Vísir - 15.11.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1914, Blaðsíða 2
V í S 1 R Ræða flutt af ræðismanni Frakka, A. Blanche, á fundi í »Aliiance fran^aise* 12. nóv. 1914. Eg kann stjóm »Alliance fran- ^•aisec bestu þakkir fyrir, að hafa stofnað til þessa fundar núna, þeg- ?x oss er vinsemdarvotturinn sér- staklpga dýrmætur. Ungfrú. Þóra Friðriksson hefir með hlýleik og samúð, sem eg er henni mjög þakklátur fyrir, skýrt frá þeini huga, er vorir hraustu hermenn bera í brjósti á þessari hræðilegu heljarslóð, sem að víð- áitu og voða yfirgengur alt það, srm sögur kunna frá að segja til þessa dags. Allur æskul/3ur vor, eða öllu heldur Frakklaid alt, á þar í blóðugum bardaga við óvin, scm líka er hraustur og fullur föð- m landsástar. Hann fær einnig að sjá blómann af landslýð sínum hverfa smátt og smátt, Þrátt fyrir ai'ar tilraunir til að bæta kjör mann- kynsins, þrátt fyrir alt, sem ritað hefír verið og rætt til að vekja vínahug og samábyrgð alþjóða á milli, þá er þetta, nú á sjálfri 20. öldinni, orðin niðurstaðan af þeirri stefnu, er Bismarck hóf tyrir 50 ár- um, en síðan hefir verið framfylgt trúlega og harðfengilega af prúss- neskum herskap. Hér vil eg taka það fram, er eg tala um svo nýtt og nærgengt efni, að virðist eitjhver orð mín æst, þá er þeim auðvitað ekki beint að öðru en sérstakri stjórnarstefnu og sér- stakri sameiginlegri framkomu, og sner>a því engan Þjóðverja sem einstakling. Sérstaklega þætti mér mjög fyrir því, ef menn eins og sé'a Meulenberg eða hin æruverða yfirhjúkrunarkona Landakotsspital- ans og viróulegar starfssystur henn- ar, sem vér höfum öll lært að virða og elska, gætu særst af orðum mínum. Með þessum formála, sem mér var kært að gera, og með fullri viðurkenningu á öllum góðum eig- inleikum Þjóðverja, persónulegum og þjóðlegum, þá held eg ekki, að neinn óhlutdrægur athugandi hik- aði við að fullyrða, að herskapur- inn prússneski, runninn undan rifj- um stéttar, sem ekki hefir annað markmið en völdiu og stríðið, hann befir um mörg ár verið sannarleg plága fyrir Evrópu, og að hann einn á sök á árekstri þeim, sem orðinn er. Mikið hefir verið deilt um það á báðar hliðar, hver á- byrgðina bæri á stríðinu og ætla eg ekki að fara að rifja það upp, en það sem eg get sagt, — og allir þeir, scm fylgt hafa innanlands- málum Frakka síðustu 15 árin, munu þat vera mér sammála, — það er, að landið mitt hefir að minsta kosti ekki viljað stríðið. Sé nokkur ásökun réltmæt í garð flestra vorra stjómmálamanna, þá er það sú, að hafa trúað of einlæglega á friðarmálin, sem allir höfðu á vör- um, að hafa talið framkvæmanlega nú þá hugsjón, sem viröist því miður eiga svo Iangt í land, og að hafa freistast til að veikja herbún- að vom í stað þess að styrkja hann. Fn þrátt 'fyrir skýjaborgir og mannúðardrauma, þá hafa til allrar hamingju þeir vakað þögulir, sem falið var að vernda land og þjóð. Og í broddi fylkingar hinn ágæti foringi, sem með lakari útbúnaði, en með óviðjafnanlegri visku, hefir kunnað að halda við glöðu hug- rekki hermanna vorra, stöðva og brjóta á bak aftur áhlaup voldug- asta og best sameinaða herjar, sem ef til vill hefir nokkru sinni verið til. Eg nefni hér með þakklátum og hrærðurn huga Joffre yfirhers- höfðingja. En þó að Pússlandi megi kenna um þau atvik, sem dregið hafa til þessa mikla öfriðar, þá er það, sem það kann að hafa gert síðustu fim- tíu árin, ekki annað en fyrirgefan- leg og afsakanieg yfirsjón, í sam- anburði við athafnir þess í ágúst- mánuði; að ráðast á friðsama, starf- sama þjóð, sem það hafði sjálft trygt sjálfstæði og hlutlcysi. Breytni Prússa við Belgíu er í mínum augum sá glæpur, sem aldrei verður af þveginn, glæpur, sem segja má um með skáldinu: La mer y passerait sans laver la souillure Car l’abíme est immcnse et la tache est au fond1). í nýju sögunni er ekkert til þess að vega á móti þessum voða glæp nema einmitt hinn frábæri hetjuhug- ur Alberts konungs og þjóðar hans. Nöfn þeirra eru héðan í frá rituð með óafmáanlegu letri í frægðar- sögu mannkynsins, Hugsið ykkur litla þjóð, iönaðar þjóð og versl- unar, ef til vill ríkari og farsælli en nokkur önnur í Evrópu. Hún cr vön þægilegum og auðveldum lifn- aðarháttum. Alt í einu er skorað á hana að lofa hinum ægilega, þýska her að fara ferða sinna til þess hann geti læðst að baki óvini sínum, sem hann ekki virðist þora að ganga framan að á landamærum Löth- ringens. Það