Vísir - 06.04.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 06.04.1914, Blaðsíða 2
Af norðurför Yilhjálms &refánssonar. Frjettir hafa blöð flutt af norð- urför þ,essa nafnkennda landa vors og ágrip af skýrslu hans til Kan- ada-st)óriiar,' ásamt* simskeýti' frá honum, dagsett 3. februar, við Collirison-höfða í Alaska. Segir svo, að hann sje í vetrarbúðum með mönnum sínum af skipunum Mary Sachs og Alaska, og að þeim líðí öllum vel. þegar vorar, gerir hann ráð fyrir að skipið Alaska bíði eftir Mackenzie-fljóts- pósti og haldi þá til Herschel-ey- ar og síðan til Coronation-flóa, en Mary Sachs haldi áfram ferð sinni til Prince Patrik-eyar og bíði þar frera í haust. Af skýrslu Vilhjálms, sem er afarlöng og rækileg, getum vjer að eins birt ágrip. Frá því er áður sagt, er skip hans hjeldu norður um Behrings-sund, milli Asíu og Ameríku, og tekur hann nú að segja frá því, er dreif á daga skipsins „Karluk", er það hjelt í landnorður meðfram Alaska- strönd. Að nyrsta og vestasta höfðanum, Point Barrow, kom skipið þann 7. ágúst síðastliðið sumar, tók þá straumurinn við því og rak það í útnorður, um fjöru- tíu mílur á degi, undan straumi, sem stóð undan höfðanum, og var þá samföst hella utan um það. Skömmu síðar greiddist úr ísnum og komu þeir þá seglum við og eimi. Næsta hálfan mánuð sveim- uðu þeir í ísnum, uns hellan lagð- ist umhverfis þá og skipið varð fast. Stórar vakir og jafnvel op- ið haf sáu þeir, en þangað var jafnan svo langt, að ekki voru til- tök að sprengja ísspengurnar með dynamite, þó að áhöld hefðu þeir tii þess. þótti Vilhjálmi nú súrt í broti, að ná ekki þeim stað, er hann hafði ætlað sjer, áður veður lagðist að, og var það hið fyrsta óhapp leiðangursins, að ísarvoru miklu meiri fyrir norðan Ameríku í ár, heldur en dæmi eru til. þeg- ar skipið var fast orðið í ísnum, fór V. S. að hugsa fyrir vetrinum. Hann hafði með sjer nokkra menn, er koma þurfti á önnur skip, og til þess hugsaði hann sjer að nota veturinn, og einkum var sú þörf brýn, að afla nýrra vista, einkum kjöts, með því að veiði brást al- gerlega þar, sem þeir voru þá staddir. Engir voru vanir veiði- menn á skipinu, nema Vilhjálmur og Bartlett skipstjóri, og bauðst hann til að fara, en með því að Vilhjálmi var allt kunnugt fyrir á landi, bæði fólk og landshættir, og fór því sjálfur með nokkra menn til næstu eyar, safnaði þar rekavið til eldsneytis og beið færis að komast til lands, því að íslaust var við land. þetta var seint í september, og voru þá þokur tíðar og snjókoma með köflum á þessum slóðum. Eftir nokkra daga kom los á ísinn, og sá Vilhjálmur skip sitt taka til ferðar og hverfa við sjóndeildarhring. Var þá ekki um annað að gera, en að sækja til V 1? 