Vísir - 10.07.1914, Page 2

Vísir - 10.07.1914, Page 2
Ví S I R Til , skáldsins Olafar Sigurðardóttur frá Hlöðum í Eyjafirði. Sungið í kvennasamsæti í Reykjavík 8. júli 1914. Lag; Hvað er svo glatt. ||fpR norðurátt oss bárust hörpuhljómar með hlýjum, Ijettum, undurhreinum blæ; frá auðn og kyrð þeir komu — þessir ómar þars kona sat í litlum sveitabæ. Við fögnum þjer, sem hefur stilt þá strengi, svo sterkt sem veikt þar Ijek þín haga mund; já, hreimar þínir hafa töfrað lengi — þeir hafa leitt oss saman þessa stund. í kvöld við vildum öðrum önnum gleyma og allar gleðjast við þau strengjahljóð. Við eigum litlu kverin hjá oss heima, í huga geymum mörg þfn bestu ljóð: þau sumarblóm, sem yl og yndi færa, sem anga Ijúft við sólbros mild og hlý, og blika döggvuð líkt og lindin tæra, þar lífsins þrár og draumar speglast í. Við skiljum, þig! en fæstar fengið hafa þó færri geisla’ að vöggustokknum inn. Við skiljum: Það er kvöl að kyrkja’ oggrafa í kalinn jarðveg andans gróður sinn, Við skiljum, hvernig húm og þrautir þjaka, við þekkjum margar líkan skapadóm, En hitt er gátan, hvernig í þeim klaka úr klungururð fá sprottið svona blóm. Með göfgi’ á svip og gleðibragð um hvarma í gliti slíkra blóma situr þú, svo ern og hress í aftansólarbjarma, og aldrei söngstu fegri ljóð en nú! Við ysta sjónhring sjer þú blysin loga, sem sigrað gátu skugga, tár og þraut, svo nú sjest hvergi nótt á himinboga — og nú er líf þitt orðiö sigurbraut, /. B. V I S I R. Stœrsta blað á isltaska tmigu. Argangurinn (400—5f 0 blöð) kostar erlendis l r. 9.00 eða 21/, dollars, innan- lands 1. r. 7 00 Ársfj.kr. 1,75, mán kr-0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson vemulega tit viðtals kl. 5—7. deild rekur víst minni til þess, aiS á sí'Sasta þirigi var bætt inn í Iögin vörutolli af bátum, sem jeg i tel mjög ósanngjamt. Hv. þrn. ; Dal. (B. J. f. V.) þótti þá ófært, ' aö bátar slyppu viö vörutoll; eg vona að hann hafi nú breytt skoö- ; un sinni. Eins og nú stendur, veröa þeir, sem fá sjer mótorbáta , frá útlöndum, aö borga 700 kr. í fragt fyrir hvern bát frá útlönd- um til Austfjarða og þar aö auki háan vörutoll. Þar á ofan bætist þaö, aö skipstjórar neita aö taka nokkura ábyrgö á mótorbátunum. Um þetta mun jeg gera breyting- artillögu, því aö menn eru sár- óánægöir yfir þessu gjaldi, sem von er. — Enn vil jeg benda á þaö til athugunar, aö þaö er mjog óheppilegt, að taka ekki breyting- ar á lögum inn í texta laganna, bæöi i þessum lögum og öðrum. Umr. lokiö. Tillaga utn nefnd feld. Frv. visaö til 2. umr. í e. hl. 2. m á 1. Tillaga tíl þingsályktunar um birting fyrirhugaðra löggjafar- mála; hvernig ræöa skuli. Tillaga forseta um eina umræöu samþ. í e. hl. 3. m á 1. Tillaga til þingsályktunar um fækkun sýslum.embætta; hvernig ræöa skuli. Tillaga forseta um eina urnræöu satnþ. í e. hl. Neðri deild. 8. fundur í dag. 1. