Vísir - 30.07.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1914, Blaðsíða 4
gat eftir leikið. »Svo þjer hafið fengiö miðann frá mjer? Gleður mig að sjá yður og jeg býð yður vel- kominn á heimili mitt!« »Paradís vildi jeg kalla það«, sagði jeg og litaðíst um. »Hjer myndi margur vilja sjer vist kjósa.* Frh. Frá Alþingi. Neðri deild. Fundur í gær. Bætt við í kirkjugarðsnefndina Einari Arnórssyni og Birni Hallssynt. i. mál. Frv. til laga um breytingálög- um um þingsköp handa alþingi nr. 45 10. nóv. 1905 (250); 3. umr. Frv. samþ. með 14. atkv. samhl. og afgr. til efri deildar, 2. m á 1. Frv. til laga um sparisjóði (181 210, 226, 243, 244, 247, 259); 3. umr. Meiri og minni hluti nefndarinn- ar hafði runnið saman aftur og kom- ið með tillögu um að stjórnarráðið fengi bankavanan mann til að líta eftir sparisjóðunum á hverju sumri. Aftur höfðu þeir Einar Arnórsson og Bjarni frá Vogi kom- ið með brtill. um að eftirlitinu væri svo háttað, að stjórnarráðið nefndi til eftirlitsmann við hvern sparisjóð er ætti heima í grend við sparisjóð- inn. Þeir vildu og fella burt trygg- ingarfje það (5% af innstæðu fje), er frv. fer fram á, að sparisjóður skyldi hafa handbært, eða til vara færa það niður í 3%- Auk þessa komu fram ýmsar smávægiJegar brtill. Afdrifin urðu þau, að samþ. var að færa tryggingarfje sparisjóðanna úr 5% niöur í 3%. Brtui. þeirra Einars Arnórssonar og Bjarna frá Vogi um eftirlitið feld með 12 atkv. gegn 11. Var þá tillaga nefndarinn- ar um eftirlitið samþykt með 13 atkv. gegn 10 og afgreitt til efri deildar. 3. m á 1: Frv. til laga um breyting á lög- um aðra skipun á æðstu umboðs- stjórn íslands nr. 17. 3. okt. 1903 (256); 3. umr. Frv. samþ. með 15 atkv. samhlj. og afgr. til efri deildar. 4. m á 1. Frv. til laga um sandgræðslu (stj.frv. n. 230, 231); 2. umr. Nefndin Ieggur til að að breyta frv. þannig, að yfirstjórn sandgræðslu- mála verði falin búnaðarfjelagi ís- Iands í stað skógræktarstjóra og var sú tillaga með öðrum breytingar- tillögum nefndarinnar samþ. með öllum greiddum atkvæðum gegn l (Hannesi Hafstein) og frv. síðan vísað til 3. umr. 5. m ál. Frv. til laga um sjóvátrygging(stj. frv. 233); 1. umr. Fimm manna nefnd kosin: Einar Arnórsson. Bjarni Jónsson frá [Vogi, Hssnnes Hafstein. Matthías ólafsson. Stefán Stefánsson. ______________VI Dagskrá neðri deildar í dag. 1. Hjerafriðun; 3. umr. 2. Læknishjeraðsstofnun í Hnapp- dalssýslu; 2. umr. 3. Sömul. Hólslæknishjerað í Bol- ungarvík; 2. umr. 4. Afnám aðstoðarlækna á ísafirði og Akureyri; 2. umr. 5. Laxafriðum; 2. umr. 6. Löggilding verslunarstaðar á Stóra-Fjarðarhorni; 2. umr. 7. Landsdómur; 2. umr. 8. Landsdómur; 2. umr. 9. Sveitastjórnarlög; 2. umr. 10. Skipaleið til Syðra-Skógarness í Hnappadalssýslu; hvernig ræöa skuli Efri deild. Fundur 1. m á I. Frv. til laga um bann gegn botn- vörpuveiðum (135); 3. umr. Afgr. til Nd. með 12 atkv. gegn 1. 2. m á 1. Frv. til laga um mælingu og skrásetningu lóða og landa ílög- sagnarumdæmi Reykjavíkur (128, n. 241); 2. umr. Vísað til 3. umr. með öllum at- kv. 3. mál. Frv. til laga um beitutekju(251, 252); 2. umr. Samþ. með 12 atkv. gegn. Endursent Nd. 4. m á I. