Vísir - 15.11.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 15.11.1914, Blaðsíða 1
1231 í C i ; ft. 9 r V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blaö á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um arið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuróCau Ársfj.kr.t,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/s doll. Sunnudaginn 15. nóvember 1914. VISIR kefrru’r ‘út ’ kl. 12 á hádegl hvern virkan.dag., Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400 —Riístjóri: GunnarSigurð3Son(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3siðd. SE-ESS? Gamla Bió Til eilífðar. Ljómandi fögur donsk list- mynd í 3 þáttum. Áðalhlutverkin leika: Gudrun Houlberg, Emilie Sannom og E. Gregers. . * Ovenju fðgur mynd. Líkkistur líkkistuskraut og líkklæði mest úrval hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg2 » tawmaUsWm Hjá Eyv. Árnasyni, Laufásveg 2. 1 BÆJA FRETTIR Afmæli á morgun. Ásthildur Thorsteinsson, frú. Krislján Benediktsson, trésm Ragnheiður Jónasdótti , ungfrú. Finnur O. Thorlacius, t*ésm. Háflæði { dag. Háflóð árd. kl. 3,11. Siðd. kl. 3,33. Messur f dag. f fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi séra Ólafur Ólafsson. í frfkirkjunni í Reykjavík kl. 12 á hád. sr. Haraldur Níelsson. Kl. 5 e, m. sr. Ól. Ólafsson. Kl. 7 e. m. sr. Bjarni Jónsson (altarisganga) Skautaféiagið hefir látið afgreiða stórt svæði á Tjörninni, og verður það opnað til afnota kl. 2 í dag. Þar verður fólk- inu skemt með lúðrahljómi. Póstar. Norðan- og vestan-póstar koma f dag. Dansleikur Skautaféiagsins, hinn fyrsti á vetr- inum, var haldinn á »Hótel Reykja- víkc f gærkveldi. Fór hann vel fram °g skemtu menn sér hið besta. Bogi A. J. Þórðarson verksmiðjueigandi á Álafossi heíir keypt aðra flutningabifreið Sveins ^ddssonar (nr. 11). Ætlar hann ^*na til flutninga til og frá veik- 8Ml'ðjnnni. SlMSKETTI London 14. nóv. kl. 10B, f. h. París: Orusfan á norðurherstöðvunum ekkl eíns áköf, en kringum Yprcs er bar st af mikiili grimd. Bandamenn vinna á smámsamvm. Breski hei inn vann mikinn sigur á miðvikuúaginn var á prússnesku líf- va> ðarsveitinni, sem lét eftir 700 dauða. Petrograd: Rússar hafa iek!ð Krasno- Orustan heldur áfram kringum Soldau. Þýsku beitiskipin Leipzig og Dresden hafa kom- ið til Valparaiso. Central News. OPWBEE TILiYNNING frá TH. TH. Kvennvetrarkápur, vetrarvetlingar, skinnvörur, búar, múffur og húfur, gólfteppi stór og smá, mikið úrvai. komið með s/s Ceres f Austurstræti 14. Hockey-æfing kl. 1. Skeytin frá enska utanríkisráða- néyti u. Þegar Mbl. fór að birta skeyt' frá cnska utan'íkisráðaneytinu, sem Mr. Cable ræðismaður fær send, sneri ritstj. Vfsis sér þegar til ræðis- mannsins og b ð hann leyfis að fá skeytin fyrir hönd Centra! News- félagsins. Hann tók þeim málum vel og æskti þess, að Vísir fengi skeytahandritin lánuð hjá Mbl. Til málamynda var svo gerð árangurs- laus tilraim til þessa, og skömmu seinna, samkveldis, barst oss, að Vísir mætti að vísu fá skeytin, en yrði að láta Mbl. standa undir þeim. Vitanlega höfnuðum vér þessu, þar sem vér vissum með vissu, að það 1 gat hvorki verið tilgangur ensku stjórnarinnar, sem er kunn að sann- girni og réttsýni, né heldur ræðis- mannsins, eins og síðar er fram komið, að gefa einu blaði einka- rétt á birtingu skeytanna, en úti- loka öli önnur blöð frá því, enda er það auðsætt, að tilgangur skeyta- scndinganna er þessu gagnstæður, Ritstjórar blaðanna Ingólfs, Lögréttu, Þjóðviljans og Vísis sendu því Mr. Cable bréf, fyrir hönd sín og ann- ara ritstjóra, (þar á meðal ritstj. Norðurlands og Austra), sem báðir höfðu símað til Central News-fél- agsins, og borið sig upp undan þessu), þess efnis, að ráðstöfun þessi vekti megna óánægju og ósk- uðu fastlega eftir, að fá skeytin til birtingar. Ræðismaðurinn tók þessu hið besta, og kvaðst skrifa sam- stundis til utanríkisráðaneytisins til þess að fá samþykki þess til þessa. Þ; ð má því telja vísl, að öll ís- lensl; blöð fái bráðlega skeyti þessi, og er það æskilegt, að fa nákvæm- ari skeyti, þótt þau séu vitanlega einbliða, þegar eitthvað markvert fer að gcrast, Nú sem stendur gerir þetta ekkert til, þegar engin ineriiistíðindi gerast og styrjöldinni gerir hkorki að reka né ganga, enda flytnr Central News öll merk tíð- , indi. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12—1, Leikféla-g Eeykj a ví k ur Drengurinn , minn ] í kvöld kl. 8. ! Aðgöngumiðar seldir í Iðna - armanna! úsinit kí. 10 12 árd. o frá kl. 2 síðd. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað lyrir kl. 3 síðd. sýnir í kvöld og næstu kvöld: stysÆ. Áhrífamikinn sjónleik í 3 þáftum. Meðal annars sést stötkost- legt járnbraularslys. Efni leiks ins er tekið úr hinu stórvið- burðaríka lífi amerísku/ járn- brautakongqnna. Mynd þessi er leikin af »Vitagrap«félaginu íNewYork og leika í henni frægustu leik endur þeirra. Nýja Bíó hefir fengið mynd þessa beint frá félaginu og er hún meðal bestu mynda,sem vér höfum haft. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. f. Skrifstofutími 12-1 o;4-5. Aust.urstr.1 N B. Nielsen. Draumur. Prest dreymir fyrir stríðslokum. Prest nokkurn ónefndan dreymdi í sumar áður en styrjöldin hófst, að einn veggurinn á húsi hans væri fallinn. Hann sá völlu vfða í suð- urátt og var þar ógrynni manna í áköfum bardaga. Fyrir ofan sjón- deildarhringinn sá hann standa gullnu letri á himninum 15. júlí 1914 — 15. mars 1915. Eins og kunnugt er byrjuðu Rússar að skera upp herör 15. júlf. Nú er eftir að vita, hvort draumur- inn rætist, ög styrjöldinni verði lokið 15. mars 1915.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.