Vísir


Vísir - 21.01.1915, Qupperneq 2

Vísir - 21.01.1915, Qupperneq 2
Vh K Tolstoy og kona hans. »Anna Karenin« er einskis virði. Hún er leiðinleg, ófullkotn- in og jafnvel ruddaleg« Hver mundi vilja verða til þess, að kveða upp slíkan dóm yfir öðru ' :is lÍKiaverki. Eflaust enginn nema sá, sem gerði það — höf- undurinn sjálfur. Hann hafði þetta á orði á meðan bókin var í smíðum, og eftir að hún var fullger fór hann um hana enn harðari orðum. Ilyans, einn af sonum Tolstoys, liefir ritað bók um föður sinn, erta minningar frá æskuárunum. Er þar sagt frá mörgu, er ann- ars mundi þoku hulið. Margir þeirra. sem uin Tolstoy hafa skrifað, hafa litið á þennan mikla mann sem nokkurskonar vinnuþræl, er klæðst hafi léleg- ustu fataræflum og unnið verstu bændavinnu, en látið Qölskyld- una lifa við auð og allsnægtir og njóta fram úr skarandi hóg- lífis. það er satt, að hann barst ekki mikið á í búningi, og plægði og yrkti jörðina, en ef nokkur var vinnuþræll á heimilinu, þá var það konan hans. Ilyans getur þess, að ef til vill hafi hann og systkinin betur tek- ið eftir starfsemi móðúr þeirra vegna þess, að hún vann að jafn- aði í dagstofunni, en hitt sé þó eins víst, að hún hafi notið skemri hvíldar, en nokkur ann- ar á heimilinu. Hún stóð ýmist á höfði í búverkunum eða sat við skrifborðið. Á kvöldin las hún yfir og endurritaði handrit nianns síns og gekk ekki til hvílu fyr en Jangt var liðið á nólt. Það er sagt að skrift Tolstoys liafi verið slæm aflestrar; sonur hans segir, að hún hafi verið hræðileg. Þá bætti það ekki úr skák, að hann skrifaði oft heil- ar setningar á milli lína eða á hornið á blaðinu — eða þvert yfir blaðsíðuna. Ef kona hans gat svo ekki komist fram úr einhverju, þá varð hún auðvitað að leita með það til manns síns. Þreif hann þá ofthandritið*ku!da- lega, spurði hvað nú væri að, og fór að lesa upphátt. Þegar liann svo kom að því, sem er- fiðast var að komast fram úr, tautaði hann stygðaryrði i hálf- um hljóðum og átti oft erfitt mjög tneð að lesa, eða öllu held- ur geta til, hvað hann hefði skrifað. Sagt er, að kona hans haíi oft leiðrélt meinlegar mál- og stafvillur. Hér á eftir fer lítið dæmi, sem ætti að minna konur á, hve í- skyggilegt það getur verið, að giftast heimspekingum og skáld- um eða öðrum rithöfundum, ekki sist ef i þeim býr ofurlítill stjórnleysisneisti. Þegar »Anna Karenin« var að koma út, voru Tolstoy sendar prófarkir, eins og lög gera ráð fyrir. Hann las þær auðvitað og Jeiðrétti eins og til var ætlast, en leiðréttingarnar vildu stund- P. T. Barnum: Kunsten at göre Penge, 0,25, för 0,75. Kipling: Jungelboken, 0,25. Jack London : Vilddyret vaagner, 0 25. Doyle: En Studie i rödt, 0,25, Dr. Morrison: Kriminal' oman, 1,10, fö 2,75. Elskovslæren, rlgt ill., kun 0,75. Millionæn ns forsvundne datter, Kriminalfortælling, 450 Sider, 0,85, för 3,00. Maria Sophie Schwartz: Arbejdet adler Manden, 752 Sider, 1,25. Do.: Blade af en Kvindes Liv, 600 Sider* kun 1,00. Do.: Posetivspillerens Sön, kun 1,00, för 3,00. Do.: To Familiemödre, 690 Sider, kun 1,00. Do: En forfængelig Mands Hustru, kun 0,65, för 2,00. i'pielhagen : Hammer og Amboldt, 700 Sider, eleg, indb, kun 1,00. Simplicius Simplicissimus’ interessante Oplevelser