Vísir - 01.08.1914, Side 4

Vísir - 01.08.1914, Side 4
V I S I R nýja menn úr andstæSingaliöinu til viðureignar, uns hann fellur. Bóndanum í andstæöingaliði Þor- steins leist ekki á þetta, að hann feldi svo menn sína hvern af öðrum. Það varð að samkomu- lagi, að Þorsteinn skyldi fá að hvíla sig og aðrir að glíma, en hann skyldi svo kallaður fram móti þeim, er sigruðu í andstæð- ingaliðinu. Nú glímdu menn áfram og gekk vmsum betur; en ávalt er einhver sigraði í andstæðingaliðinu, kom Þorsteinn fram og feldi hann, og gekk því allmikið á það liðið. Flokksmenn Þorsteins fóru að verða hreyknir og lofuðu mjög glímni hans, en að sama skapi óx hitinn í andstæðingunum. í þeirra liði var burgeis einn, noröan úr Þingeyjarsýslu, jötunmenni að vexti og burðum en stirður eins og staur. Hann var mikill á lofti, eins og Norðlendinga er siður, og þóttist talsvert af því að vera úr frægasta glímuhjeraði landsins. Bóndinn skipaöi nú honum fram, þó hann hefði annars látið hann bíða lengur; hann hugði gott til þess að sjá hvort hann stæði ekki í Þorsteini, þó aðrir gerðu það ekki. Hann ljet Norðlendinginn meira að segja heyra það og fanst honum til um þetta traust er bónd- inn bar til hans, sagði hróðugur að þeir skyldu nú sjá hvort snáð- inn fengi ekki að liggja! Norðlendingurinn feldi fljótlega þann, er hann fjekk fyrst til við- ureignar, og kom svo Þorsteinn fram. Allir voru áfjáðir í að sjá ' þennan leik, ekki sist áhorfendurn- ir utan við. Þorsteinn var í besta lagi að glíma, orðinn heitur en ekki þreyttur, því hann hafði alt af fengið að hvíla sig milli þess er hann glímdi. Þeir takast á. Norðlendingurinn sækir þegar á með mikilli ákefð, en Þorsteinn er ljettur eins og fjöður og kemur hann honum hvergi áf fótunum. Sjálfur er Norðlendingurinn hinn versti að, glíma við, stirður og þungur eins og klettur. Bráölega fer þó Þor- steinn að sækja á, hoppar eins og snælda i kring, setur á hann á hverju augnabliki meinlaus brögð hjer og hvar, svo að hinn þykist ekki þurfa að vara sig á neinu, þangaö til alt í einu að hann setur á hann innanfótar hælkrók, svo hvatlega og sterklega, að bur- geisinn fellur kylliflatur aftur á bak, og varð af dynkur mikill! Nú var klappað og æpt af fögn- uði. Meira að segja andstæðingar Þorsteins urðu að lofa hann. „Þetta var bara tilviljun og ó- hepni,“ sagði vesalings Norðlend- ingurinn, „komdu aftur ef þú þor- ir!“ „Fúslega þegar bændaglímunni er lokið, ekki fyrri.“ „Þú þorir þá ekki, af þvi þú veist að það var að eins af til- viljun!“ „Þori jeg ekki!“ svarar. Þor- steinn, nokkuð hvatskeytlega og ætlar að rjúka að honum að glima á ný. En bændurnir skerast í leik- inn, segja að fallið hafi verið svo ljóst, að það komi ekki til mála að þeir fái að glima aftur, fyrr en bændaglíman sje úti. Frh. Prcntsmiðja D. Östlunds. Oskaðlegt mönnum og húsdýrum Söluskrlfstofa: Ny Östergade 2 Köbentiavn Líverpool Sími 43.— Póstar 5 hverja mínútu. Frá Alþingi. Neðri deild. Fundur í gær. 1. m á 1. Frv. til laga um sandgræðslu(280); 3. umr. Frv. samþ. og afgreitt til eW deildar. 2. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 57, frá 22. nóv. 1907, um vegi, og lögum um breyting á þeim lögum nr. 41, frá 11. júlí 1911 (37, n. 217 og 246, 223); 3. umr. (Viöhaldskostnaður við veginn frá Kömbum og að Rangárbrú leggist á landssjóð). 3. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907 (49, n. 217 og 246); 2. umr. (Vegir í Dalasýslu). 2. og 3. mál voru bæði rædd í senn. Urðu um það allmiklar um- ræður. Urðu þær lyktir á, að fyrra frv. var fellt frá 3. umr., en hinu vísað til 3. umr. 4. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907 (Hafnarfjarðarvegur) (263); 1. umr. (Viðhald Hafnarfjarðarvegarins leggist á landssjóð). Vfsað til 2. umr. með 16 atkv. gegn 7. Tillaga um að vísa mál- inu til veganefndarinnar var felld. 