Vísir - 03.08.1914, Page 2

Vísir - 03.08.1914, Page 2
lands. Og þó svo færi, sem und- anfarin reynsla hefur bent á aö stundum kunni aö anda kalt í kring- um ráðherrastólinn,' þá vona jeg og óska að rjettlæbslöngun min megi ekki frjósa í þeim kulda. Jeg öaka þess hvorki að ráðherraiíð niin verði stutt nje löng, um það hefi jeg engar óskir, en hins vildi jeg óska, að jeg mætti leggja þó ekki væri nema Iítið laufblað í þann hamingjusveig, sem vjer allir vilj- um fljetta um höfuð ættjarðarinnar. Kosin 4 manna nefnd, samkvæmt 1. gr. laga l.ágúst 1914, til þess að vera landstjórninni til ráðuneytis um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem því gæti stafað af ófriði stórvelda í Norðurálfu. Kosnir í nefndina: Björn Kristjánsson. Hannes Hafstein. Sveinn Björnsson. Einar Arnórsson. Jón Magnússon. Þetta er fullnaðaðarkosning. Fyrri nefndin var aðeins til bráðabirgða á meðan ofangreind lög voru óstað- fest. Neðri deiid. Fundur í dag. 1. mál. Frv. til laga um beitutekju (274, n. 300); ein umr. N Frv. samþ. með 22 atkv. gegn 1 og afgreitt til ráðherra sem lög frá alþingi. 2. m á 1. Frv. til laga um breytingar á lög- um nr. 11, 20. okt. 1905. um landsdóm (202); 3. umr, Frv. samþ. með 22 atkv. gegn 1 og afgreitt til efri deildar. 3. m á 1. Frv. til laga um lögilding versl- unarstaðar að Stóra-Fjarðarhorni við Kollafjörð í Strandasýslu (214); 3. umr. Frv. samþ. með 14 atkv. samhlj. og afgreitt til ráðherra sem lög frá alþingi. 4. m á I. Frv. til laga um breyting á lög- um um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907 (310, 313) [Dalavegur]; 3. umr. Frv. samþ. með 19 atkv. gegn 4. 5. m á 1. Frv. til laga um breyting á Iög- um nr. 34, 16. nóv. 1907, um skipun læknishjeraða o. fl. (35, n. 239, 240) [Hnappdælahjeraö]; 2. umr. Frv. felt með 13 atkv. gegn 10. \ 6. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 60, 30. júlí 1909 (70, n. 239) [Hólshjerað]; 2. umr. Frv. felt með 14 atkv. gegn 9. 7. m á 1. Frv. lil laga um breyting á lög- um nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishjeraða o. fl. (84, n. 239) [Að- stoðarlæknar]; 2. umr. Frv. felt með 17 atkv. gegn 2. 8. ra á 1. Frv. til laga um afhendingu á landi til stækkunar á kirkjugarðin- um í Reykjavík (120, n. 278); 2. umr. V í S í R ...■■■■ — w' ■■ 11 ..■ ■■«'■■ Síðustu frjettir. Luxemburg hertekin. Þjóðverjar í Frakklandi. Kaupmannahöfn í dag. Luxemburg hertóku Þjóðverjar í gær og innlim- uðu í þýska ríkið. þaðan hjeldu þeir með her sinn inn á Frakkland. Frakkar veittu nokkurt viðnám á landamssrunum. þjóðverjar halda áfram á leið til Parísarborgar. Ítalía lýsir yfir hiutleysi sínu í ófriðnum. Stjórnarráðið fjekk í dag skeyti frá dönsku stjórninni um að sprengivjelar hefðu verið Iagðar á skipaieiðir við Dan- mörku. Skylda að taka hafnsögumasn til Kbh. Sveinn Björnsson (fram- sögumaður). . það var tekið fram þegar við 1. umr., að kirkjugarðurinn hjer er ónógur. Ónotað svæði þar nægir ekki lengur en til nýárs í lengsta lagi. Nefndin hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu, að lands- sjóður sem kirkjueigandi væri skyldur að sjá fyrir landi til greftr- unar. Við kirkjugarðinn er autt svæði, kallað Nýjatún. Nákvæma rannsókn var ekki hægt að gera nú á þessu landi. En líklegt þótti að ekki væri hægt að nota allt það tún til greftrunar sökum klappa. Enn fremur tók nefndr in til athugunar hvort annarstað- ar við bæinn væri eigi kosturað fá land. Nefndin hafði eigi tíma til að rannsaka það ítarlega. Loks tók nefndin til íhugunar, hvort eigi mundl kleift að setja hjer upp líkbrenslu og leita upp- lýsinga utanlands, hvað líkbrenslu stofnun við hæfi bæjarins mundi kosta, og fjekk að vita að kosta mundi um 30 þús. kr. Nú sem stendur sjer nefndin sjer eigi fært að koma með frv. til líkbrenslu. En öll nefndin er þar á einu máli að líkbrenslan eigi að komast hjer á, og hefur komið með þings- ályktunartillögu um að skora á stjórnina að undirbúa það mál. Af framantöldum ástæðum legg- ur nefndin til að veita stjórninni heimild til að kaupa tvær dag- slátturaflandi til stækkunar kirkju- garðinum. — Til tekjuauka legg- ur nefndin til, að legkaup, sem afnumið var með sóknargjalds- lögunum 1909, verði nú tekið upp aftur og sje 2 kr. fyrir börn yngri en eins árs, 4 kr. fyrir aðra. Allar breytingatill. nefndarinn- samþ. og frv. vísað til 2.