Vísir - 26.09.1914, Blaðsíða 2
V I S I R
mmmm
• $Adre\ aB
frá þeirri reglu, að kaupa nauðsynjavörur þar sem þær eru ódýrastar, að gæðum
jöfnum, en það er í versi. „ V O N “, Laugaveg 55. T. d.:
Kaffi óbrent pr. ‘/s kgr< (1 pd.) 84 aura.
— brent - — —
Sykur höggvinn —
Strausykur - — —
Haframjöl, ágætt —
Hrísgrjón —
Bankabyggsmjöl, heimamalað — —
Kartöflur —
Hænsnabygg —
Rúgmjöl, pr. 100 kgr. 29,00.
— 110
30
— 29
— 19
— 19
— 17
— 7
— 11
Byrgðir af allskonar kryddvörum og lauk, hvergi ódýrara.
Steinolíukaup verða best í „VON“
Rúðugler, kítti og málaravörur ódýrastar í
.'Xioxv
mmmm
»Hærur«.
í »Lögréttu« 23. þ. m. er getið
um afarmikla heyskaða, er urðu á
Kjalarnesi 12. þ. m.
Er þess getið, að nokkuö af heyi
þvf, er fauk, hafi verið 1' sætum.
Mér hefir komið til hugar út af
þessu, hvort eigi mundi hægt að
koma í veg fyrir svo stórfelt tjón
framvegis, að minsta kosti að því
er það hey snertir, sem komið er
í sæti.
Á Vesturlandi hefir frá ómuna-
tíð tíðkast að hafa hærur yfir öll-
u.n heysætum. Eru það einskonar
ábreiður, sem breiddar eru yfir sætin
og festar niður með tré- eða bein-
þollum á öllum hornum og stund-
um einnig um miðjuna.
Undir þessum hærum drepur
heyið aldrei hversu sem rignir og
það helst því nær í hvaða aftaka-
veðri sem er.
Til skamms tíma voru hærurnar
ofnar úr togþræði, einskeftu. Stærð
hverrar hæru er um 5—6 ál. á
lengd og um 1 x/2—2 ál. á breidd.
í jaðrana er saumaður strengur úr
gömlum fiskifærum og nokkuð heft
um mjöjuna svo nokkur poki mynd-
ast um miðjuna. Á hornunum er
höfð lykkja, sem gerð er úr strengn-
um, sem hæran er fdd með og
stundum er einnig Iykkja um miðj-
una. í lykkjurnar eru fest bönd og
þau fest niður í jörðina með hælum.
Þessar einskeftu hærur gátu enst
heilan mannsaldur, ef vel var með
þær farið, og að vetrinum voru
þær oft notaðar til að flytja í þeiin
hey, þannig að tvær hærur voru
jaðraðar saman til hliðanna og ann-
ars endans og mynduðu þannig
stóran sekk á stærð við sekki þá,
er hafðir eru utan um ull.
Því má eigi neita, að hærur þess-
ar eru nokkuð dýrar, en þegar litið
er til þess, að þær endast afar-
lengi, að heyinu undir þeim er
óhætt fyrir regni og ofviðri og að
þær má nota til heyflutnings að
vetrinum, þá fer kostnaðurinn ekki
að verða svo gífurlegur. Að minsta
kosti er það víst, að á Vesturlandi
eru þær taldar hin mestu búmanns-
þing.
í seinni tíð eru flestir hættir nð
hafa togull í hærurnar. Fr nú efnið
í þær keypt í verslunuin og er það
hið alkunna veggjaléreft, sem í
versluninni nefnist Hessians. Þessar
hærur endast ekki eins lengi og
hinar, en eru líka miklum mun ó-
dýrari og hafa að öðru leyti sömu
kosti og hinar.
Ekki er gott að hafa hærur úr
þéttu efni, því sé nokkur raki eftir
í heyinu, þá súldar heyið undir
þeim, af því vatnið ekki getur guf-
að upp. Þá voru og á Vesturlandi
notuð net úr óvönduðu efni yfir
heysæti, einkuin þó yfir blautt hey
til að verja það foki. Til þess eru
slík net alveg eins góð og hær-
urnar, en þau verja heyið einnig
allmjög fyrir skemdum af rigningu,
þótt eigi séu þau eins einhlít til
þess og hærurnar.
