Vísir - 01.08.1914, Síða 1

Vísir - 01.08.1914, Síða 1
 \z Ferðalös: og sumardvalir í sveit takast best ef meun nesta sig í Nýhöfn Laugard. 1. ág. 1914. Háfl.kl. 12,46’ árd. og 1,28’ síðd. Á MORGUN Afmœli: Frú Marta M. Einarsson. Ungfrú Valgerður Jónsdóttir. Einar J. Pálsson, snikkari. Hans Hoflrnann, verslunarm. Jón Erlendsson, sjómaður. Sig. Guðmundsson, skipstj. Póstáœtlun: Tuliniusarskip fer til útlanda. Björgvinjarskip fer til Austfj. og Noregs. Sími 475. Nýtt ágætt prógram í kvöld. laus. Árslaun 400 kr. Umsóknar- frestur til 1. okt. Búnaðarskýrslur áriö 1912 eru nýkomnar út frá Hagstofu íslands. (Verö 25 au.) Slgurði þórðasynl sýslumanni í Arnarholti, vai veitt lausn frá embætti sínu með eftirlaunum, 27. f. m. Póstafgreiðslumannssýslan í Reykjavík er laus. Árslaun 1200 kr. Umsóknarfrestur til 1. okt. Messur í Fríkirkjunni í Reykja- vik á morgun kl. 12 sr. Jóh. Þor- kelsson, kl. 5 sr. Ólafur Ólafsson. Messað í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12. á hádegi. Flóra var á ísafirði í gær, vænt- anleg hingað á morgun. Victoria Louise skemtiferða- skipið þýska kemur ekki ferðina hingað sem áætlað var. Þjóðhátíðin verður ekki haldin á morgun. Hússtjórnarnámsskeið. Frá 16. ág. næstkomandi verð- ur haldið sex vikna námsskeið í kvennaskólanum, ef nógu margir nemendur gefa sig fram. Borgun 35 kr. fyrir allan tím- ann. Umsóknir sendist fyrir 8. ág. forstöðukonu skólans. Rvík Vs 1914. Jnglbjörg H. Bjarnason. Striðið. Af „Evrópustríðinu“ berast eng- in markverð skeyti enn sem komið er. þau skeyti sem koma eru mest meiningar einstakra manna um það hvað stríðhættan sje mikil, og að hinar og þessar þjóðir víg- búist af kappi. þetta er í sjálfu sjer ekkert merkilegt, því að flestar þjóðir vígbúast einlægt hvort sem hættan er mikil eða lítil og einlægt geta verið skiftar skoðanir ókunnugra einstaklinga um það hvað stríðshætta sje mik- il þangað til menn rjúka saman. — Best mun vera að bíða ró- legur þangað til einhverjar veru- legar fregnir koma og hlaupa ekki eftir fregnum sem auðsjáan- lega eru teknar eftir minni háttar æsingarblöðum erlendis, sem kríta liðugt til þess að fá sem flesta kaupendur. Vísir mun senda fregnmiða samstundis er einhver markverð fregn kemur. IfkklstUjr fást venjulega tilbúní-r á Hverfísg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — mmmm Sími 93. — Helgi Helgason. (Sjá einnig 4. bls.) Eftirfarandi Iög voru samín á næturfundinum í sameinuðu þingi, sem getið er um í blaöinu í gær. Voru þau samþykkt í báðum deild- um í gærmorgun og síðan símuð kongungi til staðfestingar. Lög um ráðstafanir, til þess að tryggja Iandið gegn hættu, sem stafað geti af ófriði í Norður- álfu. 1. gr. Sameinað Alþingi, kýs jafn- skjótt sem verða má, 5 manna nefnd, til þess að vera lands- stjórninni til ráðuneytis um ráð- stafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem því geti stafað af ófriði stórvelda í Norðurálfu. 2. gr. í þessum tilgangi heimilast stjórninni, ef þörf gerist: 1. að kaupa frá útlöndum fyrir landssjóðs hönd hæfilegar birgðir af nauðsynjavöru, svo sem korni, kolum, salti, stein- olíu, vjelaolíu, veiðarfærum læknislyfjum o. s. frv. 2. Að verja til slíkra kaupa handbæru fje landssjóðs, er hann má missa frá öðrum lögmætum útgjöldum, sbr. þó 4. lið. 3. Að taka enn fremur alt að 500 þúsund króna lán til slíkra kaupa. 