í Trediveaarskrigen, kun 0,85, för 4,00. Brehm : Dyrenes Liv, ill., eleg. indb. i 3 Bind, kun 7,50, för 14,00. Alt smukke nye Exemplarer. Sendes mod Efterkrav. A PALSBEK, BOGHANDEL, 45 Pilestrsede 45, Köbenhavn K. um verða heldur margar og flókn- ar. Fyrst merkti hann á blað- rendurnar eins og venja er til, bætti við stöfum og merkjum eða feldi þau úr. En þar með var ekki öllu lokið Hann bætti við og breytti heilum orðum og setningum, slrykaði út og um- ritaði aftur og aftur, þangað til prófarkirnar voru orðnar eins og útslitið þeirriblað, óhreinar og lúnar svo ekkert viðlit var að senda þær aftur, því að enginn gat lesið þær nema matnma. Hún varð því að sitja uppi alla lið- langa nóttina og skrifa alt upp aftur að nýju. Að morgni lágu hreinar, vel skrifaðar og vandlega saman- brotnar arkir á borðinu, tilbún- ar til að fara í prentsmiðjuna með fyrstu ferð. Þá fór pabbi með þær inn i kompu sína, »rétt til að renna augunum yfir þær«, eins og hann sagði. En að kvöldi voiu þær orðnar alveg eins illa útleiknar og prófarkirnar höfðu verið. »Mér þykir það sárt«, sagði hann þá við mömmu, »að eg hefi ónýtt verk þitt. En eg skal ekki gera það aftur«. Þá var hann auðmjúkur eins og barn. »Við getum sent þær á inr»rgun«. En sá morgundagur kom oft ekki fyr en vikum eða mánuð- um seinna. »Eg verð að líta á handritið allra snöggvast áður en það fer«, sagði hann . stundum. En þær hreytingar, sem þá urðu á því voru hvorki meiri né niinni en svo, að alt varð að umskrifast. Það kom stundum fyrir, að hann notaði síma til að koma að slð- ustu breytingunum. Þrátt fvrir alt þetta ei fiði og umstang, var höfundurinn óá- nægður með söguna »Er það nokkurt þrekvirki að lýsa því hvernig maður fellir ástarhug til giftrar konu?« sagði hann. »Það er sannarlega ekkert þrekvirki og því síður getur það nokkru góðu til vegar komið«. Og son- ur hans telur víst, að hann hefði eyðilagt söguna, ef hann hefði geteð það. En kona Tolstoys gerði meira en að hreinrita lílt læs handrit; hún var einmitt þess konar hús- freyja, sem heimurinn þarfnast mest Hún annaðist börn sín, 6 að tölu, með stökustu alúð og nærgætni, og þá ekki siður sjö- unda barnið, sem erfiðast var viðfangs — eiginmann sinn. Hún sljórnaði heimilinu með ráðdeild og dugnaði, sá um matreiðslu og fatasaum og hreinritaði hand- rit og hafði þó um langt skeið oftast nær barn á brjósti. (Alþýðuvinurinn.) Brúðgöngulagið. Eftir Selmu Lagerlöf. Jafnskjóll sem Lárus var kominn, þrammaði Jói Auslri aö garði með fiðluna undir hendinni. Hann gekk ófeiminn til boðsfólksins, sem stóð í hóp umhverfis brúðina, rélt eins og hann væri líka kvaddur tíl að leika í veislunni. Jói Austri var í gömlu vaðmáls- treyjunni sinni, sem hann hafði gengið í langa lengi, en af því að þetta hóf átti að vera svona veg- legt , hafði konan hans bætt götin á olnbogunum með stórum græn- um bótum. Hann var grannur og geðugur karl og hefði þótt tíguleg- ur f brúðfararbroddi, ef hann hefði ekki verið svona vesallega búinn og andlitið ekki svona hrukkótt og bitið af böli og áhyggjum. Það þóttust menn sjá, að Lárus léti sér fátt um finnast komu Jóa. »Jæja, þér hafið fengið Jóa Austra til að koma líka», sagði hann frem- ur hátt við bónda, »það spillir ekki að