Vísir - 26.09.1914, Blaðsíða 4
VISIR
y*á \j\$\>elUtv\xm.
Undanhald Þjóðverja.
Þann 6. þ. m. er sagt að Þjóð-
verjar hafi komist lengst suður á
bóginn til Coulommiers og riddara-
liö þeirra til Nogent-sur-Seine. Þá
réðnst Frakkar á hægri herarm þeirra,
þann er að París sneri og hefur
leikurinn síðan borist sífelt norður
á bóginn þannig að vesturarmar
beggja hinna andstæðu hera sveigð-
ust til norðausturs en sá austari stóð
meira við í stað. Eftir skeytum í
blaðinu í gær hafa Frakkar nú rek-
ið vesturarm Þjóðverja svo langt að
ekki eru efiir nema 40—50 kí'óm.
að landamærum Belgíu. En þaðan
(frá Wassigny) mun herlínan liggja
í boga fyrst suður til Rheims og þá
austur til Argonne-hálsa. Þar slitnar
hún á Iitlu svæði, en byrjar svo
aftur þar fyrir austan og Iiggur fyr-
ir norðan Verdun og til suðausturs
fyrir norðan Nancy í nánd við þorp-
in Nomeny og Arracourt sem er
sagt í skeytunum í blaðinu í gær
að Þjóðverjar hafi yfirgefiö. Eftir
enskum blöðum að dæma sem flytja
uppdátt af orustusvæðinu með áteikn-
aðri herlínunni, þá sést að einnig
austurarmi Þjóðverja hafði þokað
til norðurs um miöjan mánuðinn
og virðist enn áframhald á því. —
Segja blððin að hraðinn á undan-
haldi Þjóðverja vestan megin vik-
una frá 6.—13. þ. m. kafi verið
meiri en á för þeirrasuður á bóg-
inn áður. Enda höfðu þeir á þessu
undanhaldi mist um 200 fallbyssur
og allmikið af öðrum flutningi.
Skotfærabyrgðum talsverðum höfðu
þeir sökt í Oise-fljótið af því að
þeir komust í ófærur með flutning-
inn. Aftur virðast Frakkar ekki hafa
náð af þeim nema litlu af föngum,
um 7000 manns á þessum tíma frá
6.—13. þ. m. og er það ekki stórt
brot af svo miklum her, og ekki
virðist mannfallið hafa verið mikið.
Líkindi eru til að Þjóðverjar hafi
séð sig um hönd er þeir voru
komnir svo langt inn í Frakkland
og fundið hvað afaróþægilegt það
gat verið að leggja til orustu með
aðra eins vegalengd að baki sér,
úr því að Frakkar voru ekki meira
lamaðir en raun varð á. Svo hafa
þeir verið hræddir um aö Frökkum
kynni að takast að umkringja vest-
urarm hersins og því hafa þeir haft
svo hraðan á með undanhaldið, —
Hitt mun aftur vafasamt að þeir
séu svo aðframkomnir sem Bretar
og Frakkar gjöra orð á, en hitt
eðlilegt að þeim snérist hugur og
sæu að það var alveg gagnslaust að
gjöra áhlaup á París á meðan franski
herínn var ósigraður og gat kom-
ið í opna skjöldu.
Aðferð Joffrés hershöfðingja Frakka
er auðsjáanlega sú, að draga alt á
langinn á meðan Þjóðverjinn erað
sprengja úr sér mesta móðinn og
leiða hann í gönur eftir mætti. Og
hvernig sem úrslitin verða, þá er
Joffré þegar búinn að geta sér mikla
frægð í þessu heljar tafli.
Þjóðverjar hafa nú þegar tapað
hinni djarflegu áætlan sinni og mun
það eitt slá á ærnum óhug heima
fyrir sem kann að magnast eftir
VERKAÐIJR FISKUR.
Skata — keila — upsi --- og steinbítur
fæ.-»t hjá
*y,uU JL
Hverfisgölu 18.
Lampar og Lampaáhöld
ALSKONAR ÉLdHÚSGÖGN «
Miklar byrgðir nýkomnar. 5
Laura Nielsen. 1
því sem lengra líður að úrslitum,
því að Þjóðverjar þola ekki Ianga
styrjöld og allra síst ef horfurnar
heldur fara versnandi. — Er þá
hætt við að þjóöin kannske fari að
hugsa út í það hvort þýska stjórn-
in hafi nú verið algjörlega sak-
Iaus af upptökum stríðsins eða
hvort hún hefði ekki að minsta
kosti getað látið friðlegar í byrjun,
áður en alt fór í bál og brand.
Dagbók
úr þýskum herbúðum.
---- Frh.
Orustur austan við París
Berlín 10. sept.—Þeir hlutar hers-
ins sem veittu Frökkum eftiríör og
komnir eru yfir Marne, hafa orðið
fyrir árásum af fjölmennara liði, bæði
frá Paris og milli Meaux og Mont-
mirail. Þar átti hann harða viður-
eign í 2 daga og vann nokkuð á. j
Þegar menn urðu þess vísari að |
stórar sveitir fjandmanna voru á j
leiöinni, þá var fylkingararmi vor- i
um sagt að halda undan. Fjand- j
mennirnir komu hvergi á eftir. i
Herfangið eftir bardaga þessa er hjá i
oss 50 byssur og nokkrar þúsundir
fanga. Þeir hlutar. hersins er berjast
vestanvert við Verdun eiga sífelt
skærur við fjandmennina. í L.th-
ringen og Vogesafjöllum er á stand-
ið sem fyr.