4. Að stöðva fjárgreiðslur þær sem taldar eru í fjádögunum fyrir árið 1914 og 1915 í 13. grein, B. II-XVIII, svo og allar lánveitingar úr viðlagasjóði, er heimilaðareru í fyrgreind- um fjárlögum, þó svo að eigi komi í bága við þegar gjörða samninga og ráðstafanir um verk eða loforð um lánveit- ingar á þessu ári. 3- gr- Landsstjórninni er og heimilt,að leggja bann að einhverju leyti eða öllu við útflutningi eða sðlu úr landi á öllum aðfluttum nauð- synjavörum, svo sem matvælum, veiðarfærum, salti kolum o.s frv., ef slík ráðstöfun skyldi reynast nauðsynleg vegna yfirvofandi eða hafins Norðurálfu-ófriðar. — þó má eigi meina skipum að taka j hjer kol eða aðrar birgðir, er þeim eru nauðsynlegar til þess að komast heim til sín. Á sama hátt heimilast lands- stjórninni, að leggja bann við út- flutningi íslenskra matvæla, ef aðflutningur til landsins af út- lendum matvörum heftist svo, að til voða horfi fyrir landsmenn. Heimilt er stjórninni enn frem- ur að ákveða í reglugerð refs- ingar fyrir brot gegn þessari gr. 4- gr- Landsstjórnin ákveður, hvort gera skuli framangreindar ráð- stafanir og hve nær, svo og á hvern hátt skuli ráðstafa birgðum þeim, sem keyptar kunnu að verða samkvæmt lögum þessum, og hvernig skuli selja þær. Enn fremur má landsstjórnin, ef almennings þörf í einhverju bygðarlagi krefur, taka eign- ar námi matvæli og eldsneyti hjá kaupmönnum eða framleiðendum enda komi fullt endurgjald fyrir. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda þar til næsta Al- þingi kemur saman. Frumvörp fallin. 5. Frv. til I. um breytingu á lögum nr. 66 22. nóv. 1913 um girðingar. 6. Frv. til 1. um breyting á lög- nm um friðun fugla og eggja nr. 59, 10. nóv. 1913. Frumvörp tekin aftur 1. Frv. til 1. um breytingu á lögum nr. 86, 6. apríl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. 2. Frv. til. I. um breyting á lögum nr. 5 frá 19. febr. 1886 um friðun á laxi. 3. Frv. til 1. um landsdóni. Fyrst um sinn verða að öllu forfallalausu farnar fastar ferð- ir frá R.vík austur yfir fjall Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Lagt af stað frá Reykjavík kl. 9. f. m. Pöntunum austan fjalls verð- ur veitt móttaka við Ölfus- árbrú hjá stöðvarstjóranum þar, en í Reykjavík á skrif- stofunni. Y firr jettarmálaflutningsmað ur, Pósthússtræti 17. Venjulegaheimakl. 10-11 og4-6 Talsími 16. MAGDEBORGAR BRUNABÓTAFJELAG. Aðalumboðsmenn á íslandi: p O. Johnson & Kaaber. §5 & Viðaukatiilaga við tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir gegn útlendingum út af notum þeirra á íslenskri landhelgi og höfnum hjer á landi við ýms verkunarstörf á fiskifangi (síld). Aftan við tillöguna bætist: Jafnfram ályktar neðri deild, að skora á landsstjórnina að hlutast til um að gengið sje eftir greiðlsum á innflutningsgjaldi (þar á meðal vörutolli) og útflutningsgjaldi af vörum, sem útlendingar ferma úr skipi í skip á íslenskum höfnum eða í íslenskri landhelgi. Þingsályktun um birtingu fyrirhugaðra löggjafar- mála. Neðri deild Alþingis skorar á iandsstjórnina, að hún gefi sveiiar- stjórnum kost á, að ræða og gera tillögur um þau atriði í ábúðarlög- gjöf, atvinnumálum og skattamálum, sem hún hefur í hyggju að leggja fyrir Alþingi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.