Vísir - 08.10.1914, Síða 2

Vísir - 08.10.1914, Síða 2
VÍSIR hafa eigi hvað síst haldið uppi tungu vorri og að það er þeim og öðrum bókmentamönnum vorum að þakka, að landið er ekki gleýmt öllum mentaþjóðum heimsins. Skáldin eiga sinn skerf i því, að ís- lendingar eru enn sérstök þjóð með sérstakri tungu og menningu. Og ef það er nokkurs virði, þá er þeim fáu krónum, sem til skáld- anna hafa gengið, allvel varið. þorsteinn Erlingsson verður vafalaust talinn eitt þeirra skálda vorra, er best hafa farið með íslenska tungu og braglist. það verð ur varla sagt, að á ljóðum hans sé blettur eða hrukka að þessu leyti. Svo er vönduð kveðandi og mál á kvæðum hans. Og skiftir eigi máli um það, undir hvaða bragháttum hann kveður. Og vegna formsnildarinnar eigi hvað síst eru sum ljóð hans nú í svo að segja hvers manns munni. Og vegna þeirrar snildar munu sum þeirra geymast, meðan íslensk tunga er töluð. Má þar tilnefna sumar fer- skeytlurnar hans, t. d. „Lágnætti“, „Litla skáld á grænni grein", „Fyrsti . rnaí“ o. s. frv, íslendingar hafa alt af kunnað að meta fallega kveon- ar ferskeytlur, og mun svo lengi verða. Ferskeytlurnar hafa víst lengst lifað á íslandi, þær er vel hafa verið kveðnar og smellnar. Og því er það, að jafnvel rímnaskáldin, sem sumir mei,n mundu helst hafa viljað kveða niður fyrir allar hellur, eru íslenskri tungu meira virði en margur hyggur. Að bragsnild stendur ekkert íslenskt skáld þorsteini framar. það hafa sumir þeir menn sagt, er telja sig öðrum mönnum færari um dómsetu yfir skáldum og listamönnum, að þorsteinn Erlingsson hafi ekki stórskáld verið né mikill „andi“. þessi ummæli verða vafalaust ekki véfengd, ef það, sem eftir þorstein liggur, er lagt á sömu met sem umbúðapappír eða sama stika á það lögð sem þúfna- sléttur, eins og jafnvel alþingi sýnist hafa haft tilhneigingu til, því ð oft hefír þar við þann tón verið kveðið, að lítið lægi eftir þorstein. En ef ljóð hans eru eigi einvörðungu metin eftir t'ölu eða vöxturn, þá er vafasamt, hversu þann dóm er gott að rökstyðja. Og ekki er mér fjarri að halda, að hann sé af því sprottinn, að þorsteinn er ljós og léttur, svo að hvert mannsbarn skilur, hvað hann segir. En sumra manna ætlun er það, að alt sé lúilsvert, er þeir skilja, en hitt sé djúpsettasta spekin og vottur mestrar andagiftar, er þeir skilja ekki. þorsteinn var ekki myrkur í máli sínu hversdagslega, og eigi heldur í ljóðum sínum, hann hvorki talaði né ritaði „svart“ til þess að hylja gallaða hugsun eða breiða yfir hugsunarleysi. Og því er ekki ólík- legt, að sumir spekingarnir geti ekki skilið það, að hann hefi verið stórskáld, af því að þá undrar það, að þeir skuli hafa skilið hann án þess að þurfa að renna út á refilstigu getgátna og skrökskýringa. þorsteinn lýsir því, sem hann yrkir um, blátt áfram og án allra óþarfa umbúða. Hann er ekki að leita að líkindum og reyna til þess að segja það, sem honum dettur ekki í hug, eins og sumir þeir menn, sem langa til að vera „andríkir" og vilja láta aðra halda að þeir séu það. þorsteinn vakti fyrst alhygli óðelskra manna á sér með fer- skeytlunum og smákvæðunum. En auk þess tók hann sér yrkisefni af ýmsu í ríkjandi þjóðfélagsskipun og siða- og trúar-kreddum. Að því leyti sem hann fer þá vegu, er hann nær einstakur í íslenskri ljóðagerð. Sjálfur var hann fátækur alla æfi, kominn af alþýðufólki og þekti því vel og skildi kjör fátæklinga. Kemur fram í Ijóð- um hans gremja og jafnvel beiskja, er hann kveður um auð og ör- birgð. Gat hann verið beiskorður í garð auðkýfínga, og steigurlæti og uppskafningshátt allan virti hann að verðleikum. Fyrir því er eigi að kynja, þó að hann kendi stundum heldur kulda úr „hærri stöð- um“, enda lét hann sig litlu skifta, við hvern var að eiga, ef í það fór. Kvæðið „Örbirgð og auður" sýnir víst einna best hug hans til auðvaldsins og fátæklinganna. þorsteinn er einnig frægur orðinn fyrir árásir sínar á kirkju og klerkdóm. Mörgum kirkjunnar mönnum mun hafa verið nóg boðið, þegar þeir lásu kvæði eins og „Örlög guðanna“, „Á spítalanum", „Bókin mín“ og „Vestmenn“. Enginn hefir íslenskra manni veitt gamalli stokktrú, hræsni og yfirdrepsskap rammari atlögu en þor- steinn Erlingsson hefir gert bæði í þessum ljóðum