Vísir


Vísir - 17.08.1914, Qupperneq 2

Vísir - 17.08.1914, Qupperneq 2
V l S I R V I S I R. Stœrsta biað á íslenska tungu. Árgangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/, dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa i Austur- stræti 14 opin kl, 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Eiriar Gunnarsson venjulega til viðtals kl. 5—7. GrEELA- EAMSÓOA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. ÍTR MT i'ÁGKLEFdÁLL“. Eftir Albert Engström. ----- Frh. Ensk kona, heldur við aldur, er sjóveik og hefur alt frá því við fór- um frá Reykjavík legið í hvílustól uppi á þiljum, dúðuð í flókum og loðfeldum. Þjónninn færir henni einstöku sinnum staup af kampavíni og eitthvað fleira. Það er mjer ráð- gáta, hvenær hún fer erinda sinna Hún liggur þarna eins og hvert annað farmstykki eða öllu ' heldur eins og lágþroska jurt, vaxin út úr fleytunni. En eina nótt, er sjó- gangur, það er farin að verða ágjöf svo að feldir hennar eru orðnir blautir. Við Wulff erum einir uppi. Við göngum til hennar og spyrjum hvort hún vilji ekki heldur vera hljemegin á skipinu. »Ojú, að vísu! En gerið yður ekkert ómak fyrir mig.« Gamall og vandræðalegur, fámáll og vandræðalega fyrirmannlegur kvenmaður! Og við tökum kellu upp með stól og öllu saman og berum hana með föstum sjómannaskrefum yfirá hljesíðuna. Hún veit ekki hve vel hún á að koma orðum að þakklæti sínu. Og hve fyrirmannlega! — Loks hefur mjer tekist að bola leiðinlega Þjóðverjanum frá borðinu sem hann hafði tekið sjer einkaleyfi yfir. Það er íil með þýskum stú- dentum gömul og góð aðferð til að hræða slíka fóla. Jeg setti bara upp sænsku siglingafjelagshúfuna mína, gekk fram til mannsins og sagði: Takiö þjer undir eins alt þetta í burtu! Umsjónarmaðurinn er að koma!« Hann reif óðar saman pjönkur sínar, stakk þeim undir höud sjer og fór. Sex persónur, þeirra á meðal jeg, settust nú í auðu sætin. Það var einkennishúfan sem hafði þessi áhrif á prússnesku sálina hans. Hann Ijet ekki sjá sig framar í reykinga- salnum. Og með Castor hvarf einnig PoIIux. — Jeg athuga hafið lítið þessa dagana. jeg sit að samræðum víð próf. Martin um Miinchen og Bæjara- land, þar sem jeg uni mjer vel. Leiðinlegi Þjóðverjinn kemurstund- um upp á þiljur, þar sem jeg sit í vaðmálsklæðnaði mínum með S.S.S.- húfuna*) og mun hann nú hafa rannsakað hana til hlítar. *) Stafirnir merkja: Svenska segel- sellskapet. -Þýð. TASABIBLIAN er nú komin og tæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaversíun Sigfúsar Eymundssoriai. svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar), Fruit Salat o. m. m. fl. í stórum og smáum dósum nýkotnið í verslun Sími 49. IÐUNNAR-TAU fást á Laugaveg 1. Jjímstur JÓN HALLGRÍMSSON. og líkklæði. Jón Kristjánsson læknir > Eyvindur Arnason Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10—12. — Við erum fyrir Norður-Skot- landi miðju. Höfrungar leika sjer fyrir framan stefnið. Svartfugl fylgir okkur alt til Bell Rocks vitá. Hafsúlur, fallega hvítar og með vængjabroddana svarta, eru að stinga sjer ofan úr háa lofti. Hvali sáum við í gær. — í kvöld kl. 11 komum við til Leith, en getum þó ekki lagst inn við bryggjuna fyrri en með háa sjónum í fyrramálið. Enn þá ein- um farþega var jeg að kynnast rjett áðan. Aldraður kvenmaður kom til mín, rækilega máluð. Hún hefur farið til íslands á hverju ári nú í 20 ár og dvalið þar nokkra mánuði að sumrinu. Ríður út og baðar sig í köldu vatni á hverjuin degi. Gömul sjerkennileg óbyrja, reglu- lega ensk. Hún vildi fá að vita, hvort nokkuð óvenjulega mikið vatn hefði verið í H v í t á í sumar. Hvað gat hún átt við með því? — Jeg fór upp í lyftingu til fyrsta stýrimanns, sem þá hafði stjórnina á hendi. Hafnsögumaðurinn átti að fara að koma, og hann helti hálfum lítra af whisky í heljarmikið ölglas og setti út í horn. »Á hann ekki að fá sóda í það?