Vísir - 05.04.1914, Síða 2
Hinar heimsfrægu vjelar
.(Ítaej & ^ossmatuvs"
Prjónavjelar
frá 116 kr. til 450 kr.
Saumavjelar
fr.í 33 kr, til 145 kr.
Prjónavjelarnar hafa 16 ára hjerlenda reynslu.
Saumavjelarnar hafa 7 ára hjerlenda reynshi
— og hafa fengið mikið lof allra, er reynt hafa.
Einkasali fyrir ísland:
HPVl Vefnaðarvðruverslun,
I 11« I Sl» Ingóifshvoii.
Morðið í París,
London 21. mars 1914.
Morð Gaston Calmette, rit-
stjóra Figaros í París, sem frú
Caillaux fjármálaráðherra framdi,
hefur vakið afarmikið umtal hjer
í London, en þó einkum í hinni
stóru „nýlendu“ Frakka hjer í
borginni.
Tímanlega á þriðjudagskveldið
var, reyndi jeg árangurslaast í
einni búðinni eftir annari að ná
í þessa dags Figaro. Mjög mörg
eintök þess eru send daglega til
London, en á þriðjudagskveldið
var ómögulegt að fá eitt einasta
eintak, hvorki fyrir fje eða vin-
áttu.
Frakkneskur bóksali sagði mjer,
að hvert eintak hefði verið shill-
ingsvirði þá um daginn, þótt eigi
kosti nema hálfan poany að
rjettu lagi, og nú væri blaðið
með öllu ófáanlegt.
Pað sem vakti einna mest
eftirtekt mína í frönskum biaða-
búðum, er jeg kom í, var þögn
kalmannanna um þetta mál, en
gremja kvennfólksins við frú
Caillaux. Jeg sá að stjórnmála-
skoðanir manna drógu úr glæp
konu hins frjálslynda ráðherra
í sumra augum. En kvennfólk-
ið, — engin slík tilfinning hjelt
þeim í skefjum. þær hefðu fegn-
ar viljað sjá þessa konu ráð-
herrans á höggstokknum, án þess
að blikna eða blána.
Istand erlendis.
Yfirmaður á frakkneska her-
skipinu „Lavoisier“, C. Brossier
að nafni, hjelt í vetur fyrirlestur
um ísland í ungmennafjelagi í
Marseille, lýsti hann þar landi og
lýð, sögu og bókmenntum, sem
hann sjálfur hefur kynnt sjer
þessi tvö sumur, sem hann hefur
dvaldið hjer með herskipinu, og
þótti áheyrendunum þetta mikill
og nýr fróðleikur, þar sem fæstir
þeirra þekktu land vort og þjóð,
nema að eins að nafninu til, og
hefur hann í hyggju að fræða
landa sína þar suður frá enn
frekar um vora hagi. Brossier |
þessi er mikill íslandsvinur.
Nú sem stendur er hann kennari
á frakknesku skólaskipi.
Man.akynið 150000 ára
gamait.
Dr. Hans Reck, þýskur vísinda-
maður við jarðfræðisdeild háskólans
í Bcrlín, heftr nýverið fundiö beina-
grind af nitnni, er hann álítur að
sje 150 000 ára gömul, í Oldoway
í norðurhluta Austur-Afríku, þar sem
Þjóðverjar eija land. Hann tók
hauskúpuna heim með sjer, —
geymdi hana í fatakistu sinni til þess
að vera viss um, að hún glataðist
ekki, en sjálf beinagrindin og dýra-
bevnaleifar, ef þar fundust, eru á leið-
inni til Norðurálfu,
Fregnriti stórblaðsins »Timesi í
Berlín segir þetta dásamlega haus-
kúpu og furðu hina mestu, hve vel
hún hafi geymst. Hún er löng og
mjó, með greinilegu kjálkalagl sveri-
ingja, hr.akkinn hár og breiður nokk-
uð og hnakkagrófin djúp. Rifin
og brjóstbeinið er e?ns og áöpum,
en hauskúpan er áreiðanlega af
rnanrp.
Ýmislegt bendir á, að hnakka-
vððvarnir bafi verið ákaflega sterkir
og að maöur þessi hafi ekkí gengið
alveg upprjettur. Tennurnar 36 eru
allar fallegar og óskemmdar; á þeim
eru rákir eins og þær hafi verið
sorfnar. Augnatóftirnar og nefbein-
in «• líkt því, sem er hjá lægstn
villimönnutn i Suöurálfu.
Beinagrindin lá á bakið, höfðinu
hallaði lítið eitt til hægri hliðai
höndin lá yfir andlitinu og fæturnir
krepptir upp að búknum. Ðr. Reck
þykist viss um, áð ekki hafi þetta
verið líkstellingar, — maðurj hafi
ekki verið grafinn þannig. Þar sem
beinagrindin fannst, var í öndverðu
vatn, er nú er horfið, og er ætlun
Recks o. fl. visindamanna, að mað-
urinn hafi drukknað. Beinagrindin
var að mestu þakin steinlagi úr sandi
og kalki, er á liðnum öldum hefur
varið beinagrindina skemmdum.
Fundur þessi hefur vakið óhemju
eftirtekt um allan heim meðal vís-
indamanna, því reynist aldurstilgátan
rjett, kollvarpar hún öllum eldri
kenningum um aldur mannkynsins
og ótal fleiri getgátum vísinda-
manna.
Sendið auglýsingar “W|
tmr tfmanlega. TH
Öll baðmullarYara
er vörduð og ódýr
hjá Th. Th.
Ingólfshvoli.
Hvergi í borg-
inni er úr jafn
miklu að velja.
Ljerept,
Tvisttau,
Flónel.
Öll fóðurtau,
Sængurdúkur,
Morgunkjólatau.
Handklæa- og
þerru-dreglar.
Handklæði,
Rekkjuvoðir,
Rúmteppi.
Gardínutau
og m. m. fi.
er best að kaupa hjá
Th.Th.
Kailm.- og Drengja-Fötin
okkai* fara langbest og kosta minnst.
Höfuðföt—Hálslín— Slifsi.
Nærfatnaður—Sokkar °* -
Nýtt komið til