Vísir - 24.12.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1914, Blaðsíða 4
V í S I R v. Bulow fursti, er áður var æðsti foringi þýska hersins. Hindenburg, herforingi Þjóðverja, er keisarinn hefir hlaðið á orðum og titlum nú í stríðinu. Heneral Macliensen, einn af hershöfðingjum Þjóðverja á eystri vígstöðvunum. »Þú sérð ofsjónir, stúlka! Hvaða ljós getur sést á]þessari leið ?« »Það er víst ljós — þarna, sko þarna!« segir Sigríður enn á- kveðnari eg bendir framundan. »Hún hefir satt að mæla, stúlkan, það er ljós þarna!« gellur Jón við, »en hvar getur það verið?« Jón gat ekki borið á móti þessu — hann sá sjálfur ljósið, stórt og blikandi og ekki mjög langt i burtu. En hvernig stóð þá á þessu ljósi? Höfðu fenn orðið áttaskifti? Var hann kom- inn austur undir Galtareyjar og sá ljósið þar? Eða var bærinn hans að brenna? — Nei, til þess var Ijósið of lítið og of skært. — Honum fiaug i hug — og hún var rétt komin fram á varir hans sú tilgáta — að Guðrún sín hefði — —en hann þorði ekki að halda áfram-----------of mikil vonbrigði fyrir fólkið, ef alt reyndist tál! Stefnunni var breytt nokkuð, og siglt um stund beinf á ljósið, er svo dásamlega blikaði i myrkrinu. »Þarna brýtur! Það er Ein- búi, kallar Jónas feginsanlega. »Já«, segir Jón og bætir þvi næst við klökkur: »Ef ljósið að tarna hefði ekki sést, þá hefð- um við líklega haft náttstað þar!« — Guðrún stóð fyrir innan skúr- dyrnar þegar fólkið kom heim frá sjónum. Jón fór úr sjó- klæðunum úti og snaraði þeim upp á bæjarvegginn. Því næst gekk hann inn, rendi augunum sem snöggvast til lampans, sem enn stóð á kassanum, vafði Guð- rúnu örmum sínum og varð þetta eitt að orði: Miklar perlur eru þær — þessar skynsömu, góðu konur!« -------------og »aldrei siklingur neinn hefir sinni i höll lifað sælli né fegurri stund«. Lausavísur. Suæfelsk vísa. Þessi vísa er á sjó kveðin. Feðgar nokkrir voru á sjó um sólaruppkomu, kvað þá faðirinn fyrri partinn, en sonur hans botnaði. Vísa þessi sýnir hvílíkir ljóða- gimsteinar geta við ýms tæki- færi hrotið af vörum hagmæltra íslenskra alþýðumanna, sem þó ekki yrkja til að komast í tölu skálda. Lifna hólar lands á ný, Ijómar Qóluskarinn, fæðist sólin austri í æðir njóla’ í marinn. Sólin þaggar þokugrát, þerrar sagga og úða, fjólan vaggar kolli kát klædd í daggarskrúða. Jónas á Torfmýri. Jónas sál. á Torfmýri í Skaga- firði var fátækur bóndi alla tíð, og hneigðist meira að bókum en búskap. Hann var prýðisvel skáld- mæltur, eins og vísa þessi ber með sér, og orti margar af- bragðsvel gerðar lausavísur. Baðstofuhjal. Eftir Jón úr Flóanum. (Fer fram í sveitabaðstofu á vökunni.) Frh. ---- Lauga: Mér var boðið að vera í Strympu, en eg kærði mig ekkert um það. Vildi heldur nota birtuna og komast til gömlu kunningjanna. Margrét: Þú munt koma úr orlofstúr núna? Lauga: Svo er það kallað. Eg var að finna hana Gunnu litlu og svo gömlu kunningjana. (Jón kemur inn með næturgest, Þórð i Norðurhjáleigunni). Margrét: Hvaðan kemur þú núna Þórður minn? Þórður: Eg kem frá Skrapa- tungu. Eg frétti að eg ætti þar lamb í óskilum, en eg átti ekki lambið þegar til kom, Jón í Parti átti það. Það eru svo lík mörkin okkar. Margrét: Hvar varstu i nótt Lauga? Lauga: Eg var á Bóli í nótt. Margrét: Þú hefir þá átt bærilega nótt þar, veit eg? Lauga: O-já. Margrét: Það býr þó vel, eða sýndist þér ekki svo? Lauga: Nóg er þar víst til af öllu, en vistin er þar víst ekkert betri en gerist, eftir því sem eg leit til. Margrét: Heyrðu Tobba, (hvíslar að henni) komdu með súpuna í stóruskálinni og disk- inn með ketbitanum á búrborð- inu og gefðu þeim. (Hátt) hvað var þar helst matar? Lauga: Það var ílóuð skil- vinda í bæði mál og skyrhræra út í, og mér sýndist enginn á- nægjusvipur á fólkinu þegar það var að láta þetta glundur ofan í sig. Svo er heimilisbrag- urinn þar ekkert skemtilegur, án þess að eg ætti að vera tala um það. Hann sí þeygjanda- legur og kaldur, enda mun hjónasambúðin ekki sem best, eftir því sem eg komst næst að. Það er þó góð kona hún Gunn- hildur, ef hún fengi að njóta sín. Hún gaf mér ofurlítið haustullarhár í morgun og fjór- ar gulrófur og hefði hún lík- lega haft það riflegra, hefði hún verið sjálfráð. Margrét: Taktu köttinn, Jón. Hún er komin ofan í mat- inn hjá þeim. Hún hefir vist ekki getað náð sér í mús í kvöld. Það þyrfti að gefa henni mjólk- urlögg, kattar greyinu. Er hún ekki altaf sami auminginn hún Björg gamla, Þórður. Jón: Hvað er það, sem gengur að henni? Þórður: Eg veit ekkert, hvað það er. Hún kvartar helst um þessi óhljóð og ærustu í höfðinu og alslags annarlegheit. L a u g a: Það er alveg það sama, sem eg fæ stundum í höf- uðið. Eg hefi fengið þessa ótta- legu skelli og dynki í höfuðið stundum og svo hefir þetta lagt út um mig alla á eftir. Bogga (vinnukona): Það er alveg eins og i höfðinu á mér, nema hvað það er alt öðruvísi. Eg heyri ekki þessi sköll og ó- hljóð, en mér finst stundum höfuðið á mér svo stórt sem sátubaggi, en kroppurinn per- visinn sem snælduhali. Lika hefi eg stundum séð allrahand- ana myndir, þegar eg hefi látið aftur augun, myndir sem ég hefi aldrei séð með opnum augum. Frh. Engey seld. Vigfús Guðmundsson hefir selt sr. Lárusi frá Selárdal sinn hluta (2/s) Engeyjar á 48 þúsund kr. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.