Vísir - 10.02.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1915, Blaðsíða 3
Steinunnarmálin. (Grein þessi hefir orðið að bíða nokkuð lengi sökum þess, að aðr- ar greinar hafa verið látnar sitja fyrir). Eg skrifa þessar línur ekki aðal- lega til að svara grein P. V. Guð- mundssonar, sem biríist fyrir nokkru í Mbl., lieldur til að leiðrétta mis- skilning á greinum mínum, sem eg hefi orðíð var við hjá nokkrum mönnum. Þessi umrædda grein er svo strákslega skrifuð, að af þeim sökum sæmir ekki að svara henni, og þegar svo ofan á það bætist, að hvatirnar til greinar þessarar eru sýnilega sprotnar af misskildu trú arofstæki, sem að eins þrífst í þröng- um eintrjáningssálum, sem eingöngu horfa á yfirborð tiliinningaiífsins, en megna ekki að skygnast inn í og skilja hin instu, dýpstu fylgsni mannlegrar sálar. Reynslan hefir sýnt, að slíka menn þýðir ekki aö deila við með rökum. Þó get eg ekki stilt mig um að leiða það í Ijós, að máttarviðirnir í grein þessari eru reistir á röngum forsendum, en sé þeim kipt í burt, fellur greinin um sjálfa sig. Höf- undur segir, að í greinum mínum sé »misþyrmt sögulegum sannleika*. Þetta fellur nú fyrst og fremst um sjálft sig þegar af þeirri ástæðu, að Vísir hafði flutt nákvæma sögu málsins, sem samin var af skýr- leiksmanni eftir málsskjölunum. Allir gátu því og hafa sjálfsagt verið búnir að kynna sér málið, þegar eg skrifaði fyrri grein mína um Stein- unni, sem vitanlega fór ekkert inn á hið sögulega svið málsins. Hann sér eitt í fyrri grein minni til stuðn- ings þessari sögulegu misþyrmingu, sem sé, að Jón maður Steinunnar, sem eg taldi henni ósamboðinn, þótt ekki hefði verið nema af þeirri ástæðu, að mentun þeirra var á gagnólíku stigi; hún var alin upp á fyrirmyndar prestsheimili og naut meiri mentunar, en þá gerðist, bæði til munns og handa. P. segir, að hann hafi verið góðmenni. Getur vel verið. Hvenær hefi eg sagt nokkuð í þá átt, að hann hafi verið illmenni ? Og P. bætir við: — »hann var ekki mikilmenni«. Já, um það erum við nákvæmiega sam- mála, og það sanna heimildirnar fyllilega, t. d að hann stökk úr bænum á nóttum, en fór þó ekki burt af heimilinu. Einn af traustustu máttarviðun- um f grein P. er, að eg telji, að hún hafi verið gift nauðug. Þetta eru gersamlega tilhæfulaus rang- hermi. Eg skal prenta hér orðrétt ummæli mín: »En — það er siður, að ungt kvenfólk giftist. Hún er svo ó- reynd, vilji hennar svo óþroskað- ur, hún barst með straumnum. Hún fylgdi venjunm', sinnt eigin eðlish vöt og ráði vandamanna sinna«. Hverjum manni með fullu viti dettur nú í hug að segja, að með þessum orðum sé sagt, aö hún hafi gifst nauðug. P veiður mjög skrafdrjúgt um »hma helgu, sönnu ást«, sem hann v. a.ust telur að ekki verði séð á sögunni að hafi komið þeim Steinunni og Bjarna til að fremja ntorðin. Við þetta er nú fyrst og fremst það að athuga, að »hin helga og sanna ást« er að eins hugsjón (Ideal), sem menn hafa hugsað sér sem fyr r- mynd ástar, en sem ávalt er me;ra og minna fjarri veruleikanum. Aliir vita, að ást milli karls og konu hefir grundvallarrót sína í eðlis- mismun þeirra, en hjá menningar- þjóðunum yfirskyggja svo önnur áhrif skilnings- og tilfinningalífsins aö meira eða minna leyti þessa frumhvöt. Réttara væri því að skifta ástinni í veikari og sterkari ást, eftir þvf, hve hin margbrotna og sam- setta ástartilfinning er sterk og ákveð- in. Það liggur nú í augum uppi, að eftir því sem ástartilfinningin