Vísir - 19.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1914, Blaðsíða 2
V í S I R VÍSSR. | Stœrsta biað á íslenska tungu. Árgangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 2‘/2 dollars, innan- landsi.r.7 00.Ársfj.kr. 1,75,mán kr.0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- siræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstióri Einar Gunnarsson veniutega til viðtals kl. 5—7. (tEKLA- RAmÓKÍTA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. IÐUNNAR-TAU fásj á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. besti heimilisfaðir og gekk allt vel. þá snjeri gæfan við honum bakinu, segir hann. Svo sem ósköp og álög væru á öllum, — honum sjálfum, fólki hans, fje- naði og uppskeru, öllu sem hann átti. Drepsótt kom í fjenaðinn og loks átti hann aðeins eina kú eftir. — Uppskeran brást ár eft- ir ár. Tveim árum síðar dó konan hans, sex mánuðum þar á eftir dó sonur hans tvítugur. Loks dó dóttir hans, 23 ára gömul, varð bráðkvödd, svo hann sat einn eftir með tvíbur- ana allslaus og einmana. Hann reyndi enn að berjast fyrir tilverunni og vann baki brotnu. En svo kom siðasta há- markið ógæfunnar: Meðan hann var úti að vinnu með börnin sín hjá sjer, sló eldingu niður í hús hans og brann það og útihús öll til kaldra kola. Fórst þar öll lífsbjörg hans og áhöld. Nú átti hann ekkert eftir nema börnin og kúna. þá var honum öllum lok- ið. Nágrannar hans buðust til að byggja aftur bæinn hans og lána honum fje til að koma upp bú- stofni og kaupa sjer áhöld. En veslings maðurinn afsagði að þiggja nokkra hj&lp, —- hann kvaðst ætla að hlíta refsidómi guðs, — auðsjeð væri að sjer væri allar bjargir bannaðar af æðra veldi. Allt í einu seldi hann beijuna og hvarf. Nágrannarir hjeldu að hann hefði leitað á aðrar slóðir til að reyna að hafa ofan af fyrir sjer og börnunum á nýjan leik og dreifa sorg sinni með vinnu á öðrum stað. En hann kvaðst hafa fanð í hellinn og ætlað að bíða þar dauðans, — þegar börn- in væri væri dáin og hann hefði grafið þau, var áform hans að stytta sjer stundir. Börnin eru nú hjá góðu fölki og líður ágætlega, en vinir manns- ins halda vörð um hann og reyna á allar lundir að fá hann til að gleyma raunum sínum og þiggja hjálp þeirra. Heldur var hann fremur orðinn mönnum sinnandi upp á síðkastið, svo vinir hans hans eru ekki úrkula vonar um að honum verði við hjálpað. YASAEIBLIAN er nú komin og fæst hiá bóksölunum í Reykiavík. BókaversSuín Sigfúsar Eymundssortai. Stórt úrvai af allskonar niðursoðnum svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar), Fruit Salat o. m. m. fl. í sfórum og smáum dósum nýkomið í verslun gr Sími 49. Farkennara vantar í þistilfjarðarfræðsluhjerað Upplýsingar hjá Birni Guðmundssyni Grjótagötu 14. Bjarna Jónssonar frá Vogi, þgm. Dalam. í fánamálinu, í sameinuðu þingi 12. ágúst 1914 Jeg skrifaði undir nefndarálitið í fánamálinu með fyrirvara. Fyrir- I varinn var sá, að þegar þingið ger- ir nú tillögur um þennan fána og gengur með því móti að konungs- úrskurðinum 22. nóv. 1913, þá sje það gert með þeim hug og þeim skilningi, se.u jeg lýsi nú yfir fyrir mína hönd og allra þeirra, sem mótmæla ekki: »Þóft Alþingi geri nú tillögur um gerð á íslenskuni fána sam- kvæmt konungsúrskurði 22. nóv. 1913 og sýni með því, að það láti óátalið, þótt framkvæmd verði á þeim konungsúrskuröi, þá þykir því þó eigi með honum fullnægt rjettum kröfum íslendinga til far- fána. Það tekur við þeim hluta rjettar síns, sem Iátinn er af hendi og leyfður í konungsúrskurði þess- um, en geymir landinu fullan rjett til þess að fá farfána (kaupfána), er sje þjóðernismerki íslenskra skipa í öllum heimsins höfum og höfnum. Þá vil jeg og leggja áherslu á það, að Alþingi hlýtur að hafa stjórnskipulegan rjett til þess að setja lög um fána íslands, því að öll lög þar um eru sett af Alþingi og konungi eða, sem nú, af ráð- herra íslands og konungi.