Vísir - 20.09.1914, Qupperneq 2
V I S I R
Fólk seg'ix* |i»G(g
að hverg’i sje smekklegri
lye ódýrari FATNAÐI að
fá en
í Austurstræti 1.
Engin verðhœkkun.
Feikna urval nýkomið.
“ ■ ■■■!
"I Asgf. Gunnlaugfssou & Co.
Millerand
hermálaráðherra Frakka.
í byrjun striðsins var ráðaneyti
Frakklands umskapaS þannig, að
allir stjórnmálaflokkar fengju þar
fulltrúa, en Viviani er yfirráöherra
eins og áður var. Millerand varö
þá hermálaráöherra og hafði hann
Millerand.
áður haft þá stööu í ráðaneyti
Poincarés, núv. forseta, og þótti
sýna þar dugnað. Hann er fæddur
1859 og var áður í flokki jafnaðar-
manna, en fjarlægðist þá eftir að
hann varð í fyrsta sinni ráðherra
J899 í ráðaneyti Waldeck-Rous-
seaus. Hann var þar verslunar-
málaráðherra, en í Briandsráða-
neytinu var hann samgöngumála-
ráðherra.
frá viðvellifliiD.
Löven lögð í eyði.
Stórar sögur hafa farið af her-
vírkjum Þjóðverja i Belgíu, en þó
hvergi meiri en frá borginni L ö-
v e n.
íslendingar mega muna þessa
borg, þótt ekki væri af öðru en
því, að Benedikt Gröndal
reit þar hina þjóðkunnu styrjald-
arsögu sína: H e 1 j a r s 1 ó ð a r-
o r u s t u, sem ef til vill verðúr i
meira samræmi við þessa nýju
styrjöld heldur en viðburðurinn
1870—1871.
í borginni er og nafnkunnur há-
skóli og ýms listasöfn eru þar
þar geymd.
Borgin er óvíggirt og komu
þangað þýskir hermenn, er tóku
hana orustuíaust. — öllum sogn-
um kemur ásamt um, að Þjóðverj-
ar hafi komið þar fram friðsam-
lega og áleitnislaust við borgar-
ana fyrstu dagana, keypt hæfilegu
verði það, sem þeir báðu um og
horgað næturgreiða með ákveð-
inni fjárhæð.
En einn morgun árla mátti heyra
skothríð um flest stræti borgar-
innar. íbúarnir, þeir sem ekki tóku
þátt í uppþotinu, voru sem þrumu
lostnir og flúðu í kjallara undir í-
búðarhúsunum. Skotin dundu um
göturnar, og mörg hús stóðu í
björtu báli. Daginn eftir ráku
Þjóðverjar íbúana burt og sáu þeir
reykinn yfir ýmsum helstu stór-
hýsum borgarinnar, er þeir bárust
á járnbrautarlestum á braut.
Sögunum ber eigi saman um :
Jiað, hvernig á þessum hryðjuverk- í
um stóð. Ensk blöð segja frá þeim
sem nokkurs konar tröllasögu, er
enga skýringu gefur á tildrögum.
Verður því að líta á, hvað Þjóð-
verjar segja, er einnig hafa skýrt
frá málavöxtum.
Þjóðverjar kveðast hafa tekið
borgina orustulaust, en heimtað,
að íbúarnir legðu niður öll vopn.
Þetta var gert. —- En eftir tvo eða
þrjá daga stefndu Belgar þangað
herliði frá Antwerpen og i sama
mund höfðu þeir í laumi sent borg-
arbúum ný skotvopn til þess að
gera Þjóðverjum bakslettu.
Þegar ráðist var með skotum á
Þjóðverja af borgarbúum gripu
þeir til harðræða, bældu fyrst nið-
ur uppreisnina og tóku jafnframt
ýmsa forsprakka uppreisnarinnar,
er þeir töldu vera, og skutu þá.
— Jafnfram ljetu þeir þá svo
geypilega skothrið dynja á borg-
inni, að mikill hluti hennar stóð
í björtu báli og fórust ýms fræg
stórhýsi og listasöfn.
Þessar aðfarir þykj a eitthvert
mesta hervirkið, sem framið hef-
ur verið í styrjöldinni og mikla
fjandmenn Þjóðverjá mjög þau
hermdarverk, er þar hafi framin
verið, en síðustu fregnir segja þó,
að — sem betur fer — kveði ekki
jafnmikið að skemdarverkunum,
sem i fyrstu var látið.
III3I ðl Ml.
NÝ KOLANÁMA.
Eins og mönum er þegar kunn-
ugt, fór hinn ötuli framkvæmda-
maður Guðm. E. J. Guðmundsson
fyrir skömmu vestur í Arnarfjörð
til að rannsaka kolanámuna í Duf-
ansdal. Hann hefur nú starfað þar
um tíma að rannsóknum sínum,
er' hafa leitt til þess, að fundist
hefur n ý n á m a um 400 fetum
ofar í fjöllunum en hin. Segir
Guðm. þar vera afbragðs góð kol
og ætlar hann að senda sýnishorn
af þeim hingað með „Flóru“ um
næstu mánaðamót. Rjett til að
vinna námu þessa hefur hann feng-
ið hjá Námafjelagi íslands.
Vísir óskar framkvæmdarstjór-
anum til hamingju.
DÝRAR VÖRUR.
Um alt land eru vörur nú dýr-
ar, sem vonlegt er, en þó tekur út
yfir á ísafirði; kandís er nú seld-
ur þar (að sögn) á 1.20 kgr. (60
aura pd.).
JDagfbók
úr þýskum herbúðum,
Samfeld skýrsla um styrjöldina frá
byrjun frá þýsku sjónarmiði.
