Vísir - 26.09.1914, Blaðsíða 1
1171
V I S I R
Stærsta, besta og ódýrasta
blað á íslenska tungu.
Um 500 tölublöð um árið.
Verð innanlands: Einstök
blöð 3 au. Mánuður 6Cau
Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo.
Erl. kr. 9,oo eða 2l/2 doll.
SIR
V I S I R
kemur út kl. 8]/2 árdegis
hvern virkan dag.—Skrif-
stofa og afgreiðsla Austur-
str.14. Opin kl. 7 árd. til 8
síðd. Sími 400.—Ritstjóri :
GunnarSigurðssnn(fráSela-
læk). Tilviðt venjul. kl.2-3 siðd.
Laugard. 26. sept. 1914.
Háflóð árd. kl. 10,17; síöd. kl. 11.
A f m æ 1 i á m o r g u n:
Bríet Bjarnhéðinsd. ritslýra.
Bened. O. Benediktss. prentari.
Óli P. Blöndal póstafgr.m.
Þorst. Erlingsson skáld.
Ný bók
| Tildiög ófriðarins |
mitía
eftir Vernharð Þorsteinsson, 1
& cand. phil. í Ziirich
&
1 kemur út á morgun. |
Sjóvátrygging
fyrir
stríðshættu
hjá
H. TH. A. THOMSEN.
P. Brynjólfsson,
konunglegur hirðljósmyndari.
Talsími 76.
Myndastofa opin kl. 9—6
(sunnudaga 11—3V2).
Stærst og margreynd hin besta
á landinu. — Litur myndanna
eftir ósk.
Hér með tilkynnist vinnm og
vandamönnum að fyrv. póstur Egill
Gunnlaugsson frá Arabæ andaðist
í nótt að heimili sínu í Hafnarfirði.
Hafnarfirði & Reykjavík 25. sept. ’ 14.
Börn hans og tengdabörn.
Jarðarför Jóhönnu dóttur okkar
fer fram í dag og hefst með hús-
kveðju kl. 2 e. h. frá lieimili okkar
Garðastræti 4.
Elln Runólfsdóttir.
Guðm. Pétursson.
Hjarlanlegar þakkir færum við
öllum þeitn er heiðruðu útför eig-
inmanns og föður okkar, Árna
Árnasonar, og á annan hátt sýndu
okkur hluttakningu.
Ingibjörg Gestsdóttir
og börn hennar.
Leitið ekki langt yfir skamt.
Á Laugaveg 19, (afgreiðslustað »Æskunnar«) fæ;t alskonar papp-
ír, ritföng, skrifbækur, stílabækur, verslunarbækur, vasabækur.
Bréfspjöld innlend og útlend, tækifæriskort margskonar, frímerki.
Myndarámmar (Ijósmyndabréfspjalda), veski, peningabuddur,
bréfspjalda-albúm o. m. fl. Leitið ekki langt yfir skamt, því vörurn-
ar eru góðar og verðið lágt.
Símskeyti
London 24. sept., kl. 7,40 e. h.
Frá Kalkútta er símað, að eitt beitiskip fráfjand-
mönnunum, sem menn álifu að væri þýski beitirinn
Emden, hafi komið í Ijós fyrir utan Madras á
þriðjudagsnóttina og farið að skjóta á olíugeyma,
sem voru þar við höfnina og sett eld í tvo af þeim.
— En þegar virkin hófu skoihrið á móti siökti Emden
Ijós sín og lagði af stað. — Tveir Indverjar og einn
drengur voru drepnir.
Opinber frétt frá París hermir, að frakkneska
hernum hafi miðað áfram í áttina til Roye, en ann-
ars engin markverð breyting neinsstaðar.
Rússar í Galicfu hafa tekið bæinn J a r o s I a w,
eru alveg búnir að umkringja bæinn Przemysl
og halda áfram ásókn sinni á Kraká. Central News.
Madras er hafnarbær á austurströnd Vestur-Indlands, íbúar x/a miljón.
Roye er þorp um 30 km. fyrir norðan Compiegne.
Kraká er kastalaborg í Galicíu all miklu vestar en bæir þeir er áð-
ur eru nefndir í skeytum. íbúar 90 þúsund.
■?"— ~^~=^Q=— G' 4' ^ 0)i£ c i»,x flus 4» —0>Si ^ m
y 1 dag og næstu daga verður allmikið af ágætum
Kj Óladllklim (kjólatauum) seit með 20 prc. afslætti í verslun ÁRNA EIRÍKSSONAR AUSTUKSTKÆTI 6. Slökkviliðið í New York. Besta slökkvilið heimsins. Ködd samviskunnar Vitagraph-leikur i 2 þáttum. Framúrskarandi vel leikin, ákaf- lega spennandi og ljómandi skemtileg mynd. Hana hafa allir gott af að sjá.
+
Hér með tilkynnist að maðurinn'
minn elskulegur, Gísli Jónsson,
verður jarðsettur frá Fríkirkjunni,
þriðjudaginn 29. þ. m. og byrjar
athöfnin með húskveðju frá heimili
okkar Skólavörðustíg 45, kl. 11 7»
f. h.
Guðrún Álfsdóitir.
Þinglýsingar 24. þ. m.
1. Árni Jóhannsson selur 22. þ. m.
Einari Þórðarsyni húsið nr. 56B
viö Grettisgötu fyrir 3265 kr.
2. Jóhann Jóhannesson selur 18. þ.
n\ Hólmfríði Rósenkranz og Þór-
unni Finnsdóttur húsið nr. 18
við Aðalstræti (»Uppsali«) fyrir
34000 krónur.
3. Jóhann Jóhannesson selur s. d.
Guðm. Kr. Guömundssyni hús-
eignína nr, 19 við Laugaveg fyr-
ir 23000 krónur.
Skrifstofa
umsjónarmanns áfengiskaupa
Grundarstíg 7, opin kl. 3—5.
Sími 287.
B
IO-KAFÉ EK BEST.
SÍMI 349.
fiEartvig Ifpelsen.
Hið margeftirspurða
Zephyr-hálstau
er nú komið aftur í
Vöruhúsið.
Skrlfstofa
Elmskipafjelags íslands, j
í Landsbankanum, uppl
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
i BÆJARFRÉTTIR i
»Mars« kom inn í gær, hafði
fiskað fremur vel. Seldi töluvert af
fiskinum í bænum.
Dánir í bænum: Gísli Jónsson
giftur maður, 72 ára, Skólavörðu-
stíg 45. Dó 19. sept.
Er annars eftirtektavert hvað lítiö
hefir verið um mannalát hér í bæn-
um í sumar. í vor voru jarðarfarir
á hverjum degi, en nú fyrirfarandi
hafa svo að segja engar verið vik-
um saman.
Messa í Fríkirkjunni í Hafnar-
firði á morgun kl. 6 e. m. Séra
Ól. Ólafsson messar.
»Skallagrímur« kom að norð-
an í gær. Flutti hann með sér lík
J ó n s skipstj. Þórðarsonar er
druknaði á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Hafði Jón heit. ætlað út í skip sem
lá við bryggjuna þar, en varð fóta-
skortur og lenti niður milli skips-
ins og bryggjunnar og varð eigi
bjargað nógu fljótt.