| umr. ——- Frh. G-ull-lögin. Eftirfarandi lög samþykti Al- þingi á lokuöum deildaríun ium í gærkvöldi: Lög tm ráöstafanir á gullforöa íslands banka, innstæöufje í bönkum og sparisjóíSum, og á póstávisunum. 1. gr. íslands banki skal, meil sarrl- ]>ykki bankastjórnarinnar, leystur undan þeirri skyldu, aö greiöa handhafa seöla bankans meö gull- mynt, samkvæmt lögum nr. 66, 10. nóv. 1905, 4. gr.’ gegn því, aö hann afhendi landstjórninni all- an málmforöa sinn, sbr. sömu lög, S- gr. a og b, til ráöstöfunar, enda taki landstjórnin fyrir landsjóös hönd jafnframt að sjer ábyrgö á greiðslu jafnmikillar upphæðar af seðlum bankans, sem málmforðan- um nemur. Um leið og lög þessi ganga úr gildi, eða ráðstöfuninni um óinn- leysanleik seðlanna verður af ljett, afhendir landstjórnin bankanum affur gullforðann. 2. gr. Meðan lög þessi eru í gildi, lieimilast landstjórninni að banna póststjórninni að nokkru eða öllu leyti að afgreiða póstávísanir og póstkröfuávísanir til annara landa. 3- gr. Meðan lög þessi eru í gildi, er landstjórninni heimilt að ákveða, hvdbsu, mikið fje megi taka út úr hverri sparisjóðsbók eða innláns- bók á degi, viku eða mánuði í bönkunum, útbúum þeirra og öðr- um sparisjóðum landsins. 4- gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda til októberloka 1914. Fallegi, hvíti púkinn Eftir Guy Boothy. ----- Frh. Og þá er að minnast á matinn. Jeg get stært mig af því að hafa snætt í flestum fegurstu matsölu- húsum í Norðurálfu — í Lundún- um, París, Rómi og Vín, — en þaö þori jeg að fullyrða og held því fram af fylstu sannfæringu, að slíka ódáinsfæðu og þá sem jeg borðaði í húsi Fallega, hvíta púk- ans hef jeg aldrei látið mjer í munn koma. Þar var allt fullkomið. Fisk- urinn rar glænýr og sannnefnt snildarverk matreiðslulistarinnar. — kjötsnúðarnir og rifjasteikin eins og best er í París eða betri, — vínin eldgömul og góð sem geymd hefðu verið í keisarakjallara frá miðöld- unum og að því skapi voru ávextir Veðrátta í dag. loftvog E •< Vindhraðil Veðurlag Vm.e. 754,0 10,0 0 SkýjaÖ R.vík 755,0 10,6 A 2 Alsk. ísaf. 755,1 8,4 0 þoka Akure. 753,4 11,5 0 Skýjað Gr.st. 729,8 11,6 NA 1 Skýjsð Seyðisf. 753,3 6,1 0 þoka þórsh. 746,7 10,7 NA 2 Regn N—norö- eða norðan,A —aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— vest- eöa vestan. ViHdhæð er talin ístigumþann- ig: 0 Iogn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 stormur, 10—rok, 11 — ofsaveður, 12— fárviðn. og sætuber allskonar ný og Ijúffeng. Ungfrúin tók auðsæilega eftir því, hve forviða jeg var yfir öllu, jeg 1 gat ekki leynt því að mjer þótti kynlega við bregða að sitjaaðslík- um snæðingi á ókunnri ey út í Kyrrahafi inu nyrðra. »Yður rekur að því ermjervirð- ist í rogastans á menningarbrag þeim sem þjer sjáið hjer hjá mjer, ein- setukonunni á úteyf* sagði hún meðan þjónninn helti tokayer í glas- ið hennar. »Ó, — já — ekki ber jeg á móti því!* sagði jeg. »Jeg verð að játa það, að jeg bjóst ekki við því að reka mig á neitt þessu líkt um þessar slóðir. Matsveinninn yðar er töframaðar*. »Já, ef til vill er hann ekki eins og fólk er flest. En jeg veit ekki hvort þjer furðið yður svo mjög á því, þegar jeg segi yður frá því, að hann er frakkneskur maður, — einn þeirra Frakka, er einu sinni voru í þjónustu Victors Emanuels Ítalíu konungs. Hitt er annað mál, auðvitað, hvernig jeg náði honum til mín til þess að njóta góös af þekkingu hans.« »Og haldið þjer að hann verði kyr hjá yður? Eruð þjer ekki stund- um hrædd uni að þjónar yöarvilji fara frá yður og snúa aftur heim í skaut heimsiðunnar og menning- arinnar í stórborgalífinu?* »Mínir menn fara aldrei frá mjer,* svaraði hún með þeirri áherslu er ekki gat misskilist. »Til þessa eru góöar og gildar ástæður. Nei, -- fyrir því þarf jeg ekki að bera neinn kvíðboga.* »Og getið þjer þá óhult treyst þeim? spurði jeg og hálf furðaöi mig á því, hve einlæg hún var í viðræðu. »Já, alveg óhult! Jeg ber óbif- andi traust til þeirra*, sagði hún. »Mínir menn eru útvaldir. Þeir eru ekki gripnir og ráðnir til mín af handahófi. Þeir fylgja mjer glaðir og hlýðnast mjer, eins og hund- urinn minn þarna, hvað sem jeg skipa þeim, og hvað sem það kostar þá. Langar yður til þess að fá sönnun þess? Jeg skal sýna yður ofurlítið sýnishorn af því ef þjer viljið.* »Já, með ánægju, — mjer þætti bæði gaman að og sæmd í að þjer sýnduð mjer dæmi þess«,sagði jeg. Frh. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.