Vísir - 08.10.1914, Síða 1
1186
V í S I R
Stærsta, besta og ódýrasta
blað á íslenska tungu.
Um 500 tölublöð um árið.
Verð innanlands: Einstök
blöð 3 au. Mánuður 6C au
Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo.
Erl. kr. 9,oo eða 2l/2 doll.
V í S I R
kemur út kl. 81/2 árdegis
hvern virkan dag.—Skrif-
stofa og afgreiðsla Austur-
str.14. Opin kl. 7 árd. til 8
síðd. Sími 400.—Ritstjóri:
GunnarSigurðsson(fráSela-
læk). Til viðt venjul. kl.2-3 síðd.
Fsnrtud, 8. okt. 1314.
Háflóð kl. 7,18 árd. og kl. 7,40‘ síðd.
A f m æ 1 i á m o r g u n:
Guðrún Clausen, húsfrú.
Guðm. Sveinbjörnson, stjórnarráðs-
fulltrúi.
Valg. Claessen, Iandsféhirðir.
Earlmannsfataefni
nokkur stykki eru seld fyririnn-
kaupsverð. Notið nú tækifærið.
Jóh. Ögm. Oddsson
Laugaveg 63.
Skíðafél. Reykjavíkur
heldur aðalfund í Báruhúsinu (uppi) mánudagskvöldið 12. þ. m. kl. 9.
Rvík 8. okt. 1914.
S T J Ó R N I N.
Símskeyti
London 6. okt., kl. 8,45 e. h.
Nýja Bíó
sýnir í kveld síðarl partinn af
AfLANTIS
Sjónleikur í7 þáttum og IOO atriðum
eftir þýskaskáldið stórfræga GERHARD HAUPTMANN
Fegursta, fjölskrúðugasta og mikilfenglegasta mynd, er
sýnd hefir verið nokkurntíma hér á landi.
Sýning allrar myndarinnar stendur yfir í fulla 3 tíma, og
verður hún því sýnd í tvennu lagi, og stendur sýningin yfir
1 Va tíma.
Aðgönoumiðar á hvora sýningu kosta 0,50, 0,40 og 0,25.
Aðgöngumiða má panta í síma leikhússins344 frá kl. 4— 8
e. m.
Skautafélag Eeykjavíkur
heldur aðalfund sinn laugardaginn 10 okt. kl. 9l/2 í stóra salnum á Hótel
Reykjavík. ,.ríðandi að félagar fjölmenni og mæti stundvíslega.
Stjórnin.
G-amla Bíó
í Malmö.
JoYfagatma.
Pýskur sjónleikur í 2 þáttum.
Aðalhlutverkin leikafrú Hanni
Weise og hr. Max Mack.
Ágætur franskur gamanleiknr. |
Fréttir frá Róm segja, að rússneski herinn sæki
fram við Huzth í Ungverjalandi og hafi tekið Szigeth.
Opinber fregn frá París segir, að vinstri her-
armurinn sé að færast út yfir stærra svæði.
Miklar sveitir af þýsku riddaraliði eru sagðar
vera í grendinni við Lille.
Nálægt Lassigny gerðu fjandmenn mjög alvar-
lega áhlaupstilraun, sem misheppnaðist.
Bandahernum hefir unnist lítið eitt áfram fyrir
norðan Soisson og í grendinni við Berry-au-bac.
Varnarlið Belgja við Antwerpen hefir náð föst-
um tökum á svæðinu frá Rupel til Nethe og. hafa
áhlaup Þjóðverja ekki unnið þar á.
Central News.
London 7. okt. kl. 2,18 f. h.
Tilkynning frá París kl. 11 e. h. segir, að afstað-
an sé óbreytt. en orustan sé að verða meira og meira
áköf við vinstra arminn fyrir norðan Oise.
I miðju heríínunnar er ait fremur rólegt.
ASokkurt aukið svigrúm hefir unnist á norðan-
verðum hæðunum við Meuse-fljótið.
Central News.
Huzth og Szigcth eru bæir í Theissdalunum, skamt frá landa-
niærum á Ungverjalandi sunnan í Karpatafjöllunum, skamt frá landa-
mærum austurríska fylkisins Búkóvína sem Rússar innlimuðu um
daginn.
Lille er kastalabær norður undir landamærum Belgíu.
Soisson og Berry-ciu-bac eru bæir við Aisne fljótið.
Rupcl heitir neðsti hluti árinnar Nethe þegar áin Dyle er runnin
í hana. Rupel rennur í Schelde.
Þorsteinn Erlingssono
Eftir prófessor Einar Arnórsson.
það er hætt við því, að þeim mönnum, sem eigi þekkja önn-
ur verðmæti en smjör og kjöt, eða þeim, sem leggja sömu stiku á öll
lífsgildi, hvers kyns sem þau eru, þyki lítils um vert fráfall manns,
er aldrei hefir framleitt þau einu verðmæti, sem þeir þekkja: mat-
inn. Skáld, listamenn og aðrir, sem vinna einvörðungu andleg störf,
eru svo illa farnir, að þeir framleiða eigi beinlínis mat handa þjóð-
inni. þess vegna eiga slíkir menn einatt mjög erfitt uppdráttar hér
á landi. Og svo er hætt við því, að þeir kunni að halda
uppi skoðunum, sem hneyksla ýmsar góðar sálir og guðhræddar —
og ekki bætir það úr skák. það er hætt við því, að löggjafarvaldið
og þeir aðrir, sem völd hafa í þjóðfélaginu, vilji líta í kringum sig
og skoða, hvort skáldið eða listamaðurinn vinni í þá stefnu, er horfir
til „réttra" siða og „réttrar* trúar, áður en afráðið er, hvort mann-
inum skuli goldin laun fyrir starf sitt eða hvort hann skuli firtur
hordauða eða ekki.
það virðist svo sem siðameistarar íslensku þjóðarinnar á al-
þingi hafi haft ljósa hugmynd um háleita og heilaga skyldu sína til
þess að gæta góðra siða og „réttrar* trúar, þegar það kom fram á
þingi í öndverðu að veita þorsfeini Erlingssyni skáldalaun. Einn af
læknum þjóðarinnar, sem á þingi sat, taldi t. d. ógerlegt að veita
þorsteini skáldastyrk sakir þess, hversu hann réðist á drottnandi
siðu og drottnandi trú, með öðrum orðum: vegna trúleysis og sið-
ferðisskorts þess, er kæmi fram i kvæðum hans. Og þann veg litu
margir fleiri þá á ljóð þorsteins. Og auk þess er alt af önnur
fylking manna, sem æfinlega finst því fé á glæ kastað, er varið er
til styrks skáldum, listamönnum og öðrum, sem við bókmentastörf
fást. En þó að mönnum þyki það ef til vill furða, þá tók einn
greindur og góður klerkur málstað skáldsins á þingi og sýndi fram
á það, að hann væri eitt „etiskasta* skáld íslendinga. Og þorsteinn
fékk skáldalaunin, þótt lítil væru og hélt þeim, þótt eftirtölum sættu
af sumra hálfu.
Hinir, sem nokkurs meta andlega starfsemi og bókmentir, hafa
aldrei talið það litla fé eftir, sem varið hefir verið til þorsteins og
annara góðskálda hér á landi. þeir skilja það og vita, að skáldin