Berlín 10. sept. — Hindenburg
hershöfðingi hefir með austurhern-
um unnið sigur á þeim rússneska
her sem enn þá var í Austur-Prúss-
landi og hefir þannig höggvið sér
veg að baki óvinanna. Fjandnienn
vorir hafa hætt vjðureigninni og
halda sem hraðast undan. Austur-
herinn veitir þeim eftirför í norð-
austur átt, til Njemen.
Berlín 10. sept. — Krónprinsinn
þýski hefir í dag tekið stöðvar óvin-
anna, er víggirtar voru. Það var
suðvestanvert við Verdun.
Hinir heiðruðu auglýi-
endur Vísis eru vinsam- !
lega beðnir um, að koma j
með auglýsingar sínar á
afgreiðslu blaðsins ekki
síðar en kl. 4 e. h. dag-
inn áður en þeir óska að
auglýsingar þeirra verði
birtar, og hinar stærri
augl. ekki síðar en kl.
12-1
Bóndi í sveit tekur 10 (eða
jafnvel fleiri) hross til hagagöngu
frá septemberlokum til nóvember-
loka. Uppl. gefur Helgi Þorkels-
son, altaf að hitta á klæðskerastofu
Reinholt’s Anderson Hotel ísland.
VINNA
Strauning fæst eins og að
undanförhn í Qrjófag. 11.
D u g I e g og myndarleg stúlka
getur fengið að Iæra kjólasaum.
Afg. v. á.
Góð og vönduð stúlka get-
ur fengið formiðdagsvist á Lauga-
veg 24.
Þ r i f i n stúlka, helst úr sveit,
óskast í vist á Njálsgötu 42.
D r e n g u r óskar eftir atvinnu
við sendiferðir (við búð). Uppl.
Bergstaðastr. 44.
S t ú I k a óskast í vist nú þegar
eða 1. okt. Bergstaðastr. 6C niðri.
Unglingsstúlka óskast í
vist á gott heimili. Afg. v. á.
Dugleg stúlka óskast í vist
í þægilegt hús frá 1. okt. Uppl. á
Lindargötu 6.
S t ú I k a óskast í vist. Upplýs-
ingar á Lindargötu 1A.
Eg undirritaður tek að mér eins
og að undanförnu að þrifa upp og
mála móforvélar. Ennfremur hefi
eg mótorbáta og mótorvélar til
sölu. — Lysthafendur snúi sér til
Jóns Brynjólfssonar,
Pósthússtræti 14.
3M< KENSLA
Eíkarður Jónsson
kennir
dráttllst og mótun.
Heima kl. 7—8 e. h.
Vesturgötu 22.
Einar Jónsson
stud. mag. Miðstrœti 4
kennir þýsku.
Heima kl. 5—6 e. h.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar.
FÆÐI »MC
F æ ð i og húsnæöi fæst mjög
nærri Kennaraskólanum frá 1. okt.
Uppl. á Laugaveg 30A. (Hentugt
fyrir Kennaraskólanemendur).
G o 11 f æ ð i geta 2—3 menn
fengið frá 1. okt. Uppl. hjá afg.
Vísis.
F æ ö i verður selt á Skólavörðu-
stíg 4 hjá Guðrúnu Jónsdóttur.
F æ ð i fæst keypt frá 1. okt. á
Óðinsgötu 3.
>MÍ HUSNÆÐI >*«
S k i f t i óskast á smærri íbúð á
góðum stað fyrir stærri. Afg. v. á.
H e r b e r g i með húsgögnum
óskast til leigu frá 1. okt. helst í
miðbænum. TilboG merkt: Her-
bergi sendistafg. Vísis.
2 herbergi og eldhús ósk-
ast frá 1. okt. helst nálægt mið-
bænum. Uppl. í síma 389.
1 herbergi óskast frá 1. okt.
í Vesturbænum. Blomsterberg kjöt-
búðin Austurstræti 7.
S t o f a með eða án húsgagna
til leigu á Laugaveg 33.
H e r b e r g i til leigu fyrir ein-
hleypa. Afg. v. á.
2 herbergi mót suðri með
húsgögnum til leigu frá 1. okt.
Afg. v. á.
2 samanliggjandi h e r b e r g i
mót sól eru til leigu. Afg. v. a.
2 samanliggjandi h e r b e r g i
til leigu í Ási fyrir einhleypa.
Sími 236.
2 herbergi fyrir einhleypa
til leigu á Hverfisgötu 18. Hjörtur
A. Fjeldsted.
K A U P S K A P U R
Krakkarúm til sölu á Skóla-
vörðustíg 5 uppi.
Á b u r ó kaupir Laugarnesspítali.
Morgunkjólar fallegir og
ódýrir fást í Doktorshúsi við Vest-
urgötu.
Morgunkjólar fást altaf
ódýrir í Grjótagötu 14, niðri.
Léreftsföt karla og kvenna
og barnaföt fást saumuð á Njáls-
götu 33 A, fyrir lágt verð.
H e y til sölu 2—3 þús. pd.,
laufþurt og gott. Upplýsingar í
Söluturninum.
Vasalampa og vindlakveikj-
ara, rafvélar til lækninga og alt þessu
tilheyrandi hefir til sölu E. Þorkels-
son, úrsmiöur, Austurstr. 6, uppi.
Mjög fallegur kjóll á telpu 14
—16 ára er til sölu fyrir þriðjung
verðs Kárastíg 14.
Póstkortastatif stórt(fyrir
margar tegundir) eða fleiri minni
óskast keypt sem allra fyrst.
Afg. v. á.
R ú m s t æ ð i til sölu á Stýri-
mannastíg 8.
T i 1 s ö 1 u með og undir hálf-
virði margskonar gagnlegir munir.
Upplýsingar gefur Th. Kjarval
Hotel ísland.
Fermingarkjóll til sölu
Laugaveg 46A.