víð séum tveir, þegar fólkið er svona margt*. «Eg hefi allsekki boðiðhonum«, sagði Nf Is í afsökunarróm, og veit ekki hví hann er hér kominn. »Bíðið meðan eg fer og læt hann vita aö hann eigi hingað ekkert erindi*. »Þá hefir einhver strákurinn narr að hann til þess«, sagði Láru?, »og ef þér viljið mínum ráðum hlíta, þá látið sem ekkert hafi í skorist og bjóðið hann velkominn. Eg heyri að hann sé uppstökkur, og enginn getur saet, nena hann fari í áflr>(T ov rifrildi, ef þér kallið liann hoðflennu«. Bónda fanst þeha réitast, eins og komið var. Það var heldur enginn tími til að eiga í þrasi, þvf að brúð3veitin var að fyikja. Hann gekk því fyr- ir Jóa Austra og bauð hann vel- kominn. Síðan niimu hljómlistar- mennirnir sér stað f fararbroddi. Brúðhjónin gengu undir brúðar- hjálnii og baru hanm tveir brúðar- sveinar; næstir þeim gengu for- eldrarnir og þá ættfólkið, og var það löng fylking og fyrirmannleg. Þegar allir voru tilbúnir, gekk fram brúðsveinninn og beiddi hljómleik- arana að hefja brúðgöngulagið. Báðir brugðu þeir fiðlunum upp undir hökurnar og létu þar við sitja. Það var sem sé gömul hefð þar við Bláasjó, að tignari hljóm- leikarinn skyldi byrja lagið og slýra þvf. Brúðsveinninn leit til Lárusar, elns og hann vænti þess, að hann byrjaöi, en Lárus horfði framan í Jóa Austra og sagði: »Jóhann Austri á að byrja«. Jóa kom samt ekki annað í hug, en að Lárus, sem var eins viðhafn- arbúinn og aöalsmaður, skyldi tel- jast sér göfgari. Hann vissi vel, að hann kom í vaðmálstreyju beina leið úr fátækragreninu, þar sem ekkert var til, nema eymdin og basl'ð. »Nei, í öllum bænum*, sagði hann, »nei, fyrir alla muni«! Hann sá lika að brúöguminn rétti út höndina og hnipti í Lárus. »Lárus á að byrja«, sagði hann. Þegar Jdi heýrði það. tók hann fiðluna hvailega undan kinninn> og veik til hliðar. Lárus hreyfði sig þó ekki úr röö- inni, heldur stóð öruggur og þykkju- mikill á sama stað. »Jói Austri á að byrjas, endur- tók hann og talaði í ákveðnum og föstum róm, eins og sá, sem ván- ur er að koma vilja sínum fram. Nú kom ókyrð á hópinn vefjna tafarinnar. Níels kom til Lárusar og bað hann að byrja. Djákninn kom út í kirkjudyrnar og benti fólkinu aö hraða sér, en presturinn stóð skrýddur fyrir altarinu og beiö. »Þér veröið að biðja Jóhann að byrja. Við söngmennirnir teljum hann fremri okkur öPum*, sagði Lárus. »Vera má það«, sagði bóndi, »en við bændurnir teljum y ð u r hæf- ari«. Nú komu hinir bændurnir og skipuðu sér umhverfis þá. »Svor.a, byrjið þér nú«, sögðu þeir, »við verðu.n að athlægi meðal kirkju- fólksins*. En Lárus var jafnrólegur og ein- þykkur sem áður. »Eg fæ ekki séð, hvers vegna menn hérna hafa svo mjög á móti því, að hljómleikari þeírra sé mest metinn«, sagði hann. En Níels Álfsson stórreiddist því, að allir skyldu troða Jóa upp á sig við þetta tækifæri. Hann færði sig nær Lárusi og hvíslaði að hon- um: »Eg þykist nú sjá að þér hafið fengið Jóhann til þess að koma, og ætlið að gera þetta hon- um til vegs og dýrðar. En byrjið nu skjótt, annars flæmi eg tötra- bassann burt með skömm og svf- virðmgu*. Lárus einblíndi í augu bónda, kinkaði að honum kolli, og sást í y eigi, að honum þætti neitt miður. j »Já, þér hafið rétt áð mæla. . Við >j þurfum að lúka þessari þrætu«. Hann benti svo Jóa Austra að koma á sinn fyrri stað, síðan gekk rf .tiL.