nær fastari tökum á einstaklingnum, eftir því nær hún sterkari yfirhönd yfir öðrum tilfinningum og hvöt um. Þannig skýrast öll hin mörgu óhæfuverk, morð og sjálfsmorð, sem rót sína eiga að rekja til ásta mála. Nei, örin geigar hjá P. Það er auðsætt af því, hve mikið þau Steinunn og Bjarni lögðu í söl- urnar, að þau unnu hvort öðru, að ástartilfinning þeirra var sterk og ákveðin. Sama skýjafálmsins gætir hjá P., er hann talar um hina »sönnu konu« og er hann talar urn »hina helgu og söimu ást«. Sönn kona er að eins til sem hug- sjón. Annars mætti nú geta þess, að eitt af því, seni hlyti að vera eitt af aðaleinkennum hugsjónar- innar »sönn kona«, yrði heitara og viðkvæmara tilfinningalíf en kat! menn hafa alment, en þessum kost fylgir aftur sá Ijóður, að konur eiga ver með að stjórna tiltinningum sín- um, og það var löstur Steinunnar. P. misþyrmir sjálfur sögulegum sannleik, þar sem hann ber á Stein- unni, að hún hafi verið slæm móðir. Þetta er altilhæfulaust, og verður hvergi Iesið út úr heimildunum um Steinunni. P. reynir að rök- styðja þetta með því, að hún hafi verið ráðbani föður þeirra. En er P. svo fávís að halda, að ást rnóð- ur á börnum sínum og ást hennar á föður þeirra sé það sama ? Og þó að hún ekki gæti tekið börn sín mtð sér, þegar hún fór frá Sjöundá að Hrísnesi, þá sannar það heldur lítið um það, að hún hafi ekki haft ást á þeim, eins og P. vill reyna að gefa í skyn, Þá er sá máttarviður, skilst að einna helst grein P. uppi, ef bann héldi — eg a par við þau ummæli hans »fegrað svívirðinguna og logið lofi« á Steinunni, en það er tilhæfulaust bull, annað hvort sagt af höfundi móti betri vitund eða sprottið af dæmafáu skilningsleysi. Ekkert orð hefi eg sagt í þá átt, að fegra sví- virðingu Steinunnar eöa lofa illvirki hennar, þverl á móti (sbr. ummæli mín í fyrri gr.: »Verk þeirra hefndu sín«, og seinni grein: »Eg réttlæti ekki verk hennar«). Aftur á möti sýndi eg fram á, að hvatir hennar væru afsakanlegar. Eg skal í fám oröum skýra til- gang minn meö greinum mínum , seni mer mundi bera fyrir þeim, sem ekki hafa skilið bann. Eg vildi vekja menn til umhugs unar urn það, sem afsakaði þessi verk Steinunnar. Menn eru ávalt fúsari á að ásaka en afsaka. Af þessu, að vor núgildandi hegn- ingarlög binda sig me.ra við verk- in sjálf en hvatirnar, teiöir það, að þessi harða hegning verður til þess, að glæpamaðurinn heldur áfram á glæpabrautinni f stað þess að snúa við. Já, meira að segja. Hræðsla manna við hegningu fyrir smáyfirsjónir veldur stundum stór- glæpum. Eg skal nefna eitt dæmi þessu tii sönnunar. Kona nokkur, sem nú er i hegningarhúsinu, varð fyrir því ólani, að verða þunguð af völd- um stjúpa síns. Hér er um engan skyldleika að ræða, engin sifjaspell, en þó er þung hegning við þessu (alt að tveggja ára fangelsi). HræðsU an við hegninguna kemur svo kon- unni til þess, eins hins mesta ó- dæðis, að myrða barn sitt. Hér er afarhöið hegning fyrir siðferðisyfir- sjón beinlínis orsök í stórglæp. En það sem aðallega vakti fyrir mér í greinum mínum um Stein- unni var þaö, að styðja að því, að úr því að bein hennar voru færð úr stað og jörðuð í friðuðum graf- reit, aö jarðsetning Steinunnar færi fram sem jarðsetning annara manna, e.i ekl i sem hræi í annað sinn. Með óðrum orðum, eg vildi að nútíða menn sýndu það, að þeir væru i pp úr því vaxnir, að láia hegningu ná út yfir gröf og dauða. Eins og eg hefi áður lýst. var þessu ekki að