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 66, 22. nóv. 1913, um girðingar (143, n. 232); 2. umr. Fellt með öllum atkv. 5. m ál. Frv. til laga um heimild fyrir landstjórnina til þess að ábyrgjast fyrir hönd landsjóðs skipaveðlán h/f „Eimskipafjelagíslands" (235); 1. umr. Vísað til 2. umr. með öllum at- kv. 6. m á 1. Frv. til laga um viðauka við lög um hvalveiðamenn nr. 57,22. nóv. 1913 (95, n. 198); 2. umr. Fellt með 7 atkv. gegn 4. Dagskrá efri deildar í dag. 1. Eignarnámsheimild á lóð í Hvanneyrarhreppi; 2. umr. 2. Friðun fugla og eggja; 1. umr. 3. Vörutollslagabreyting; 1. umr. Smávegis Japanskur vísdómur. Japanska stjórnin lætur um þess- ar mundir dreifa út um land alt dálitlum pjesa, með reglum fyrir skynsamlegum Iifnaðarháttum. Fyrstu tíu boðorð hénnar hljóða svo: 1. Vertu úti svo mikið sem auö- ið er. Vertu uti ísólskini oghreyfðu þig sem mest. Andaðu djúpt og reglulega. 2. Snæddu ekki kjötmeti oftar en einu sinni á dag, en haföu að öðru leyti til matar egg, grjón, grænmeti, ávexti og nýmjólk. AIl- an mat skal fyggja vel. 3. Lauga þig einu sinni á dag SIR r Stórt úrval af allskonar niðursoðnum \3öx\um, svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar), Fruit Salat o. m. m. fl. í stórum og smáum dósum nýkotnið í vershin Sími 49. og nota gufuböð tvisvar í viku, ef þú þolir það vegna hjartans. 6. Sofðu við opinn glugga í mjög dimmu herbergi og í algerðri kyrð. Svefntíminn sje minst 6 og mest 7 klukkustundir. En konur sofi 8 tíma. 7. Einn dag í viku skal hafa al- gerða ró. Þá verður að forðastalla vinnu og hvorki lesa nje skrifa. 8. Reyndu að forðast allar geðs- hræringar og alla andlega ofraun. Gerðu þjer engar áhyggjur um óhjákvæmilegjatvik eða hvað fram- tíðin feli í skauti sjer. Segðu eng- um óþægilegar sögur og forðastu að hlusta á slíkar sögur. 9. Giftu þig! Ekkjur og ekkju- raenn ættu undir eins að giftast a.ftm. 10. Drekk þú kaffi og te í hófi, neyttu hvorki tóbaks nje neinna drykkja sem áfengi er í. 4. Föt öll, innri sem ytri, sjeu úr grófgerðu efni, hálslínið þægi- Iegt, hatturinn ljettur og skórnir mátulegir. 5. Farðu snemma að hátta og snemma á fætnr. A. V. Tulinius Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. Skrifstofutími 9—3. K v e n h j ó 1 óskast keypt með tækifærisverði. Seljandi gefi sig fram á afgr. Vísis. Rós til sölu, sýnd á afgr. Vísis. H n a k k u r, beislí og barna- vagga fæst með tækifærisverði á Bergstaðastræti 27. Barnakerra óskast í skiftum fyrir barnavagn á sama stað. TAPAD—FUNDIÐ S H æ n a töpuð frá Skólavörðu- stíg 16 A. FÆDI 2—3 menn geta fengið fæði í Ingólfsstræti 4. VINNA KAUPSKAPUR Nýja verslunin er flutt úr Vallarstræti á Hverfisgötu 4 D. Ágætur reiðhestur til sölu. Uppl. í Bankastræti 12. Jóh, Norðfjörð. Ágæt ritvjel lítið brúkuð verður seld með sanngjörnu verði. Jón Ólafsson, Laugaveg 2 (uppi). H æ n u r til sölu í Laugarnesi. Sími 193. S a u m a v j e 1 með tækifærisv. og Caschemir-sjal með silkibekk með hálfvirði tílsölu á Laufásv. 15. S t ú 1 k a með ársgömlu barni óskar að fá vist á góðu sveita- heimili. Afgr. v. á. S t ra u n i n g fæst í Grjótag.ll. Ung stúlka, dugleg ogþrif in, getur fengið vist á ágætu heimili l.sept. Hátt kaup í boði. Afgr. v. á. Kaupakona óskast á gott heimili nálægt Reykjavík. Upp- lýsingar á Lindargötu 18 A. F1 ö g g saumuð og endurbætt, fljótt og vel. Upplýsing á Njáls- götu 31. Vanan Danmótorista vantar. Gefi sig fram á Blfreiðastöðinni í Vonarstræti. I HÚSNÆÐI Eitt herbergi meö forstofu- inngangi fæst leigt nú þegar Berg- staðastræti 6 niöri. 3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. október Afgr. v. á. Lítil fbúð óskast. Afgr.v.á' PrentsmitSja D. Östlunds. H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.