Vísir - 10.02.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 10.02.1915, Blaðsíða 2
V ÍSI R i > ■>. « Frá Bataferðinni. ----- Nl. Framtaksleysl. Ef brúklegur kofi eða borg væri kominn á Smiðjubæðina hefðu mennirnir umtöluöu vafalaust náð i þangað, og verið þar fram eftir '’óttunn’, uns veðrið batnaði og runglið lýsti. Mönnum og hestum þykir víst næsta nóg, að fara þenn- an veg einu sinni í slíkri færð og þvílíku veðri, í stað þess að verða nú að troða hann þrisvar sinnum. En stjórn vegamálanna virðist nú hafa um annað að hugsa en það, sem næst henni iiggur. Henni virðist ekki vera mjög ant um vetrarferðamennina.sem þó verða einatt að leggja heilsu sína og líf í ha>ttu, og sýna hestunum miskunn- arlausa meðferð. Það er hugsunarleysi og fram- taksleysi, fremur en teljandi fjárút- lát fyrir landssjóðinn, að ekki hefir verið bygð borg á Hellisheiði. Úr svo góðu grjóti, sem þar er til, mætti topphlaða góða borg. Skjól- góð gæti hún orðið og nærri óbil- ug, ef hún væri tvíhlaðin og troð ið vandlega mos'a á milli, Skjól- garður væri betri en ekki neitt fyrir hesta. Slík borg með gólffleti, þó ekki væri nema 3 metra í þvermál, gæti orðið til ómetanlegs hægðar- auka fyrir marga ferðamenn, ef hún væri sett nógu háft, og stöku sinn- um bjargað lífi manna. Þetta er að vísu afsakanlegt fram- taksleysi, en hitt er ófyrirgefanlegt skeytingarleysi og samviskusök, að láta vörðurnar surnar við veginn og veggi Vatnakofans liggja undir snjónum. Það var eina nóttir.a fyrst í þ. mán., að nokkrir hraustir menn af Eyrarbakka leituðu til Vatnakofans, sæluhússins(II) svokallaða, í ófærð, byl og dimmviðri. Ekki komust þeir inn í sæluna, því járnþakið byrgði dyrnar, sperrur stóðu á gólf- inu og snjórinn hafði bygt sælunni út. Ferðamennirnir urðu að standa í afdrepi við klett í 6 klukkust., að sjálfsögöu þreyttir, syfjaðir og gegn- votir af svita, eftir svo langa göngu í ófærðinni. Hversu hefði farið um þessa rnenn, ef þeir hefðu ekki verið ungir og hraustir, eða efgert hefði hörkuveður með miklu frosti? Þetta og þvílíkt kemur fyrir á hverjum vetri og stundum oft sama veturinn, þóaðblööin nefni það ekki. Og hrein furða er það, hve oft menn sleppa við eðlilegar afleið- ingar (kal, innkuls, lungnabólgu o. 9. frv.). Mér finst það ekki vera fyrir ut- an verkahring landlæknisins að í- huga og ýta undir það, er verða má til þess að vernda heilsu og Jíf ferðamanna. Það stóð heima, þar sein fyrstu vörðurnar voru dottnar og gátu þvt ekki sést í dimmu hver frá annari, þar sáust för mannsins, sem úti varð í vetur, liggja út frá veginum. Var þar krókur á veginum, og því verra að rata. Mér þykir líklegt, að varða, vel upp hlaðin á þessum stað, hefði bjargað lífi mannsins." og er þá — sýnist mér — heldur lítils metið mannslifið, ef það er ekki vörðu virði. »Til þess eru vítin að varast þau«. Eða vill vegamálasljórnin selja fleiri mannslíf fyrir krónurnar, sem það kostar, að hlaða upp aftur dottnu vörðurnari’ ur grundvöllinn, en áður var og láta vöröurnar ílá því meira á a 11 a r hliðar, sem hann er lakari, — og þó mest á hlið, í halla, sem lægst er sett. Margar vörður hafa dottið af því, að þær hafa verið hlaðnar lóðrétt á þá hlið, er að veginum vissi, án þess að gæta jafnvægis \ið öfl náttúrunnar. lægðum, þar sem vörðurnar hverfa fljótt í fannir, þarf að hlaða þær um staura, sem ávalt sjást upp úr. Þar sem krókur er á vegi og veru- leg stefnubreyting, þar villast menn. Þar þurfa vörður að vera helmingi þéttari, og þyrfti því í viðbót a. m. k. sína vörðu hvoru rnegin við