Vísir - 22.04.1914, Side 3

Vísir - 22.04.1914, Side 3
V ! S I R * Adefla. Mottó: Öll er heimskan ósönnuð, að því guðs hörn gáið, okkar sanni alheims guö aldrei hefur dáið! Jeg hef lifandi sterka trú á drottni vorum og herra, Jesú Ki isti, het þó ekki sjeð drottuin minu og guð minn, ekki talað við hann, j:ví n'ður þteif- að á þeim særða likama, er dó á krossinum. Þegar jeg var hatn í föðurgarði, þá var jeg ntjög trúgjarn á allar munnmælasögur, nefnilega það þurfti ekki að vera neitt sanusögulegt efni í þeim, — að eins ef æíintýrin fóru vel á endanum, þá var jeg ánægður. Þegar jeg lærði Balíes barnalærdóm lúthersku kirkjunnar og biblíusögur fann jeg óbeit í minni frjálsu ungu sál, en þorði ekki að mæla mófi við föður og móður mína, sem voru blindtrúuð á ritningarfræði, sem þá var valdboöin af ríki og kirkju. Jeg, sem var mjög þægur for- eldrum mínum, beitti þráa og óhlýðni við lærdominn, lærði kverið ekki fyr en rjett á undan staðfestingu, kunni það afarílla, en skildi vel og svaraði rjett, þegar rjett var spurt. Strax eftir fertningu lagði jeg kverið á hilluna, í biblíunm Ias jeg aldrei, Jeg reyndi að vinna með trú og dygð húsbændum mínum, því frá foreldrum mínum fór jeg 14 ára gamall, Af öllum er kynniust rnjer var jeg vel liðinn, — dugnaðar- og drengskaparorð fylgdi mjer áöllum stöðum. Trúin á lúthersk fræði og sáluhjálparmeðöl presta varð mjer því ógeðslegri, sem reynslan sýndi mjer, að allt var fullt af mótsögnum. Jeg fann að sanni maðurinn var Messtas, en ósanni maðurinn var þrælaieiðtoginn Móses, Jeg veit, að sannur guð, faðir allra, hefur aldrei óviti verið, heldur er hjer um kenningu að ræða frá blindtrúuðum miðaldamönnum. — Sveinninn óx að visku og þroska og naut hat.n hylli góðra mattna. Hann stóð undir Iögum Gyðinga- samkundunnar eins og móðir hans. Ekki ber á einurð hans og dóm- greind lyr en hann er 12 ára gamall, svo getur ekki sagan um hann þar til hann er 30 ára. Vjer vitum að Gyðingaþjóðin var full af hjátrú og veraldlegum skiln- ingi á spádómunum um þann Messías, er þeir hjeldu að mundi verða þeirra konungur og leggja undir Gyöinga allar þjóðir með sverði og blóðs- úthellingu, Þegar rjettlætis-prjedik- arinn fer að deila á þá og dæma þá eftir verkum þeirra, þá snúast þeir á móti honum með lognum sakargiftum'og neyða landsdómarann Pílatus til að uppkveða dauðadóm yfir honum, Píningarsaga spámannsins jsýnir glögglega, að vondir menn breyttu ílla og brutu samviskulögmál heið- ingja og líka lögmál síns herra Mósesar er bannaði að meiða hold nokkurs manns, og að myrða nokkurn mann. — Hvað hafa nú lærisveinar drottins gert, þeir trúa hvorki Móses eða Messíasi, því sannleikur, rjett- vísi og trú eru ekkert metin. Öll hneyksli eru alin í kirkju vorri, Einar Jochumsson. Lýsistuimur, lirognaturjmr og yfirhöfuð allskonar turtnur, smáar og stórar, fást á Laugavegi 1. Ennfremur viðgeröir á tunnum fljótt og vel af hendi leystar. Viðurkennd fyrsta fíokks vinna. ^6i\ssoti, Vinolia Raksápa *XKt\oUa er best. Hvert stykki í loftþjettum gerir hörundið livítt og mjúkt. Einu sinni keypt, ávalt notuð nikkelbauk. . ' aftur. Fæst hjá kattpmönnum. Hushitunartæki franitíðarinnar eru óefað lofthitun arvjelarnar Ame- risku. það eru mið- stöóv arhitunar- vjelar (kjallaraofn- ar), er flytja ferska útiloftið upphitað til allra herbergja hússins jafnt og stöðugt, með þeirri temprun á hverj- um stað, sem hver óskar. þær taka alls ekkert rúm í her- bergjunum. þessar lofthitun- ar vjelar, kvað vera að útrýma öllum öðrum húshitunar- færum í Ameríku og víðar, — þar sem kuldinn er allt að 40 gr. á C. Fyrir 15 árum voru þessar vjelar settar í flest veg- legri hús í Winni- pegog víðarí Ame- ríku. En nú kvað þærvera settar íná- lega hvert einasta nýtt hús, auk margra hinna eldri. Þessi mynd sýnfr aðal-I'gun og-innrjetting »Kelsey« lofthitunarvjelarinnar. En Monroe«-vjelin er nokkuð trábrugðin Kelsey, og líka ódýrari. Hún er nýasta gerðin og er einnig ágæt vjel. Aðalkostir þessarar húshitunarvjelar umfram önnur húshitunar- tæki eru þessir: 1. Hún kostar minna upphaflega. — 2. Hún þarf eínn fimmta til helmings minna eldsneyti en bestu ofnar. — 3, Hún flytur útiloftið mátulega hitað inn í herbergin, í stað þess að hita upp meingaða inniloftið. — En hvað þýðir það fyrir heilsuna? — Hún veitir útiloftinu upphituðu inn um járngrindur (lokanlegar rist- ur) í gólfum eða skilrúmum herbergjanna, en með því útrýmist allur óþrifnaður og óþægindi, fyrirhöfn og kostnaður, sem annars leiðir af meðferð eldsneytis og ösku, og burstun og órýmis af ofnum.------------ þessar vjelar eiga við öll hús, er upp þarf að hita á vetrum, sem eru 5—6000 teningsfet að rúmmáli eða meira, og kosta 500 kr. og þar yfir. (Ódýrari eru þó til, en mikið lakari.) þeim má koma fyrir í nálega öll hús: kirkjur, skóla, búðir, vinnustofur, íbúðarhús o. s. frv., er standa á kjallara eða háum grunni, — en hentugast er að koma þeim fyrir um leið og húsið er byggt. — Vatnshitunartœki fylgir þessum vjelum (ef vill) til notkunar \ ið böð eða í eldhúsi eða til að hita einstök fjarlæg vinnu herbergi o. s. frv. Það mun óhæit að fullyrða, að lítið íbúðarhús með vel uppsettri slíkri ioftleiðslu-hitunarvjel, sje betri og heilnæmari íbúð, heldur en allt að því helmingi stærra hús, fyrir sama fjjölmenni, að öðru jöfnu, með öðrum hitunartœkjum vorrn tima. Auk þeas, að vjelin borgar sig beinlínis í eldsneytissparnaði á fáum árum. þessar loftleiðsluvjelar eru lögboðnar í alla skóla í mörgum af fylkjum Bandaríkjanna. — Svo mikils meta Ameríkumenn vjelar þessar, vegna hins stöðuga innstreymis útiloftsins aðallega. — Gæti það ekki líka átt vel við hjer á landi? Gott er að geta læknað hina almennu og voðalegu berklaveiki, en betra vœri þó að geta af- stýrt henni. Sex af þessum hitunarvjelum eru þegar í notkun hjer á landi — 2 á Patreksfirði og 4 í Reykjavík. — þær eru útvegaðar með verk- smiðjuverði (án framfærslu), en að viðbættum flutingskostnaði. Pantanir verður að