Vísir - 25.04.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1914, Blaðsíða 3
yisiR LANDSIM LANGSTÆRSÍA VTSALA er í dag á Laugavegi 11. --= og stendur yfir aðeins til mánaðamóta. =EE- Með næstu skipum eigum vjer von á feikna birgðum af nýum vörum. Flestar núverandi vörubirgðir verða því seldar með og langt undir innkaupsverði. ||MSr Allt á að seljast, svo nýu vörurnar komist fyrir. ~9H| Kvennkápur, áður 18,00—50,00 kr. nú 6,00—10,00. Kvennsvuntur, afarmikið úrval fyrir innkaupsverð og hálfvirði. Karlmannsfatnaðir rneð og undir innkaupsverði. Karlmannsfrakkar með innkaupsverði. Enskar húfur með innkaupsverði, og þar undir. Herðasjöl langt undir innkaupsverði. Skófatnaður með og undir innkaupsverði o. m. m. fl. ‘Ipggr Nýkomið stórkostlegt úrval af Gluggatjaldaefni til sumarsins. — Selt afar ódýrt. Nú er besta tækifærið, sem bæarbúum nokkurntíma hefur. gefist, til þess að gera kjarakaup á Laugavegi 11. ^óxvssoxv. Yesturgetan í Eeykjavík. Það var víst í fyrravetur, að send var beiðnt frá Vesturbæingum til hinnar háttvirtu bæarstjórnar um að gem fljótast væri lögð sd fyrirhug- aða gata vestur í bæinn, og sem nefnd er »Ránargata«, ef jeg man rjett. Bæarstjórnin hefur farið öðruvísi að, en annað háttvirta þingmanns- efni Sjálfstæðismanna, hatin hafði ekki hugsað 11 m hvað börnin sín skyldu heita, fyrri en þau voru fædd. En bæarstjórnin hefur gefið þess- ari götu nafn áður en hún er til, og maður getur varla annað en furðað sig á, að hún skuli enn ekki vera farin að leggja þessa götu. Sje nokkursstaðar þörf á götu þá er það þessi gata. Hver, sem sjer Vesturgötu nú síðan þíðan kom, hlýtur að sjá, að ómögulegt er, að komast eftir henni nema í háum vatnsstígvjelum. Bæarstjórnin ætti bara að líta á hana eins og hún nú er. Skil ekki í ööru, en hún sæi að hjer er ekki kvartað að óþörfu. Og svona verður Vesturgata alla tíð, meðan hún er ekki hreint og beint steinlögð. Síðan þessi mikla fiskverkun kom f Vesturbæinn, þá er hestvagnaum- *erðin svo mikil, að það þolir eng- ■nn ófaníburður, gatan verður allt af jafn ófær undir eins og nokkur dropi ketnur dr loftinu. Þar að auki er hún ntí svo þröng á parti, móti verslunarhúsum hr. G. Zoega og vestur fyrir húsið nr. 15 (oft- ast nefnt hús frú Marínar), að það er alls ekki forsvaranlegt, þar sem jafnmikil umferð er. Og það verð- ur einhverr.tíma fyrri eða seinna slys að því, hvað gatan er þröng á þessum parti. Því var líka hreyft í «Vísi« f fyrra, hvort bæarstjórninni þóknað- ist ekki að laga götuna hið fyrsta, taka burtu Dúfskot og færa húsið nr. 15 inn í beina línu við hin hús- in. Við þeasu hefur hún enn skot- ið skollaeyrunum. Það sýnist þó, að ekki væri óhentugur tími að fara að gera þetta nú, þegar allir kvarta um atvinnuleysi. Ekki ólík- legt, að einhverjir af þeim, sem nú þurfa styrk af bæarsjóði, gætu unn- ið að þessu, það getur heldur eng- inn sjeð, hvaða bæarprýði er að Dúfskoti og Gróubæ, svona rjett við eina fjölförnustu götuna, nema ef það skyldi vera bæarstjórnin sjálf. En hún sjer allt, sem hún gerir, »og sjá það er gott.« Vesturbœingur. Eftir Rider Haggard. Frh. Var mannfjöldi mikill saman kom- inn á torginu, þúsundir manna, er biðu eftir hólmgöngunni. »Já«, svaraði Goðfreður, »besta skemmtun hjerlendra manna eru burtreiðar, einkum þegar um líf og dauða er að tefla.« »Kannske að þeir fái að sjá meira af dauðanum bráðlega, en þeir hirða um,» nmldraði Grái-Rikki. Var hann að brýna öxi sína með hein- brýni litlu. En er hann hafði lokið því dró hann sverð Huga úr slíðr- um, og fór yfir eggjar þess með heininni. Var það flugbeitt eins og besti rakhnífur. »Sjera Arnaldur blessaði það«, sagði hann, »og ætti það að vísu að duga, en varla skaðar þó að hvetja það dálítið. Hafið það f huga, herra, að brynj- an er veikust um hálsinn,« »Guð veit, að þessi maður er harðlyndur,« sagði Goðfreður, og mátti sjá að allir í bátnum voru honum samdóma um það. Störðu þeir á Rikka, en hann hvatti sverð- ið í ákafa, og leit hvorki til hægri nje vinstri. Loks sleit hann hár úr höfði sínu og dró það yfir eggina. Skarst það þegar sundur. »Nú mun það fuIlgott«, sagði hann, kinkaði kolli ánægjulega, og stakk sverðinu í skeiðarnar, »og guð miskunni þessum Kattrína, segi jeg, er hann verður fyrir því í fyrsta og síðasta sinni. — Það er að segja,« bætti hann við eftir nokkra umhugsun, »ef hann leggur ekki á flótta.« Er þeir stigu á land, kvað við lúðrablástur, gekk stallari hertogans á móti þeim og leiddi þá gegn um mannþröngina þangað, sem þeim var ætlaður staður. Var það skáli einn á miðju torginu, vopnuðust þeir þar. Voru allmargir lendir menn fengnir þeim til aðstoðar, voru þeir hinir hæverskustu, og vildu hjálpa þeim hið besta. Skildu þeir Hugi ekki mál þeirra, og varð því lítið úr aðstoðinni. Er fjórðung stundar vantaði á níu kom Davíð með hest Huga, og leiddi hann að dyrum skálans. Voru reiðtýgi og búnaður hestsins athuguð, og reyndist allt traust og vandað. »Hesturinn er þegar orðinn löð- ursveittur,« sagði Hugi, »og það er jeg líka sjálfur. Stendur mjer meiri ótti af hitanum, en vopnum Kattrína. Vildi jeg, að leikurinn byrjaði sem fyrst.« Var honum þa fengin í hendur burtstöng mikil og hvöss. Stje hann á bak Grána, og reið hægt fram á völlinn. Gekk Rikki við hlið hans. Laust mannfjöldinn upp ópi miklu, er þeir komu fram á torgið. Að því búnu tóku menn að tala um útbúnað þeirra, og var ekki laust við að menn skopuðust að þeim. Voru herklæði Huga sljett og skrautlaus og ekki ný og hest- urinn frekar líkur áburðarhesti en burtreiðagæðing. Ekki var Rikki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.