hvcja hæruvörðu, Þrátt fyrir síma- staurana, eru vörðurnar bráðnauð- synlegar, til þess að geta haldið tærum vegi og betii færð, þá er mest liggur við. Þess skal getið með þakklæti, að síðastl. sumar hefir verið gerður góður vegur um Vellina, olnbogi stór frá veginum heim undir Hól- inti. Má nú stundum skeiðríða þar og þá, er annars braut að hné eða kviði. Vantar þó enn vegarstúf, fáa faðma beint upp í Hólinn frá horni vegarins. Og enn vanta brýrnar yfir ársprænurnar í Ölfus- inu. Ekki svo mikið sem plankar fyrir gangandi menn. Fá því marg- ir ferðamenn óþægilegar tafir og fætur í krapanum og íshroðanum, sem safnast getur saman á vöðun- um. Getur svo farið, að þeir verði þess vegna að leggja á fjallið ot .eint á degi, og of illa til reika. Ferðamenn vænta þess, að bætt verði úr öllu þessu á næsta sumri. Afli er nálega aldrei nei.in á Bakkanum á veturna, fyr en kemur fram á vertíð. Róið var 1 skipi með lóð — beittri maöki — og komu 3 — 4 smáfiskar á Jand. Þó aflinn sé ó- takmarkaður við Vestmannaeyjar og sjálfsagt einatt nær landinu, fæst ekki ný soðning á Suðurlands-und- irlendinu, svo mánuöum skiftir, hvað sem í boði er. Og sjómenn- irnir eru furðu rólyndir þar. Ekki verður maður þess var, að þeir vilji svo mikið sem láta mann, er til þe;s væri hæfur, skoða það, hvort ekki gæti fundist við fætur þeirra á Eyrarbakka eða Stokks- eyri, lykkillinn að gullkistu Bakka flóans. »Hekla«. Sem kaupfélag hefir hún starfað í 7—8 ár. Byrjaði búskapinn með litlum efnum, en hefir þokað sér áfram smrtt og smátt með varfærni og skilvísi. Félagsmönnum fölgar og viðskiftin aukast með ári hverju. rélagsmenn eru orðnir 370, og viðskiflareikningurinn (veltan) færist nær % miijón kr. (455 þús. kr.). Þessi fáu ár hafa félagsmenn lagt í stofnsjóð við verslun sína, til vörukaupa o. s. frv. 56.700 kr. — Það er að miklu leyti Vj ágóði af árlegum vörukaupum þeitra. Vara- sjóður og húsasjóður eru orðnir til samans 14 þús. kr, Félagið á stór- an blett (ióð) og góð vérsluharhús, þús. kr. Sú breyting var gerð á lögum félagsins, að í sérstökum hallærum megi borga út allan árságóðann. Af því félagsinenn hafa þegar lagt fyrir í stofnsjóðinn svo mikið af arði góðu verslunaráranna, var samþykt aö greiða (inn * viðskifta reikninga manna) allan ágóðann í þetta sinn. í ársarð 1914 fá íélagsmenn út- borgað: 11 °/o af skuldlausum vöru- kaupum kr. 12.320, og 7%ívexti af stofnfé sínu kr. 3.935. Samtals (fundnir peningar fyrir félagsskap- inn) kr. 16 255. Auk þess hafa félagsmenn fengið %% um mán- uðinn af innlögðum peningum. — Tvær deildir og fáeinir menn aðrir áttu nokkuð óboigað. Þeir fá í þetta sinn 8%, ef þeir borga upp f þ. mán. Gerð var ráðstöfun og talið líklegt, að mest alt yrði borg- að. Enda hjá skilvísum mönnum um — en sumir þeirra hafa aldrei lært(!) að skulda bönkum eða sjóð- um. Reikningur felagsins verður birt- ur í Tímariti kaupfél. 8. febr. 1915. Vigfús Guðmundsson. Um veðrið e f t i r Jerome K. Jerome. ----- Nl. Eg veit ekki hvernis á því stend- ur, en það er ómófmælanlegur sann- leikur, að ekkert gerir mann eins hlægilegan eins og að missa halt- inn. Sú hjálparleysistilfinning sem fer um mann allan, þegar maður stendur berhöfðaöur úti á miðri götunni, er ein hin allra lakasta sem til er. Svo kemur eliingaleik urinn. Lítill fjörugur hundur sem er á götunni, heldur að þetta sé gert honum til gamans, eltir hatt- inn og eg á eftir, set um koll þrjú eða fjögur saklaus börn, — að eg ekki tali um mæðurnar —, hrindi gömlum, feitum öldung á bama- vagn, en heilum hóp af