Vísir - 27.03.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1914, Blaðsíða 2
V 1 S I R _■ | Leiðrjetting. i Út af smágrein um „Fánamálið" í Morgunblaðinu í gær, vilí stjórn Málfundafjelags Verslunarskólans láta þess getið, að greinin \ er þangað komin án vilja og samþykkis fjelagsins, sakir | fljótfærni og misskilnings eins fjelagsmanns. Um málið var að vísu rætt á fundi í fjelaginu, án þess þó að f fjelagsmenn ætluðust til, að tillaga sú, er þar var samþykkt kæmi j fyrir almennings sjónir. það var því algjörlega án vitundar fjelags- manna, að áðurnefnd tillaga hefur verið birt í Morgunblaðinu, og það því fremur, sem tillagan er ekki rjett hermd, eins og hún var borin upp til samþykktar á fundinum. það er þvi hreínasti mis- skilningur, að fjelagsmenn hafi ákveðið að sertda áskorun til Alþingis, og finnum við okkur skylt að leiðrjetta þetta fyrir hönd íjelagsins. Ofanritaða grein er Vísir beðinn að birta, þar sem Morgunblaðið neltaði henni upptöku. Reykjavik 25. mars 1914. Stjórn Máifundafjelagsins. Á 25 AU RA fást falieg postulíns-bollapör í VERSLUN JÓNS ÞÖRÐARSONAR. Yerslunin Von, Laugavegi 5 5, auglýsir engar 2 eða 3 daga útsölur á brenndu kaffi, en selur þá vöru, sem aðrar, með lækkandi verði, eftir því sem þær lækka í verði > erlendis, og heldur ekki sama verði á brenndu kaffi allt árið, þó að óbrennt kaffi falli í verði um 15—20°/0. Nú sem stendur, selur verslunin Von brennt kaffi, sem vel þolir samanburð við kaffi annara verslana, að dómi neytenda, fyrir Kr. 1,08 pundið og að sjálfsögðu ódýrara seinna, ef óbrennt kaffi lækkar í verði frá því, sem nú er. Munið það, að í Von er kaffið ódýrast og jafngott 125 aura kaffi annarsstaðar-skrumlaust. Presturinn í Næstved. Sjera Hansen, danskur prestur í Nœstved, er sekur orðinn um svik. Hann Ijet fógeta krefja inn með lög- taki hærri gjöld, en þeim bar að greiða. Áttu þar mest fátæklingar í hlut, er hann gaf 10, 20 til 30 kr. hærri reikning, en hann átti rjett á. Enn fremur hefur hann beitt kjör- lista-fölsun við kosningar sjer í hag. Mælt er að klerkur hafi áður verið auöugur maður, en harin kunni ekki með fje að fara, eyddi ogsóaði á báða bóga, svo nú er hann fátækur orð- inn. Auk þess hafa kunn- ingjar hans svikið fje út úr hon- um og ýms fjármálaóhöpp hafa gert honum tjón, Klerkur er sjúkur á sál og líkama og grunur á, að hann sje ekki með rjettu ráði. Er hann nú í geðveikrahæli til athug- unar. Vindlingurinnn hættufegi. í Rússlandi varð r.ýlega einn vind- Iingur 24 manna bani. Vinnumaður nokkur í Orlovo-námunum í Jelo- novka kveykti sjer í vindling niðri í námunni 8. þ. m., en við það varð jafnskjótt gassprenging, er varð 24 mönnum í námunni að bana. Nau^synjavörusála fyrir bæarreikning er mjög að verða uppi á teningun- um í Ungverjalandi. Margir bæii; eru farnir að reka kjötverslun fyrir reikning bæarins og við það hefur kjötverðið lækkað 20% fyrir neyt- endur. f Buda-Pest eru mörg brauð- gerðarhús rekin fyrir bæarreikning og búinn til í þeim % hluti af brauðforða þeim, er bærinn þarfnast. Svínum og sauðfje er þar slátrað í Næstu viku, alla dimbilvikuna og vikuna þar á eftir seljum við’ Melís í toppnm á 23 aura pundið og Melís í kössum á 23 aura- pundið. Þetta ágæta kaffi tölum við ekki um; það vita allir, að það er hvergi eins ódýrt; svo eru aðeins nokkrir belgir eftir af þessari ágætis kæfu, sem verður ennþá nokkra daga seld á 45 aura pundið. Flýtið ykkur, áður en hún þrýtur, en fyrir alla muni gleymið ekki, að spyrja um aðrar vörur um leið og þið kaupið það, sem hjer er talið. Virðingarfyllst, Jón Jónsson frá Yaðnesi, Tilkynning. Frá þessum degi verður baðhúsið á Hverfisgötu 4 Ð. ekki opið á laugardögum frá 6—10 síðdegis, eins og verið hefur. Einstök böð fást þó eftir pöntun. Stcinunn Guðmundsdóttir. u Atvinnu við mjaltir getur ein stúlka fengið í Viðey. Upplýsingar í K ATJP AIG-I. slátrunarhúsum bæarins, er kaupa dýrin til frálags, og alifuglasölu hef- ur bærinn líka. Þessi nýlunda í Buda-Pest hefur víða vakið athygli mikla og fjöldi annara bæarstjórna er að kynna sjer málið, fyrirspurnir hafa komið um það frá Moskva og Augsburg, en Strassburg, Belgrad og margir bæir í Austurríki hafa sent þangað fulltrúa, til þess að kynna sjer fyrirkomulag á bæarsölu þessari, ekki síst brauðsölunni. Maðurinn með iilbúna andlitið. í sjúkrahúsi í Baltimore hafa læknar gert meistaraverk á manni, Ross Allen að nafni. Hann missti nef og varir við slys fyrir 5 árum, en þóttist ekki smáfríður eftir og kváðust lækn- ar mundu geta bætt úr þessu. Fyrir nokkrum mánuðum var hann svo lagður í sjúkrahús og skurðirgerðir á andliti hans og handlegg, er var bundinn upp að munni hans þang- að til andlitsvefirnir, þar sem var- irnar höfðu áður veriö, fóru aö gróa saman við vefina í handleggnum. Að nokkrum vikum liðnum voru nýar varir skornar út úr handleggn- Hinir heimsfrægu indversku vindlar, Flor de Dindigul, fást aöeins í versl. Nýhöfn og í versl. Vegamót Laugav. 19. um, lagaðar til og húð Iátin vaxa á við yfirfærslu frá handleggnum jafnframt. Tókst þetta svo vel, að maðurinn fjekk nokkurnveginn eðli- legar varir. Nú var eftir aö búa til nýtt nef á manninn, en þaö ergert þannig, að skornar eru flísar af rifja- brjóski úr manninum, beygðar til og lagaðar, svo þær fái sömu lög- un og nefbrjósk og látnar gróa við andlitsbeinin, en hold og húð grætt á með yfirfærslu á sama hátt og varirnar. Svo ef að sjá sem þetta muni takast vel, en útsjeð er ekki um það enn að fullu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.