'J fssst í :i. Verð: pd. 70 au. i. ■ — ! lands, og láta auðnu ráða. Útbún- j að höfðu þeir af skornumskammti, með því að tilætlunin var að vera að eins hálfan mánuð á ferðinni.' Vilhjálmur komst til lands að lok- um og hjelt austur með strönd og spurðist hvervetna fyrir um skip sitt, en enginn kunni honum af að segja. Eftir langa ferð og erfiða komst hann til vetrarbúða skips- hafnanna af Mary Sachs og Al- aska, þrem dögum fyrir jól. það var fyrirætlun Vilhjálms í upphafi að rannsaka hafið fyrir vestan Banks- og Patricks-eyar. Enginn hefur komið þar áður, og vita menn ógerla, hvort þar er haf eða land. Vilhjálmur ætlar sjer að fara þangað sleðaferðir í vetur, svo langt sem ísar leyfa. þangað skal öðru skipi hans hald- ið þegar vorar, en hitt áað rann- saka ósa Mackenzie-fljótsins, sem er stærst allra fljóta í Norður- Ameríku og skipgengt óra langan veg. það kemur úr Great Slave Lake, en í sambandi við það vatn eru'bæði Peace og Athabasca-fljót; væri það þýðingarmikið að vita, hvort ósar fljótsins eru færiir stór- skipum. Ekki er Vilhjálmur hræddur um líf manna sinna á Karluk, segir þá hafa útbúnað ágætan bæði til ís- og sjóferða. Hangikjet fæst í Kaupangi Verð: pd. 48 au. VINNA Stúlka óskast í ársvist á fámennt Dg barnlaust heimili. AFgr. v. á. Áreiðanlegur og reglusamur piltur óskar eftir atvinnu við zerslun nú þegar. Tilboð merkt: „A 25“ sendist afgr. Vísis. Stúlka, vön eldhúsverkuro, ósk- ist 14. maí til Sveins Hallgríms- sonar, Vesturg. 19. I ' KAUPSKAPUR Tll sölu nú strax: Ný sauhia- vjel, reiðföt, yfirfrakki, ýms hús- gögn. Allt með tækifærisverði. Afgr. v. á. 8 TAPAЗFUNDIÐ Peningabudda fundin hjá böggla- pósthússgrunninum. Geymd á afgr. Vísis. Silfurdósir hafa tapast í mið- bænum, merktar: Símon Símonarson, Skilist á Laugaveg 51 gegn fundar- launum. 0stlunds-smiðja. i allskonar °g ka rí man n sfatnaðir ft.S. fc i AKf t>ti ií jiOl ,« fc ’ i'vrf', t. Og drengjaföt af öllum stærðum, þar á meðal fermingarföt, eru m\V\8 í K A U P A N G I en annarsstaðar. Gæðin vita allir um, sem reynt hafa. Brennt kaffl Gott ís,enskt smjör fæst í Kaupangi. kostar í Kaapangi Kr. 1,05. pr. pd. Verslunin Hlíf, Grettisgötu 26. (á horninu á Frakkastíg og Grettisgötu). Brennt og malað ódýrast og best í verslun Asgríms Eyþórssonar, Austurstræti 18. Magnús Sigurðsson Yfrirjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11. Margaríne best og ódýrast * i-fá «. .íV f versiun Ásgríms Eyþórssonar Sím 116. Austur9træti 18. Verslunin Hlíf er ódýrasta verslunin á Grettisgötu. Vitið, hvórt ekki er satt Útgefandi: Einar Ounnarsson cand. ohil. Verð: pd. 95 au. K. F. U M. Kl. 61/? Væringjaæfing. Áríðandi auglýsingar. Heilræði. Eins og þiö vitið nálgast pásk- armr óðum, Vil jeg því minna ykkur á að skoða í snatri spariföt- in ykkar, því skeö getur að komnir sjeu blettir í þau eöa Ijótar hrukkur, svo þið varla getlð verið í þeim á hátíðinni (í þessu glaða sólskini sem þá verður áreiðanlega). Mjer þætti náttúrlegt að svo væri, þó þið feng- uð þau nú svona ágætlega vel hreina- uö og pressuð rjett fyrir jólin þarna á Laufásvegi 4, hjá henni Sæunnl Bjarnadóttur, og þá uröu þau alveg eins og ný. En það er svo langt síðan, því vil jeg nú ráöleggja ykkur, að koma þeim aftur til Sæunnar og það sem allra fyrst, því annríki er i þar mikið og margir hafa þegar farið aö mínum ráöum og eru því vissir um að verða í alveg. nýum fötum á páskunum. Ráðhollur. dassen. Ytirrjettarmalaflutningsmáður, Pósthússtræti 17. Venjulega Heimákl. 10—1 log 4—7. Talsími 16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.