skólastelp- um í fangið á rennblautum sótara. Svo heyri eg heimsku hláluráhorf endanna, og sé hve hattunnn litur andstyggileg út, pegar eg loksins næ í hann, en það gerir nú minst til. Vorið er áreiðanlega til íls eins fyrir landið, þótt eg taki ekki mars- vindana eða aprílregnið, né það, J að engin blóm sjást í maí, með í reikninginn. Það er.igætt að hafa það í sveitum, eins og eg sagði, en f bæjum, sem hafa fleiri en 10 þús. íbúa, ætti það vissulega að afnemast. Þaö er eins og börnin, það á ekki heima í verksmiðju ver- aldarinnar. Hvorugt á heima innan um rykið og hávaðann. Þaö er sorglegt að sjá þessa sískítugu anga vera að reyna að leika sér í for- inni og ekkert heyrist fyrir hávaða. Þessir vesalingar, sem enginn skift- ir sér af og enginn vill hafa, eru ekki börn. Börn eru sælleg og feimin með fjörleg augu„ en þetta eru skítugir, skrækjandi álfar, litlu andlitin eru föl og visln og barna- hláturinn hás og ónáttúrlegur. Bæöi lífs- og ársvorið eiga vöggu sína f hinu græna skauti náttúrunnar. Okkur, borgarbúunum, færir vorið ekkert annað en gustinn og regnið. Ef við ætlum að finna hinn hress- andi anda og dularraddir vorsins, þá veröum við að leita þeirra inn- an um lauflausa skógana, þyrnivaxna gangstígana, á heiðarflákunum eöa uppi á fjöltunum. Þar hefir vorið einhverja dýrðarhressingu í för með sér. Hin þjótandi ský, endalaus auðn- in, vindþyturinn og hreioa, tæra loftið fylla hvern mann með óljós- um kröftum og vonum. Lífiö er eins og landiö í kringum okkur. Það verður stærra, fylira og frjáls- ara. Það er eins og regnbogi, sem liggur á milli ósæanna. — í gegn- um skýjarofið finst okkur að við sjáum leiftur mikilla vona og mik- ilfengleikans, sem iykur um þenn- an litla skjálfandi heim og ilmur af anda hans er sendur til okkar á vængjum vindanna. Ókunnar hugsanir, sem við ekki skiljum, hreyfast í hjörtum okkar. Vér heyrum raddir, sem skipa okk- ur að vakna og vinna eitthvert stór- virki. En við skiljum ekki radd- irnar, og hið hulda bergmál í okk- ur sjálfum, sem ætlar að svara, styn- ur einungis upp ósamkynja hljóð- um, sem viö ekki heyrum. Við erum eins og börn, við fálm- um eftir Ijósinu, en vitum ekkert hvað við viljum. Hugsanir okkar eru langar og óljósar, eins og hugs- anir drengsins í Lappakvæð- i n u, við sjáum ekki fyrir endann a þeim. Þetta hlýtur að vera þannig. All- ar hugsanir, sem gægjast út fyrir þessa þröngu veröld, geta ekki ver- ið öðruvísi en ólögulegar og óljós- ar. Þær hugsanir, sem okkar andi nær yfir með góðu móti, eru mjög litlar hugsanir, eins og — tveir og tveir eru fjórir — gott er að borða þegar við erum svangir — o. s. frv. Allar stærri hugsanir eru of stórar og óskiljanlegar fyrir barnsheilann í okkur. Við sjáum einungis óljóst í gegnum þokuna, sem liggur ut- an um hina tímagirtu eyju lífsins. Við heyrum einungis óljó t brim- hljóðið frá ströndinni hinu megin. T. H (þýddi). Lesið auglýsingarnar í Vtsi og vetslið viö þá sem í honum auglýsa. Þar fáið þið bestu kaupin. Vanda þarf bet- gert, í I steinsteypt vöruhús, stórt og vand- að, svo og bryggjustúf steyptan, | sporbraut o. s. frv. Þetta alt m. fl„ er talið í eignareikningi félagsins um 30 þús. kr. Það er eftir því sem beint hefir verið til þess kost- að — 0g þó heldur minna — en hvorki eftir væntanlegri verðhækkun né gapalegu mati. Síðastliöið ár keypti félagið vörur, er námu meö útsöluverði yfir 200 þús. kr., og seldi fyrir 190 þús. kr. Af þessu keyptu félagsmenn, cntn hnrrraA fplcf itm nvár flfll. 112

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.