Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1914næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 14.12.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1914, Blaðsíða 1
1262 Mánudaginrt 14. desembar 1914; V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 6Cau Ársf5.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2J/2 doll. V I S I R kemur úf kl. 12 á hádegi hvern virkan dag. Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Riístjóri: GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Tit viðt venjul. k!.2-3síðí! fer frá Reykjavík þriðjudaginn 15. des. árdegis. Hadda-Padda. (Frá fréttaritara Vísis í Höfn). Höfn 26/n—’14. Þ. 14. þ. m. var Hadda-Padda eftir Guðmund Kamban leikin hér á Konunglega leikhúsinu í fyrsta sinn fyrir troðfullu húsi, og varð sigur fyrir höfundinn og landinu til sóma. Frk. Ella Ungermann, áður leik- kona við nýja leikhúsið, lék aðal- hlutverk leiksins af snild og djúp- um skilningi. Tókst henni mætavel að sýna Höddu Pöddu, fyrst í henn- ar miklu gleði og síðan í sorg og örvænting, t. d. í þriðja þætti í samtali hennar við grasakonuna, Poul Reumert lék Ingólf, en tókst miður, þó ekki til stórra líta, enda er það hlutverk vandasamt. Allur útbúnaður leiksins var góð- ur. Fjallasýnin t. d. í þriðja þætti var ágæt. Fanst okkur íslending- um eins og við værum skyndilega horfnir heim í íslenskar fjallabygðir, og kiöppuðum ákaft lof í lófa fyrir höfundinum, sem sjálfur hafði sagt fyrir um tilbúning leiktjalda og að miklu leyti ráðið um allan útbúnað leiksins. Næstum allir ritdómar blaðanna lofa leikinn, en enginn þó í eins háum tónum eins og Julius Clausen í »Berlingske Tidende*. Hann segir að lokum : »Ef menn vilja ekki sjá þennan leik, þá hafa menn engan listsmekk í Danmörku, og má þá alveg eins vel loka Konunglega Ieikhúsinu«. Konur í Hði Þjóðverja. Fregn frá einkafregnrita »LIoyds Weekly News* í Petrograd um síð- ustu mánaðamót, segir þannig frá ófriðnum á austurherstöðvunum: — Hin mannskæða orusta milli Vi- stula og Warta, sem nú bráðlega mun á enda, mun sýna það, hvers Þjóðverjar mega vænta á austur- herstöðvunum. Hindenburg hershöfðingi er þar fyrir liði Þjóðverja og er hann tal- inn skara fram úr öllum öðrum þýskum hershöfðingjum að her- kænsku. — Á svæðinu frá Warta, nálægt Sieradz, og austur að Vistula, í námunda við Plock eru 8 þýskir herflokkar. Hindenburg hefir verið að reyna að brjótast gegn utn fylk- ingar Rússa við Lodz, en þrátt fyr- ir þótt Þjóðverjar hafi gert hvert æðisgengið áhlaupið af öðru, hafa þeir ekki getað bugað Rússann, senf er altaf jafnþybbinn fyrir. Hafa þeir beðið þar ógurlegt manntjón, Lodz var í nokkra daga í sömu fordæmingunni og Warsjá var í í október. Loftið skalf af fallbyssu- skotunum og íbúarnir kviðu stöð- ugt bráðum bana. Að síðustu hörf- uðu Þjóðverjar og gerði þá hestlið Rússa þeim allan þann óskunda sem það mátti og tók þá af nokkr- ar stórar fallbyssur. Það veikti aðstöðu Hindenburgs, að her hans var orðinn skilinn frá her krónprinsins, sero barðist fyrir sunnan Czenstochowa. Var það ætlun hans að láta aðaliið Russa hafa nóg að starfa meðan Hinden- burg ryfi fylkingarnar norður frá. En Rússar höfðu nægum liðsafla á að skipa til þess að taka á móti þeim báðurn. Og þegar Hinden- burg var orðinn talsvert aöþrengd- ur, kallaði hann til hjálpar við sig til að fylla skörðin við Vielun aust- urrískan her, sem ætlað hafði ver- ið að ráðast að baki her Rússa í vinstra fylkingararmi. Þessir aust- urrísku vesallingar sættu sömu ör- lögum og allir aðrir austurríkismenn, sem berjast með Prússum. Rússar urðu þeim ofjarlar, komu í veg fyrir ætlun þeirra, og ráku þá á ' flótta. Tóku Rússar þá höndum 5 | þús. manna og náðu mörgum tug- um af hríðskotabyssum. Aðstaða Hindenburgs ér nú von- laus, og þær mörgu þúsundirjfanga, sem streyma inn í Warsjá eru besti vottur þess. Á