Vísir - 05.04.1914, Qupperneq 1

Vísir - 05.04.1914, Qupperneq 1
Keimir út alla daga. Sími 400. Afgr. í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd. Sunnud. 5. apríl 1914. Pálmasiinnudagur. Háfl. k). 12,28‘árd.ogkl. 1,13’ síðd. j A morgun: Afmœli-. Frú Guðrún Sigurðardóttir. Pjetur Leifsson, ljósmyndari. Sigurður Erlendsson, bókb. Póstáœtlun: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Biografteater Reykjavíkur Nýtt, ágætt prógram í kveld. Úfi BÆNUM Gefin saman i gær Einar Oríms- son frá Torfasföðum í Biskupstung- um og ungfrú A'ristjana Ki'istjáns- dóttir, Skólavörðustíg 5. Riddari af Dannebrog er nýorð- inn Ásgeir Blöndal, fv. hjeraðslæknir á Eyrarbakka. Jarðarför frú Sophiu Thor- steinson fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Húskveðju hjelt sjera Haraldur Níelsson og líkræður í Dómkirkjunni sjera Jóhann Porkels- son og sjera Bjarni Jónsson. lOmanna hornaflokkurundirstjórn Helga Helgasonar spilaði á lúðra meðan gengið var í kirkju og úpp t kirkjugarð. Kirkjan var vel skreytt. Guðm. skáld Guðmundsson hafði ort tvö kvaeði, var annað birt í blað- inu í gær. Það var sungið sóló við húskveðjuna með fögru lagi, er Árni tónskáld Thorsteinson hefur gert og áður hefur verið sungið við jarðar- farir föður hans og systur. Börn sungu í kirkjunni, en heima og uppi í kirkjugarði söng »17. júní.« Haraldur Níelsson prófessor prjedikar í Fríkirkjunni í kvöld kl. 5 síðd. Hadda Padda, sorgarleikur í 4 þáttum eftir Guðmund Kamban, er nýkomin út á kostnaö Ólafs Thors. — Bókin er 123 bls. í stóru 8 blaða broti og er ytri frágangur ágætur. Ritdómur um leikinn kemur innan skamms. Ceres kom í morgun kl. 71/,, Með henni komu nokkrir farþegar þar á meðal: Frú Flóra Zimsen, ungfrú Elinborg Guðmundsdóttir, ungfrú Guðrún Thorsteinsson, ung- frú Kristín Pálsd., ungfrú Hansína Þórðard., Þórarinn fiðluleikari Guð- mundsson, Torfi Tómasson umboðs- sali, Egill Jakobsen kaupmaður, ungfrú Soffía Helgadóttir, Isebarn og annar Þjóðverji og 1 Hollend- ingur. Frá Vestmanneyum: Ágústa Er« lendsdóttir, Guðný Jónsdóttir og Eiríkur Einarsson lögfræðingur. Hera fer á skírdagsmorgun inn í Hvalfjarðarbotn með Múller versl- unarstjóra og þá skíöamennina, sem æt!a að nota páskafríið til skíðaferða um Þingvallasveit. Sjálfstœðisfjelagsfundur var haldinn í gærkveld í húsi K. F. U. M. Til máls tóku á fundinum Sig. ►KostarJóO au. um mánuðinn. Kr. 1,80,. Skrifstofa í Austurstræti 14, (uppi), ársfj. Kr. 7,00 árið (380-400 tbl.). í opin kl. 12-3, Sími 400. . ■ I ' ......... Málverkasýning » Asgríms Jónssonar er daglega opm frá 11 — 5 i Vinaminni. Inngangur 50 au. fyrir fullorðna. 10 au. fyrir börn. Vjelskorna neftóbakið í tóbaksversiun R. P. Leví telcur öllu öðru neftóbaki fram. Sjerstaklega má benda á 3 eiginleika, er það liefur fram yfir hið handskorna neftóbak, er vjer höfum átt að venjast og eru þeir þessir: 1. Tóbakið er jafnara og betur skorið. 2. Tóbakið er hreinlegar meðhöndlað. 3. Tóbakið heldur sínunr rjetta ilm (Aroma). Hverjum, sem vill, er leyfilegt að vera við þegar skorið er, til þess að gera sjer það Ijóst, að hjer er rjett skýtt frá. Sjálfs ykkar vegna notið því eingöngu vjelskorna neftóbakið frá Leví. Jónsson, Þorst. Erlingsson, Sveinn Björnsson, Einar Arnórsson og Jakob Möller. Með Sterling fóru í gær til Vesturlands: Ól. G. Eyólfsson skóla- stjóri, Benedikt Jónasson verkfræð- ingur,Sæmundur Halldórsson kaupm. í Stykkishólnii, Ólafur Proppe og Jóhannes bróðir hans. I Stmjtjeúuý Bær eyðist af manndaaða. Börnin flýa. Þetta er símað í gærkveldi frá Akureyri til Vísis. Á Einhamri í Hörgárdal bjó bónd- inn Jón Sveinsson með konu, vinnu- konu og þrem börnum, var það eísta á 12 ári. Fyrir skömmu dó konan þar, en daginn, sem hún var jörðuð, dó vinnukonan. Nokkrum dögum síðar komu börnin 3 ein síns liðs til næsta bæar, höfðu brot- ist þetta áfram í illu veðri óg kaf- snjó. Sögðu þau að faðirinn væri dáinn. Aumingja börnin, það voru bág- ar ástæður fyrir þeim, milli vita, að vera yfir föður sínum deyandi, úrræðalaus, líklega svöng og köld, en lánið þetta, að ekki var blindhríð, eins og nú er hjer oftast. Um skepnurnar hefur ekki frjettst, hvort þeim hefur orðið bjargað frá hugurdauöa. Akureyri í gær- Aðalfundur kaupfjelagsins er nýhaldinn og stendur fjelagið með miklum blóma. 