Sjerútgáfa af „Leipziger Neueste
Nachrichten" 17. aug. flytur yfir-
lit yfir ófriðinn frá byrjun. Sjest
þar, hverja skoðun Þjóðverjar
hafa á ófriðnum og tildrögum
hans. — Blaðið kveður Reuters
Bureau og Agence Havas fylla
heiminn með ósannindum og
skáka í því skjólinu, að menn ut-
an Þýskalands hafi enga vitneskju
getað fengið um það, hversu keis-
arinn og stjórnhans hafi til þess
ýtrasta leitt hjá sjer fjandsamlegar
tiltektir nágranna sinna oghvernig
sigurvinningar Þjóðverja bæði að
austan og vestan, bæði á landi og
sjó, beri vott um aga og reglu í her
þeirra og flota. „En það er brýn
nauðsyn," segir blaðið, „að vjer
með öllu móti reynum að gefa
mönnum rjettar upplýsingar, eink-
um í hinum hlutlausu rikjum, sem
oss eru vinveitt.“'
Rússar.
2. á g ú s t.
Þegar 26. júlí höfðum vjer sann-
ar spurnir af herbúnaði Rússa;
þýska stjórnin lýsti því þá yfir —
úm leið og enn einusinni var tekið
fram, að Austurríki-Ungarn myndi
ekki taka land af Serbum — að
þessar aðfarir Rússa neyddu sig
til þess að kalla saman her sinn.
En þetta væri sama sem ófriðurinn
óg kvaðst stjórnin ekki ætla Rúss-
um það, að þeir vildu koma slikri
ógæfu til leiðar. Var þá svarað,
að enginn hermaður hefði verið
kvaddur til hersins, en ef að Aust-
urríki-Ungarn ljeti fara inn í Ser-
bíu, yrði herinn kallaður saman í
þeim landshlutum, er að Austur-
ríki liggja, en alls ekki í þeim, sem
næst eru Þýskalandi. En jafnframt
þessu kom hver fregnin eftir aðra
sem sýndi að þetta var ekki satt;
Rússar kölluðu her sinn
s a m a n, og gáfu oss þó enn einu
sinni yfirlýsingu um, að alt væri
éins og fyr er sagt.
29. júlí kom skeyti frá Rússa-
keisara, þar sem hann bað Þýska-
landskeisara að hjálpa sjer til að
fyrirbyggja stríðið ; keisarinn varð
við þessari bón og tók að leita
samninga við Austurríki-Ungarn;
cn um leið var herinn gegn Aust-
urríki-Ungarn kallaður saman i
Rússlandi. Þrátt fyrir það var
samningum haldið áfram, þangað
lil áreiðanleg fregn kom um það,
að a 11 u r rússneski herinn væri
kallaður saman. Keisarinn sendi þá
zarnum skeyti, þar sem hann kvað
hann neyða sig til þess að sjá ör-
yggi lands síns borgið og kveðja
lið sitt til vopna. Nú bæri Zarinn
hjeðan af alla ábyrgðina ög friður
gæti ekki lengur staðið í Evrópu,
nema Rússland hætti að ógna
Þýskalandi og Austur-
1 í k i-U n g a r n.
Frh.
Brjefkafli frð [nolandi.
Grimsby 7. sept. 1914.
„.... Hjer er alt undir herlög-
um og ekki frítt við, að þess verði
nokkuð vart, sem von er. Altaf
eru menn að ganga í herinn, enda
er hjer fult af hermönnu.m, sem
verið er að æfa. Mikið lið virðist
sent til Frakklands og spítalaskip
flytja særða menn hingað. Mikill
flugvjela sveimur er og hjer yfir
borginni á stundum og margt ný-
stárlegt ber fyrir augu. Mörgum
skipum er sökt, bæði botnvörpung-
um og öðrum skipum. En nokkur
botnvörpuskip ensk hafa Þjóð-
verjar og tekið og nota þau til að
leggja tundurdufl sin; hafa Eng-
lendingar ekki varað sig á þessu
Stundum hafa farist hjer 4 skip
á dag og hefur Grimsby mist yfir
20 botnvörpunga síðan jeg kom
hingað.
Smðfrjettir jrðjtyrjBldioni.
v. K1 u c k, sá er getið er um í
skeytinu í gær, er kallaður „sig-
urvegarinn frá. Maubeuge". Er
nafn hans í allra munni á Þýska-
landi nú um þessar mundir, en
Englendingar þykjast eiga honum
grátt að gjalda, þvi að fyrir hon-
um fóru þeir miklar ófarir á ofan-
nefndum stað. • ■
I nýjustu blöðum er þess getið
að Parisarbúar hafi mikinn við-
búnað að mæta Þjóðverjum ef þeir
hefji árás á borgina, sem menn
bjuggust við þá og þegar. Er np
álitið að Paris sje best víggirt af
stærri borgum heimsins.
litljfl.
Þar sem Vísir ber bókmentir
þessa lands mjög fyrir brjósti,
mun blaðið af fremsta megni hlúa
að og styðja góða bókaútgáfu. Eft-
irleiðis mun bóka þeirra og tíma-
rita, sem út koma, verða minst
undir yfirskriftinni „Ritsjá“.
Þessar bækur voru Visi sendar
í gær;
Vanrækt vandamál þings og
þjóðar eftir Guðm. Björns-
s o n landlækni. — Bókar þessar-
ar verður minst á morgun.
Viðlegan í Felli og Helgi í Hlíð,
tvær sögur úr daglega lífinu eftir
Hallgrím Jónsson kennara.
— Bóka þessara verður minst síð-
ar.