Vísir - 01.08.1914, Síða 3

Vísir - 01.08.1914, Síða 3
V í Sjl R Hlaðin haglaskothylki fást í Brauns verslun Aðalstrxti 9. Ungíingspiltur, ; /'sem getur matreitt handa einúm .manni og sjálfum sjer o. s. frv., getur strax fengið starf á kolageymsluskipi okkar Mark Twain hjer á höfninni. Gefi sig fram í dag eða á morgun. f Timbur- & kola-verslunin W -x'-- Reykjavík. álningairara ágæt er seld með 50°L a fslætti hjá J. P. T. Bryde w <s> 'i is lá lí latil Spariðlje ogkaupiðlijá Jóh. korðflörð. Bankastrætr 12. 4W,- (KSCWKStt-UKtUlU Tvíhleyptar haglabyssnr Belgislcar, besta tegund frá 33 kr. Brauns verslun Aðalstræti 9. Fallegi hvíti piikinn Eftir Guy Boothy. --- Frh. Hún leit snöggvast framan í mig og spurði svo, en rómurinn var ekki laus við beiskju: »Segið mjer: er fagurmæli þessu beint til hennar Alie eða Fallega hvíta púkans? Pjer vitið að þar er munur á milli.« Jeg fjekk ekki ráðrúm til að svara, og mælti: ij »Jeg held maturinn sje kominn j á borðið. Við skulum setjast að í snæðingi. Má jeg leiða yður inn?« Jeg rjetti henni handíegginn og við gengum saman af svölunum með öllu laufskrúðinu inn í her- I bergi beint innar af þeim. Jeg lýsti fyrír ykkur í kaflanum hjer á undan sal Alie í Reikistjörn- unni og eyddi þar mestum forða lýsingarorða, er jeg kunni. Nú verð jeg bara að, biðja ykkur að trúa því, að ,þó salurinn í snekkjunni væri fallegur með öllu sínu ein- kennilega viðhafnarskrauti, bar þó stofa sú eða salur er við komum nú inn í þar langt af. Svo mikið er víst, að slíka viðhafnarstolu hef jeg aldrei sjeð aðra. Þar var safn fegurstu gripa frá gólfi til lofts. A veggjunum hjengu glitofin dýrmæt persnesk, indversk, kínversk og jap- önsk mynda-veggtjöld, en milli þeirra voru hyllur með alskonar leir- og silfurkerum, postulíni og yfirleitt öllu hugsanlegu skarti, svo jeg braut tíunda boðorðið í hvert sinn, er mjer varð litið á það. Þar voru forn þjóðvopn frá ótal lönd- um, skrautvopn ýmist sljetthjalta, eða snúinhjalta lögð gujli og gim- steinum; Þar voru fornir skartgrip- ir frá Indlandi, Shingal, Birma, Síam, Japan og Kínlandi. Þar voru dýr- indis gimsteinakassar, fádæma fögur málverk ekki færri en tylit og virt- ist eitt þeirra vera frummynd eftir Tizian. Þar var bókaskápur með nálægt 100 bindurn, stóreflis slag- harpa og hálftylft annara hljóðfæra þar á meðal harpa og gígja. Á miðju gólfi stóð borð með ár- degisverðinum á. Var á það breidd- ur línsaumaður dúkur, fallegur mjög mjallahvítur, en á borðinu var svo mikið af silfur- og gull-borðbúnaði, að jeg hafði aldrei sjeð slíkt á nokkru borði fyrri. Á miðju borði voru þrír afarstórir diskar eða skálar úr Sévres-postulíni og á þær hlaðið ógrynni allskonar ávaxta, gullepla, banana, písanga, mangó, epla og ótal annara. En tvær dýrlegar ýínkþnnur stóðu milii skálanna. Við settumst hvort að sínúm borðsenda og ungfrúin drap hendi á fagra silfurbjöllu, er stóð hjá henni á borðinu. Sami þjónninn bar þegar matinn inn, er var áður þjónn henn- ar á snekkjunni. Ekki bar á því, að hann furðaði sig á að sjá mig j hjer, að minnsta kosti faldi hann j það vandlega, ef svo [hefur verið. 5 Satt að segja var svo að sjá, sem hann heiði ekki hugmynd um, að jeg var sá hinn sami maður. Frh. — Smásaga úr fiskiveri. — Eftir Kormák. — Frh. Oftast eru það einhver atvik, sem knýja menn til a*ö hlusta á náttúruna í kringum sig, annars jjekkja þeir hana aldrei. Mál henn- ar og myndir eru ekki öllum til un- aöar. Hvaö var það, sem haföi leitt þenna þungbúna og þögula mann til hennar? Forvitni mín gaf mjer ekki friö fyrr en jeg haföi fengiö vifneskju um þaö. * Þorsteinn var borinn og barn- fæddur inni á Nesjum. Foreldrar hans voru efnalausir, áttu þó ekki önnur