Vísir - 26.06.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1914, Blaðsíða 2
V 1 S I R. Stœrsta blaö á íslenika tungu. Argangurlnn (400—5< 0 blöð) Lcostar erlendis l: ‘4 00 eða 21/., doliars, innan- lands l r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa i Austur- stræti 14 o.rin kl, 8 árd til kl. 9 síðd, Sirai 400. Pósthólf A, 76. tótstióri Einar Gunnarsson •énjuiega tii viðtals kl. 5—7. jHandlsvelnastBöin (Sími 444) annast út- r.urö uin austurbæinn neina Laugaveg, ATareiðsla lii utanDæjarkai.penda er á Kkó'avörðustíg 16 (Simi 144, Póst- hólf A. 35)]. ^ ^ 5 Prumuveður { gtkk yfir nokkur hjeruð á Skotlandi i fyrra fimmtudag. Ökumaður nokk- 't ur varð fyrir eldingu og felck skjótan i bana og eins báðir hestarnir, er ? tyrir vagniiium gengu. | »Karl gamall og kona rjóð | kcerlelk trúl’ eg að geyml<. j Áttræöur listamaður, Sir Francls | Powell , formaður í fjelagi vatns- lita-málara á Skotlandi, kvæntist í apnað sinn í vikunni sem ieið og gekk að eiga blómarós tultugu og fjögra ára gamla. Hún heiiir Anna, dóttir Duncans óðalsbónda í Dun- oon. Mr. Roosevelt var í Lundúnum í vikunni sem leið. Dvöl hans þar vakti mikla athygli og blöðin höfðu frásagn- ir af honum við hvert fótmál. Á fyrra þriðjudagskveld flutti hahn ræðu í konunglega landafræðis- fjelaginu. Átti hann að byrja kl. 8'/,, en meira en hálfri stundu áður var orðið troðfullt í sætum og á salargólflnu stóðu menn sem þykkast og þeir sem komu eftir kl. 8 urðu frá að hverfa, þótt þeir hefðu aðgöngumiða. Mr. Roosevelt sagði þar frá ýmsum kynjum, er fyrir hann höfðu borið í för hans um Suð- ur-Ameríku. Sagðist honum ekki ólíkt þorkeli hák þorgeirssyni, er hann kom austan úr Garðaríki og „hafði drepit spellvirkja austr á Jamtaskógi. En fyrir austan Bal- garðssíðu . . . mætti hann finn- gálkni ok varðist því lengi, en svá lauk með þeim, at hann drap finngálknit. þaðan fór hann austr í Aðalsýslu. þar vá hann flug- dreka“.---Roosevelt sagði frá svaðilförum sínum með mjög miklu fjöri og fyndni, svo að höll- in ljek á reiðiskjálfí af hlátrasköll- um áhorfenda. — „Ekki er þó því að leyna", sagir einn þeirra, er við voru staddir, „að Mr. Roosevelthefur gengist allmjög fyr- ir í þessari suðurför". Fjör hans er minna en áður, og hann er slit- legri. En rangt er það með öllu að telja hann úr sögunni í mál- um Bandaríkjanna, því að hann á vafalaust eftir að gera þar skurk enn“. Kæfa og isl. SMJÖR fæst á Lagaveg 62. Jóh- Ögm- Oddsson- YASABIBLIAK er nú komin og fæst hjá bóksðlunum í Reykjavík. Bókaverslun Slgfúsar Eymundssonai. Nýjasta útsalan. Besta útsalan. Stór Útsala. Vegna flutnings seljast allar vörubirgðirnar með 15-40 afslætti. Kaupið því allt er þjer þarfnist á útsölunni, — þjer fáið h\er nokkursstaðar betrl kjör en í Versluninni á Laugaveg 19. • • Olgerðarhús Reykjavikur brýtur alla samkeppnl á bak aftur. Hves vegna? Vegna þess, að ölið þaðan er Ijúffengara, næringarmeira, hreinna, haldbetra en annað öl. Eftirspurnin er afskapleg. Vjer höfum varla við að brugga handa neytendum vorum út um land og erlendum og innlendum skipum, auk fácfæma þeirra, er seljast í bænum. lælendlngabjórlnn óviðjafnanlegi er þambaður jafnt á háborðum höfðingjanna sem í hreysum kotunganna. Hvítölinu hvolfa menn í sig eins og spenvolgri nýmjólk. Maltölið hleypir hverjum manni í spik. Nýtísku ölgerð. Erlend sjerþekking. Osvik- in efni. Greið og góð afgreiðsla. Ailt þetta einkennir í ríkum mæli Ölgerðarhús Reykjavíkur. Talsíml 354. Norðurstíg 4. °9 hetffcx\c$\. ----- Frh. Fagur vðxfur er mesta prýði hvers manns. En fáir hafa því lánl að fagna að vera ve! vaxnir frá náttúrunnar hendi, t>að er oftast eitthvað, sem menn vildu að betur færi, en þeir gera sjaldin nokkuö til að