Vísir - 29.10.1914, Qupperneq 1
1214
V I S I R
Stærsta, besta og ódýrasta
blað á íslénska tungu.
Um 500 tölublöð um árið.
Verð innanlands: Einstök
blöð 3 au. MánuðuröCau
Ársii.kr.t,75. Arg.kr.7.oo.
Erl. kr. 9,oo éða 21/i doll.
m
VISIB
V I S I R
kemur út kl. 8 7* árdegis
hvern virkan dag.- Skrit-
stofa og afgreiðsla Austur-
str.14. Opin kl. 7 árd. til 8
síðd. Simi 400.—Ritstjóri:
GunnarSigurðsson(fráSela-
læk). Til viðt venjul. kl.2-3síðd.
Fimtud. 29. okt. 1914;
Háflóð árd. kl. 2,77, síðd. kl. 2,40.
Afmæli á morgun:
Þuríöur Jóhannesdóttir, kenslukona.
Joh. M. Meulenberg, prestur.
Jón Þorsteinsson, verslunarmaður.
Matt. Þórðarson, fornmenjavörður.
Viggó Björnsson, bankaritari.
Gamla Bíó
(wuftustmMÚnn
Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn
. af frægum dönskum
, leikurum.
Geysileg spennandi mynd um
líf cirkusfólks.
$)uhún\r
eftir
Hermann Jónasson,
fást hjá flestum bóksölum hér á
landi og í Söluturninum í Rvík.
"Upp'bolÆ
fietduY ájvam
í G, T. húsinu í dag kí. 4 e. h.
BÆJARFRETTIR
Nýtt bakarf
hefir verið bygt í sumar á Frakka-
stíg 14, Eigandi þess er Björn
Jónsson, er áðúr háfði bökunarhús
á Frakkastíg 12. Hið nýja hús er
stórt óg vandað að öllum frígangi
og smíðað eftir nýjustu tísku og
kröfum nútfmans. Sérstaklega er
lögð mikil áhersla á alt hreinlæti.
Björn byrjaði fyrir, 6 árum að reka
þessa iðju upp á eigin spýtur og
fyrir afbragðs dugnað hefir hún
lánast honum svo vel sem reynsla
ber vott um.
Lítið
eitt kom af pósti með »Nirði«,
mest blöð. ■
Hadda Padda,
leikrit Guðm. Kámban, á að
lejkast á konunglega leikhúsinu í
Khöfn núnla í byrjun nóvembér-
mán. Höddu Pöd(lu á frú Bodil
Moltke (f. Ibsen) áð leika, Krist-
rúnu ný leikmær að nafni Frk.
Egeberg og Irigóíf Paul Reumert.
Leiktjöld kvaðii ekki >geta orðið;
eins vönduð og skyldi, vegna
þess, að leikhúsið þykist ékki.
Dýraverndunarfélagið
heldur fund í kvöld kl. 8 í Bárubúð upp á lofti.
Alþm. Sigurður Sigurðsson talar á fundinum.
Meðlimir fjölmennið. Nýir félagar v e 1 k o m n i r.
Stjórnin.
SlMSKEYTI
London 27. okt. kl. 8 e. h.
Franska eimskipið Admiral Ganteaume sem var
að flytja flóttamenn til Englands, rakst á menju og
sprakk fyrir utan Boulogne. 30 menn fórust, en
2000 menn sem af komust voru settir á land í
Folkestone.
Opinber fregn frá Pétursborg segir að áhlaup
Þjóðverja f Austur-Prússlandi hafi endað með ósigri
þeirra.
Opinber fregn frá Parfs segir að bandahernum
sækist fram á við f grendinni við Ypres og Roulers.
Þjóðverjar hafa verið hraktir yfir landamærin
fyrir austan Nancy. >
Central News.
London 28. okt. kl. 9 f. h.
