Vísir - 31.07.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1914, Blaðsíða 3
V I S I R KAUPIÐ GEFJUNAR-DÚKA. — STYÐJIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ. Klæð?- Yerksmiðjan Akureyri hefur mjög fjölbreytt úrval af alskonar fataefnum karla og kvenna allt nýjar og fallegar tegundir. Gefjunardúkar eru fallega-tir, haldbestir og ódýrastir. Fljót og góð afgreiðsla. Umboðsmaður í Reykjavík sem tekur á móti ull og tuskum til að vinna úr ofannefnda dúka er GEFJUNARDÚKAR FÁST í KAUPANGI. kunn í tukthúsinu var Jóhansen látinn laus, en James Rogers tek- inn höndum af lögreglunni íNaga- saki. Nýja lækningu á gigt hefur franskur læknir, Dr. Barthe de Sandtord, fundið. Segist htnn hafa haft fyrir sjer 13 ára tilrauna- tíma til þess að fullkomna aðferöina og reynist hún ærið fljótvirk . Aðal- atriðið í þessari aðferð eru heit v a x b ö ð, sem nú þegar hafa hlot- ið mikla viðurkenningu meðal lækna að sagt er. — Er baðið haft allheitt, oft 7 stig yfir blóðhita. Notaði höfundurinn það fyrst við einstaka limi og brúkaði þá ýmist vax eða líkt efni svokallað paraffín, en síðar gjörði hann tilraunir með að fara allur niður í ketil með 300 lítrum af 45 gr. heitu paraffíni í. Hjeldu þeir sem viðstaddir voru að hann mundi gera útaf við sig með þessu en hann fann aðeins þægilegan hita og var 6 mínútur niðri í katl- inum. Útgufun svitans varnaði því að paraffínið klesstist inn í húðina. Reyndi hann þessa böðunar aðferð við-sjúklinga sem höfðu gigthnúta, taugagigt, lendagigt og ígerðir og Iinaði hún verkinn strax og hjálpaði batanum. Taugaveikiskveikjan. Dr. Harris Plotz heitir læknir, sem skýrði frá því á læknafundi í vor að hann hefði fundið og rann- sakað taugaveikiskveikjuna með nýrri aðferð sem hann kveður svo full- komna að hún opni möguleika til þess að finna og rannsaka kveikjur margra fleiri sjúkdóma, svo sem skarlatssóttar og mislinga. Vonar hann nú að sjer takist bráðlega að finna meðal gegn taugaveikinni, við nánari rannsókn kveikjanna. Nýjasta útsalan. Öesta útsalan Stór utsala Vegna flutnings seljast allar vörubirgðir. tneð 25 40 afslætti pflT MORGUNKJÓLAR — BARNAKJÓLAR Kaupið því allt er þjer þarfnist á útsölunni, — þjer fáið hvergi nokkursstaðar betri kjör en í Versluninni á Laugaveg 19 Nýjar kartöflur fást hjá Jes Ziinsen. Líkkistur og líkklæði. y Eyvindur Arnason Hið alkunna og margeftirspurða HVÍTA LJEREFT r. aftur komið í "\Detsl\xw\x\a & Fallegust og best Karlmanns- föt fást á Laugaveg I. Jón Hallgrimsson. SKEIFSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11—1. Góð 2 herbergi til leigu nú þegar í Miðbænum. Afgr. v. á. Sími 287. I Skrifstofa Elmskipafjelags íslands, Austurstræti 7. Opin kl. 5—7. Talsími 409. kaupa allar hyggnar húsmæður í LíYerpool Sími 43.— Póstar 5 hverja mínútu. 3^a$*\a vav&^úfc^a. Ettir H. Rider Haggara. —— Frh. Hugi leit aftur. „þetta ram- bygða hús hefur bjargað lífi okk- ar“, mælti hann „en þó vildi jeg óska þess, að jeg liti það aldrei framar augum“. í sama bili kom maður hlaup- andi tii þeirra út úr skugga af húsi. Rikki hugði þar fara óvin og var viðbúinn að höggva hann með öxinni; varð þeim hverftvið er hann avarpaði þá á hreinni ensku. „þekkið þið ekki Davíð ? spurði hann. „Davíð!“ hrópaði Hugi, „hám- ingjunni sje lof fyrir að þú ert á lífi, við hjeldum þig, löngu dauðan“. „Já, herra Hugi“, svaraði Da- víð „sama hjelt jeg um ykkur. Jeg hefi dvalið með Gyðingum síðan við skildum, en sá orð- rómur gekk í morgun að skríll- inn hefði ráðist á húsið sem þlð flúðuð í og felt ykkur. Gat jeg þá ekki haldið kyrru fyrir og er nú á njósnarferð. Heyrði jeg rödd ykkar og kendi og hjer stend jeg nú og tala við ykkur er jeg hugði báða dauða“, lá honum við að vikna af gleði. „Kom þú með okkur drengur“. sagði Rikki, „hjer er enginn staður að gráta nje röfla um kveðjur og slíkan barnaskap“. Hvertætlið þið að fara?spurði Davíð. „Fyrst ætlum við að leita að húsi því þar er við skildum við sjera Arnald og Rögnu“. svaraði Hugi, „og reyna ef mögulegt er að finna það“. „það er auðvelt“, svaraði Da- víð „jeg veit hvar það hús er“. „Sástu nokkurn þar“? „Nei, ekkert ljós var í glugg- unum. Og Gyðingar þeir, sem voru með mjer sögðu mjer að sagt væri að þeir sem hefðu dvalið í húsinu væru allir dauð- ir úr pestinni. þó vissu þeir engar sönnur á því. Hugi fölnaði við og beit sam- an tönnum. „Áfram“, sagði hann harð- neskjulega. Á leiðinni sagði Davíð þeim sögu sína. í þrönginni á torginu datt hann. og menn hlúpu yfir hann, en Gyðingar, sem þektu hann að lokum drógu hann með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.