Vísir - 24.12.1914, Blaðsíða 2
Ví SIR
Sverðsöngur.
Ejtir Ií. Th. Körner.
Pú sverð við síðu mina,
hvað glœðir gleði þína?
Pú horfir hgrt til mín,
mig hgrgar kœtin þín.
Húrra, húrra, húrra!
»Mjer veifar vaskur drengur,
»Pað er minn yndis-fengur;
»og mig á maður frjáls,
»það magnar kœti stáls.
»Húrra, húrra, liúrrak
Já, fríða sverð, frjáls er eg,
og blíðu til þín ber eg,
sem vœrir þú mín kær,
mín f'ögur festarmœr.
Húrra, húrra, húrra!
Frá alda öðli hafa menn gengið syngjandi í orustur — út í
I opinn dauðann — syngjandi um hug og hreysti, sæmd og sigur.
Ýmsir hersöngvar hafa orðið þjóðsöngvar og eru heimskunn-
ir, t. d. hersöngur Frakka (»la Marseillaise«) og uppáhaldsher-
söngur Þjóðverja (»Die Wacht am Rhein«).
Ýms skáld hafa líka getið sér mikinn orðstír fyrir þess hátt-
ar kveðskap, en þeirra frægast má eflaust telja þjóðverjann K. Th.
Körner.
Iíarl Theodor Körner fæddist 1791; var af góðu bergi brot-
inn, og snemma skáldmæltur vel. Hann hafði tvo um tvítugt þeg-
ar f*jóðverjar hófu frelsisstríð sitt (við Napoleon mikla). Gekk
hann þá óðar ótilkvaddur í herinn, vorið 1813. Varð hann brátt
hvers manns hugljúfi; óx honum óðmegin af frelsisþrá þjóðarinn-
ar; orkti hann hersöngva í sífellu þá um vorið og sumarið; ílugu
þeir eins og vígahnettir um alt Þýskaland; urðu síðan frægir um
lönd öll.
Sverðsöngurinn er einna viðkunnastur af þessum kvæðum
Körners; ber tvent til: berserksgangur skáldsins, þar sem hann
jafnar morðvopni við ástmey, og það annað, að þetta kvæði orkti
hann á banadægri sínu.
Pað var í dögun, 26. ág. 1813; þá hripaði Körner þessi er-
indi í vasabók sina meðan hersveitin bjó sig til orustu; tók hann
síðan að þylja vísurnar fyrir kunningja sínum einum, en í þeirri
sömu svipan var blásið til atlögu.
Þjóðverjar unnu sigur í orustunni; ráku þeir flóttann um
kvöldið; var Körner einn í eftirförinni; varð hann þá fyrir fjand-
mannsskoti, í skógarjaðri einum, og hné til jarðar, sár til ólífis.
Stendur nú veglegur minnisvarði þar sem hann féll. gstr.
og sást ekki nema um mestu
stór str aum sfj örur.
Það orð lá á boða þessum,
að gömul álög mæltu svo fyrir,
að á honum skyldi tuttugu bát-
um berast á — og sögðu þeir, sem
best þóttu vera að sér í þeim
fræðum, að nú hefðu þegar 19
lokið sér af, og væri þvi að
eins sá tuttugasti eftir.
Ekki var Jón bóndi trúaður
á bábiljur þessar. En samt lék
havn sér aldrei að lendingu
sinni heldur kostaði ávalt kapps
um það, að ná heim í björtu,
enda var Jón góður sjómaður
og gætinn, þótt hann þætti sækja
ærið hart á stundum. — —
Loks rann upp Þorláksdagur
fyrir jól.
Jón bóndi í Brimilsey var þá
á fótum með degi og fór þegar
út á hlað, til þess að gá til
veðurs. Var vindur nokkru hæg-
gerðari, heldur en verið hafði
dagana fyrir, en sjór æði úfinn.
Bólstrar mildir voru í vesturátt,
en bakkinn mun lægri en fyrir-
farandi daga. Grænleitan bjarma
var að sjá í skörðum austur-
fjallanna, og þótti Jóni útlitið
tvísýnt mjög.
»Ekki er hann fallegur útlits
enn«, sagði Jón þegar hann
kom inn í baðstofuna aftur og
hafði boðið fólkinu góðan dag.
»Það gefur þá líklega ekki í
dag«, segir húsfreyjan—og bætir
við í áhyggjufullum rómi — »þá
verða nú venju fremur daufleg
blessuð jólin hérna hjá okkur«.
»Gefur!« segir Jón dræmt, »ja
þyrfti eg að sækja Ijómóður eða
lækni, mundi eg ekki hugsa
mig lengi um--------en — — jú,
auðvitað er fœrt eins og er — en
veðrið er tvísýnt!«
»Ekki vil eg«, segir húsfreyja
þungbúin, »að þú farir að tefla
neitt á tvær hættur, góði minn!
Það er svo guði fyrir að þakka,
að við sveltum ekki þótt förin
verði ófarin — og þó að kræs-
ingar skorti, þá held eg, að
bættur sé skaðinn. Ekki er
betra að slys hljótist af-------
hún er ekki svo árennileg leiðin
hérna inn í voginn — og ekki er,
trúi eg, sköpum enn rent af Ein-
búa gamla!«
»Vertu ekki að því arna,kona!«
segir Jón kímileitur, en þó hálf
önugur í rómnum — »að þú
skulir vera að festa trúnað á
slika heimsku! Blessuð mín,
farðu heldur að hita kaffisop-
ann!«
Húsfreyja stundi við og fór
því næst fram í eldhús. — —
Þegar klukkan var um átta,
snarast Jón hvatlega inn í bað-
stofuna og segir:
»Guðrún mín! hafðu til fötin
mín og láttu hana Siggu búa
sig sem skjótast — liún verður
að fara líka — það má ekki minna
vera, heldur en að við séum fjögur
talsins!«
»Ætlarðu að fara, Jón?«
»Já, það er annaðhvort um
það, að eg fari nú í dag, eða
að — —«.