-hliðar--yið fylkingUna, svo aö allir sáu til hans. Þá fleygði hann fiðluboganum langt frá sér, dró hnífinn sinn úr skeiðum og skar á strengina, svo að þeir hrukku af með bvössum og skerari'di óm. *Ligi skal það um rr.ig spyrjast, að eg teljr mig Jóhanni Austra fremri«, sagði hann. En nú vildi svo til, að Jói hafði í þrjú ár hugsað um lag, sem hann fann, að í sér bjó, þó að honum væri ógerningur að ná því úr strengjunum, því að heima bjó j hann við sút og sorg, og ekkert . kom fyrir hann, smátt né «tórt, sem hóf hann úr hversdagsstritinu. — Eu þegar hann heyrði strengina hrökkva hjá Lárusi, hnykti hann höfðinu aftur á bak og þandi út brjóstið. Andlitsdrættirnir voru svo ■stríðþandir, eins og hann hlustaði á eitthvað, sem kæmi úr afar fjar- lægð, og svo hóf hann hljómleik- inn. Og lagið, sem hann hafði hugsað um í þrjú ár, stóð nú svo skýn fyrir honum. Um leið og hann lék, gekk hann teinréttur og mikilúðlegur til kirkjunnar. Brúð- kaupsfóikið hafði aldrei heyrt því- líka.i hljóm. Hann hreif það meö einhverjtim seiðandi töframætti og Níels Álfssyni sjálfum kóm ekki til hugar að standa eftir. Og allir voru svo ánægðir með framkomu Lárus- ar °g Jóhanns, að hver einasti mað- ur kom með tárvotum augum að kirkjudyrunum. F. þýddi. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o, fl. Skrifstofutími Í2-1 og4-5. Austurstr N B. Nielsen. ;F iðursuðíiverksmiðjan ÍSLAND selur nú um tíma: FISKIBOLLUR 1 kgr. dósina á 48 aura 1/2 kSr- á 28 aura- _ $0l$r AGÆT VARA. ""3SWI Stúlka vöe versl-störfum og sem þekkir til bókfærslu getur fengið alvinnu við verslun EGILL 'JACOBSEI í Hafnaríirði. i¥ Meðmæli óskast. — Einungis skrifleg umsókn. Grimudans Iðnaðarmauna verður laugardaglnn 30. janúar. Nán.ira síðar. Með s/s »VESTU fékk eg talsverðar birgðir af fyrir kvenfólk, karlmenn og börn, þar á meðal nokkrar nýungar. Korrespon dance. Ægteskab. En nobel og troværdig Land- mandsdatter i Tyverne kunde önske at brevvexle med en agt- værdig Mand for muligt at ind- gaa Ægteskab. Formue er ingen Betingelse, da saadan selv haves til fælles Bedste. Vedkommende har et net Ydre, vindende Væsen, dygtig til al Husgjeming. Billet fra en Herre méd en pletfri For- tid og sem opfatter Sagen for fuld Alvor bedes sendt til Camilla O. Hansen, Annoncebureauet, Ahlefeldtsgade 18, Köbenhavn. NÝJA VERSLUNIN — Hvarfisgötu 34, áður 4 0 — Flestalt (yst og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira OÓDAR VÖRUR. ÓDYRAR VÖRUR. Kjólasaunstofa. guðm. ólafsson yfirdómslögmaður. Miðstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Pósthússtr. 19. Sími 215.Venjulegaheitnakl.il 12 og 4—5 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd. Talsfml 250. Bjarni P Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 6A. Heima 12—1 og 4—5. Eallegi hvíti púkinn. Eftir Guy Boothby. Frh. • Því sögðuð þér mér ekki þetta fyrirfram?« hvíslaöi félagi minn, er hann hafði litast um í salnum. Eg hefi aldrei séð slíkt á skipum úti, og hefi eg þó komið út t fjölda af skrautskútum.