35 þús. krónum námu vörukaupin síðastl. ár. Tóvinnuvjelunum ætlar bæar- stjórnin að hjálpa um 5 þúsund króna ábyrgð gegn því, að hlut- hafar leggi til aðrar 5 þúsund kr. t Þorsteinn Jónasson, fyrrum hreppstjóri á Grýtubakka, andaðist í fyrradag, 81 árs að aldri. Hann var um eitt skeið hákarlaformaður og mjög lengi hreppstjóri í Grýtu- bakkahreppi. Búhöldur góður og þótti í hvívetna hinn nýtasti maður. Ótíð mikil í Eyafirði. Snjór orð- inn afskaplega mikill, enda blind- hríð lengstum. jpl Altan aj Langanessbrjef. 8. mars. Hjeðan er eiginlega ekkert ann- að að segja en harðindi og vand- ræði; með harðindum meina jeg náttúrlega vonda tíð og jarð- leysi, sem búið er að standa síð- an í lok janúarmánaðar eða um það bil, er ákaflega mikill snjór fallinn svo að hvergi sjer í dökk- an díl, og bætir stöðugt á á hverj- um degi; eru því allar skepnur á heyum og gengur mikið upp dag- lega, en nokkur bót er það fyrir mig og aðra, sem búum víð sjó, að hann helst enn auður, en hvað lengi verður því láni að fagna? ætli ísinn komi ekki bráðum ? Flestir munu vera hræddir um að svo fari og þá fer nú fyrst að líta skuggalega út. Um heybirgð- ir manna er það að segja, eftir Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. því sem jeg veit best, að allflest- ir munu gefa inni eða endast til sumarmála og nokkrir víst eitt- hvað fram á sumarið, en sárfáir munu vera aflögufærir svo að nokkru nemi, og eru þó einstöku, sem bráðlega þurfa hjálpar. Með vandræðunum, sem jeg nefndi, átti jeg helst við eldivið- arleysi; e/s Ingólfur kom hjer í janúar með 20 smálestir af kol- um og e u þau nú þrotin, en ekkert v r fyrir, og þó sama skip eigi að vera á ferðinni um þetta leyti, er varla að búast við því hjer inn i þeim veðraham, sem nú er á hverjum degi. það er hart að jafn stöndug verslun, og Orum & WulfFs er, skuliekki birgja sig að kolum, ekki dýrari vöru og reyndar að allri nauðsynj- avöru. Nokkuð mun vera til af matvöru,en hrekkur þó skammt ef þarf að gefa skepnum, sem sumir munu byrjaðir —. Nýustu rannsóknir á Mars. Frh. Það liefur verið borið fyrir sig, sem mótmæli gegn því, að línur þessar hinar dökku sjeu grafnir skurðir, hve óvenju breiðar og af- skaplega langar þær eru. Slíkir skurðir, 500 rasta breiðir og 5000 rasta langir, vaxa oss svo í augum, vjer getum varla gripið þá með húganum. Þess vegna hefur sum- um dottið í liug, að þessar dökku línur sjeu ekki djúpir, niðurgrafnir skurðir, heidur sljettar ræmur, er liggja milli tveggja flóðgarða. Slíka vatnsfarvegi væri auðveldara að búa til, en skurði slíka sem áð- ur getur. En það er alveg óþarft að fall- pst á þessa skýringu. Vatnsþurðin á Mars, er orsakast af því, að hnattbergið drelckur vatnið í sig og það gufar upp á grjótinu, hef- ur ekki myndast allt í einu, heldur orðið smátt og smátt. Hundrað þúsundir ára eru liðnar frá því, er svipað var um vatnsmagn þar og nú er hjer á jörðunni hjá oss. Skynsemi gæddar verur á Mars, er þurftu vatns við til áveitu á jarðir sínar og akra, þurftu ekki að grafa skurði þessa á fám árum, ekki í snatri, heldur löng, löng tímabil, — þær gátu breikkað þá og lengt og safnað í þá vatni eftir því sem þörf var á á því og því tímabili. Ekki er heldur víst, og enda mjög ólíklegt, að verur þessar hafi grafið þá af fúsuni vilja, heldur blátt áfram af því, að verkið var óhjákvæmilegt að vinna. Ef þær áttu ekki að verða hungurmorða vegna fæðuskorts, urðu þær að grípa til þess að noía sjóinn til áveitu á engi sín og akra, — til allra landbúnaðarbóta. En óhjákvæm yfirvofandi neyð sigrar allar tálmanir og örðug- leika. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.