og öðrum. Og það er líka óhætt að fullyrða, að mörgum manni hefir verið hress- ing í því, að lesa slík kvæði í molíunni og mókinu, sem yfir þeira efnum hefir lengstum drjúpt á landi hér, hressing í því að vita einn mann, sem bæði gat sagt eftirminnilega hugsun sína og hafði kjark í sér til þess. Og vafalaust eru þeir ekki fáir, sem með engu móti vildu nú án þeirra kvæða þorsteins vera, þar sem hann hefir ráðist á kreddur, hleypidóma og vana. Ættjarðarástin er einn ríkasti þátturinn í kveðskap þorsteins. Ræður það af líkum um mann, sem hataði jafn innilega alt ófrelsi og alla kúgun sem hann. Og seint mun fyrnast aldamótakvæði þor- steins: „þú ert móðir vor kær“, eða sum kvæði hans um íslenska náttúru, t. d. „Ljóðabréf*. þorsteinn hafði í smíðum rit, er honum entist ekki aldur t:! að lúka við. Hann hafði lengi sýslað við sögu Fjalla-Eyvindar og kveðið um hann. „Eiðurinn“, fyrra hefti, kom út í fyrra vor, en síðara heftið er ókomið, en skáldið mun hafa nærri lokið við það. það er ekki vafi um það, hver skaði það er íslenskum bókmentum, að þorsteinn fékk ekki að lúka þessum ritum sínum. þorsteinn átti bæði við heilsuleysi og fátækt að stríða. Varð . eira og minna að hafa ofan af fyrir sér og sínum með tímakenslu, þ í að ekki var landssjóðsstyrkurinn svo höfðinglega úti látinn, að líiað gæti hann á honum. Og ekki væri það nú ilia til fallið, að landið gildi börnum þorsteins, sem enn eru í ómegð, nokkuð af þeirri þakkarskyldu, sem það stendur í við hann. þó að þorsteinn þætti heldur óblíður kirkju og kreddum og ekki fastheldinn á alla ytri þjóðfélagssiðu, var hann þó maður mjög vinsæll af alþýðu manna. Hann var maður blátt áfram, allra manna hreinskilnastur, fjörugur og skemtinn í viðræðum, viðkvæmur og brjóstgóður. það hefir annars verið of mikið úr því gert, hvað hann hafi verið „þvers um“. í öllum þeim efnum, er hversdags málefni skifti, vék þorsteinn ekki frá settum reglum. Hann var t. d. manna áreiðanlegastur í skiftum, skuldaði víst engum neitt, spar- neytinn og ráðdeildarsamur, ágætur heimilisfaðir, gestrisinn og glað- vær. Jafnvel margir bestu menn íslensku kirkjunnar voru góð- kunningjar hans og mátu list hans að verðleikum. þorsteinn var maður rammíslenskur í anda, enda prýðilega að sér í íslenskri tungu og fornum fræðum íslenskum. Mörg kvæði þorsteins munu L'fa á vörum íslendinga eigi síð - ur en sumt eftir Jónas og Bjarna og aðra bestu ljóðasmiði íslands. Jarðarför Þorsteins Erlingssonar fór fram í gær. Veður var óvenju fagurt. Kl. 11 fóru menn að streyma að húsinu og fyltist það á svipstundu. Á undan húskveðj- unni var þetta kvæði sungið eftir Bjarna Jónsson (frá Vogi): (Kveðja ort undir nafni ástvina hins látna): Fokið er í flestöll skjól, föinuð vonar stráin; fellir bólstra fyrir sól fyrst að þú ert dáinn. Óstudd þinni ástarmund uppi nú vér stöndum, enga þyngri örlögsstund oss má bera að höndum. þitt var æfi-yndi mest oss á höndum bera, oss í té þú ætið lést alt, sem máttir gera. Á öllum vegum örbirgð sat, oft að dyrum barði, oss þó náð hún aldrei gat: ást þín dyrnar varði. Brosið þitt var þínum sól, þínum vor í geði, augans geisli í sér fól auð af hugargleði. Hjá þér oft þú sjálfur sást sitja dauðann bleika, en þína trygð við þína og ást þú lést aldrei skeika. Djúpið mikla milli ber, munur glúpnar hljóður, um stundu skilur það frá þér þinna barna móður. Að þú sért, ástvin, orðinn nár angruð hlýt eg trúa. En djúpið mikla munu tár og minning ná að brúa. Elsku faðir, farðu vel! Fást ei harmabætur; við lærum snemma, að litverp Hel lífsins slítur rætur. Fokið er í flestöll skjól, fölnuð vonar stráin, fellir bólstra fyrir sól, fyrst að þú ert dáinn. þá flutti séra Magnús Helgason hjartnæma húskveðju. Að henni lokinni var sungið kvæði það eftir Guðm. skáld Guðmunds- son, er hér fer á eftir: (Kveðja konu og barna): Hví glúpna þau, glaðheima glitbiómin mín? þau brostu ung við árljós og ástarljóð þín. í lundinum ljósum við ljóðhreiminn þinn, jeg sat hjá þér í sólskini, söngvarinn minn. þú reistir mér himin á hljómstuðlum þar, og hvergi fegra’ og hlýrra í heiminum var. Og minningin lifir í ljóðheimi þeim, er svanurinn er svifinn á sólvegu heim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.