Eg get nú hugsað, að ýmsir bú-
menn hér sunnanlands telji skör-
ina komna upp í bekkinn, þegar
vér Vestfirðingar ætlum að fara að
kenna þeim búskaparlag. Eg skal
ekkert um það deila, hvorir meiri
sé búmenn Vestfirðingar eða Sunn-
lendingar, en það veit eg með vissu,
að lítið yrði Vestfirðingum úr hin-
um Iitla heyfeng sínum i rigninga-
sumrum, ef þeir eigi hefðu þessi
áhöld, og engum aðkomandi bænd-
um úr öðrum landshlutum hefi eg
vitað vel farnast heyskapur á Vest-
fjörðum, hafi þeir eigi tekið upp
vestfirskt búskaparlag að því er með-
ferð á heyi snertir. Á Vestfjöiðum
er afar rigningasamt, og eins og
gefur að skilja, í fjalllendi með
þröngum dölum og örmjórri strand-
lengju undir háum fjöllum, er þar
ákaflega sviþvindasamt. Munclu
þeir svipvindar sópa burtu öllu
heyi, ef það lægi flatt eða væri í
sætum, sem ekkert væri búið að.
Eg hefi hér á Suðurlandi séð hey,
sem komið hefir verið rétt að hirð-
ingu, verða að lúalegasta fúka, sem
hefir sáralítið fóðurgildi. Slíkt kem-
ur eigi fyrir hjá neinum nýtum bónda
á Vestfjörðum, því þá er heyið kom-
ið í sæti og verndað gegn rign-
ingu og foki með hærunum. Eina
skynsamlega mótbáran gegn hær-
unum er sú, að þær séu dýrar og
að þær komi því að eins að gagni,
að heyið sé komið í sæti.
Eg skal kannast við það, að þar
sem mikill heyskapur er, mundi
þurfa að leggja allmikið fé í hær-
ur, jafnvel þótt efnið, sem nú er
noíað í þær sé ódýrt, en þess má
gæta, að þær geta enst alllengi með
góðri meðferð, og sé einhverju litlu
bætt við á hverju ári, þá verða
þetta engin tilfinnanleg fjárútlát.
Hvað nú hitt atriðið snertir, að
til þess að hærurnar komi að til-
ætluðum notum, þurfi helst að raka
upp heyið á hverju kvöldi og það
tefji heyskapinn óhæfilega mikið,
þá skal viö það kannast, að þetta
er að nokkru leyti satt, en hitt er
eg viss um, að oft væri það af-
farasælla fyrir bóndann, að hey hans
væru þriðjungi minni, en öll góð.
Á góð hey er ávalt hægt að setja
af fullu viti, en á vond hey aldrei.
En hvað sem öðru líður, þá er
það áreiðanlegt, að hér í Reykja-
vík og hér út um Nesin, þar sem
enginn eða lítill heyskapur er annar
en túntaðan, mundu hærurnar koma
að fullu gagni, enda hefi eg séð,
að hjá mesta búmanni þessa bæjar
hefir verið haft ofan yfir heyi.
Tæku fleiri það eftir honum mundi
hey verða hér betra í óþurkasumr-
um en nú gerist.
Reykjavík 23. sept. 1914.
M. Ó.
Ný
húsnúmer á Hverfisgötu.
Nýtt númer Heiti hússins
12 Hús Guðm Hannessonar.
14 — Brynjólfs Björnssonar.
15 Safnaliúsið
18 Hús Péturs Brynjólfssonar
20 Traðarkot*)
21 Hús Jóns Magnússonar
23 Húsið nr. 1 F
28 — - 4 A
29 — 3 A (Sturla J.)
30 — 4 B (Dagsbrún)
32 — - 4 C
32 A — 4 E (Bakhús)
32 B — - 4 F(Jón Hafliðas.)
34 — - 4 D
35 — 3 C(Bj. Rósenkr.)
37 Hús Ámunda Árnasonar,
40 — - 6 m
41 — - 5
43 — - 7
44 — - 10
46 — - 10 B
47 — - 11
49 — - 13
50 — - 12
53 — - 15
54 — - 16
55 — - 17
56 — - 18 A
56 A — - 18 B
56 B — - 18 C (Bakhús)
57 — - 19
58 — - 20
58 A — - 20 B (Bakhús)
59 — - 21
60 — - 22
60 A — - 22 B (Bakhús)
61 — - 23
62 —- - 24
63 — - 25
64 — - 26
64 A — -•26 B
65 — - 27
65 A — - 27 A (Bakhús)
66 — - 28
66 A — - 28 B (Bakhús)
*) Sundið milli Laugavegs og
Hverfisgötu hjá Traðarkoti er nefnt
Traðarkotssund. Viö það eru nú 2
hús. Hús Vilhjálms Jakobssonar er
nr. 3 og hús Jóns Pálssonar nr. 6.