5.—7. mál tekið út at dagskrá. 8. m á 1. Till. til þingsályktunar um afnám eftirlauna (264); hvernig ræða skuli. Tillaga forseta um eina umr. samþ. 9. m á 1. Till. til þingsályktunar um lík- brennslu í Reykjavík (579); hvern- ig ræða skuli. Tillaga forseta um eina umr. samþ. Dagskrá neðri deildar í dag k!. 12. 1. Landsdómur. 3. umr. 2. Löggilding verslunarstaðar að Stóra-Fjarðarhorni. 3. umr. 3. Botnvöq uæiðar. 1. umr. 4. Gríms yjarviti. 1. umr. 5. Vífilstaðahæli. 1. umr. 6. Hafnargerð í Þorlákshöfn. 1. umr. 7. Lisfaverk Einars Jónssonar. 1. umr. 8. Tiliaga til þingsályktunar um sambandsmálið. Hvernig ræða skuli. Efri deild. Fundur í gær. 1. m á 1. KAUPSKAPUR Nýja verslunin er flutt úr Vallarstræti á Hverfisgötu 4 D. KAUPSKAPUR Ágætur reiðhestur til sölu. Uppl. í Bankastræti 12. Jóh, Norðfjörð. S a u m a v j e 1 með tækifærisv. og Caschemir sjal með silkibekk með hálfvirði tilsölu á Laufásv. 15. Frv. til laga um breyting á 6. gr. í lögum nr. 86, 22. nóv. 1907 um breyting á tilskipun 20. apríl ^ 1872, um bæjarstjórn í Reykjavík (127, n. 268); 2. umr, Vísað til 3. umr. með öllum at- kv. 2. m á 1. Frv. til laga um mælingu og skrá- setningu lóða og landa í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur (276); 3. umr. Samþ. með öllum atkv. Afgr. til Nd. 3. m á 1. Frv. til laga um breyting á Iög- um og viðauka við lög nr. 25, 11. júlí 1911, um vjelgæslu á íslensk- um sk'pum (158, 261); 2. umr. Vísað til 3. umr. með öllum at- kv. 4. m á 1. Frv. til laga um heimild fyrir landstjórnina til þess að ábyrgjast yrir hönd landssjóðs skipalán h/f »FimskipafjeIag íslands* (235); 2. umr. Vísað til 3. umr. með öllum at- kv. 5. mál. Frv. íil laga um breyting á lög- um um þingsköp handa Alþingi nr. 45, 10 nóv. 1905 (271); 1. umr. Vísað til 2. umr. meö öllum at- kv. Nefnd kosin: Julius Havsteen. Guömundur Björnsson. Björn Þorláksson. Jósef Björnsson. Magnús Pjelursson. Líkkistur 'og líkklæði. * Eyvindur Arnason Undirritaður hefur til sölu nokkur hús með ágætu verði. Ennfremur er til leigu neðri hæðin á húsi mínu frá 1. okt. n.k. Notið nú tækifærið. Guðm. Jacobsson. Laugaveg 79. Sími 454. Heima eftir kl. 6 virka daga. H i n n ágæti steinbítsriklingur af Vestfjörðum er til sölu á Hverf- isgötu 45. R e y k t sauðskinn fást á Grett- isgötu 31. G ó ð u r reiðhestur á besta aldri til sölu. Framnesv. 27. Á g æ t u r lax og silunga-öngl- ar eru til sölu á Hverfisgötu 10C. Einar Erlendsson. TAPAЗFUNDIÐ Peningabudda fundin.Vitja má Bræðraborgarstíg 35. m FÆÐI 18 2—3 menn geta Ingólfsstræti 4. fengið fæði í 18 VINNA tí F1 ö g g saumuð og endurbætt, fljótt og vel. Upplýsing á Njáls- götu 31. Strauning fæst í Grjótagll. U n g s t ú 1 k a, dugleg og þrif- in, getur fengið vist á ágætu heimili l.sept. Hátt kaup í boði. Afgr. v. á. Kaupakonu vantar að Hvít- árvöllum í Borgarfiröi. Afgr. v. á. Kaupamann og kaupakonu vantar strax nálægt Rvík um iengri eða skemri tíma. Afgr, v. á. Kaupamann og kaupakonu vantar strax. Uppl. á Laugaveg 27 B (uppi). HÚSNÆÐI 3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. október Afgr. v. á. L í t i 1 í b ú ð (3—4 herbergi og eldhús) óskast til leigu ná- lægt miðbænum frá 1. okt. n. k. Uppl. á afgr. Vísis. Einhleypur maður óskar eftir herbergi helst í Vesturbsen- um. Uppl. á Vesturgötu 48. 1 herbergi óskast til leigu helst með aðgangi að eldhúsi, frá 1. okt. Uppl. á Laugav. 68. H e r b e r g i óskast til leigu í Miöbænum frá 1. okt. Tilboð merkt: »Herbergi«, sendist á afgr. Vísis fyrir næstk. miðvikudag. H e r b e r g i með sjerinngangi og húsgögnum óskast til leigu í Austurbænum frá 1. 6ept. Tilboðl merkt: »Herbergi«, sendist á afgr •Vísis fyrir næstk. laugardag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.