Vísir - 16.01.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 16.01.1915, Blaðsíða 2
V 1 S 1K Lesía r ío rn sagna. þaö hefir verið gamall og góð- ur siður í landi hér, aö stytta fólki hinar Jöngu vetrarvökur meö því, að einn læsi hátt fynr öllum er hJýða vildu, íslendingasögur *— MHnur fornrit vor. wun mér óhætt að fullyrða, uo mörg hafa þau heimili 'verið, s«m létu lesa allar þær íslend iHgasögur sem hægt var að ná í einu sinni á vetri og margar jafh- vel oftar en einu sinni, auk ann- ara fornrita, er fyrir hendi voru. pótti þetta góð skemtun, og aldrei fundið að því, að sögurn- ar væru svo oft lesnar að nokkr- um leiddist er á hlýddi. Og ekki er lengra síðan, að vel man eg eftir því úr föður- garði að sögur þessar voru þannig lesnar vetur eftir vetur. Með þessu móti festust sög- urnar í minni þeirrar kynslóðar er þá lifði, og var oft að fólkið rifjaði upp fyrir sér á kveldin einhverja söguna sem þá var ekki fyrir hendi. Minti þá hver annan á, og fór svo á stundum að helstu atburðirnir voru saeðir úr löng- um sögum, án þess að líta í sög- una sjálfa Var þá oft fjörugt í baðstofunum, er einhver sagði frá slíku, sem kunni góð skil á því. — Man eg eftir því einu sinni, að gamall maður dvaldi nokkra daga á heimili foreldra minna, og sagði meiri hlutann af Egils sögu Skallagrímssonar. Gle>'mi eg aldrei hvað mikið mér fanst um frásögn hans, og var eg þá á æskuskeiði, en það í fyrsta sinn, sem eg kyntist Egils sögu. En þetta er ekki einsdæmi. í austur- og norð- ur-landi voru margir slíkir menn alt fram á vora daga, er sögðu sögurnar, og gátu þeir það því að eins að þeir voru svo oft búnir að lesa þær eða heyra þær lesnar. En nú er öldin önnur. Nú eru ekki íslendingasögurnar teknar eins oft ofan úr hyllunum eins og áður. — Enda rekum vér unglingarnir oss alt af betur og betur á það, að eldra fólkið yfir höf'uð er miklu sögufróðara en vér, þótt vér státum meira — þótt vér séum lærðari — eða þykjumst vera það að minsta kosti. Oss setur hljóða, þegar eldri menn nefna nöfn ýmsra merkismanna „gullaldarinnar", sem vér könnumst ekkert við, og segja langa atburði úr lífi þeirra, er oss virðast hugnæmir. Vér verðum að játa það — með kinnroða — að þeir eru oss miklu fróðari, og kunna frá mörgu því að segja, er vér höfum enga hugmynd utn. Gæti eg í þessu efni nefnt ótal dæmi máli mínu tíl sönnunar, en eg hirði ekki um það að sinni. þó get eg ekki látið það vera, að draga mjög í efa, að allir þeir, sem þetta lesa, viti t. d. hver Bergþóra var, hvar Guðm. ríki átti heima, hvat manna Snorri goði var eða hvað Skarphéðinn hafði gert fyrir sér, er hann var í liðsbóninni á þingi og ótal, ó- tal margt fleira, sem hvert manns- barn ætti að vita. þó má enginn taka orð rnín svo, að eg álíti minna lesið nú en áður. — Nei! En fornsögurnar hafa orðið að víkja! í þeirra stað keppast allir við að lesa sem mest af údendu skáldsagnarusli, illa þýddu. Eru margar þessar sögur svo ómerki- legar að furðu sætir, að nokkur skuli endast við að þýða þær, hvað þá að fá nokkurn til þess að gefa þær út á prent. En það er nóg af slíkum mönnum, sem ekki fyrrast það, að láta eigin hagsmuni þannig sitja í fyrirrúmi þess, að leiðbeina þjóðinni og hefja hana fram til meiri menn- ingar. það et u nógu margir menn, sem nota sér fáfræðí alþýðunn- ar, fleygja til hennar auðvirðileg ustu skrílsögum stórborganna á þýðingu, sem saurgar hina fornu tungu vora, og taka'svo gull tyrir — glerharða peninga — og það sem meira viröi er en nokkurt gull: þeir drepa fegurðartilfinn- inguna, svæfa þjóðern:s:ilhnning- una, svo þjóðin smáit og smatt hættir að gera greinannun á góðu og illu. Eru það sómamenn, sem þannig fara að ? Nei — og aftur neil Eg gæti nefnt fjölda af sliku eldhúsrómanarusli srm aldrei hefði átt að sjást í íslenskum bóka skápum eða lestrarfélögum. það úir og grúir af þessu illgresi í bókmentum vorum, síðustu árin. því til bókmenta vorra verður það að teljast, þótt ekki hafi það nokkurt bókmentalegt gildi. T. d. get eg ekki stilt mig um að nefna „Alfred Dreyfus", enda er sú bók, einhver sú allra auðvirði- legasta — ef ekki allra verst — en það eru fjölda margar bækur sem út hafa komið hér austan hafs, sem eru litlu betri. — þeir menn, sem þýða aðrar eins sög- ur og bera á borð fyrir þjóðina, hljóta að hata lágan hugsunar- hátt um þroska þjóðarinnar og menningu. Svo eru „Lög- bergssögunnar", og aðrar þarna vestan hafs. Litið bókmentalegt gildi hafa þær, og erií bar að