Vísir - 27.12.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1914, Blaðsíða 2
V I S 1 R Frá Rússiandi. Hjá Rússum eru nú, sem kunn- ugt er, sett bannlög af zarnum, og munu þau vera bein afleiðing stríðsins mikla. Um ástandið undir hinum »nyja sið« er mjög skýr frásögn í sænska blaðinu »Reformatorn«, og setjum vér hér þessa grein í þýðingu. Grein- in er rituð af dr. Matti Helenius- Seppala, sem mörgum bindindis- hlyntum mönnum hér á landi mun kunnur af hinu mikla riíverki, »A1- koholspörgsmaalet«, sem Helenius náði doktorsnafnbót fyrir við Kaup- mannahafnar-háskóla fyrir nokkrum árum. Helenius skrifar nú frá Helsingja - forsi á Finnlandi: Hvað eg sá í Petrograd ? Eina fréttina annari merkilegri hafði eg heyrt um hið einkenni- lega bindindi Rússa, og ákvað eg því að fara til Petrograd til þess að sjá með eigin augum, hvernig ástandið var. Þegar í Valkeassaari og á finsku járnbrautarstöðinni í Petrograd sást glögglega, að hér voru nýir siðir gengnir í garð. Ekkert áfengi var hægt að fá, ekki einu sinni öl og vín, hvað þá brennivín. Fjöldi ferðamanna naut matar og ýmsra óáfengra hressingardrykkja, en ekki bar á öðru, en að menn hefðu góða lyst. Eg sneri mér til matsveins nokkurs og spurði, hvort ekki væri hægt að fá sér öl að minsta kosti. »Nei, það er alveg ómögulegt.« »En er þá almenningur ekki óá- nægður, og gengur ekki matsalan ver ?« »Já, ekki eru allir mjög hrifnir af því að sitja að kaffi- eða tedrykkju, en almenningur verður að venjast við það.« Á matsölustöðum við járnbraut- irnar á Finnlandi er selt öl með mat, en í Rússlandi er algert bind- indi á slíkum stöðum. Bindindi Rússa tekur fram bindindi Finna, sem þó hefir fengið mikiö lof! Hvar sem eg ferðaðist um í höf- uðborg Rússaveldis dag eftir dag, sá eg eitt og hið sama. Eg fór i gistihús og matsölustaði, gekk um aðalgötur og hliðargötur, en mér fanst eins og eg væri að ganga í svefni, svo gagnólíkt var það nú á móts við fyrri daga. Eg sá ekk- ert af áfengum drykkjum, og eg sá enga drykkjumenn. Eg var 5 daga í Petrograd og sá höfuðborgina bæði hversdagslega og um helgi. Á sunnudaginn héldu menn nafndag prinsins hátíð- legan, en mér var ómögulegt að sjá nokkurn mann ölvaðan. Verslun og veiting áfengra drykkja er algerlega bönnuð í Petrograd. Ekki einu sinni fyrsta flokks veit- ingahús þora að leggja út í neina áfengisveitingu. Sterkari víntegund- ir, — madeira, portvín o, s. frv. — YKUR Með s/s Ceres eða Douro f janúar 1915 á eg von á stórri sendingu af Höggnum rrtelis, foppmeiis, steittum melis og púðursykrl. Tekið vlð pöntunum fyrirfram meðan nokkuð ®r óselt. Söluskilmálar: Kontant gegn afhendingarseðli þá þegar, er skipið kemur. OBENHAUPT alt er bannað. Ölveitingahúsum er lokað. Hinn 16. okt, síðastl. létu yfirvöldin hella út öllum ölbirgð- um, sem ti! voru á sölustöðunum. Sama er að segja um vínsölustað- ina. Aðeins á fáum matsölustöð- um er hægt að-fá léttari víntegund- ir og veikt öl með heitum mat, Það er alt og sumt, sem eftir er af áfengissölunni í Petrograd. Þaö er svo lítið, að menn geta dvalið dögum saman í borginni án þess á nokkuin hátt að verða þess var- ir, Þar að auki er þess að gæta, að Petrograd nýtur í þessu efni meira frelsis en aðrir Iandshiutar á ýmsum stöðum, t. a. m. Kursck og Wilna, hefir alla tíð síðan stríðið hófst verið algert aðfluíningsbann. Það leiðir af sjálfu sér, að drukn ir menn verða fáséðir, enda hefir hegningin fyrir að sýna sig öivað- an orðið mikiu þyngri en fyr. í Petrograd er hegningin vanalega 3 mánaða fangelsi eða 3,000 rúbi- ur í sekt. — Sumir hafa reynt að neytaLsuðuspitts, en hafa annaðhvort lent í sjúkrahúsum eða í fangeisi. Matsöluhús eru opin til kl. 11 að kvöldi. Götulífið í Petrograd er með öðru móti en fyr. Ræflarnir, sem heima áttu á götunum, eru horfnir. Jafnvel í lélegustu borgarhlutunum er útlitiö betra en áður. í einum strætisvagninum heyrði eg mann lýsa ánægju sinni með breytinguna. Þá rís annar upp og montar af því, að nú hafi hann heil stígvél, það hafi hann ekki haft undanfarna vetur. Já, afleiðingarnar sýna sig. Rúss- neskir hagfræðingar hafa talið sparn- að Rússlands, sökum áfengisbanns- ins, aðeins septembermánuð síðastl. nema 350 milj. rúblna, eða jafn- mikið og allir herskattar Tyrkjalands árið 