Vísir - 11.12.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1914, Blaðsíða 2
VISIR Vlð gefmn 2otafsiáttaf öllum ullar-kjölaíauum nú um iíma. Austureiræti 1. Asg. G, Gunniaugsson íversl. Jóns Zoega Bankastr. 14 eru lang ódýrust í bænum, mörg þús. úr að velja. y Aætlun um tekjur o g gjöld hafnarsjóðs árið 1915. T e k j u r: 1. Eftirstöðvar frá fyrra ári............................kr. 775 000,oo 2. Hafnargjöid af skipum ...............................— 19 000,oo 3. Vextir: a) af eldri hafnarsjóði . . kr. 3 000,oo b) af hafnargerðarláninu . . — 16 000,oo —---------kr. 19 000,oo 4. Tillag til hafnargerðar úr landssjóði..............— 200 000,oo 5. Óvissar tekjur......................................— 100,oo Samtals kr. 1 007 190,oo G j ö I d: 1. a) Laun reik.iingshaldara . . . . kr. 150,oo b) Laun hafnarþjóns.......................— 120,oo ----------kr. 270,oo 2. Til vita og hafnarljósa: a) Engeyjarvitarnir................kr. 440,oo b) Hafnarvitinn......................— 200,oo c) Bryggjuljósin.....................— 600,oo ----------— 1240,oo 3. Til sæmerkja.......................................— 300,oo 4. Til hafnarbryggjunnar..................................— 200,oo 5. Ýms útgjöld, hreinsun fjörunnar o. fl.................— 500,oo 6. Til hafnargerðar.......................................— 800 000,oo 7. Vextir af hafnarláninu............................— 51 840,oo 8. Afborgun hafnarlánsins.................................— 24 000,oo 9. Eftirstöðvar í árslok 1915 — 128 750,oo Samtals kr. 1 007 100,oo Hljóðfærasveit Hr. P. Bernburgs. Eg settist inn á »Hótel Reykjavík« í fyrra kvöld, því að eg heyiði sagt, að þar ætti að spiia 12 manna íiljóö- færasveit. Eg sá á sunnudaginn aug- lýstan hljómleik 12 manna hljóð- færasveitar, en hafði ekki tækifæri til þess að sækja hann. Eg hafði ekki búist við miklu, því að eg hafði rekið mig á það, að það, sem hér hafði verið nefnt »Orkester«, hefir aðeins verið brot, og því orö- ið fremur óáheyrilegl, mest vegna þess, að þar hafa verið stilt saman hljóðfæri, sem tæplega samrýmast, þegar ekki eru fleiri hljóðfæri sem eru til þess að tengja saman og ■, samrýma þær hljóðfærategundir, sem þetta »Orkester«-brot hafði á að skipa, sem sé einni fiðlu, klarinetti, 1 kornetti og 2 bumbum og svo pianói. En þrátt fyrir það á hr. Bernburg þakkir skildar fyrir þá viðleitni sína, það var byrjunarstig- ið. En nú hefir verið bætt úr þessu svo, að komin er upp hljóðfæra- sveit, og sem eg þori að full- yrða, að mikils megi vænta af, ef sá félagsskapur — eins og svo margur annar — fer ekki f handa- skolum vegna áhugaleysis eða ó- félagslyndis; — vænta mikils af, segi eg — eg fann það glögt í fyrra kvöld, þrátt fyrir gallana, sem að vísu bar á með köflum, að með alúð og áhuga og góðu vali á við- fangsefnum, getur þessi hljóðfæra- sveit orðið hin áheyrilegasta. Við- fangsefni í fyrra kvöld voru að mestu leyti danslög, en því vildi eg beina að hr. Bernburg, sem einnig stjórnar þessum flokki, hvort ekki væri heppilegra að velja heldur ganghæg »Orkester«-lög en danslög, þegar hann býður til hljóin- leika næst, eða til skemtunar á »Hó- tel Reykjavík*. Og að endingu vil eg hvetja þau félög og skemtiflokka, sem vilja hafa góða skemtun á mannfundum og samátum sínum, að nota þenna hljóðfæraflokk bæði til þess að njóla góðrar skemtunar og til þess að auka þessum mönnum áhuga í við- leitni þeirra í að gera þessa hljóð- færasveit sem fullkomnasta. Jafnvel leikhúsið hér ætti að faka fiokkinn að sér og skemta áhorfendum sínum við leiksýningar milli þátta með hljóðfæraleik hans, eins og hvar- vetna tíðkast erlendis. Pór þögli. Slíkt má ekki eigasór stað. Eg var á ferð 27. nóv. suður á Grímstaðaholti. Þegar eg kem suður á miðja melana, verður mér litið til hægri. Sé eg hvar koma tveir ökumenn með sinn hestinn hvor. Þeir höfðu báðir sleða í eftirdragi og áhöfn. Á hvorum sleða voru þrjú steinolíuföt. Eg sá, að hest- arnir gengu rösklega fyrir drætti, sem virtist þó að vera þeim nokk- uð erfiður. Alt í einu, þegar þeir koma norður undir íþróttavöll, nem- ur fremri hesturinn staðar og vill ekki Iengra fara, Ökumaðuiinn stansar við. — Hvað var í vegin- um ? spurði eg sjálfan mig. Lík- ast til auður blettur í götunni. Þetta var rétt tilgáta, sem það sann- ar, sem á eftir kemur. Alt í einu þrífur ökumaöur hrottalega í tauma hestsins til að drífa hanri á stað. En það dugir ekki til. Þá tekur ökumaður keyrið og slær hestinn bæði á lend og afturfætur, þar til klárinn sjáanlega þolir ekki við: rífur hann sig þá fram með sleð- ann og kemur drættinum á stað.— Ennþá tekur sleðinn niðri og fær klárinn samstundis ósvífna ráðningu. Klárinn fer þó aftur á stað, en sleðinn stendur þó fastur. Hestur- inn er bersýnilega orðinn |móður, sem ekki var að undra. Eg stend ennþá kyr til að sjá þriðju atlög- una. Eftir fáar sekúndur byrjar barsmíðin aftur. en klárinn fer ekki að heldur, Nú fer aftari ökumaður fraui fyrir með sinn hest. Keyrið er brúkað ósleitilega. Hesturinn veit ekkí, hvernig hann á að hemja sig, en hann finnur enga miskunn hjá yfirboðaranum. Öluimaður, sem nú var á undan, sér, að þetta dug- ar ekki, og kemur loks með bjálka og lyftir aftan undir sleðann. Þetta kom að haldi. Klárínn komst af stað og gekk vel svo langt sem eg sá til. Mér datt í hug, að vel hefði mátt létta sleðann, svo veslings skepnan hefði ekki þurft að sæta slíkti með- ferð, sem þarna átti sér stað. Hér er Ijóst sýnishorn af innræti þeirra manna, sem ekkert skifta sér um, hvað skepnurnar líða, sem altaf þegja. Það er ekki nema lofsvert hverj- um manni að stunda verk sitt með dugnaði og trúmensku, en það er ekki minna um vert, að gæta þeirra hluta, sem meðhöndiaðir eru til fram- kvæmda, hvort heldur eru lífs eöa dauðir. Eg vil benda þeim á, sem með hesta hafa aö gera, hvort heldur eru eigendur eða ekki, aö þeir láti þá ekki sæta ótithlýðilegr meöferð, og ennfremur vil eg benda þeim, sem laganna eiga að gæta, á það, að I^yfa ekki hinum og þessum kæruleysisböðlum að stjórna þarfasta þjóninum. Reykjavík 28. nóv. 1914. S. H. Greymenska. Fyrir skömmu varð stúlka nokk- ur vitstola hér í bænum, sem sveit- læg var á Akranesi. Þegar fólk fær þessa veiki er það vanalegt, að hrepparnir taki það á sínar náðir. Stúlkan var því flutt til Akraness og hreppsnefndinni þar falið að sjá um hana. Fyrsta verk hreppsnefndarinnar var það að »slá utan um« stúlk- una og því næst að setja hana niöur í óvandaöan geymslukjallara, sem varla er hæfilegur handa skepn- um. Og þarna er hún látin vera, sem enginn ylur og lítil birta kemst að. Eins og menn geta nærri tekur hún oft af sér hverja spjör í æö- inu og er þá ails nakin í þessari kompu, sem alt frýs í. Hverjum manni með fullu viti er Ijóst, að stúlkan muni ekki lifa lengi við slíkan aðbúnað. Þekkja menn öllu meiri ómann- úð? Þetta er þó lifandi vera, sem kuldi og þrælmenska getur haft á- hrif á. Það er háðung fyrir siðaða menn að vita af þessu og reyna ekki neitt til að sporna við því. En það ætti að gera meira en að sporna við þessu, því það er sjálfsagt, það ætti að hegna þeim mönnum, sem hafa slíka fúlmensku í frammi við aum- ingjana, sem leita á náðir þjóð é- lagsins og geta ekki fyrir neinum kvartað. H á k o n. krautritun tek eg,—svo sem nöfn á bækur og kort, al/skonar heillaósklr og ávörp. — Einnig dæg eg letur i borða á likkransa. (Nöfn og lölur, sem eiga að sbaut- ritasty sé greinilega ritad á blað, er fylgi hverju stykki). Orettis^ ötu 22 B. (uppi). Skrifstofa 'W' Elmsklpaf]elags íslands jl i Landsbankanum uppi Opm kl, 5 7 Talsinn UW Líkkistur Iíkkistuskraut og líkklæði mest úrval hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.