meðal fanganna er margt drengja og jafnvel konur og berst fjöldi kvenna í liði Þjóðverja. Síðan þetta var ritað hefir Þjóð- verjum tekist að ná Lodz, og er því útlit á, að þeir séu ekki í eins mikilli kreppu og fregnritari þessi áleit. Hvað á að gera við Belgíu? Ýms erlend blöð hafa tekið það til umræðu, hvað geia skuli við Belgíu eftir ófriðinn, Þjóðverjar eru fljótir til svara, því þeir þykj- ast munu vinna, og þeir eru nær allir sammála um það, að Belgía eigi að vera þýskt land. Á þann hátt ná Þjóðverjar á sitt vald kola- námunum í sunnanverðr: Belgíu og ströndunum og höfnunum að norðvestanverðu; og svo verða Belg- ar sjálfir að sjálfsögðu undirokaöir eins og fólkið í Slesvík, Lothringen, Ellsass, Posen og víðar. Þeir sem ekki eru Þjóðverjar, eru ekki eins fullvissir um aö Þjóð- verjar muni vinna, þvert á móti. Eftir hverja viku, sem líður, verður það augljósara, að Þjóðverjar hljóta að hopa vestan að og heim aftur. Og þá sé sjálfsagt að endurreisa Belgíuríki á sama hátt og áður. En nú eru sumir þeirrar skoð- unar, að Belgía hafi aldrei átt að vera sérsfakt ríki, og því eigi ekki að endurreisa hana sem slíkt. Þeir sem þessari skoðun fylgja álíta rétt- ast að nyrðri helmingur Iandsins (33/4 milj. Flæmingja) verði sam- einaður Hollandi, og syðri helm- ingurinn (3Y4 milj. Vallendingar) verði lagt til Frakklands því Flæm- ingjar eru Hollendingar og Val- lendingar Frakkar, bæði að máli og siðum; eins og Kríteyingar eru Grikkir og Holsteinsbúar Þjóðverjar. Flæmingjar og Vallendingar hafa iengi átt í stríði hvorir við aðra út af tungunni sem tala skyldi. I rauninni er hér um tvo þjóðflokka að ræða, sem eru mjög ólíkir, eins ólíkir og Þjóöverjar og Frakkar. Hin heilaga sameining steig ó- happaspor árið 1815 er hún Iét alla Belgíu sameinast Hollandi. Val- lendingar voru sérsíaklegaj mjög óá- nægðir með að vera undir hol- Ienska stjórn gefnir, og það end- aði með því, að Beigía sleit sig lausa 1830, og varð sjálfstætt ríki, samanstandandi af tveimur þjóð- flokkum. Hinn næst síðasti Belgíukonung- ur, Leopold I„ stofnandi Kongo- ríkis, hafði fyrir orðtak: »Samein- aðir stöndum vér«. En Belgir hafa | helst ti! lítið breytt eftir því orð- I tæki. j Það er óvenjulega vont að verja landið, og lega landsins er þannig, að hún freistar bardagaþjóða til að halda yfir það. Ótta þeim og skelfingu, er nú hefir dunið yfir, hefði verið hægt að komast hjá, ef Belgíu hefði ver- ið skift á ro.illi Frakklands og Hol- lands, því hvort landið fyrir sig hefði haft ráð á því að verja sinn landshluta eftir mætti. Laskaður tundurspillir. í Lloyds Weeldy News frá 29. f. m. er skýrt frá því er Anglo- Dane sigldi á þýska tundurspillir- inn fram undan Falsterbo á Skáni. — Tundurspillirinn S. 124 skreið áfrarn með íullum hraða Ijósalaus, er Anglo-Dane sigldi á hann mið- skipa. Tveir aðrir þýskir tundur- spillar komu honum til hjálpar og björguðu skipshöfninni, nema tveim- ur mönnum, sem Anglo-Dane náði. — Þrátt fyrir þótt skipið laskaðist mikið, sökk það ekki. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11 —12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnason. Z verður að lesast: Nú, með »Botnia« fékk hvorki meira né minna en tíu þúsund Póstkort »ekta Bromsilber»‘ sem vér seljum á aðeins 5 aura stykkið, þessi kort verða allir að sjá. Fleiri hundruð teg. af »Barnakortum» sem vantað hafa svo til- tinnanlega, þessi kort kosta á næstu grösum við oss 10 aura st., en það sem vér viljum láta lesa, og muna, er: að vér frá í dag til jóla gefum 3 aur. frímerki á hvert einasta 10 au. póstkort sem keypt er hjá okkur. Mikið af íslenskum kortum iíka til. Útlend kort frá 2 aurum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 1262. tölublað (14.12.1914)
https://timarit.is/issue/69789

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1262. tölublað (14.12.1914)

Aðgerðir: