Vísir - 13.10.1914, Page 2
V 1 S 1 K
Fáeinar
athugasemdir út af
ummælum
Morgunblaðsins.
í Morgunblaðinu á föstudaginn
var stóð greinarstúfur, sem hljóð-
aði um bendingar þær, sem Dýra-
verndunarfélagið í Rvík hefir látið
festa upp víða á almannafæri. Morg-
unblaðið kallar bendingarnar: »Orð
— innantóm orð«, gefur í skyn,
að þær muni hafa lítinn árangur og
segir, að það sé alt annað, sem
þarf að gera o. s. frv.
Eg verö að segja sem er, að mig
furðar á, hvernig Morgunblaðið
tekur í þetta mál; eg hafði búist
við, að blað þetta mundi fremur
styðja hinar fyrstu tilraunir félags-
ms heldur en snupra þær.
LTmmæli blaðsins eru í mínum
augum hvorki svo viturleg né svo
góðgjörn, sem mér hefði þótt vænta
mega.
Þaö er ekki viturlegt, að heimta
miklar athafnir þegar í upphafi af
félagi, sem að eins er komið á lagg-
irnar, er sára-fáment og félaust; og
það er ekki góðgjarnlegt, að láta
fyrstu opinberu ummælin um fé-
lagsvísi þennan, sem þó er sann-
arlega löfsverður, vera í ámælis- og
snuprutón.
Dýraverndunarfélaginu var það
vel Ijóst, meðan Morgunblaðið þagði,
aö þörf er á aö innræta börnum
og unglingum velvildarhug til allra
dýra, og brýna fyrir þeim, að fara
vel með allar skepnur. En þetta
má framkvæma með mörgu móti,
meðal annars með því, að láta
stuttorðar bendingar í þessa átt vera
sem víðast á almannafæri, fyrir
augum allra manna, ungra og gam-
alla; þær bendingar geta með því
móti orðiö mörgu barni og mörg-
um fullorðnum fastar í minni,
Þessi Ieið var Dýraverndunarfé-
laginu fær nú þegar, að því er til-
kostnað snerti, og því var hún farin.
Hinu hefir félagið ekki ráð á, að
taka öll börn og Ieggja þau á kné
sér, og ekki heldur vald til aö reka
þau í féiagiö fyr en þau góðfús-
lega vilja þangað koma. —
í Dýraverndunarfélagið eru allir
velkomnir, ungir og gamlir, væri
mjög gott, að fá þangað alla þá,
sem að Morgunblaðinu standa.
Og eins og þeir menn spyrja,
hvort slysið á Laugaveginum geti
ekki ýtt undir Dýraverndunarfélagið,
eins vil eg aftur á móti spyrja:
Getur þetta slys ekki ýtt undir spyrj-
endurna að ganga í Dýraverndun-
arfélagið, og með því styrkja fé-
lagið að sínu leyti til þess að koma
þeirra eigin hugsjónum og tillög-
um í framkvæmd? Vilji spyrjend-
urnir ekki á þenna hátt styðja og
styrkja félagið til góðra athafna og
framkvæmda, þá veröur það líklega
bæði mér og öðrum að álíta, að
lítil alvara fylgi umvöndunum þeirra.
Morgunblaðið kallar bendingar
Dýraverndunarfélagsins »innantóm
orð«,
Ójá! Svo er nú »hvert mál, sem
það er virt«; og þetta sama má
máske segja um fieiri orð, sem eru
látin »á þrykk út ganga*.
Þorsteinn Erlingsson.
Svo blíður sem vorið, ér vermandi sól
um víðlendið ylgeislum stráir,
sem ungviðið lífgar um lægðir og hól
er lækningu’ af kulsárum þráir,
var andinn þinn göfgi, sem Iið vildi veita
þeim veikluðu öllum er bugaði þreyta.
Sem logandi helbrandur hatur þitt var
gegn harðstjórn og okrarans valdi,
er sástu að öreiginn byrðarnar bar,
en blóðsugur ræntu hann gjaldi.
Þú tókst að þér málstað þess magnvana, þjáða
í myrkrið þú ylgeisla sendir þeim smáða.
Og æskan þá rétti þér örfandi hönd,
— en ellin þig vitlausan sagði,
er fanst það sem glæpur, að brjóta þau bönd,
sem bölsýni’ á þjóðina Iagði;
í auðmýkt hún lærði að blessa þann bana
er böölanna dómur kvað réttlæta hana.
Menn eldingar litu’ er í iúðrinum þaut
og lið þitt að víggörðum rendi,
er harðstjórnar virkjunum bylti’ um og braut
og bölvan á helvegu sendi,
þá kúgunin æpjandi aflið sitt misti
en árroði frelsisins börnin sín kysti.
ije * * * * *
H ♦ *
Þú svífur nú vorboöans vængjunum á
um víðblámans eilífu heiði,
þar frelsisins nýturöu fagnandi’ að sjá,
í fegurð, sem ljósvinur þreyði:
Hvar jafnaöar- sannleiks- og einingar andi
sér óðulin nema í framtíðar landi.
28. sept. 1914.