1898. Hvaö eg heyrði í Petrograd. Eg heimsótti nokkra helstu leið- toga í bindindishreyfingunni rúss- nesku, sein annaðhvort sjálfir hafa talaö við zarinn eða ráðherra og stjórnmálamenn. Allir fullyrtu þeir, að vald brennivínsins í Rússlandi sé brotið á bak. Það sögðu þeir hiklaust, dúmamaðurinn Tschelishow og Mirtow prestur, sem báðir höfðu talaö við zarinn, og á sarna mali voru hinir góðkunnu læknar, Nische- • gorodtsew og Mendelsohn. Þetta er engin augnabliksæsing. Það er þegar kunnugt orðið, að zarinn hefir ákveðið að öll brenni vínsverslun Rússaríkis skuli hætta fyrir fult og alt. Rússneska þjóðm hefir tekið við þessum boðskap með miklum fögnuði. Blöðin tala mikið um málið og um land alt eru haidnar þakklætisguðsþjónustur í þessu tilefni. Glæpum hefir fækkað svo mjög, að það er nú hætt við bygging ýmsra áður fyrirhugaðra jfangahúsa. Sjúklingar á sjúkrahúsum í Petro- grad eru færri en áður. Sparisjóðir eru fyllri en áður, svo að í suma Lþeirra hefir orðið að bæta við starfskröftum. Færri eldsvoðar en áður voru, og slökkvilið borgarinnar hefir í seinni tíð haft óvenjulega lítið aö gera. Af öllu, sem eg hefi heyrt og séð (segir Helenius), er auðráðið, að Rússland er að gerbreytast. Og breytingin er áreiðanlega til batn- aðar. (D. Ö. þýddi). Frá herskipastöðmni í Kiel. Ensk blöð hafa fengið eftirfar- andí lýsingu gegnum ýmsar króka- leið'r, því að svo sem kunnugt er, hefir þýska stjórnin girt fyrir það af alefli, að nokkur fregn bærist út af því, hvað fram hefir fariö í Kiel, frá því er stríðið hófst. Kiel er sú borg, sem gaumgæíi- legast er vakað yfir á Þýskalandi. Auk þess sem hún er viðurkent aðalheimkynni þýska flotans, er hún skipasmíðastöð ríkisins, og þar eru Krupps-verksmiðjur. Þar af leið andi eru skemd herskip flutt til Kiel til viðgerðar. Auk þess er þessi stóra höfn örugg flotamið- stöð og aöal griðastaður kafbát- anna. Þar eð það inyndi verða til ó- metanlegs gagns fyrir bandamenn að vita um ferdalög þessara skipa, sem eiga að vera máttarstoð föð- urlandsins, þá hafa þýsk yfirvöld bannað ferðamönnum allar ferðir til borgarinnar eða frá henni, að viðlögðuni grimmustu refsingum. Jafnvel borgurunum er bannað að ferðast um nágrennið, enda hefir öllum veitingastöðum og opinber- um skemtistöðum veriö lokað þar síðan í ágústbyrjun. Eftir skipun yfirflotastjórans var öllum skipum boðið að fara út ^f höfninni í byrj- un ófriðarins, svo að flotinn gæti haldið áfram viðbúnáði sínum í næði og óvinirnir fengi engan pata af leyndarmálunum. Það er því dauflegt í Kiel nú á tímum. Allur hermóðurinn, sem hófst með árás Eystrasaltsflotans undir stjórn Ingenohl flotaforingja, þegar átti aö mæta Rússum, er nú guf- aður upp fyrir löngu. Mörg þess- ara fögru skipa, sem lögðu afstað undir ættjarðarsöngunum, komu aldrei aftur. Önnur hafa verið dreg- in heim, skaðskemd cg liggja síð- an í leti við akkeri, og bera götin á skrokjcum þeirra vott um hina ágætu hæfni Rússa. Nokkrum dögum síðar en Rúss- um var sagt stríð á hendur, var óvenjulegur ys og þys á Kielar- höfn. Tuttugu og tveim kafnökkv- um var hleypt út í Norðursjóinn gegnum Kielarskurðinn að kvöldi dags 30. júlí, og bjó það almenn- ing undir fregnir þær, er komu seint um nóttina. Þjóðveriar höfðu sagt Rússum stríö á hendur og sendu nú her gegn Frökkum. Þótt orðið væri framorðið, barst fregn- in út eins og eldur í sinu. Menn þyrptust saman á strætum og gildaskálum, til þess að láta í ljósi fögnuð sinn, dansa og syngja og bera sjóliðana á gullstóli, Þessi spurning lá á vöruin hversmanns: »Hvað skyldu Bretar gera?« Út- lendingar voru teknir tali, til þess að spyrja um álit þeirra, og menn hristu höfuðin ibyggilega. Menn þóttust vera vissir um, að floti Þjóðverja yrði sambandsflota Frakka og Rússa yfirsterkari. Koester flota- foringi hafði talið mönnum trú um það, þá er Agadir-þrætan stóð yfir 1911, enda voru þýsk herskip þá búin til bardaga fyrir ströndum Frakklands, En Kielarborgarar voru ekki eins vissir um úrslitin, ef Bret- ar blönduöu sér í málið, gegn Þjóðverjum. Jafnvel þeir, sem þótt- ust vera heima í leyndardómum stjórnarvaldanna játuðu dræmt, að floti Þjóðverja væri ekki ennþá viðbúinn að mæta ofurefli enska flotans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.