Vísir


Vísir - 23.11.1914, Qupperneq 1

Vísir - 23.11.1914, Qupperneq 1
1239 V í S 1 R m V 1 S 1 R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuróCau Ársí).kr.t,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 21/2 doll. Mánudaginn 23. nóvember 1914; kemur út kl. 12áhádegl hvern virkan dag. - Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opín kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Riístjóri: GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3siðd. f Til sölu birkihrís í 40 punda böggum á 1 kr. Hverfisgötu 71. Skógræktarstjórinn. BÆJA'TRETTIR Háflæði í dag. Árdegis háflæði kl. 9,35 Síðdegis háflæði kl. 10,4. Véðrið í dag: Vm. loftv. 755 a. storm h. 0,5 Rv. t( 754 na. snv. “—1,0 íf. tt 753 logn “ —2,5 Ak. it 754 ssv. kul. “ —2,0 Gr. U 721 s kul. “ —8,0 Sf. tt 759 logn “ —3,4 Þh. tt 760 Jogn “ —2,5 Afmaeli & morgun. Kristinn Magnússon, skipstj. Sigurður Magnússon, læknir. Helgi Jónsson, bóndi í Tungu. Cuðríður Guðmundsdóttir, frú. Eiríkur Bjarnason, járnsmiður Sterlfng . , fór lil Vesturlands í gærkveldi. Greal Admiral fer til Fleetwood á vesturströnd Englands annað kvöld. Tekur póst. Xerxes, breskt botnvörpuskip, fdr til Aber- deen á Skotlandi í nótt. Skallagrfmur fór frá Fleetwood í fyrradag, Gæti komið hingaö a miðvikudagskveld. Gefin saman í fyrradag: Jón Erlendsson, stýri- maöur á Sterling, Norðurstíg 3 B., og yngismey Dómhildur Ásgríms- dóttir. Bannlagabrotið. Sigurður Jónsson hefir beðið »Vísir« að geta þess, að hann hafi að eins flutt vínið í land, en ekki keypt það. Prófin bera líka með sér, að matreiðslumaöurinn bað hann fyrir pokann til Kirks hafnar- verkfræðings.—Þorvaldur Björnsson lögregluþjónn hefir beðið að geta þess, aö síðari hluti frásagnarinnar um bannlagabrotið í gær sé ekki eftir sér. — En prófin sýna, að rétl var skýrt frá sektarupphæöunum. Ný póstkort hefir Friðfinnur Guðjónsson gef- út. Eru það afmæliskveðjur, jóla- nýjárs- og sumar-óskir með íslensk- Utn texta og snotrum myndum ís- ,enskum. SÍMSKEYTI London 21. nóv. kl. 10)2 f. h. París: Aðgerðaleysi á norður-herstöðvunum vegna vetr arveðurs. Þjóð/irjar hafa gert áköf áhtaup í Argonne, en verið hraktir tilbaka. Þorpið Chauvoncourt, sem er hsegra megin, hefir verið tekið aftur. > Petrograd: Aköf orusta heldur áfram, Rússar hafa unnið lítið eitt á milii Vlstula og Warta, tekið nokkur hundruð fanga nálægt Lodz. Breska sjómálaráðaneytið auglýsir sérstakar tundurduflavarnir við aðalhafnir á austurströndinni. Kaupfcr munu fá hafnsögu. Central News. Mintiisblað um Hallgrím Pétursson er nýkomið út, og verður víst far- ið að selja það næstu dagana. Hefir Samúel Eggersson skraut- ritari teiknað það, en Ó. G. Eyj- ólfsson látið prenta það í Þýska- landi. Á miðju blaðinu er mynd af séra Hallgrími, hempuskrýdd- um á prédikunarstóli, og eru letr- uð á stólinn vers og orðskviðir úr Passíusálmunum; á framhlið- inni er versið: «Gefðu að móð- urmálið mitt*. Til beggja handa eru súlur og þar á hörpur tvær vafðar grænum sveigum, og er þar letrað 1. versið af sálminum »AIlt eins og blómstrið eina«, en neðar eru vers um Hallgrím eftir Matth. Joch. En uppi yfir öllu saman er bogi af bókum, og eru það allar 43 útgáfurnar af Passíusálmunum og nafn Hall- gríms Péturssonar á kjalaröðinni með stóru og skrautlegu letri. Yfirleiit er blaðið skrautlegt og gengur sjálfsagt vel út. Vélbátar týndir? (Símfrétt frá