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um um skipun prestakalla 16. nóv. 1902; 1 .umr. (Flutningsm. Sig urður Gunnarsson.) Siguröur Gunnarsso : Ástæöan fyrir þessu frv. er sú, að þegar Fróöarkirkja var lögð niður, stofnuöu sóknarmenn frí- kirkjusöfnuð. Samt óska þeir heldur aö vera í þjóðkirkjufini og mynda þar sjerstakan söfnuö. Umr. lokið. Frv. vísaö til 2. umr. í e. hl. 2. m á 1. Frv. til laga um breyting á vegalögunum; 1. umr. Tekiö af dagskrá. 3. m á 1. Frv. til laga um mat á lóðum og löndum í Reykjavík; 1. umr. S v e in n Bj.örnsson: Þetta frv. er rætt í bæjarstjórn Reykjavíkur, samið af henni og samjiykt. Frv. fer fram á mat á lóðum bæjarins. A síöari árum bafa hugir manna mjög hneigst að ])vi, aö leggja meiri alúð viö lönd og lóðir bæjarins. Þaö er kunn- ugt, aö fram um aldamót voru lóðir bæjarins gefnar eða leigðar mjög lágt. Nú er það öfan á orö- ið í bæjarstjórninni, aö léigja lóö: ir til 5 ára. En spurningin er, hvernig eigi aö hafa leigumálann 1 tveim saniningum, sem bæjar- stjórnin hefir gert um leigu, hef- ir verið sett, aö matiö skyldi fara fram eftir mati óvilhallra manna. Þetta þykir þó ekki heppilegt á- kvæöi. Því hefir bæjarstjórninni komiö til hugar, aö hafa fasta f matsnefnd og sett reglur þar um i frv. — Eg vænti góðra undirtekta undir málið. Ef mönnum þykir vert aö setja nefnd í málið, sem eg óska ekki fyrir mitt leyti, þá legg eg til, aö frv. sje vísaö til nefnd- arinnar í mælingu og skrásetn- ingu lóöa og landa í Reykjavík. Umr. lokið. Frv. vísaö til 2. umr. í e. hl. 4. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um um skipun læknishjeraða; 1. umr. (Flutningsmaður Siguröur Gunnarsson.) Sig u r ö u r Gunnarsson: Þetta frv. er ekki nýr gestur hjer á þinginu. Á þinginu 1911 var þetta frv. samþ. hjer i neöri deild og viö tvær umr. í efri deild, en fjell viö 3. umr. En 1913 drukknaöi ]>aö í því málaflóði, sem þá var. — Eg býst við, aö fleiri sams konar frv. kunni ffam aö koma, 0g leyfi jeg mjer því aö stinga upp á 5 manna nefnd. Umr. lokið. Samþ. í e. hl. að kjósa 5 manna nefnd i málið. Nefnd kosin: Skúli Thoroddsen. . Sigurður Gunnarsson. Eggert Pálsson. Matthías Ólafsson. Stefán Stefánsson. 5. mál. Frv. til laga um dómtúlka og skjalþýðendur; 1. umr. (Flutn- ingsmaöur Bjarni Jónsson.). Frv. vísað til 2. umr. í e. hl. Samþ. í e. hl. aö kjósa 5 manna nefnd í málið. Kosning hlutu í nefndina: Bjarni Jónsson frá Vogi. Einar Arnórsson. Jón Magnússon. Þórarinn Benediktsson. Pjetur Jónsson. 6. m á 1. Frv. til laga um löggilta endur- skoðendur; 1. umr. (Flutnings- maöur Bjarni Jónsson frá Vogi.) Frv. vísaö til 2. umr. i e. hl. Frv. vísað til sömu nefndar sem í næsta máli á undan. 