Vísir - 19.12.1914, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R
Kjötfars og Fiskifars
er nú til sölu daglega í
JCoxluxsU^ \
Mikið af rammalistutn “HHl
kom með „Botnia“ til
trésmíðastofunnar Laugaveg 1 (bakhúsið).
Stærst úrval í borginni. — þar fást einnig myndir í ramma og
rammalausar. — NOTIÐ NÚ TÆKIFÆRIÐ meðan nógu er úr að velja.
Myndir innrammaðar fljótt og vel! Hvergi eins ódýrt.
fyrir Jólin
verðu r af sérstöku m
ástæðum
mikið af alskonar iminurn hentugum til jólagjafa, svo sem; úr-
um, klukkum, guilhringum og alskonar gull og silfur«=
vörum selt mun ódýrara en annarsstaðar.
Komið í tfma því alt á að seljast fyrir jól!
JCox^5\ör?
Bankastræti 12.
afar mikið úrval kom nú með »Botnia« og verða seldar
óvanalega ódýrt tii jóla.
Sturla Jónsson.
Vindla og sælgæti
til jólanna
Sex geitur
mB^mmasBagsaBaamBaaammmaaimmm
af ágætu kyni, sem eiga að bera um sumarmál, eru til sölu.
Semjíð við
3&f\&x\x\es }loxdat.
Ljósmyndastofa
7
Carls Oiafssonar
Laugaveg 46 Talsími 291
stækkar ljósmyndir í öllum stærðum.
Verðið er sanngjarnt. Vinna og verkefni hið vandaðasta. A v a 11
. kærkomin jólagiöt.
er áreiðanlega best að kaupa á Laugaveg 1.
Matar-
»axvur. verslun
Árna Jónssonar.
Sími 104 Laugaveg 37 Sími 104.
08 * *
Hefir nú svo fjölbreyttar birgðir að bjóða, að þangað kemur
enginn erindisleysu, sem vill kaupa sér það, sent er gott og
nauðsyniegt til hátíðamataríns.
Lftið f gluggana á morgun síðdegis.
Höllin
í
Karpatafjöllunum
Eftir
Jules Verne.
Frh.
Hann var bæði svangur og
þyrstur því hann hafði hvorki bragð-
að vott né þurt síðan hann fór frá
Werst, Honum veittist erfitt að
ganga og hann reikaði. Honum
veittist þungt að draga andann í
þessu raka og mollulega kjallara-
lofti og hann stóö á öndinni hvað
eftir annað. Um leið fékk hann
mikinn hjartslátt; svo ákafan, að
hann hélt oft, að hjartað mundi
springa.
Kiukkan hlaut að vera langt geng-
in 9. Alt í einu fann Franz að
hann hafði ekki fótfestn lengur.
Hann beygði sig niður og með
hendinni fann hann þrep er lá nið-
ur; hér var þá stigi.
Endaði hann undirhallarmúrnum?
Franz hikaði samt ekki við að
fara niður stigann, en gætti þess
vandlega, að telja þrepin, sem virt-
ust liggja til hliðar við stefnu
gangsins. Þannig gekk hann 77
þrep niður og kom þá aftur í lá-
réttan gang sem ótal hliðargangar
lágu út úr.
Hann gekk ennþá í hálfa klukku-
stund, án þess að nema staðar, svo
staönæmdist hann örmagna af þreytu
og rétt um lciö kom hann auga á
daufa ljósglætu 2—3 hundruð fet
fyrir framan sig.
En hvaðan gat þessi glæta komið.
Gat þar verið einhver af íbúum
hallarinnar með ljósker. Skyldi það
vera hún«, sagði Franz viö sjálfan
sig.
Hann mintist nú þess, að hon-
um hafði verið lýst að hallarhlið-
inu, þegar hann var að klöngrast
fram og aftur á Orgall-hásléttunni.
Og það var Stella sem hafði lýst hon-
um úr gluggum varöturnsins, var
ekki fjarri sanni að halda, að þetta
væri hún, sem æliaði að leiðbeina
honum í hallargöngunnm.
Franz, sem varla liafði vald á
hugsunum sínum beygði sig niður
og starði á ljósblettinn án þess þó
að leggja af stað í áttina til hans.
Það var frekar bjarmi heldur en
ljósdepill og þessi bjarmi virtist
lýsa upp neðanjarðarhvelfingu.
Franz ákvað þegar að halda á-
fram; hann gat með naumindum
staðið á fótunum og er hann hafði
skriðið í gegnum þröngt op, datt
hann niður á þrepskildi í litlu her-
bergi. Það var þokkalegt herbergi
hér um bil 12 feta langt og næst-
um hringmyndað. í miðri loft-
hvelfingunni, sem hvíidi á átta súl-
um hékk steinhella. í henni hékk
lampi sem lýsti með grænleitum
bjarma. Beint á móti dyrunum voru
aðrar dyr sem voru Iokaðar, en þó
gáfu ryðgaðir naglahausarnir til
kynna hvar lásinn var festur hinu
megin á hana.
Franz stóð á fætur, og skreidd-
ist yfir að þessum dyrum og reyndi
að hrista þær til. En það var
árangurslaust.
Nokkur gömul og slitin hús-
gögn voru í þessu neðanjarðar
hreysi. Á einum stað var rúm, eða
réttara sagt rúmstæði, úr eik. Á
því lágu nokkrar ábreiður og kodd-
ar. Á gólfinu stóð skemill á hjól
um, en upp við vegginn var borð,
sem fest var við hann með járn-
keðjum. Á því var vatnskrús með
vatni, diskur með köldu kjöti á,
og stór brauðsneið.
Alt þetta benti á, að einhverj-
um hefði verið ætlað að gista í
þessum ldefa, eöa öliu heldur þessu
fangelsi. Og nú hafði Frans v. Telek
látið ginna sig hingað niður.
Þó Franz væri mjög æstur og
ruglaður, datt honum ekki í hug,
að þetta væri gildra sem iögð hefði
verið fyrir hann. Hann var örmagna
af sulti og þreytu, og át þvi það
sem á borðinu var, og svalaði þorsta
sinum á vatninu. Síðan lagðist hann
út af í rúmið, til að safna kröft-
um dálitla stund.
Hann fór nú að reyna að hugsa
um, hvernig komið var fyrir hon-
um, en það var honum ómögulegt.
Átti hann að bíða komu dags-
ins, og halda svo áfram leit sinni?
Eða hafði hánn ekki lengur vald á
gerðum sínum? Nei, sagði hann
við sjálfan, eg bíð ekki . , . upp í
turninn . . . nei, ekki upp í turn-
inn . . . Eg verð að komast upp í
turninn í nótt . . . það hlýtur að
takast.