Vísir - 13.10.1914, Qupperneq 3
Þar sem eg hefi nú miklar birgðir af aiskonar vefnaðar-
vörum-keyptar áður en stríðið mikla byrjaði-þá sel eg nú um
tíma eftirtaldar vörur með feikna miklum afslætti. Svo sem:
TiUtmiwn jatnað, 'A3et«a«j(aúka 3a^*a> ^®3t'káp\i« (,'\)Da\e«p«oof) tta«ta 09
koetvna, 'VDeta«káip\i« (J^«\« ttotvot 03 t»ö««v) 'VDeUavúáfttVavx, 'y.új\x« 'y.átstw, Stvjsv,
Staojwv oa SúójatwáS aU$úona« - ^ntv j«em\i« tvv«va«
alkunnu og alþektu vefnaðarvöru: SYO sem
gardínutau, SYimtutaa, kjólatau, léreft og m. m. fl.
10-40 prc. afsláttur.
STURLA JÓNSSON.
(steamkolin) hjá
eru
bztfí og seijast mest.
G-erlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
Lækjargötu 4 B (uppi á lofti) er
venjulega opin 11—3 virka daga.
Fallegi hyíti
púkinn.
Eftir
Guy Boothby.
Frh.
Eg beið snöggvast og er eg sá
að apinn var dauður, leit eg í átt-
ina þangað er Alie stóð svipstundu
áður við tréð. Hún var þar ekki.
Þá sá eg bregða fyrir hvítum kjól
og hverfa bak við laufhrúgu. Eg
þaut þangað og þar fann eg hana.
Hún lá þar og var meðvitundar-
laus.
Eg flýtti mér að polli skamt þar
frá, íók vatn í húfu mína og sneri
við í hendingskasti til þess að
dreypa á hana. Að þrem eða fjór-
um mínútum liðnum hafði eg lífg-
aö hana við svo hún gat sest upp.
»Eruð þér úr hættu?* stundi
hún úpp þegar hún fékk málið.
»Eruð þér viss um að þér séuð
ómeiddur? Eg hélt að voðadýr
þetta hefði hremt yður.«
Hún titraði af hrolli er hún talaði,
en eg fullvissaði hana um það sem
mér var unt, að eg hefði ekki svo
mikið sem fengið skrámu að þvf er
eg vissi sjálfur af. Og svo fórum
við saman þangað er þetta ljóta
óargadýr lá dautt.
Eg horfði hálf undarlegur í skapi
á þetta ógurlega, sálarvana kjöt-
flykki, og hugleiddi, hve nærri hafði
legið að það hefði lyfjað mér elli.
Svo varð mér litið til hundsins, er
bjargaði lífi mínu eftir skipun hús-
móður sinnar. Hann hafði tvö mjög
ljót sár á hvorri síðu, er eg þóttist
vita að væru eftir apaklærnar.
»Eg vona, greyið mitt,« sagði eg
og klappaði honum um nauðljót-
an hausinn, »að við tveir verðum
betri vinir eftir en áður. Nú á eg
þér lífgjöf aö launa.« Sneri eg þá
máli rnínu til Alie og mælti:
»Alie! Hvernig í ósköpunum stóð
á þessu, að þér skylduð koma mér
til hjálpar einmitt á úrslitastund-
inni?«
»Eg heyrði fyrsta skotið yðar«,
svaraði hún, »og leist ráðlegast að
veita yður efrirför. Ouði sé lof fyrir
að eg geröi það, því augnabliks-
dvöl hefði gert alt um seinan. Nú
skulum við halda heim í áfangastað
svo fljótt sem fætur toga. Morgun-
maturinn verður til reiðu, vona eg,
þegar við komum heim, og um
hádegið þarf eg að koma boðbera
af stað heitn í nýlenduna ineð bréf.«
Við snerum nú heimleiðis og
komum að byrgjunum að þrem
sfundarfjórðungum liðnum.
Þegar við komum á flötina þar
sem byrgin okkar stóðu, sáum við
mann koma ríðandi út úr kjarr-
skóginum fyrir handan.
Maðurinn fór all geyst og hélt
rakleiðis til okkar. Víð miðbyrgið
fór hann af baki og þá sá eg, að
þarna var kominn gamli kunningi
minn, hann Walworth, ailur rykug-
ur og sveittur. Var auðséð á öllu,
að hann hafði ekki talið sporin
klársins síns. Hann sté af baki, er
hann kom auga á Alie, tók ofan
og beið þess með lotningarsvip að
hún ávarpaði sig fyrst.
»Hafið þér nokkrar slæmar fréttir
að flytja, Walworíh?« mælti hún.
»Því hafið þér svo hraðan á?«
»Eg er með afar áríðandi, mik-
ilvægt bréf til yðar,« svaraði hann.
»Kuggurinnkommeð þaðf morgun.«
— Hérna verð eg að skjóta því
inn í til skýringar, að sambandi öllu
viö umheiminn héldu uppi trú-
verðugir boðberar og til þess kjörn-
ir af henni, er fluttu fregnir einu
sinni á mánuði hverjum til ákveð-
ins staðar á eynni, tveim mælistig-
um fyrir vestan nýlenduna. Þaðan
voru bréfin borin á hraðsigldum
kugg, er Fallegi, hvíti púkinn átti,
og flutti kuggur sá bréf frá Alie
til sama staðar í sömu ferð. Þann-
ig var haldið við reglulegum póst-
göngum til hagnaðar og þæginda
hvorum aðilja um sig. —
Hún tók við bréfinu af Walworth,
bauð honum að borða með okkur,
og fór svo með bréfið inn í byrg-
ið sitt.
Eg fór með Walworth inn til
mín, og er bjallan kvað við urðutn
við samferða inn í borðsalinn.
Stundu síðar kom Alie til okkar
og sá eg skjótt á svip bennar að
eitthvað var alvarlegt á seyöi. En
ekki lét hún á neinu bera fyrri en
staðið var upp frá boiðum. Þá
stakk hún upp á því, að við skyld-
um koma út með vindlana okkar
og reykja þar í ró; við þyrftumað
vera þar sem víst væri að enginn
stæði á hleri, því hún hefði mikil-
væg málefni við okkur að ræða.