Vísir - 06.05.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 06.05.1914, Blaðsíða 2
V I S I R Lög um njésnarmenn. Miklar sögur hafa farið af njósn- um þeim, er Rússar hafa gert til Svíþjóðar, einkum síðastliðinn vetur. Út af þvi hafa orðið upp- hlaup og^ róstur, eins og sagt hefur veríð frá fyr hjer í blaðinu. Nú er sænska stjórnin að leggja iain nýtt lagafrumvarp til þess aö hamla njósnarmönnum. Verð- ur höfð ríkari gát á slíKu hátterni en áður og þyngri refsing við lögð. Póstferðir tii Svalbarðs. Norðmenn kosta kapps um að nelga sjer Svalbarð með marg- háttaðri framtakssemi norður þar. iin þar er við fleiri um að. tefla, því Svíar og Rússar seilast einn- ig til landsins. Síðustu árin hafa j Norðmenn haldið uppi póstgöngum þangað um hásumarið og halda þeim áfram í sumar. Fyrsta póst- sendingin átti að fara norður um síðustu mánaðamót. Fimmtíu þúsundum króna var skotið saman í Færeyum og Danmörku í vetur handa ekkjum og börnurn sjómanna þeirra, sem fórust við Færeyjar um jólin síðastliðinn vetur. Stórþjóf aður. Gimsteinasali nokkur, ertók sjer fari í besta farrými á hraðlestinni milli Nissa og Róm, var stoiinn 350 þúsunda króna virði meðan hann lagðist til svefns 15. f. m. Hróaldur verður fleygur. Hróaldur Ám undason Ieggur nú stund á að nema flug. í vikunni eftir páskana er þess getið i norsk- um blöðum, að þá hafi hann stýrt flugvjelinni sjálfur í fyrsta sinn, en vanan flugmann hafði hann með sjer til vonar og vara. Dýr kynbótafoli Norska stjórnin keypti fyrir skömmu góðættaðan kynbótafola í Valdresi fyrir 9 700 krónur. SáUamát voru hjer á landi árið 1910 fleirt en nokkru sinni áður, eða alls 1195 talsins, en þar af í R.vík. nær helmingur eða 588. — 1911 voru málin alls 873, þar af í R.vík 312, og 1912 voru þau 485, þar af í R.vík 231. —Ferþeimþann- ig mjög fækkandi. Mestir málamenn eru Reyk- víkingar. þar er þessi 3 ár mál fyrir hverja 10 íbúa, kvenfólk, börn og gamalmenni með talið. Næst gengur Akureyri höfuðstað- ur Norðurlands, og eru þar 12 um hvert mál. þá ísafjörður með 14, Seyðisfjörður með 18, Gullbringu- og Kjósarsýsla með Hafnarfirði með 36 og ísafjarðar- sýsla með 38 um hvert mál. Stiltastir eru Strandamenn. þar hefur 1 mál alls komið fyrir sátta- nefnd þessi 3 ár (íbúar 1750) þá eru Rangvellingar 761 um hvert mál, Mýramenn og Borg- firðingar 332, Barðstrendingar 199 og Dalamenn 184 um hvert mál. YASABIBLÍAN er nú komin og tæst hyé bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. S^ó^avovðu^x^ XI \ da$ M. ^ o, Bæarfógetinn í Reykjavík 6. mai 1914. Jón Mas:nússon. MTGóð kaup~9N Nú er hver síðastur að nota hið góða tækifæri, sem gefst í útsölubúöinni á HVERFISGÖTU 12 Ýmsar nýjar álnavörur komu nú með »Flóru« í viöbót við það sem fyrir var. Það er vir kileg* útsaia. Allt verður selt án tillits til hins upprunalega verðs. ÞAR ER EITTHVAÐ HANDA ÖLLUM Komið! Skoðíð! Kaupið! 5. mai 1914. Jón Ó. Finnbogason. Plóra er komin og farin, en hún skildi eftir i borginni marga fagra muni, komna frá útlandinu. Allra best er leirtauið sem kom í húðina í Kolasundi. Ef eitthvað brolnar núna hjá ykkur í hreingjörningunum, þá hafið ráð mín að skreppa - KOLASUNÐ og athuga þar verð og gæði, áöur enn þið kaupið annars- s^aðar. Eftir Albert Engstr'óm ---- Frh. j »Halló! Farðu að rumska, mundu S að við erum við Geysi og höfum 50 kíló rf sápu meðferðis!« Wulíf biitíst í dyrunum aðmínu herbergi i íþróttarnannslegri, nak- inni fegurð. Jeg var glaðvaknaður. »Hvað eigum við að hafa til morgunverðar? Eigum við að sjóða uxatungu frá Argentínu í Blesa, eða eigum við að sökkva þýsku bjúga niður að miðdepli jarðar um opið á Geysi?« Sólin nefur verið okkur fryggur förunautur alla leiðina og sendir nú geislaknippi inn um gluggann hjá Wulff, Útifyrir leggur gufu- tttekki upp úr jörðinni. Svolítill vindblær er af suðri. Það er hlýtt eins og heitna, hlýrra en í Griss- lriiamn. Hvernig skyldi annars þeim heima líða einmi'.t núna? En jeg ætla ekki stjórnendum heimsins neitt ílt. Jeg klæði mig í þynnsta klæðn- aðinn, sem jeg hef og fer út á stjett. Það er nóg at fólki útifyrir. Nokkrir skóladrengir frá Reykjavík eru nýkomnir hingað. Þeir eru sportmenn, hafa ekki riðið, heldur gengið, eins og ungum mönnum samir. Þeir verða himinli'andi, er þeir heyra að við höfum sápu með- feröis og að Geysir muni því gjósa fyrir þá líka, Á hjer um bil */8 ferhyrnings- kflómetra svæði kringunt Geysi er allt fullt af hverum, en aðeins þrír þeirra gjósa: Stóri-Geysir, Óþerris- hola og einn ennþá ónefndur. En í flestum þeirn er vatnið sjóöandi, eða hefur að minnsta kosti 80°-- 90° C. hita. Upp af ölium þeirra Ieggur meira eða minna þykká gufu- mekki. í jöröinni dynur og stynur, ólgar og bólar uppi. Jarðlagið er rauðgulur sandur, kísilblandaður og við hvern hver hefttr vatnið mynd- að iög af ýmsum efnum og litum. Kringum Stóra-Geysi er það kísil- sinter, sem lítur út eins og ostru- skeljar. Nokkrir smáhverir hafa mynd- að með ýmsum litum: guit, gul- rautt, rautt, grátt, hvitt og svart. Perla allra hveranna er Blesi, stór gígur meö tveimur opum eða skál- um og lygnu, tæru, blágrænu vatni, næstum eins og í bláa hellinum á Capri. Gegn um stórt op öðrum s megin í annari skálinni, sjest niöur í dökka, dularfulla hvelfingu, sem : sýgur og seiðir til sín tntyndunar- aflið. Maður fer að hugsa sjer hana [ sem anddyri að leyndardómsfullum, | gífurlegum hellum, þar sem vatna- dísir búa. En það yrðu þá að vera dísir sem þyldu 92 st. hita á Cels. Ef til vill er Blesi betri fyrir harö- geröar þvottakonur. | Aðrir merkishverir eu Stjarna, t Fata, Konungshver, Ástarauga, S Strokkur, sem gaus fyrrum nærri f eins hátt og ört sem Geysir, en er nú hættur, Þykkuhverir, Ounnhildar• hver og Sísjóðandi. A. V. Tulinius. Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. Skrifstofutími 9—3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.