Vísir - 26.03.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1914, Blaðsíða 2
V 1 S I R Palladómar. i ---- Frh. 32. Hákon Kristófersson, 1 þingmaður Barðstrendinga. (Fæddur 20. apríl 1877.) Ekki er þingæfin hans löng. Hún er einaerð. En sumir vilja það segja, að lífvænt gæti honum verið á þingi. Það mundi úr honum togna engu síður en sumum öðr- um guðsbörnutn, þeim er þar hafa sæti hlotið. H. K. er ekki títumenni, og er hann þó ekki nema gildur meðal- maður að hæð. Hann er búkmik- ill, breiðvaxinn og þykkvaxinn, mik- íll um heröar, ólotinn og háls- stuttur, bringubreiður, brjósthvelfd- ur og bakflatur, vel á fót kominn og ekki flysjungslegur í fasi eða fótaburði. Hann er limaður vel og beinagildur, og allur sýnist vöxtur hans bera vott um orku og afls- muni, Menn deila það líka nokkuð brotum, hvor þeirra muni nú knárri vera, hann eða vinur hans og fjelagi, hreppstjórinn í Hergils- ey, og veit þó rnargur, að hrepp- stjórinn er afburða karlmenni. Yfirlitum er H. K. svo, að hann er höfuðstór og allfríður um höfuð, dökkur á hár og ekki mikilhærður, ljós á granarskegg og skegglaus á vöngum, ennimikill, ennið breitt og hafið, liggur hátt og er vikótt, mik- ill um brýr og brúnþungur nokk- uð, gráeygur, ekki smáeygur og nokkuð inneygur. Hann er neffríð- ur, nokkuð þykknefja og vitund bjúgnefja, breiðleitur, fullur að vöng- um og sljettleitur, mynntur vel, kjálkabreiður og ekki hökumjór, og þykir andlitið sýnilegt og svara sjer vel. Þykir hann inaður nokk- uð svipmikifl, og ekki beygjulegur á svip fremur en vöxt. Það fer saman, að H. K. er brúnamikill, og hitt, að hann fær skotið yglibrún, líklega ekki mikið miður en Egill. Er honum það allljett, að skjóta svo brún, að ekki verði augað greint, er undir henni býr, og halda þó hinni brúninni á enní uppi. Fyrir þessa hluti og aðra, fara menn síður heimilda- villir á honum en öðrum mönnum. H. K. taldi sig utan flokka á þingi. Hafa menn því verið að velta því nokkuð fyrir sjer, hvar hann mundi í dilk dragast í þeirri politísku lögskilarjett stjórnmála- flokkanna. Allir vilja flokkarnir sennilega draga sjer hann. Þó er talinn nokkur vafi á því, hvort Sambandsmenn vilji inna af hönd- um fjallskil vegna hans. Vafaminna þykir það reyndar úm Heimastjórn- armenn. En enginn veit nú um fjallferðir þeirra. Um Bændaflokks- menn er það sagt, að þeir haldi ekki uppi »regerandi« rjettahaldi, nema ef það væri þá hjá Áverjum. En víst mundu þeir vilja Hákon hjá sjer hafa, því hann er þó bóndi. Þar á móti er það að segja af Sjálfstæðismönnum, að þeir telja sig víst eiga hvert bein í honum. En hann skýtur brún við og lætur hvern mæla, það er vill, og verður þeim flokkinum einum játsa, sem honum þykir hentilegastur og væn- legastur til vígsgengis, þá er á vet- OLSENS NAUTSCAL ALMANAC 1914 * (kosíar I kr.), sem er alveg ómissandi eign fyrir úígerðarmenn og sjómenn, fæst alltaf í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. * £ •ttn .ÆsSzL ym: STÓR ÚTSALA í Upuhúsinu AUSTU RtSTRÆTI 17., £ LAUGAVEGI 40. Besta grsensápa 13 aur. pr. pd. Besta krystaisápa 17 og 21 eyr. pr. pd. 3 pund sódl fyrir 12 aura. Öll ilmvöln, sápur, greiður, greiðuveski, svampar, tannburstar, hár- og fataburstar o. m. m. fl. sell langt undir innkaupsverði. > Utsalan stendur aðeins nokka daga. —......