börn á lífi en hann. Faöir lians var dugnaöarmaöur en móöir hans heilsulítil. Þorsteinn var tápmikill og ærslafullur unglingur. Heima fyr- ir var of kyrlátt og þröngt fyrir hann óg var hann því oftast úti meðal jafnaldra sinna að leikum og áflogum og kom oft rifinn heim, en einuig venjulega sigri- hrósandi, ef .hann haföi eklci átt við sjer eldri menn. Þó að móöir hans ynni honum mikið, íjekk hann oft ákúrur hjá henrii fyrir að vera í áflogum og koma svona til reika heim, en faðir hans hjelt þá jafnan, að drengnum væri ekki of gott að hreyfa sig. Þá voru Nesin meö fiskisælustu veiðistöðum og var þar því margt sjómamm og fjörugt líf, sjerstak- lega á vertíðunum. Þá voru glím- ur aðalskemtun manna og þótti j)að frægð mikil aö bera af öðrum í glímutn. Þorsteinn iðkaði því glímur strax á unga aldri og bar af jafnöldrum sínum í því eins og flestu öðru. Ekki alllangt frá bænum sem Þorsteinn ólst upp á, bjó efnað- asti bóndi bygðarlagsins, er Guð- mundur hjet og var kallaður Guð- mundur ríki. Hann hafði stórt bú og því fjölda manna. Auk þess aö menn höfðu bændaglímur iðulega, voru þar einnig höfð glímumót fyrir alt Nesið við og viö. Guðmundur ríki átti eina dóttus barna, er Margrjet hjet; hún var glaðlynd og skemtileg, nokkuð málhreif. Hún var ekki gömul, er menn fóru aö hugsa og tala um, hver hana mundi hljóta og þar með verða eftirmaður Guðmund- ar ríka. Gamli maðurinn var stjórnsamur á heimili síuu, en fá- skiftinn og ljet dóttur sinni laus- an tauminn. Þegar Þorsteinn var kominn undir tvítugt, þótti hann bera af öðrum ungum mönnum á Nesinu, sjerstaklega að líkamlegri atgervi. Hann stundaöi sjó. meö fööur sín- um strax barn aö aldri og var sjó- menskan þvi vaxin inn í eðli hans. Hann hafði verið að sundnámi í Reykjavík og með fjöri sínu og ötulum æfingum var hann orðinn afbragðsvel syndur. Gáskafullur eins og hann var hafði hann oft glens í frammi við stúlkurnar, sem þær ömuðust ekki við af honum, þótt þær hefðu ef til vill ekki tekið því vel af hverjum sem var öðrum. Þaö var einn dag að haustlagi að glímumót var háö á túninu hjá Guðmundi rika. Veður var liið inndælasta, sólskin með hægum kalda á sunnan. Frost voru ekki komin, svo að jörðiri stóð enn þá græn, túnið var sljett og þurt og því sem best fallið fyrir leika. Þorsteinn var þá nítján ára og var með á þessu móti. Þar var margt manna, bæöi glímumenn og áhorfendur, mest unglingar, bæði piltar og stúlkur, er skemtu sjer einnig við ýmsa leiki, svo sem skessuleik, höfrungshlaup, stór- fiskaleik o. s. frv. Margrjet Guðmundsdóttir var nú heima, en hafði um langan tíma undanfarinn verið í Reykjavík til aö mentast. Hún var þá orðin fullra tuttugu ára að aldri, en fjör- ug og fús til leika eins og hún væri um fermingu. Hún var tæp- legari meðallagi há, nokkuð þrýst- in en þjettholda, lipur og greið til hlaupa og hvers sem var. Dökk- hærð var hún og mikilhærð, með fremur smá augu, dökkbrún og fjörleg. Alla sína tíð hafði hún mátt leika sjer nærri ótakmarkaö ; leiðindi eða ama hafði hún aldrei þekt. Tilgangur lífsins hjá henni var sá einn, að „hafa það skemti- legt“, alt annað var i hennar aug- um dauði. Gliman hafði byrjaö. Tveir bændur voru kosnir og skiftu þeir meö sjer glimumönnunum. Skyldu menn fyrst glíma eftir reglum I 'ændaglímunnar, en á eftir skyldu þeir, er best höfðu staöist, glima til þrautar, ef þeir vildu svo. Þorsteinn var meðal hinna yngstu í sínu liði og var því skip- að fyrst fram. Mótstöðumaður hans fjell eftir stutta viðureign. Öörum var skipað fram og fór það á sömu leið, hinn þriðji sömuleið- is.. Það er oftast haft fyrir reglu ; bændaglímu, að sá, er sigrar, fær

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.