Vísir - 17.08.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR hann? Hvers vegna?“, spurði hún með skjálfandi röddu. „Hann sagði mjer hvernig hann hefði verið ástfanginn í yður, og hvað það hefði verið mikil sjálfs- afneitun fyrir hann að kvænast frændstúlku sinni í staðinn fyrir yður“. Föla andlitið hennar virtist verða langleitara. Stóru augun lokuð- ust alt í einu svo snögglega að þau virtust vera lokuð að eilífu. Hún rann niður af stólnum og datt meðvitundarlaus á gólfið. „Hjálp, hjálp!“ kallaði jeg, „ungfrú Perla er lasinn“. Frú Chantal og dætur hennar þutu af stað og rneðan þær hlupu eftir vatni, handklæði og ediki, tók jeg hattinn minn og fór. Jeg stikaði áfram löngum skrefum, hryggur í huga og með sál mína fulla af samviskubiti og ásökun. En þó var jeg einnig ánægður. Mjer f*nst jeg hafa framkvæmt lofsemdarverk. Jeg spurði sjálfan mig: „Hef jeg breytt ranglega eða ekki? þau geymdu þetta í sálu sinni, eins og blýkúlu í lok- uðu sári. Mundu þau nú ekki vera hamingjusamari". það er of seint til þess að kval- irnar geti byrjað aftur en nógu snemma til þess að þau geti minst með blíðri tilfinningu . ■ • og eitt kvöld næsta vor, þegar máninn skín í gegnum trjágreinarnar á grasið fyrir framan fætur þeirra, munu þau ef til vill takast inni- lega í hendur til minningar um allar þær þjáningar — miklu kval- ir sem þau hafa orðið að þola. þá mun ef til vill þetta handa- band gefa þeim eitthvað af þeirri sælu og geðshræringu sem'þau ald- rei hafa fyr þekkt; ef vill gefur það þeim í eina sekúndu þájhröðu guð- dómlegu tilfinningu, þá værð, það æði, sem sveipar elskendurna meiri hamingju á einni svipstundu en aðra menn í öllu lífinu. Endir. Guy de Maupassant, höfundur sögunnar sem hjer birtist er heims- frægur franskur rithöfundur. Þegar þýsk-franska stríðið var 1870—71, var hann einn af þeim sem best gengu fram í því. Seinna fór hann að gegna ritstörfum. Sögur hans, sem flestar eru stuttar, eru skínandi dæmi upp á sanna skáldskaparlist. Svo frægur er hann fyrir þær að Englendingar kalla hann »The king of the short stories*, þ. e. a. s. »konung stuttu sagnanna«. Þetta sýnir best hvað mikill snillingur hann hefur verið. Að hæla skáld- skap hans væri sama og að »gyl!a gull«. Sagan sem hjer birtist er sannarleg perla, sannarlegur spegill. þýð. Bogi Brynjolfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður, Hótol ísland. Annari hæð. Herbergi J\ts 26. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Talsími 250 Gasnotendur! Nú getiö þjer sjálfir lært að þekkja á gasmæla yðar, með því að kaupa „Leiðarvísir um notkun og hirðing gastækja®, • sem fæst hjá öllum bóksölum, kostar aðeins 50 aur. þekking á öllum hlutum er nauðsynleg. á góðum stað í bænum—sjerlega hentugar fyrir umboðsskrifstofur og útgerðarfjelagsskrifstofur—fást leigðar nú þegar eða lsta október Afgreiðsla þessa blaðs vísar á. sem tekur um 700 ton af salti, á góðum stað nálægt höfninni fæst leigður frá 1. september. Afgreiðsla þessa blaðs vísar á. Haframjöl í pökkum fæst í Nýhöfn. Htð alkunna Reform Extrakt Krone Lager öl Krone Porter Krone Filsner fæst í versl. Asgr. Eyþórssonar Austurstræti 18. Til sölu Iítið hús með stórri lóð, er liggur að tveim götum í vesturbænum. Góð borgunarkjör. Frekari upplýsingar gefa G. Gíslason & Hay. Eldeyjarför Nokkrir menn óskast til Eldeyjar næst þegar veður leyfir til súlunga- og selafanga. Sömuleiðis óskast tilboð um að reita súlunga. Finnið Kjarval á Hótel ísland fyrir 18. þ. m. LÁX ágætnr fæst nú í Liverpool. Píano alveg nýtt mjög vandað er til sölu. 5 ára ábyrgð. Laugaveg 37. Sími 104. Eftir H. Rider fiaggard. ---- Frh. „Hver kendi þjer að mæla þannig, Rikki?“ „Sá sem hvorki þjer nje jeg gleymi. Sá sem kendi mjer að skjóta af boga, orð hans eru fá, en þau hitta eins og örvar hans. Óttist ekki. efalaust bíða yðar sorgir þarna“, hann benti í áttina til Dúnvíkur. En það hefur þó flogið í huga minn að á eftir sorgunum fylgi gleði, stríðs og ásta, gleði stríðs og hildarleikjar fyrir mig og ástar fyrir þá er slíka heimsku þrá. En þarna er bóndabær, bóndinn þar er vinur minn, skulum við koma þar við og fá fóður handa hestinum og eitthvað að eta sjálflr því ella held jeg að við komumst aldrei til Dúnvíkur í þessu veðri og færð. Auk þess er það reynsla mín að betra sje að vera ekki að dauða kominn af þreytu og hungri er mikil tíðindi berast að eyrum, hvort sem það eru gleði- tíðindi eða sorgar. Hygg jeg og að vopn okkar þurfi eftirlit eftir sjóferðina, mun ryð hafa fallið á þau. Ef við hittum Murg í Dún- vík eins og hann lofaði hygg jeg að betra sje að vopnin sjeu í lagi“. Riðu þeir heim að bænum og fundu bóndann, vin Rikka dauð- ann í hlaðinu. Hafði fólk hans dregið hann út og flúið að því loknu. í hesthúsinu fundu þeir hey, og matvæli í eldhúsinu, vín höfðu þeir með sjer. Lífguðu þeir eld í stónni og mötuðust. Lögðust að því búnu til svefns. Árla/ morguns daginn eftir vakn- aði Hugi og bauð Rikka og Da- víð að ferðbúast, hann hafði eng- an frið svo þráði hann að kom- ast til Dúnvíkur og fá tíðindi af ástvinum sínum. Rikki kvaðst heldur hafa vilj- að sofa til birtu, hann hafði vak- að langt frameftir nóttu og fægt og skerpt vopn og herklæði og var dauðþreyttur og svefnlítill* „Mun jeg þó gera sem þjer bjóð- ið, húsbóndi,“ sagði hann. Sendi hann Davíð út til að leggja á hestana, var enn þá alllangur veg- ur til Dúnvíkur. Klukkan var orðin þrjú um nóttina er þeir komu að borgar- hliði Dúnvíkur. Bjuggust þeir við að hliðið væri lokað á þeim tíma dags. En það stóð opið ogeng- inn varðmaður kallaði til þeirra. „Ljelega gæta þeir borgarhliða hjer í Dúnvík“, sagði Rikki “en þó má vera að hjer sje sá gestur er gerir slíkt óþarft* Hugi svaraði engu. Riðu þeir aðalgötu borgarinnar og fóru svo hart sem þeir gátu, lá djúpur snjór á götunni. Við aðaltorgið var hús föður Huga, var það mikið hús og rambygt. Hyergi sást ljós í glugga. Staðnæmdust þeir fyrir framan húsið og hróp- aði Hugi svo hátt sem hann mátti til að vekja einhvern. En enginn svaraði. Var dauðakyrð yfir borg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.