M. G.
Fyrir 30—40 árum síðan var
drukkinn maður að stríða einni
vatnskerlingunni hérna í bænum og (
uppnefna hana; þá sagði hún: »Ef j
þú kallar mig Imbu næpu, þá kalla j
eg þig svarta Pál«.
Svona má hafa það.
En fyrir hönd Dýraverndunar-
félagsins, sem eg því miður get
ekki stutt og styrkt eins mikið og
eg viidi, vil eg alls ekki svara Morg-
unblaðinu með neinum briglsyrð-
um. En biðja vildi eg þá, sem um
það blað fjalla, að athuga, hvort
sumt af því, sem þar er stundum
j á borð borið, er nú öllu innihalds-
| meira eða mergjaðra og líklegra til
j gagns, heldur en umræddar bend-
i ingar Dýraverndunarféiagsins kunna
| að vera.
En áður en eg hætti vildi eg.í
vinsemd mega spyrja Morgunblaðið
að tveim spurningum :
I. Veit Morgunblaðið tölu á þeim
hestum, sem móðir og þyrstir hafa
fengið að drekka á austurveginum
heim frá Reykjavík einungis fyrir
bendingarnar, sem Tryggvi gamii
Gunnarssun, núverandi formaður
Dýraverndunarfélagsins, lét fyrir
mörgum árum festa upp víða með
fram veginum :
»Leyfið hestunum að drekka«?
II. Veit Morgunblaðið tölu á
þcim unglingum, sem hafa fest þessar
bendingar svo rækilega í huga sér,
af því þeir sáu þær einlægt, er þeir
fóru um veginn, að þeir síðan á-
minningarlaust muna jafnan eftirað
lofa hestunum að drekka?
Um þetta getur enginn sagt til
fullkominnar hlýtar, en þeir, sem
hafa átt tíðar ferðir um þenna veg
síðasíliðin 20 ár, þeir vita, að gagnið
af þessum bendingum er þegar
orðið afarmikið. —
Reynslan úr þessari átt er þver-
öfug við ummæli blaðsins; hún gef-
ur ótvírætt í skyn, að bendingar
Dýraverndunarfélagsins geti einmitt
borið og muni með tímanum bera
góðan árangur.
Nei I Sannleikurinn er sá, að þessi
leið, sem Dýraverndunarfélagið hefir
farið, er ein allra bezta og víða um
Iönd alment mest notaða aðferðin
til aö innræta ungum og gömlum
þá meginreglu:
Að fara vel með allar skepnur.
Slysið umrædda á Laugaveginum
ætti því að verða til þess, að öll
blööin hér í Rvík tækju upp bend-
ingar Dýraverndunarfélagsins og
hjálpuðu þannig til að koma þcim j
inn á hvert einasta heimili.
Það væri blöðunum til sóma, og
gæti orðið til mikils gagns og mik-
illar blessunar.
Og til þessa treysti eg Morgun-
blaðinu engu síður en hinum blöð-
unum.
Fari svo, að Dýraverndunarfélagiö
taki þroska og eignist eitthvert fé
til umráða, en geri samt ekkert til
gagns og Iáti ekkert til sín taka, —
þá er eða verður tími til að ámæla
því. —
En meðan það er ekki nema
Iítill félagsvísir og á ekkert tii nema
góðan vilja meðlima sinna og Iíkn-
arhug þeirra með skepnum þeim,
sem illa kann að líða, — þá get
eg ekki séð, að mikið sé hægt af
því að heimta; því finst mér í
rauninni þakklætisvert, hvað lítið
gott sem það ræðst í að gera.
Félag þetta er líklega hið yngsta
og minsta hér í bænum; þar með
er ekki sagt, að það sé hið óþarf-
asta eða ónauðsynlegasta, Það er á
valdi bæjarmanna, að efla það; og
eg vona, að sú góðvild og sú sam-
úð með þeim, sem bágt eiga, sem
oft má sjá í fögru Ijósi hjá Reyk-
víkingum, komi einnig fram í því,
að góðir menn styðji þenna litla,
en lofsverða félagsvísi, er hefir þann
eina tilgang, að glæða hjá ungum
og gömlum þá hugsun:
Að fara vel með allar skepnur,
láta þeim öllum líða svo vel, sem
hœgt er.
Rvík “/ío—'Ú.
Ólafur Ólafsson
fríkirkjuprestur.
Yfir vogi víðum skær
vafurlogi blikar.
öldusogi fögru fjœr
friðarbogi hvikar.
Ólafur lögregluþjónn.
Meiri hluti dómnefndarinnar
varð ásátt um, að þessi botn
fengi verðlaun.
Himinbogi heiður, tær
hægt í sogi hvikar.
Huld í sogi hörpu slær,
hrannabogi hvikar.
Þessir 2 botnar, sem báðireru
góðir, gátu ekki komið til greina
af því að rímvilla er í þeim.
ABrir botnar:
Líkt og togi lopa mær
ljósabogi kvikar.
Friðar-boginn færist nær
feigðarsogið hikar.
Bjarni’ á trogi bleikur rær,
Bensi’ í sogi hikar.
Verðlaunanna, sem er Ijóða-
bók St. Ólafssonar og kr. 4,50
má vitja á afgreiðslu Vísis.
GÆRUR
keyptar hæsta verði hjá
Svc&evf ‘öotjas^wx
Laugaveg 13.