Vestm.eyj.) Vísir átti í gærkveldi símtal við Gísla konsúl Johnsen í Vm.eyjum j og sagði hann að síðastliðinn mánu- dag hafi þrír vélbátar lagt af stað frá Norðfirði og ætlað til Vest- mannaeyja. Voru þeir eign Gísla kaupmanns Hjálmarssonar. En í gærkveldi ö1/^ voru tveir bátarnir enn ókomir fram, en þriöji bátur- inn kom til Vestmannaeyja fyrir þrem dögum. Hafði hann fengið illviðri og verið mjög hætt kominn. Formaður á þessum bát var Karl Karlsson, ættaður af Austfjörðum og voru þeir þrír á. En á bátunum, sem vanta, voru þeir formenn, Ólafur Waage og Bjargmundur (föðurnafn hans vissi heimildar- maður vor ekki), báðir liéðan úr Reykjavík, Hve stórar batshafnirnar voru á bátunum, sem vanta, vissi hann heldur ekki. Fyrirspurn. Hvernig hefði verið urmt að sanna bannlagabrotið upp á þá þrjá menn, sem »Vísir« gat um í gær, að sekl- aðir hafðu verið, ef kálið hefði ekki verið í pokanum og haldið honum á floti? Sveinn. Svar: Sennilega hefði orðið að sleppa Siguröi, sökum vöntunar á sönnun- argögnum, nema því að eins, að hægt hefði verið að slæða pokann upp. En þá var eftir að sanna, að það væri sami pokinn, nema Sig- urður gengist við jhonum góðfús- lega. TyrJtír og ófriðurinn. Það er sagt fullum fetum, að það sé býska herskipinu »Goeben« að kenna, að Tyrkland drógst inn t ófriðinn. Hafi það sent loftskeyti tii Konstantinopel með þeirri blekk- ingarfregn, að Rússar hefðu ráðist á tyrknesk skip í Svartahafinu. Hvað stendur ófriðurinn mikli lengi? Um það, hve lengi minn mikli ófriður, sem nú geysar um alla Norðurálfuna, muni standa yfir, hefir mjög merkur frakkneskur hershöfðingi látið í Ijósi skoðun sína á þessa Jeið: 1. LIFAIDI FEÉTTABLAÐ 2. FLÖKKCFKOIAI FAGBA Sorgarleikur í 2 þáttum, Ieikinn af »Vitagraph« í New-York. 3. YILT UM HJÓIASÆMIIA Ágætur gamanleikur. Meðai leikendanna er Buch o. Psilander. Hann skiftir ófriðnum í 6 tíma- bil : tvö, sem eru liðm, eiit, sem stendur yfir, og þrjú, sem eru ö. ko nin, Fyrsta tímabilið er framsókriin gegnum Belgíu inn á Frakkland. Annað tímabilið er viðureignin við Marnefljótið ogundanhald Þjóð- verja að Aisnefljótinu. Þriðja tímabilið er viðweignin við Aisnefljótið og áframhaldið af henni norður og vestur á bóginn, sem endar á baráttunni um að komast að Calais. Fjórða tímabilið mun verða nýt! undanhald Þjóðverja að Maasfljótinn, viðstaða og vörn þar. Funta íímabilið mun verða nýu undanhald, að Rin, vörn og orustur þar. Sjötta tímabílið verður framsókn til Berlínar. Hann ætlar svo á, að baráttan um að komast til Calais muni ekki verða að öllu leyti á enda kljáð fyr en í öndverðum desembermánuði. Hann áætlar 5 mánaða tíma til baráttunnar við Maasfljótið, þangað til í lok aprílmánaðar eða byrjun maímánaðar 1915. Viðureignin við Rín hyggur hann að verði helmingi lengri, það er að segja, standa yfir þangað til í feþrúar 1916. Framsóknin til Berlínar ælti svo að binda enda á ófriðinn, þannig að herlið bandamanna yrði farið heim aftur úr Þýskalandi árið 1917. Þessi áætjun gjörir ráð fyrir alt að 3 árum handa ófriðnum. Þessi sami merki hershöfðingi hyggur, að franisókn Rússa muni þurfa jafn langan tíma, og að ah sé komið undir stöðugri og öflugri framsókn af hálfu bandamanna. Hann gerir einnig ráð fyrir, að Þjóðverjar haldi undan hægt og bítandi, og að hvorugum verði á neitt piikið glappaskot í hernaðarlist sinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.