»Já, —■ — en---------«
»Já, en segðu henni Siggu að
flýta sér!«
Guðrún vissi, að ekki tjáði að
letja bónda sinn þess, er hann
hefði fastráðið með sér, og tók
því að búa hann og stúlkuna í
snatri. En þungt var henni inn-
anbrjóst, og ekki gat hún slitið
úr huga sér sögnina um þá 19
— — já, enn ekki nema 19 —
----sá tuttugasti var eftir.------
Þegar alt var undirbúið til
fararinnar, var haldið af stað.
Voru þau fjögur alls í bátnum
— Jón bóndi, Jónas vinnumað-
ur hans, unglingspiltur og áður-
nefnd Sigríður, er var vinnukona
hjá Jóni. Veður var nokkuð í
hvassara lagi, en þó vel fært og
vindstaðan þannig, að sigla mátti
báðar leiðir — en miklum mun
lá þó ljúfara í til lands, heldur
en út aftur til eyja. Bar ekkert
sögulegt til tíðinda á Ieiðinni til
lands, ferðin sóttist allgreiðlega
og lentu þau Jón heilu og höldnu
í kaupstaðnum hálfri stundu fyr-
ir hádegi.
í kaupstaðnum var margt
manna fyrir, er Jón kom þar.
Allir voru önnum kafnir að taka
út til jólanna, og allir þurftu að
flýta sér sem mest, því að tím-
inn var orðinn naumur og tið-
arfarið var rosalegt.
Jón gekk rakleiðis frá bátnum
°g upp í sölubúð þá, er hann
aðallega verslaði í. Var þar ös
mikil fyrir og fremur seint um
afgreiðslu. Ruddi hann sér braut
gegnum mannþröngina, alla leið
innfyrir búðarborð og hitti þar
þegar kaupmanninn sjálfan.
»Komdu sæll, Jón minn!« —
segir kaupmaður glaðlega og tek-
ur í hönd á Jóni — »þú hefir
víst fengið hann snarpan í dag!«
»Komdu nú sæll!« segir Jón
hvatlega — »og læt eg það nú
vera, — séð hefi eg hann svart-
ari!«
»Já, þú kallar nú ekki alt
ömmu þína, Jón! En, heyrðu
mig, má eg ekki bjóða þér
vindil?«
»Jú — þakka þér fyrir,« seg-
ir Jón og tekur vindil úr kassa,
er kaupmaður rjettir að honum
— »eg er nú orðinn uppiskroppa
af tóbaki, eða því sem næst —
eg ætlaði eiginlega að fara þessa
ferð um hina helgina sem leið.
En, heillavinur!« bætir Jón vifr
og styður annari hendi á öxí
kaupmanns — »nú ríður mér á
að fá fljóta afgreiðsJu-----út-
litið er svo fjarskalega ljótt!«
»Já, það er sjálfsagt!« — segir
kaupmaður mjög vingjarnlega
og kallar því næst til vikadrengs,
er var að afgreiða í búðinni og
segir við hann: »Hérna Steini!
hvern ert þú að afgreiða?«
»Hann Árna í Hlíð« — segir
Steini másandi.
»Já, en hann getur fremur
beðið, heldur en hann Jón, sem
á að sækja yfir Brimilseyjarflóa
í þessum veðraham. Þú verður
að láta hann Árna bíða—hann
á svo stutt heim og það yfir
land að sækja.«
'»Á eg þá að----------«
»Já — farðu þegar að afgreiða
hann Jón!« — segir kaupmaður
með áhersiu — snýr sér því næst
aftur að Jóni og segir:
»Hefurðu ekki uppskrifað það
sem þú ætlar að fá, eins og
vant er?«
»Jú, eg hefi hérna miða yfir
flest af því — en smádótið og
glingrið tekur hún Sigga.«
»Glingrið!« segir kaupmaðar
brosandi — »þú tekur nú vist
engin ósköp af því fremur venju,
ef eg þekki þig rétt. En, fáðu
mér annars miðann, eg læt hann
Steina afgreiða það alt, piltarnir
þínir geta tekið á móti því —
en þú kemur inn og hvílir þig
og rabbar við mig á meðan.«
Jón þá boðið, og fór með kaup-
manninum inní íbúðarhús hans.
Því var sem sé svo farið, að
Jón var góðvinur kaupmanns-
ins og yfirleitt ágætlega látinn í
sinni sveit. Átti hann vinsældir
sínar að þakka dugnaði sínum
og stakri prúðmensku. Hafði
hann byrjað búskap í Brimilsey
tyrir 8 árum og þá nálega með
tvær hendur tómar, en lánast
að verða bjargálna maður vegna
atorku sinnar, hagsýni og frá-
bærrar skilvísi og áreiðanleika.
Þegar Jón hafði setið góða
stund lijá kaupmanninum, mint-
ist hann þess, að hann þurfti
að hitta læknirinn að máli og
tvo eða þrjá kunningja sína aðra
þar í þorpinu. Kvaddi hann
því kaupmann og hélt af stað
til þess að lúka þessum erind-
um sínum. Sat hann og góða
stnnd hjá hverjum þessara vina
sinna, því að hann var greindur
maður *og skemtinn í viðræð-
um. — — En Þorláksdagurinn
er stuttur, og ekki lengja hann
skýjabólstrar eða draugalegt
hlákuloft.
Klukkan var orðin rúmlega 4