~gw----------xtxfm MIKILL afsláttur á ýmiskonar álnavöru á Laugaveg 63. T. d. er St umpasirs selt á 1 kr. 10 aura pundið. •• Laugaveg 63. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni daglega kl. 11 —12 með eða án deyfingar. Viðtalstími kl. 10—5' siðdegis. Sophie Bjarnarson. Trúlofunar- hrÍIlga smíðar BjörnSímonarson. Vallarstr.4.Sími 153 Lítíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru þurfið aö halda, Ásg. G. Gunnlaugsson & Co Austurstræti 1. Tilsögn í Píanóspili veitir Guðrún Helgadóttir, Tjarnargötu 11. vang kemur. Enda kunna kann ske fáir af að segja, að Sjálfstæðismenn haldi uppi fjallgöngum vestur þar, um fjörðu og strendur, fremur en annarstaöar. Þeir sofi nú á sínum hlut, fleygja menn á milli sín. Og lýkur svo hjer flokksferli Hákonar. Frh. Violanta. Framhald af Cymbellnu. ---- Frh. »Mjer þykir fyrir því, ungfrú, ef þjer haldið að jeg sje að ofsækja yður. Því fer mjög fjarri, Hjer þurfið þjer ekkert að ottast,— yður verður ekkertmein gert,— þjer þurfið ekki anr.að, en óskí einhvers og jafnskjótt skal yður veitt það,* sagði Rubeoli greifi og hneigði sig. »Sleppið mjer þá hjeðan þegar í staö, greifi!«sagði hún. »Hvar er móðir Giovanna?« »Jeg get ekki svarað því, ungfrú Forthclyde, — jeg veit það ekki. En sjerstakar ástæður valda því, að þjer verðið að gera yður að góöu vist í húsi mínu fyrst um sinn. Yöar bíða hjer öll nútímans þægindi, sem nokkur kona getur best óskað sjer. Þjónar mfnir skulu þjóna yður og yður skal öll virðing sýnd.« »Jú, samskonar virðing og vörð- urinn sýnir tukthúslimunum, sem eru undir umsjá hans!« hrópaði Violanta með fyrirlitningu. »Hætt- ið öllum yfirdrepskap, herra greifi! Jeg er í engum vafa um, að raunir mínar allar eru af yðar völdum. Blygðist þjer yðar ekki fyrir að níðast á saklausu barni?« »Verið þjer róleg, ungfrú Forth- clyde! Takið nú sönsum og notið þægindi þau, er jeg hef að bjófa yður. Þjer eruð þreytt og þarfnist hvíldar, — hvorki mjer nje öðrum dettur í hug að níðast á yður!« »En hvers á jeg að gjalda? Hvað hef jeg gert yður? Yður skal koma fyr eða síðar greypileg hefnd fyrir athæfi yðar.« »þjer eigið einskis að gjalda, ung- frú, — þjer bafið ekkert gert á hluta minn nje nokkurs annars manns, er jeg veit til. Jeg ber ábyrgð á mínum orðum og gerðum og hefnd hræöist jeg ekki. Hefnd! Hefnd!« — blóðið þaut fram í andlit greif- ans. — »Jeg þekki þetta orð, — Iþetta voðalega orð. Þjer vitið ekki ungfrú, hve óttalegt það er, — hve margar andvökunætur það hefur bakað mjer, — hve sárt það hefur kvalið mig. Og þjer þekkiö það ekki, — þjer og fólkið í yðar landi vitið ekki, hve heitt skyldan, — já, blóðskyldan—getur hrópað á hefnd! En — en, — þjer, ungfiú, — þjer eruð ekki sek um neitt!« — »Hvaða hefnd eruð þjer þá að tala um, herra greifi?« »Þjer megið ekki Sþyrja mig slíks ungfrú! Þjer verðið að bera vel það, sem ekki verður hjá kom ist. Jeg fullvissa yður enn um, að yður skal ekki veröa mein gert í þessu húsi« — (Frh á 4. bls.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.