Vísir - 06.11.1914, Síða 3
VIS IR
\>ovs&ttY \>\u'ka5ut
fæst í pakkhúsinu austan við steinbryggjuna.
Hvergi ódýrari.
Guðmundur Grfmsson.
H. P. D U U S
kaupir fyrst um sinn velverkaðar
sauðargærur
fyrir kr. ls30 pr, kiló.
góða haustull
fyrir kr 2,00 - -
S&újtxótfeaí—3^'ttuv— Svuntupöv
stafir grafnir á þau frítt m. fl.
S\lJ\xtmut\\r
velgerðir hjá
Birni Símonarsyni gullsmið.
Vallarstræti 4.
Brent og malað kaffi
best í verslun
r
jUaúttt^ ^VÓYs^otvav.
Sími 316. Austurstræti 18.
Tdóma kassa
kaupir
yj. 3í\lviVsúSuMevtism\3\an Ssfsnó
Ptta h atK AT6 fTl bíört °g rúmsóð> hentus 1 V U Ilul uCI y íydr skriffofur’eru 111 fi / leigu vtð Lækjargotu. GriiðiTi. G-amalíelBson.
Prima netagarn nýkomið til Slippfélagsins.
^C\ó\asattmasto$att 1 Laugaveg 24 saumar kápur, kjóla allskonar o. fl. Lágt verð. Vönduð AnaijjJ Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari en hjá »NYE DANSKE BRANDFORSiKRINGSSELSKAB.* Aðalumboðsmaður er: SIGHV. BJARNASON, bankastjóri.
Tóbaks-og sælgætisbúðin á Laugaveg 5 selur best og ódýrast í bænum. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12—1.
Bogi Brynjolfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa í Aöalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 síðd. Talsíml 250.
Jónas Gruðnmndsson, gaslagningamaður, Laugaveg 33. Sími 342.
Höiiin
í
Kar patafj ö 11 u n u m
Eftir
Jules Verne.
Frh.
Koltz hreppstjóri, sem nú var
einn kostur nauðugur s úr
þessu eins og hægt var, sagði nú
sjálfur greifanum nákvæmlega, alt
sem gerst hafði í Karpathahöllinni.
Það er skiljaniegt að Franz greifi
v. Telek átti örðugt með að leyna
þeirrri undrun sem lýsti sér á svip
hans, er hann hafði heyrt frásög-
Una. Þó að hann — eins og flestir
ungir menn af sömu stétf, sem
bjuggu í höllum sínum langt inn f
landi — væri ekki meir en svo vel
að sér í vísindalegum efnum, þá
var hann þó maður með heilbrigða
skynsemi. Hann trúði heldur eng-
atl veginn á andasýnir, og hló aö
s°gum þeim sem fóru af þesskon-
ar hlutum. Honum fanst ekkert kyn-
le8t við ait það sem Koltz hrepp-
stjóri hafði sagt honum, hann taldi
það alt sprottið af meira eða minna
ranghermdum atvikum, sem að svo
íbúarnir í Werst töldu af andavöld-
um. Það að reykur sást upp úr
varðturninum, og klukkunni var
hringt, — mátti hvorutveggja skýra
á auðskilinn hátt. Öðru máli var
aö gegna um eldingarnar og öskr-
in, sem heyrst höfðu frá hallar-
múrnum, það taldi hann aðeins
vera höfuðóra, úr æstum huga mann-
anna sjálfra.
Franz v. Telek sagði líka óhik-
að meiningu sína, og lá nærri að
hann hæddist að hræðslu hinna;
þeim gramdist það auðsjáanlega,
en þorðu þó ekki að láta það í ljósi.
»En herra greifi,* sagði loksins
Koltz hreppstjóri; »þetta er ekki alt
og sumt . . ,c
»Það er nefnilega alveg ómögu-
legt aökomast inn íKarpathahöIlina.«
»Svo-o«.
»Skógarvörðurinn okkar og lækn-
irinn hafa reynt að klifra yfir múr-
inn . . . það eru aðeins nokkrir
dagar síðan . . . þéir gerðu það
einungis með heill þorpsins fyrir
augum . . . en þessi tilraun hafði
nærri kostað þá lífið« . . .
»Hvað kom þá fyrir þá?< spurði
Franz greifi v. Telek, með dálítið
napri, hæðandi röddu,
Koltz hreppstjóri sagðí honum
nú æfintýri þeirra Nick Decks og
læknisins.
»Þegar læknirinn*, sagöi Franz
greifi, »ætlaði að fara upp úr gryfj-
unni, voru fætur hans rígfastir við
jörðina, svo honum var gersamlega
ómögulegt að stíga eitt einasta fet
áfram, eða var ekki $vo?«
»Ekki eitt einasta fet! Hvorki
áfram eða aftur á bak,« bætti Her-
móður kennari við.
»Þetta hefir einungis verið ímynd-
un hjá honum sjálfum, iækninum
ykkar,« svaraði Franz v. Telek,
»það hefir ekki veriö annað en
hræðslan, sem hefir hlaupið alveg
niður í tær á honum.«
» Afsakið, herra greifi«, sagði Koltz
hreppstjóri, »hvernig verður það þá
skýrt, að Nick Deck var lostinn
hræðilegu höggi er hann snerti
járngrind brúarinnar?*
»Hann hefir einungis orðið fyrir
illgirnislegu hrekkjabragði.*
»Getur verið, en það hefir þá
aö minsta kosti verið mjög illgirn-
islegt, því hann liggui ennþá í
rúminu sökum þessa höggs«, svar-
aði hreppstjórinn.
»Hann er vonandi ekki í lífs-
hættu?« spurði ungi greifinn,
»Nei, til allrar guðs lukku.«
Þetta var þó alt af staðreynd,
sem ekki var mögulegt að skýra á
augabragði, og Koltz hreppstjóri
var mjög forvitinn eftir að vita
hvernig Franz v. Telek skýrði þetta
atvik.
Franz v. Telek sagði það sem
hér fer á eftir eins rólegur og hann
venjulega var:
»Alt sem eg hingað til hefi heyrt
og endurtek það aftur, finst mér
ofur skiljanlegt. Eg efast nú ekki
lengur um að oúið er í Karpatha-
höllinni . . . þó eg geti ekki sagt
hverjir það séu. Það eru að minsta
kosti ekki andar, heldur menn sem
hafa góðar og gildar ástæður til að
leynast, — ef til vill eru það glæpa-
inenn . . .«
»Hvaö segiö þér! Glæpamennl*
hrópaði Koltz hreppstjóri.