: Sæbjörg með 8 þús. Ester — 7 — Hafstein — 8 — Björgvin — 3 — Ennfremur færeyiskur kútter með 2 þús.; er mjög fáliðaður. Vegamót heitir ný verslun, sem Guðm. Guðmundsson kaupmaður hefur sett á stofn þessa dagana á Laugavegi 19. Það er þar sem Sif var áður. Búðin er tvö lítil, snotur herbergi og furðar mann hve hag- anlega öllu er þar fyrir komið. Því þarna fæst allt, sem nýlendu- vara nefnist, matvara útlend, þar með ostar og niðursoðin vara, krydd, tóbaksvara, svo og hreinlætisvara. Um miðnótt máninn glóði og maíblómin fríð, og Elskan hugði jeg alsæll þá myndi’ eilífa vara tíð. Nú glóir miðnótt gaddi " og greftruö Elskan biíð. Nú þykir mjer ynndælla öllu það, að örstutt lífs er tíð. fón Runólfsson. Magdeborgar-Brunabótafjelag. || Aðalumboðsmenn á Islandi: O. Johnson & Kaaber.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.