Vísir - 28.07.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 28.07.1914, Blaðsíða 4
V í S I R Síirmjölk (Yoghu frá gfrlarannsóknarstööinni fæst daglega á kaffihúsinu Uppsalir ar var breytilegur mjög. Stundum var skógur á alla vegu, stundum blöstu við berar klappir og gnýpur er gnæfðu yfir skóginn. Sterkt sól- skin lá yfir öllu. Svalablærinn frá sjónum var hressandi og Ijetti okk- ur gönguna í hitanum. Satt að segja var svo þægilegt að ganga og leiðin svo skemtileg, að jeg sá næstum eftir því, er við skildum við skóginn og komum á sljettar flatir, er runnar luktu um á ann- an vcg en grænar hlíðar á hinn veginn. Þar sá jeg hverfi af kofum og húsum, á að giska 300 að tölu. En það þótti mjer kynlegast af öilu, að þeim var skipað í raðir með strætum fram og flest bygð í Norð- urálfu stfl. Síðar sá jeg, að nærri því hverju húsi fylgdi fagur og frjór garður, er vel var viðhaldið, alt frá fjórðung ekru til heillar ekru að stærð. Fyrir handan þorp þetta, andspænis því sem jeg var, tók skógurinn aftur við og lá alla leið að fjalli því eða hásljettu, er fyr var getið. Öðru megin af fjalli þessu sást fallegur foss, sennilega 200 feta hár, og sást hann allstað- ar að úr þorpinu. Yfir honum var úði, er sólargeislarnir Ijeku um og brotiiuðu í með öllum Iitum regn- bogans. Yfirleitt var ekki unt að velja sjer ákjósanlegri stað njeynd- islegri að öllu til vistarveru. Þarna vir alt samvalið, stúlkan, snekkjan, skógurinn og höfnin og þorpið litla. Og að hugsa sjer nú, að þetta var aðsetur Fallega, hvíta púkans, dulranu konunnar, sem var á hvers man is vörum fyrir svonefnda glæpi og iífldirfskuverk, alla leið frá Co- lombo til hinna ystu Saghalien- stranaa! Frh. Skrifstofa Elmsklpafjelags íslands, Austurstræti 7. Opin kl. 5—7. Talsími 409. KHpt eða skorið. Undraverður labbakútur skrifaði í Vísi í gær útaf undraverðri verk- hyggni að ná slýinu úr Tjörninni með einum kaðalstreng, "en alls engu sýnilegu neti. Þýðir alls ekk- ekkert að þræta fyrir aðferð þessa, Hana hafa of margir bæjarmenn sjeð til þess að unt sje að bera hana til baka, f margir sjónarvottar að aöferðinni sem hárrjett er lýst í Morgunblaðinu. Þaö leiðasta er að >Ráðhollur« er að reyna að klóra yfir satt mál. L. Vísir bað borgarstjóra að skýra frá hinu sanna í málinu og sendi hann eftirfarandi úrlausn: Út af fyrirspurn Vísis skal þess getið; að net (eða varpa) hefur verið notað til að ná slýi úrTjörn- inni. Reykjavik 27. júlí 1914. K. Zimsen. I þeir, sem um næstu 4 mánuöi, frá 1. ág.þ á. að telja, viljaselja holdsveikraspítalanum í Lauganesi: Haframjöl, Flórhveiti, Hrísgrjón prima og secunda, Rúgmjöl, Heilbaunir, Kaffibaunir, Esportkaffi, Hvítasykur högginn og steyttann, Púðursykur, Rúsínur, Sveskjur, Sagogrjón, Margaríne, Sæta saft,- ■ Grænsápu og sóda, allt góðar vörur, sendi mjer tilboð^sín með lægsta verði fyrir 1. n. m. í lokuðu umslagi. Holdsveikraspítalanum í Lauganesi 27. júlí 1914. Einar Markússon. KAUPSKAPUR Nýja verslunin er flutt úr Vallarstræti á Hverfisgötu 4 D. CACAO næringarmikið og bragðgott, fæst í r *• NYHOFN Niðursoðin matvæli eru seld með 50°|0 afslætti hjá J. P. T. Brvde Kopar og eir kaupir hærra verði en aðrir O. Ciíslason, Lindar- götu 36. N ý 11 smjör frá Einarsnesi fæst í Bankastræti 7, einnig ný egg og mjólk allan daginn. Hnakkur og beisli fæst með tækifærisverði í Bergstaðastrseti 27. þvottapottur með loki til sölu með sjerlega góðu verði. Afgr. v. á. Barnavagn til sölu. Berg- staðastræti 9B. Ferðakista óskast keypt. Afgr v. á. m HÚSNÆÐI Góð f^TAVEXTIRTPl í dósum, fjölbreyttast og best úrval JAEDAEBEEII FBÆGTJ, perur, ananas, o. s. frv. i NÝHÖFN Nýjar kartöflur Ýmsar fágætar gamlar fást hjá bækur Jes Zimsen. fást í bókaverslun G-uðm. Gamalíelssonar. 2—3 menn geta fengið fæði í Ingólfsstræti 4. I MAGDEBORGAR BRUNABÓTAFJELAG. g i Aöalumboðsmenn á fslandi: | p O. Johnson & Kaaber. » Prentsmiðja D. östlunds. 2 herbergi til leigu nú þegar í Miðbænum. Afgr. v. á. 2 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu fyrir litla fjölskyldu frá 1. okt.nálægt miðbænum Eitt herbergi ásamt hús- ^ögnum óskast til leigu í Vestur- bænum. Afgr. v. á. VINN A 2 karlmenn óskastí vinnu Gott og vist kaup og hlunnindi að auk. Uppl. Bergstaðastr. 17, uppi. Ungur handverksmað- ur óskar eftir hægri atvinnu, gegn mjög lágum launum, tekur hvaða vinnu sem sem býðst, sje starfið honum ekki of vaxið að einhverju leyti. Tilboð merkt: »Atvinna«, sendist nú þegar á afgr. Vísis. TAPAD—FUNDIÐ S i 1 f u r b ú i n svipa tapaðist á sunnudaginn á Melunum. Skil- ist í Miðstræti 8B gegn fundar- launum. Tapaðist ásd. á Suðurg. látúnshúnn af barnavagni. Skilist til Ólafs Daníelssonar, Túng. 2. Peningabudda töpuð með 5 kr. seðli. Skilist á afgr. Vísis. Gullprjónn og gullpeningur (5 kr.) með hring og nafni tapaðist á íþróttavellinum eða þaðan ofan í Templarasund. Skilist á afgr- Vísis. Peningabudda með pen- ingum fundin. Eigandi vitji henn- ar til Jóhannesar Hjartarsonar Godthaab.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.