« spurðí jeg. »Nei, hann drekkur það allslaust. Hann segir að magi sinn þoli ekki sóda!« Slíkir menn eru til! Hafnsögumaðurinn kom. Hann gekk að glasinu og tæmdi það til hálfs án þess að gretta sig. Slíkir eru til! Hann var hávaxinn karl, hvítskeggjaður og hefursenni- lega heilt Atlantshaf af whisky runnið niður um kverkar hans. — — Það fór að skyggja og fyrir framan okkur var Leifh með raðir af gasljósum eins og nótnaröð á orgeli. Hægt og gætilega förum við inn að hafnarbakkanum, sem við eigum að liggja við. Jeg veit að fyrir ofan Leith er ein af feg- urstu borgum í Európu og þangað hraða jeg mjer á morgun, því Botnía á aö liggja hjer 3 daga. Við próf. Martin tölum saman um Múnchen og sammælum okkur með öðrum samferðamönnum, sem okkur eru geðþekkir. Wulff stingur upp á því að fara dálitla hringferð um skoska hálendið í bifreið. En fyrst ætlum við aö nota einn dag hyggi- lega í Edinborg. Við notuðum strax næsta dag þar. Og gerðum þaðsvosem hyggn- um mönnum sómdi. Sólin skein í heiði. Vorsól, sem vjer höfðum flutt með oss frá íslandi og sem gerir Edinborg að fögru æfintýri. Við stigum á land í Leith, sem er Iíiið annað en óhreinindi, reykjar- svæla og annað andstyggilegt, geng- um við fram hjá sunnudagsklæddum, whiskydruknum, rauðhærðum Skot- um, með guðhræðsluna á andlitinu og sálmabækur í höndunum. Við höfum fyrir okkur tvo helgidaga og þetta er sá fyrri. Þegar komið er upp í Princes Street frá kolunum og reyknum og óþverranum í Leith, um sumardag með sól sem steypir öllu heilnæmi breska himinsins niður yfir fagra og auðuga borg og yfir mann- eskjur, sem komast vel af ef nokk- urt lið er í þeim — þá verður manni á að halda að drottinn hafi hugsað eitthvað sjerstaklega um Edinborg. Að minsta kosti hlýtur drottinn að hafa hugsað eitthvað til mín þennan dag. Við Wulff höf- um báðir sjeð hið mesta af Evrópu áður og þekkjum hana nokkurn- veginn. En þetta var heilladagur, eins og allir þeir dagar er við ferö- uðumst á íslandi. Hví skyldi jeg þurfa fylgdar- mann? Þegar maður fer að eldast, þá er manni meiri unaður að því að • athuga hið lifandi líf en að smjúga inn í dimm söíu og grafa þar upp gömul lík. Jeg hjelt mig því mest- an timann í Princes Street, gekk hana af enda og á nokkrum sinn- um, rendi augum, þegar svo bar undir, á hiö Ijóta en þjóðræknislega minnismerki um Walter Scott, varö vondur og hjelt áfram göngu minni. Jeg keypti maltesavblúndur hnnda konunni minni í sólbjörtum vör: - búðum, jeg gekk eins og ungur guð á asfaltinu — vegna þess að jeg eftir nokkra engil-saxneska örð- ugleika hafði fengið góða send- ingu út af pósthúsinu. Menn rengdu mig sem sje um að jeg væri sá sem jeg er. En við Wulff urðum nú Joreyttir á borginni og hvor á öðrum og skildumst því. Jeg reikaði óðara inn í T h e Old Town (gamla bæinn), en Wulff hjelt áfram að skoða hina " nýju hluta borgarinnar, nú upp á eigin spýtur. Frh. PERLA. Eftir Guy de Maupassant. ---- Frh. Jeg horfði á hana, sá hvernig hjartað barðist undir forn- eskjulegu og hlægilegu treyjunni og spurði sjálfan mig hvort þetfa vingjarnlega höfuð með sakleys- leysislega barnsbrosinu, hefði kveld eftir kveld stunið og grátið á koddanum og hvort hún titrandi af ást, hefði kjökrandi vætt kodd- ann í rúminu sínu. Og svo hvísl- aði jeg hægt, eins og börn þegar þau brjóta leikföng sín til að vita hvað er innan í þeim: „Ef þjer hefðuð sjeð hr. Chantal gráta áð- an, þá hefðuð þjer orðið mjög hrygg. Hún sKalf á beinunum. „Grjet

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.