7. m á 1. Frv. til laga um borgarstjóra- kosning; 1. umr. Sveinn Björnsson: Þetta frv. hefir áður veriö hjer í þingi. Þaö var samþykt hjer í neöri deild í fyrra, en felt í efri deild. Frv. er alveg eins og í fyrra meö þeim eina viöauka, aö til er ætlast, aö bæjarstjórnin sjálf kjósi sjer forseta. Það er óviö- kunnanlegt, aö borgarstjóri, sem tekur til máls hjer um bil í hverju máli, stýri fundum. Það er svipað eins og ef ráðherra væri forseti hjer í deildinni. Mönnum er kunnugt um þaö, að á öllum þingmálafundum hin síöari ár hefir þaö verið einróma ósk, að fá borgarstjórann kosinn af bæjarmönnum, en ekki bæjar- stjórn. — Eg vænti frv. jafngóöra undirtekta sem á undanförnum þingum. Umr. lokið. Frv. vísaö til 2. umr. í e. hl. Dagskrá neðri deildar laugar- daginn 11. júlí. 1. Giröingar; 2. umr. 2. Vörutollsfrv.; 2. umr. 3. Fuglafriðun og eggja; 1. umr. 4. Breyting á vegalögum; 1. umr. 5. Breyting á talsímalögunum; 1. umr. 6. Breyting á þingsköpum alþing- is; 1. umr. 7. Varadómar í landsyfirrjetti í 1. umr. Effrl delld- Fundur í dag. 1. m á 1. Siglingalög, visaö til 2. umr. 2. m á 1. S veitarst j órnarlö g. Nefnd kosin: Magnús Pjetursson. Kristinn Daníelsson. Stgr. Jónsson. Vísaö til 2. umr. 3. mál. Refir. Sig. Stef. (framsögumaöur) sagði að refaskinn hefðu hækkað mjög síðustu árin. Fyrir 7 árurii kostuöu falleg skinn 25—30 kr., en nú 75—100 kr. Nú væri alið upp á Vestfjörðum á 3. hundraö refir. Ilt ef útlendingar fengi refi hjeðan til aö rækta hjá sjer og keppa viö oss. Silfurrefapar heföi verið keypt til Noregs nýlega frá Vesturheimi fyrir geypiverð, en úlfaþytur varð um þetta í blöð- unum og mátti búast við útflutn- ingsbanni. Karli Finnbogas. þótti á- góði af refum koma órjett niþur. Með frv. væri bægt frá samkeppni í sölu yrölinga, sem væri bændum til hagnaðar, einmitt þeim, sem tjónið biðu annars af refum. Magn. Pjetursson sagföi miklar tekjur af refum í sinni sýslu. Bjóst viö nægri samkeppni um kaup yrðlinga þó útlendingum væri bægt frá. Vísað til 2. umr. meö 7 :2. 4. m á 1. Tollgæzla. S i g. S t e f. (framsögum.) J>ótti ískyggilegar frjettir sem nú bær- ust um tollsvik bæði utan af Iandi °g þó einkum úr Reykjavík, þar sem rannsókn væri hjer hafin gegn 7—8 kaupmönnum fyrir stórfeld tollsvik. Nýlega höfðu veriö slegnir hjer upp 7 kassar, sem áttu að fara út um land, stóö á þeim regúla- torar, saumavjelar o. s. frv., en ]>ar voru allmargir kassar af vindl- um meö. Tollsvikararnir hlægja að hvað sektin er lág, og verður að taka hjer hart á. Ráöherra vildi ekki láta toll- svik varöa verslunarleyfismissi. Þá kæmu ef til vill upp smiglara- stjett sem milliliöur, þar sem slík- ir menn gætu ekki mist neitt versl- unarleyfi. Júl. Havsteen þótti of strangt aö ætíö tapaðist verslunar- leyfi, einnig þegar ekki væri dæmd rema 10 kr. sekt fyrir yfirsjón- ifta. Nefnd kosin: Steingr. Jónsson. Siguröur Stefánsson. Karl Einarsson, Karl Finnbogason. Björn Þorláksson. Efrideildarfundur á morgun kl. 1. Botnvörpuveiöasektir; 1. umr.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.