er ofur auðvelt að vetða við þessari áskorun, þetta er ekki ann- að en nokkurra stunda eða í mesta lagi nokkurra daga umferð sem eng- in spor þarf að skilja eftir. Því öll hjörðin ætlar að dreifasér um franskt land, þar sem menn þvkjast örugg- ir í skjóli samninganna. Fáist sani- þykki er engin hætta, engar afleið- ingar nema þá missir siðferðisleg: sjálfstæðis og meðvitun iin um ao hafa reynst ódrengur. Sé h:ns veg- ar neitað, þá er eldur, jarn, dauði, sár^.rústir — alt landið undir báli og brandi. Og þó hefir hvorki Albert konungur né þjóð hans hik- að eitt augnablik og hafa drukkið í botn bikar kvala og hörmunga. Þess vegna gefur enginn Frakki framar nefnt nafn Belgíu og Alberts konungs án þess að hjartað berjist honum í brjósti, vegna þess getur enginn frakkneskur maður sofið ró- legum svefni eða notið óblandinnar 1) í lauslegri íslenskri þýöingu: Svo grómtekið til grunna er ‘alt, sú grimd og hroki, svik og ran, það hrykki ekki hafið salt að hreinsa burtu slíka smán. gleði, meðan konungurinn og þjóð- in hafa eigi náð rétti sínum aftur og verða að búa undir járnhæli kúgarans. En þessi kúgari hefir dirfst aö kvarta yfir illri meðferð af íbúum þess lands sem hann hefir níðst á, hann hefir dirfst að verja frammi fyrir áliti hlutlausra manna pann rétt sem hann hefði til að refsa því. Er það ekki öldungis eins og ef þjófurinn eða morðinginn kvartaði yfir þeim hermdarverkum sem hann yrði að þola af bráð sinni, og krefð- ist réttar til að refsa fyrir þau. En enn þá ótrúlegra er hitt, að frábær- ir vísindamenn og ágætir rithöfund- ar, sem búast mætti við að væru góðir drengir, hafa í opinberu skjali fallist á þessar voða-kenningar sem brjóta í bág við öll viðurkend hug- tök og minna á svörtustu tímabil sögunnar. Varla myndi nokkur heimta af öllum þessum frægu mönnum, að þeir afneituðu landi sínu á slíkri stund, en þeir gátu að minsta kosti þagað. Ef maður gæti hngsað sér, það sem þó.væri óhugs- andi, að Frakkfand 20. aldarinnar hefði brotið hlutleysi Belgíu og far- ið með hana eins og Þýskaland hefir gert, mundi þá nokkur ímynda sér, að menn eins og Boutroúx, Bergson eða Maurice Barrés hefðu skrifað nöfn sín undir skjal til þess að samþykkja slíkar gerðir. Eg hefi ekki getað stilt mig um, að orðlengja nokkuð við yður um þetfa efni, sem hugur nrinn er svo gagntekitin af. Eg þakka yður fyrir að hafa gefið mér fækifæri t'l þess. Reyndar held eg, að enginn yðar sé í efa um það, hvaða hiutverk vér höfum í þessu stríði, þér skiljið, að vér, nú sem áður, berjumst fyrir meira frelsi og réftlæíi og fyrir rétti smáþjóðanna til að lifa óháðu lífi Að endingu bið eg yður með mér að renna huganum til tveggja fé- lagsmanna vorra, sem oft hafa stutt sanikomur vorar, en nú hafa verið teknir frá friðsömUm störfum og berjast nú í broddi fylkingar; Cour- mont og Barraud. — Eg held að vér getum ekki lokið máli voru betur en með því, að óska þeim allra heilla og hamingju og biðja þess, að þessir gömlu forvígismenn franskrar tungu megi brátt hverfa aftur til sinna kæru vísindaiðkanna, er þeir hafa með hreysti sinni stuðl- að að því, að þríliti fánínn fái að blakia sigri hrósandi í blænunr! ÁVEXTI R í DÓSUM BESTIR í L I V E R P O O L. atVó^uttvat ágætu, konmar aftur til Antonjurgens margaríne. verksmiðjur Oss, Hollanai. Stærsta margaríneverksmiðja í Evrópu. Afgreiðir eins og vana- lega fljótt via Leith eða Kaup- mannahöfn og gjaldfrestur veitt- ur eins og undanfarið. Merki verksmiðjunnar eru H E D C og verða frá næstu áramótum og framvegis stimpluð með fullu nafni verksmiðjunnar til þess að hægt verði að þekkja þau frá eftirlíkingum. Aðeins selt til kaupmanna. Umboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar: JL Qfcet&awpL Tempiarasundi 5, Reykjavík. ‘MtvUvweset* -MD et^ £efve-J&tettvetfv:3t\jetv byggir sérstaklega botnyörpunga og breytir vanalegum gufuvélum skipa í yfirhitunarvélar. Umboðsmaður okkar, hr. Sigfús Blöndahl, Reykjavík— Hamburg 11, gefur allar frekari upplýsingar. ^auðfiáf,. SeWetv. SaUælut. 3^a\x5f)edet o. fl. nýkomið til Jes Zimsen. Bógi Ðryojöl sson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa í Aðalstiæti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 siðd. Talsími 250. Eidsvoðaábyrgð hvergi ódýrari en hjá >NYE DANSKE BRANDFORSIKRINGSSELSKAB.‘ Aðalumboðsmaður er: SIGHV. BJARNASON, bankastjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.