Vísir - 24.10.1914, Síða 3
V í S I w
Langt er þangað til önnur eins kjarakaup bjóðast.
lotið )m tækitærið! 10-40 5 afsláttur af öllum vörum
Sturla Jónsson.
Stumpasirsið góða
nýkomið.
Ennfremur mikið úrval af allskonar
• álnavöru.
t f
^vwasow.
Vínkjallarinn í 1
Ingólfshvoli
^ & 3 l s s i « j.
Kvennréttindafélag íslands í Reykjavík hefir ákveðið að halda
fund í Good-Templarahúsinu
næstkomandi sunnud. 25. þ. m. kl. 8 e. m. og býður öllum verka-
konum og öðrum þeim konum, sem almenna útivinnu stunda, að
koma á fund þenna. Fundarefni: Afvinnumál kvenna.
BfiT Konur fjölmennið.
A. V. Tulinius.
Miðstræti 6. Talsími 254.
Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari.
Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr.
Skrifstofutími 10—11 og 12—1.
NÝJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt fleira.
GÓÐAR VÖRUR.
ÓDÝRAR VÖRUR.
Kjólasaumastofa.
selur:
Hafnía Lageröl, Króne Porter, Export Dobbeltöl,
Hafnia Pilsner, Krónu Legeröl, Reform Maltöl,
Central Maltöl, Sundheds Maltöl.
Champagne
Grand Crémand, G. M. Mumm 8t Co.
Alexis Chaussepied Carte Rose,
— — Carte Noire.
(steamkolin) hjá
eru
°s seIiast mcsL
«| sem hafa látið skrifa sig fyrir pöntunum
Urj I hjá mér, að hveiti og haframéli geri svo
vel að finna mig sem allra fyrst, helst í dag
kl. 4-8 síðd. og borga þær. — Verðið er hið lægsta sem nú fæst.
Njálsgötu 22. Rvík 23.-10.—1914.
Eallegi hYíti
piikinn.
Eftir
Guy Boothby.
Frh.
Eg var að kveðja stað, sem eg hafði
tekið einlægu ástfóstri við og var að
leggja aftur af stað út í heiminn,
til þess að vinna verk, sem vel gat
orðið til þess, að eg misti stöðu
mína, fyrri félaga og jafnvel segði
skilið við einasta ættingjann minn,
sem á lífi var. Þessar hugsanir
hvíldu á mér sem hellubjarg, er eg
gekk upp skipsstigann. En þegar
eg kom upp á þiljur, sneri Alie
sér við, rétti mér höndina og bauð
mig velkominn í förina, hurfu þær
mér eins og ský fyrir sólu.
Við gengum saman aftur á. Full-
Ur eimur var tií reiðu, akkerum var
létt, og fimm mínútum síðar héld-
Um við í aftureldingunni, er óx nú
óðuiu, út höfnina, og stefndum
^e'nt á hamravegg, er engin virt-
lst útsiglingarleið í gegnum. En er
nær þeim kom, sá eg að hamr-
arnir sköguöu fram og gengu á
misvíxl, en mjótt og langt króka-
sund á milli og klettarnir umhverf-
is á að giska nærri 150 feta háir.
Sundið var aðeins mátulega vítt til
þess að skip gæti skriðið milli
hamranna, ef tnestu varúðar var gætt.
Hinumegin við þennan hamra-
skurð var svo mjótt, að skip gat
meö naumindum komist út, en þar
voru hamrarnir lægri, tæplega hærri
en 80 fet. Þar stóðu, reistar upp
við hamraveggina tvær ógurlega
stórar og mjög einkennilegar hurð-
ir, er eg vissi ógerla til hvers væru
notaðar.
Við sigldum út og lögðum í haf,
Svo bjart var orðið, er út var kom-
ið svo sem sjómílu lengd að vel
sást til strandar.
»Lítið á bakborðat, mælti Alie
er stóð hjá mér uppi á stjórnpalli,
»og segið mér hvar þér sjáiö hafn-
armynnið.«
Eg gerði svo, en hvernig sem
eg starði og starði og rýndi í kíki
á klettana, kom eg hvergi auga á
nokkra smugu, sem nokkur bátur
gæti skriðið út um.
»Nei«, sagði eg að lokum. »Eg
verð að játa það, að eg sé hvergi
lendingarvör eða leið inn á höfn-
ina«.
»Nú farið þér að skilja«, mælti
hún og brosti að furðusvipnum á
mér,»til hvers þessi hurðarbákn voru.
Sjávarmegin eru hurðirnar litaðar
eins og hamrarnir og falla vel f
skarðið með vélamagni. Myndi
nokkur óska sér betri dulbúnaðar?*
Eg hélt ekki. Óg þetta var dæma-
laust hugvitsamlegt. Þó að herskip
hefði verið þarna vikum saman á
sveimi fyrir framan þessa eyðimörk
og klettaauðnir, er virtist vera, myndi
varðmenn aldrei hafa rent grun í
að höfn og hafnarvirki væri þar í
leyni aö hamrabaki.
»Nú veit eg að þér viljið fara
að hvíla yður«, mælti hvtn.— »Eg
vona að gamli farklefinn yðar sé til
reiðu.
»En þér?«
»Eg er að fara ofan. Sko, strönd-
in er óðum að hverfa úr augsýn
okkar. Þarna hverfur hún yst við
sjónbaug. Vjljið þér svo óska áformi
okkar góðs gengis?«
»Eg árna bvf alls góðs!« svar-
aði eg og tók innilega í höndina
á henni.
»Þakka yður fyrir það, og guð
blessi yður«, mælti hún lágt og
þýtt og hvarf að svo mæltu ofan
stigann.
VIII.
Viku eftir að við béldum í haf
úr eynni, sem segir í kaflanum hér
á undan, sáum við vel í land á
Madura-ströndinni og vorum að
sveima i hægðum okkar fram með
hentti, því við biðum eftir að skygði
svo að við kæmumst inn á Probo-
lingo-höin. Þar var svo til ætlast
að eg skyldi fara af snekkjunni og
halda svo áfram ferðinni til Batavíu
á skipum hollensk-indverska eim-
skipafélagsins. Við höfðum njósnir
af því, að skip þess félags var
væntanlegt til Probolingo í lok hvers
mánaðar og því ætluðum við okk-
ur að koma þangað sama kvöldið
sem skipið átti að fara þaðan.
Skömmu fyrir kl 3 lögðumst
við þessvegna við stjóra, hér um
bil sjómílu frá landi.