« Þessi var minn fyrirvari, og mega ‘ þeir nú mótmæla honum, sem vilja. Enginn maður hreyfði neinum mótmælum, og er þetta því ein- róma yfirlýsing allra alþingismanna 1914. ! Líkkistur og líkklæði. y Eyvindur Arnason UR „SgT JAGKLEFJALL". Eftir Albert Engström. ---- NI. Hið fyrsta sem jeg sá voru gömlu hallirnar og gömlu byggingarnar í gömlu borgunum. Jeg held fullur vonbrigða niður til Leith og kurteisi lögregluþjónninn opnar fyrir mjer. Daginn eftir fórum við Wulff aftur upp á Princes Street í Edin- burgh og enn skein sól súnnan. Jeg hef ef til vill gleymt aö skýra þeim frá, sein ekki þekkja til, að Leith er hafnarbær Edinborgar og nú vaxinn við aðalborgina. En Edinburgh hefur dálítið af sólríkri Aþenu við sig, að minsta kosti í þeim hlutunum sem efst liggja; en Leith líkist ennþá Skamsundi, íbú- arnir með sporthúfur, húka hjer og hvar til að reyna að svíkja sjer út næsta shilling. Jeg þrái heim. Því að ráfa um í svona borgum, hve fagrar sem þær eru, það er að aðhafast eitthvaö hálft. Heima hef jeg þó að minsta kosti eina rjetta línu að halla mjer að, Iínu hafsins. Við fórum um Kaupmannahöfn og Málmey heim, Við sátum nokk- ur kveld fyrir utan Kramer og breyttum frumatriðunum í ráðgát- um tilverunnar, að því er við hjeld- um. Þrátt fyrír aldursmuninn, sem er æði mikill, hafði okkur tekist á stundum að koma unaðarsamræmi í þenna leiðangur. Nú, þegar jeg er að Ijúka við þessa bók, sem ef til vill er farin að verða óbærilega stór fyrir les- andann — en ekki fyrir mig — þá myndi jeg vilja kveða svo að orði, að þessi ferð mín til íslands er hið eina verulega sem jeg hef tekið mjer fyrir hendur, og hið feg- ursta sem jeg hef iifað. jeg er glaður yfir því, að jeg var ekki of gamall til þess að njóta af þeim geimi takmarkaiausrar fegurðar, sem sprakk út eins og rós fyrir augum mínum þar. jeg hafði haft hug- myij^ um hann aður, en jeg hafði skriðið eins og aðrir ormar á jörð- inni. Nú fjekk jeg að líta yfir haf og meginmóðu af litum, Ijósi og jöklum — frá hinu svartasta svarta til hins hvítasta hvíta. Og sem út- koman af öllu þessu eru nokkrir heilir regnbogar, óskerðir hringar sem sje, og er- heili minn mið- punktur þeirra og sólin aö baki — og eitthvað ótakmarkað grænt, og heilt haf af sumri og sól, sem gælir öldungsskalla og vermir bak- ið þar fyrir neðan og styrkir og ólgar í eyrum hans — og eitthvað snjóhvítt með sól yfir og sem fær hann til að gleyma því að hann er gamall, brýst inn í kropp sálar hans og verður að holdi — ráði sá fram úr þessu sem það getur! En jeg get fullvissað ykkur um, að bak við þetta hjal, svo ruglingslegt setn það viröist vera, liggur mikill fögn- uður yfir því, að plánetan þessi skuli eiga nokkurn svo fagran depil á yfirborði sínu sem ísland! Endir. alxxiexixttxvc^* Göttigerðin í bænum. Um ekkert er nú tíðræddara manna á meðal en bæjarpláguna sem stafar af moldargötunum. Og ekki dugar að láta málið falla niður fyr en einhver litur sjest á því að eitthvað verði þó að minnsta kosti reynt til að bæta úr þessum vandræðum sem ein- lægt fara hríðversnandi. Forin margumrædda sem menn vaða á vetrum mun flestum minn- isstæð. Og nú um þurkatímann tekur ekki betra við. Ekki er hægt að hugsa sjer ógeðslegra fyrir þriflð fólk heldur en að þurfa að fara út í sótsvart skít- viðrið og fá föt sin gegnlamin af mold og öll vit full. Inni í hús- um eru menn heldur ekki ör- uggir. Loftið sem inn streymir um dyr og gluggagættir er alveg þrungið af þessu heilnæmi, sem sjá má af ryki sem sest á öll húsgögn þrátt fyrir allt hreinlæti. — Og um leið og hreinlætis- kröfurnar og borgaramenningin fer vaxandj, í bænum, eftir því versnar þessi plága, svo sem eðlilegt er þar sem umferðin, um göturnar er einlægt að aukast, en af henni stafar bæði forin og rykið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.