Opinber fregn segir að nokkrir borgarar í banda-
ríkjunum Orange og Trans/aal hafi gert uppreist
undir forustu hershöfðingjanna Christian de Wet og
Beyers. Sambandsstjórnin bælir hana niður af krafti.
Central News.
hafa efni á, að láta búa til ný
vegna stríðsins og áhrifa þess á
aðsókn að leikhúsinu.
Við greinina
»Landsjóðsábyrgðin — Spánar-
fiskur o. fl.« hafði verið sett í gær
niðurl. en átti að vera framhald.
Niðurlagið er í blaðinu í dag.
Giftingar
15. okt. Gunnar Brynjólfsson,
Hverfisgötu 55, og Ingibjörg Ein-
arsdóttir, Grettisgötú 35.
16. okt. Konráð Jensson sjó-
maður og yngismær Porbjörg
Sveinbjörnsdóttir, Laugaveg 58.
17. okt. Guðjón Þorólfsson
verkamaður og yngismær Guðlaug
Pálsdóttir Grettisgötu 55 A.
17. okt. Eggert Kristinn Jó-
hannesson járnsmiður og yngis-
mær Halldóra Jónsdóttir, Grettis-
götu 56.
17. okt. ingibergur Ólafsson
| og Andrea Puríður jonsdóttir
Grettisgötu 55 B.
Nýja BÍÓ
24. okt. Pétur Maack sjómað-
ur og Hallfríður Haligrímsdóttir
yngismær, Nýlendugötu 19.
26. okt. Bjargmundur Sveins-
son sjómaður, Mjóstræti 4, og
yngismær Kristín Marín Guðna-
dóttir, Vesturgötu 17.
»Marz«
kom inn í gær og hafði aflað
vel. Fiskurinn var mest megnis
seldur í bæinn.
Uppdráttur
(tillagá) að hlutabréfum Eim-
skipafélagsins eftir Samúel Egg-
ertsson skrautritara cr sýndur
þessa dagana í glugga Guðjóns
úrsmiðs Sigurðssonar á Ingólfs-
hvoli. Til samanburðar er þar
eitt inntak, á prentuðu hlutabréfs-
eyðublaði, eftir Stefán Eiríksson
tréskera.
Óvenjuiegt góðviðri
var í gær, sólskin og logn.
Reykir stóðu beint í loft upp og
Sýning
í kvöld samkvæmt
götuauglýsingum.
U J.
Fundur á morgun, föstudag á
venjulegum stað og tíma.
Jónas Gruðnmndsson,
gaslagningamaður,
Laugaveg 33. Sími 342.
NYJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt' fleúa,
GÓÐAR VORUR.
ÓDÝRAR VÖRUR.
Kjólasaumastofa.
mynduðu samhangandi skýja-
mökk yfir bænum, er gjörði ljósa-
skiftin al! einkennileg/ Urn mið-
aftan kom hæg hreifing á mökk
inn tíl vesturs og sáu menn það
til hans síðast að hann hreiðraði
sig yfir Keflavík. Einhverjiróvenju-
legir andlegir fjörkippir höfðu
gjört vart við sig hjá Keflvíking-
um í gærkvöldi. Pað var höfuð-
staðarloftið sem sveif á þá.
Gestlr í bænum :
Björn Þórðarson sýslumaður
Jón Jónasson kaupm. á Stokks
eyri og sjera Gísli Skúlason á
Stóra-Hrauni.
Loftskeyta-stöð vu m
lokað í Danmörku
(Símfrjett).
Símstöðin fekk nýlega tiikynning
um það, að öllum Marconi-stöðvum
í Danmörku væri lokað nema Blaa-
vandshuks- og Kaupmannar-stöð-
inni.
Þetta stafar eflaust af því, að
einhverjar af þjóðum þeim, sem í
ófriði eiga (sennilega Englending-
ar) hafa verið hræddar um að
fregnir bærust til mótstöðuþjóð-
anna.
i