senda með sem lengstum fyrirvara (minnst 3—4 mánaða). þeim verður að fylgja borgun, eða trygging fyrir borgun, ásamt teikningum og nauðsynlegum skýringum. — Pantíð í tímal Stefán B, Jónsson er aðal-umboðsmaður fyrir þessar vjelar hjer á landi. Áritun hans er sem fyr: Reykjavík, (Hólf 15 A.). Eftir Rider Haggard. ----- Frh. »Ekkert vil jeg iieldur fullyiöa um það,« sagði sendiherrann, »en ví»t er það, að galeiðan, »Stjarnan Austræna«, er komin, og menn hafa verið önnum kat'nir t'rá því með birtu i morgun að koma líkunnm á land og búa þau til greftrunar. Um útlit líkanna ganga sögur, sem eru ekki haíandi eftir, svo hræði- legar eru þær. Læknar segja, að ekki þekki þeir dauðamein mann- anrta hafi þeir dáið úr einhverjum áður óþekktum sjúkdómi eða drep- sóít. Óska jeg þess af lieilum huga, að veiki sú sje ekki næni, en hefði jeg átt að ráða, þá hefði jeg látið draga skipið út á rúmsjó og sökkva því þar með öllu sem á því var. — En hættum nú þessu ógeðfelda tali, guð einn ræður. Komuni og etum dögurð. Verðum við að koma til stefnu á Vopnatorgi klukkan hálf níu. Munum við fara þangað í báíi minum, en Davíð kemur með hestana. Á meðan við borðum rnun eg gera ykkur kunn hólmgöngu- lögin, þvi þau eru riluð á ítalska tungu, svo þið skiljið þau eigi. Takið vel eftir þeim, er jeg les þau, og gleymið þeim ekki. Hjerlendir menn eru siðavandir, og verður stranglega að fylgja öllum þeirra kreddum, einkum þegar ástatt er, eins og nú, að barist er upp á líf og dauða.* — Er þeir höfðu matast og hlýtt á hólmgöiigulögin, gengu þeir niður í fordyr hússins. Var þá kominn þar riddari einn ungur, ættgöfugur mjög, er hertoginn sendi til að vera Eluga önnur hönd við hólm- gönguna, bera vopn hans og að- stoða Itann að öðru leyti. Grái- Rikki hjelt á brynju sinni undir heudinni. Haföi hann stálhúfu á höfði; auk boga síns var hann vopn- aður stríðsöxi mikilli og rýting eigi alllitlum. Staðnæmdust þeir í önd- inni og biðu eftir viðhafnarbáti sendiherrans. Er þeir stóðu þar, kom kona Goöfreðar skyndilega niöur stigann til þeirra. Var hún varla meira en hálfklædd og ógreidd, mátti sjá að hún kom beina leið úr rúntinu. »Verðið þjer að afsaka, herra Hugi«, sagði hún, »þótt jeg komi þanmg fram tyrir yður, jeg er ekki frísk, og treysti mjer því ekki á fætur í morgun. En jeg vildi sjá yður, áður en þjer færuð, því jeg veit að við sjáumst ekki framar. Vil jeg ekki fara til hólmgöngunnar í þessum hita, og hiröi heldur ekki um að sjá löndum mínum slátrað.« Stundi hún mjög, og tók hendinni fyrir brjóst sjer, svo sem hún hefði þar þrautir. »Hvað gengur að yður?« spurði Hugi óltasleginn. »Jeg hefi verk, svo sem hnífur standi í brjósti mínu. Kemur hann snögglega og hverfur svo aftur; nú er jeg betri.« »Þakka jeg yður fyrir alúð yðar, frú,« sagði Hugi, er hann sá að hún þoldi við aftur; vissi hann sto ekki hverju hann átti við að bæta, og beið eftir að hún hjeldi sam- talinu áfram. Frh,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.