« »Það er ekki til nema einn fall- e8ur, hvftur púki«, sagði eg með kýmni blandinni alvöru. •Dýrgripir, postulínsáhöld, feldir, ■egubekkir, hljóðfæri og stærðar- píanó, meira að segja alsett skel- plötum og lasúrsteinum! — Þaö er dæmalaust, það er óviðjafnanlegt! Og nú er bara eftir að sjá kon- una, sem á þetta altsaman,* . »Hægan«, sagði eg. »Ef mér skjátlast ekki, þá kemur hún þarna*. í sömu svifum voru dyratjöldin ^regin til hliðar og Alie stóð Rarrimi fyrir okkur, dökkklædd. Liturinn á búningi hennar jók á hina aðdáanlegu fegurð litarháttar- ins og hársins, og snið hans jók á vaxtarprýðina. Hún stóð nokkur augnabiik á þröskuldinum og kom svo tih okkar með þeim einkenn'- lega yndisþokka, sem ætíð fylgdi henni, rétti mér fyrst höndina og sneri sér svo að gestunum. Hún hneigði sig fyrir liðsförmgj- anuni og sagði síðan brosandi: »Þér verðið að fyrirgefa mér, herra minn, að eg hefi ekki sjálf boðið ykkur velkomna út í skút- una mína, en af ástæðum, sem ekki snerta ykkur, get eg ekki ætíð gert það sem eg helst vildi. Ann- ars vona eg að menn mínir hafi tekið vel á móti ykkur.« Hún tók í hðndina á litla, snotra foririgjaefninu á méðan hún sagði þetta, svo að eg hafði tóm til aö líta framan í liðsforingjann ílaumi. Mér lá við að hlæja að undrun- inni, sem skein út úr honum. Hann hafði orðið hissa á þvi, hve skraut- legur saluriun var, en það var ekk- ert í samanburði við aðdáunina, sem hann lét í ljósi, þegar hann sá fallega, hvítapúkann. Hanntaut- aöi nokkur orö vandræðalega, svo sem til að svara henni, sem áttu þó ekki svo illa við, og settumst við svo að kvöldverði. Eg komst að því seinna, að lagskona hennar hafði vondan höfuðverk og kaus að matast ein í klefa sínum. Afbragðsmatur var á borðum, bæði að því er krásir snerti, fram- reiðslu og tilbreytni. Þar við bætt- ist borðskrautið, og jók þetta alt á áhrif þau, sem salurinn hafði í fyrstu haft á liðsforingjann. Alie var í ágætu skapi, málreif og fyndin, eins og konur sem alist hafa upp við fullkomna mentun menningarland- anna. Þegar staðið var upp frá boröum og við buðum henni góða nótt, var liðsfoinginn alveg heill- aður. Við fórum saman upp á þilfar, og var þá fljótlega leyst frá skjóð- unni. Eg ælla samt að sleppa því, að telja fram allar þær öfgar, sem hann lét út úr sér. Eg læt mér nægja að segja að hann muni alls ekki hafa dregið úr, heldur bætt viö kynjasögur þær, er gengu um hinu alræmda, hvíta púka, þegar hann kom aftur til Hong Kong. Eg lét báöa foringjana lofa því, að nefna ekki nafn mitt í sambandi viö skútuna, þegar þeir kæmu heim. Lét eg í veðri vaka, að það gæti orðið atvinnu minni til mesta hnekk- is, ef slíkt spyrðist, og lofuðu þeir báðir að steinþegja um það. Þeir áttu nú samt ekki að vera bjá okkur svo lengi, sem við höfð- um búist við, því að snemma dag inn eftir sáuni við lítið seglskip, tvímastrað. Við höfðum fréttir af því, og kom það upp, að það ætl- aði til Hong Kong. Það var auð- sótt, að fá far handa mönnunurn, og ekki var liðin klukkustund frá því að við náðum í skipið, er það hafði sent bát til okkar og við kvatt þessa sjóargesti okkar, og héldum við svo áfram ferð okkar í þá átt, er vér þóttumst stefna í. En þegar, er hitt skipiö var úr augsýn, var skipinu snúið og við héldum þráðbeint til nýlendunnar. >?. •••

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.