auki þýddar a það hrognamál — vesturheims-íslensku að furðu sætir, að nokkur íslendingur skuli endast til að lesa þær nema einu sinni. En því er nú ver og miður. því sumar þeirra eru nú komn- ar í stað fornsagnanna, að þær eru lesnar vetur eftir vetur! — Mjög sjaldan er það, að nokkuð sé að græða á sögum þessum, annað en það, að þær æsa tilfinning lesandans, og mér er nær að halda: spilla hugsun- arhættinum oft á tíðum, og er þá ver af stað farið en heima setið með að eyða fé og tíma til ] þess að kuupa og lesa slíkar bæk- ! ur. ' Ekki er þó þar með sagt, að ' eg álíti allar þýddar sögur sið- apillandi og ómerkilegar. Skal því og síst neita, að góða þýð- i , Jót j«á 0%* 54 $eigex\ \ g*x Gulrófur á 14 aura kgr. <* Kartöflur ftj*t fæst í versl. Bieiðablik Lækjarg. 10 B. Síml 168 ing á góðri bók eðs sögu ur út- lendu máli er oss holt að lesa. Skal eg þar til nefna „Qua vadis" í íslenskri þýðingu ef'tir þorstein Gíslason, og „Ben Húr" í þýðingu eftir síra Bjarna Sí- monarson. Báðar þessar sögur eru heimsfrægar, og þýddar á ótal tungumál, og eiga þýðararnir skilið heiður og þökk allra góðra íslendinga, fvrir að hafi auðgað bókmentir vorar af slikum auði. Sömuleiðis nefni eg og þær sög- ur, sem þýddar hafa verið eftir norsku skáldin, Björnson. Jónas Lie og Alexander Kielland. þær eru allar ágætar og gleði tyrir oss að eiga þær á tungu vorri. — En þrátt fyrir það, þó þess- ar sögur bætist viö bókmentir vorar, þurfa ekki — og mega heldur ekki — íslendingasögurn- ar hverfa. Frh. Kotströnd í gær. Hér var ja ðaður í dag Gísii frá Kolviðarhól og Ólafur fóst- , ursonur hans, sá er úti varð í j Svínahrauni á 3. í jólum. Fjöldi manns var viðstaddur jarðar- förina. Búðardal í gær. Hér hefir verið óvenju góð tíð síðan fyrir jólaföstu. Oftaststill- ur og þó næstum frostlaust. Snjór hefir svo að segja ekki sést hér I fyr en alveg nýlega að dálítið j hefir snjóað, þó ekki svo, að I hagar hafi spilst til mikilla muna. MUn aj tandi. þjórsárbrú í gær. Skemtun var Jjaldin hér að kveldi þ. 9. og stóð hún alla nótt- ina. Fyrirlestra fluttu þeir jón Jónatansson fv. alþm. á Ásgauts- stöðum og Valdemar Bjarnarson búfræðingur í Ölvesholti. Á um ræðufundi, er stób nokkra hnð leiddu þeir saman hesta sína Ein- ar alþm. á Geldingaíæk, Egger't bóndi í Laugardælum, Böðvar bóndi á Laugarvatni, Ágúst Dóndi í Birtingahoiti, f'yrirlesararnir o. m. fl. Sungið var og dansað og skemtu menn sér hið besta. Var þó Bakkus hvergi nærri og virt- ust menh ekKert sakna hans. Einmunatíð hefir verið hér um langan tíma og hagar ágætir. Heilsufar manna gott. Eyrarbakka í gær. Rannsókn Ingólfsbrunans held- ur áfram og sannast ekkert. Manni þeim, er sat í gæsluvarð- haldi um daginn, er nú siept. En aftur á móti hefir annarverið tekinn og setur nú inni; var hann búðarmaour í Ingólfi og heitir Ólafur Helgason. Ingólfur heitir 500 krónum þeim, sem get ur upplýst, hver sé valdur að brunanum. „Suðurlan'lc: flutti ný'iQg;- grein um afskifti sýsl*i.nanns Rang^inga af „Víkings"strandinu í Iiaast. þykir húi ^^rðorð í ^arð svslu- manns og heíir vakið afarmíkiö umtal. Hrakningar. Norskur snikkari, Pétur að naf'ni, er hiagað kom til íslands í september í haust, varð fyrir allsögulegum hrakningum í fyrra mánuði. Hann ætlaði héðan úr Reykjavík austur á Seyðisfjörð til þess að stunda þar atvinnu sína, og til þess að kanna ókunna stigu ætlaði hann að fara gang- andi alla leið. Gekk alt vel aust- ur til Vkur, en þegar kom á sandana, fann hann ekki Höfða- brekku. — Seinna var það, að hann ætlaði að ná Ásum íSkaft- ártungj, en fann þá ekki og lá svo úti um nóttina við Hólmsá, nálægt Hrísnesi. þetta mun hafa verlð um 17. desbr. Var mað' urinn mjðg að fram kominn og hafði gefið upp alla lifsvon, er hann heyrði hundgá og færðist við það á fætur, svo að til hans sást frá Hrísnesi, og var honum þá bjargað. Hafði hann þáverið út! í 50 klukkustundir í misjöfnu veðri, og því eigi furða, þótt hann væri orðinn dasaður. Lá hann þrjár vikur, en kom eftir það með vermönnum að austan og hingað til bæjarins með Hans pósti Hannessyni, ogdvelurhann nú hjá horium. — Allmjög hafði hann kalið á fótum, sem ekki var furða, og ólíklegt, að hann verði nokkurn tíma jafngóður, en nokkuð rólfær er hann þó orð- inn nú þegar. Massage-læknlr (Mm. Pótursson Garðastrætl 4. HeimaW. 6~?«. h. Sfmi 3y> Lfkkístur Ifldrisiuskniut og líkklæði mesl úrval hjá EYV. ARNÁSYNI Uufáevag %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.