breyta því til batnaöar, t>að er staöreynt, að hverjum mannl er haegt að fegra vaxtariag aitt, ef hann hefur nokkurn vilja á. þesa vegna er þaö nœr elngöngu af letl og hlrðuleysí aö menn eru Ula vaxnlr. Óskeikulasta aðferðin er Ifkams- æfingar og akynsamlegir lifnaðar- hæitir. Sá partur iíkamana, «6» elnna mestu ræður um vaxtarlagið, eru heröarnar. Þcim er hægt að halda vel iöguðum og þær er hægt að Iagfera með æfingum. Reglubundnar æfingar, sem við eiga til varnar því, að axlirnar af- lagist vegna þvingandi stellinga við dagleg störf, má ekki með neinu móti vanrækja. Slíkar æfingar getur hver gert heima hjá sjer, þarf ekki til þess nema nokkrar mínútur að kveldinu áður en gengið er tii rekkju. Er best að hafa til þess handsveiflur ýmiskonar, sem hver getur fundið upp hjá sjálfum sjer, eftir því sem best þykir henta. En vamst verða menn að fara óvarlega að því í fyrstu, þvf að það getur haft iliar afieiðingar, ef æfingar þessar eru hafðar of strangar í fyrstu. Þeir sem vegna starfs síns verða að vera mjðg áiútir ættu að rjetta sig upp og teygja úr sjer hvenær sem þeir geta. Sund er ágetis «!• ing fyrir axlirnar og um leið allan líkamann. Ef vöðvunum er veitt sú hreyf* ing og áreynsla, sem þeir þurfa, helst hið náttúrlega fagra lag axl* anna. Fallegur háls er ómetaniegur feg- urðarauki fögrum vexti. Hvort sem hálsinn er of feitur eða of mjór er nudd jafngott hvoru- tveggja. Ef hann er of feitur mun skynsamleg nuddaðferð gera mikið að minnka fituna. Sje hákiun of mjór, mun varlegur núningur, með dáiítilli samblöndu af vasilíni og möndlufeiti, brátt gera hálsinn hæfi' lega digran. Þegar hálsinn er horaður og i grindarlegur eru aörir partar líkaro- ans það oftast nær eiunig, og ættu menn þá að gera sjer annt um að neyta fitandi fæðu, svo sem kókó, mjólkur og ávaxta. Einhver vissasta og besta aðferð til að þroska háls- inn er öndunaræfingar. Áhrifin, sem öndunaræfingarnar hafa á hálsinn, er best að sjá á þeim, sem söng hafa aö atvinnu sinní. Þeir hafa allir undantekning- arlaust fagran háls. Hið óþægilega kvef, sem ásækir jafnt unga sem gamla á veturna, mundi því nær alveg detta úrsög- unni, ef hver maöur hefði reglu- bundnar öndunaræfingar. Tíu mín- útur í einu, um morguninn og einu sinni um miðjan dag, annað- hvort úti, eöa inni fyrir opnuni glugga. Þessi aðferð, rjett notuð, mun hafa góö áhrif á blóðlítið fólk á skömmum tíma. Áður en kven- fólk gerir þessar æfingar veröur það að rýmka bolinn og leysa öll bönd, sem það kann að hafa um sig, ef þau eru til þvingunar. Ef æfingarnar eru gerðar inni veröur glugginn að vera opinn, svo að andrúmsloftið sje eins gott sem úti væri. Sá er æfingarnar gerir verð- ur að standa fast við gluggann og draga andann djúpt. Verður aö gera það hægt og jafnt gegn um nefið, þangað til brjóstið er vel þanið út og svo mikið loft er komiö í lung- un, sem þau með góðu móti taka. Andanum á að halda að sjer aö minnsta kosti 3 sekúndur, því næst er andað snöggt frá sjer gegn um munninn. Þegar lungun hafa verið gertæmd lofti, eiga að iíða nokkrar sekúndur áður en Ioftið er dregið aö sjer að nýju. Mjög lingeröu fólki kann aö þvkja æfingar þessar afl- erfiðar í fyrstu. Ætti það þá að leggjast flötum beinum og gera æfingarnar þannig. Veikbyggt fólk, einkum þeir, s«m hjartveikir eru, ætti í upphafi æfingania að draga andann skemur en ella, en það getur svo lengt andardráttinn eftir því, sem því vex megin við æf- ingarnar. »Hreysti og rólegur andardráttur eru hin mikilvægustu grundvallar- atriði fegurðarinnar.* Menn hafa ekki aimennt neina hugmynd um, hversu afar mikil*- vert þaö er, aö draga andann djúpt og reglulega. Það er oft af vana,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.