heilsa, en það vítti eg. ! Smánaryrðum og illyrðum P. um ; Steinuuni, (svo sem t. d. fyrirsögn- in »Steinkudýrkun« og setningin »hið versta glæpakvendi, sem ís- land hefir átt«) dettur vitanlega eng- um manni í hug að svara, í slík- um dómi um dauðan mann, er lagst dýpra í sorpíð en eg hefi séð dæmi tii annars staðar. Aðeins vildi eg benda á það, að hverju erkiflóni höf, gerir sig síðar í grein- I inni, er hann segist »ekki hafa skrif- að þessi orð til að kasta steini að Steinunni«. Ritsmíðatilgangur þessa frama, frumhlaupsgjarna »Væring)a«, lýs- ir sér einna glöggvast í niðurlagi greinarinnar, þar sem hann segir, að cg ráðist bæði á yfirvöld og presta þessa bæjar, og hann tekur þessa árás þannig, að eg ráðist á yfirvöld og presta yfir höfuð og almennmg. Það var mikil guðs mildi, að þeir, sérstaklega prestarnir, skyldu e'ga slíkan málsvara. Að þeir skyldu eiga einn gáfaðan(!) ungling í fórum sínum, sem verði alt slíkt alhæfi, með þeim óyggjandi rökum(l), að kalla það »heimsku og il'girni*. Eg býst nú ekki við því, að eg þurfi að skýra það fyr- ir nokkrum öðrum en P., að eg fann að eins að því við þjóðkirkju- prestana, að þeir veigruðu sér við að kasta rekum í Steinunni, en því fór vitanlega fjarri, að eg réðist á þá alment. Eg læt það ósagt, af hvaða hvöt- um þeir hafa. hliðrað sér hjá þessu. Eg tel víst, vona það að minsta Ennþá, er pláss fyrir nokkrar kýr, f Bessastaðanesi, á næstkomand/ sumri, og eru þeir, sem kynnu að vilja koma kúm þangað, vinsamlegast beðnir að snúa sér til undirritaðs, fyrir 16. jan, Gr. Gruðmunss. Lindargötu 14, (uppi). Húsnæðisskrifstofan á Grettisgötu 38, tekur stærri og smærri íbúðir á leigu. -- Innheimtir húsaleigu í og tekur að sér alla umsjón á | húsum. — Seiur bæði hús og lóðir. kosti, að ekki hafi hið sama vakað fyrir þeim og einum hatt settum andlegrar stéttar manni, er sagðist þakka guði sínurn fyrir það, að enginn þjóðkirkjuprestur hefði orð- ið til þess að kasta rekum á hana (d: Steinunni),tvöfaldan morðingjann. — Það eru svona samansafnaðar þröngar eintrjáningssáin, þessir Farí- sear aiira tíma, sem ávalt standa í vegi fyrir þessum fögru kærleiks-, samúðar- og fyrirgefuingar-kenn- ingum Krisls. Það eru svona menn, sem ávalt verða átumem og höml- ur á menningu hvers þjóðfélags. P. virðist ætla að verða útvaiin fyrirmynd þessara marma, ef hann heidur áfram sínum hempulausa prestsskap. Þótt óþarft sé að taka það fram, að kenningar og skoðanir þessara manna eru eins ólíkar og fjarskyld- ar kenningum og skoðunum leið- toga þeirra Krists, eins og Ijósið myrkrinu, skal eg benda á tvö dæmi úr lífi hans. Svo segir frá í 8. kap. Jóhannesar guðspjalls, að þegar Farísearnir leiddu konuna lauslátu fyrir Krist, til að freista hans, og ætluðu svo að grýta hana sam- kvæmt fyrirskipun lögmálsins, en har.n svaraði því einu tii, »að sá þeirra, sem syndlaus væri, skyldi fyrstur kasta steini á hana. Og er ailir gengu burt og enginn vildi verða til þessa, segir hann við hana, að hann áfelli hana ekki. Síðar í kap. segir hann ennfremur við Faríseann: »Þér dæmið, eg dæmi engan. Einnig afsakaði hann það fyrir ræningja þeim og morðingja, sem lét lífið með honum. Nei, Kristur hefði ekki kastað steini að Steinunni. Hann hefði skilið það, að hún hafði sínar af- sakanir. Hann hefði fyrirgefið henni. Kristur var einn af einn af þeim fáu, sein skyldist það, að hann væri ekki í heiminn þorinn til þess aö hasta steínum að lifandi eða dauð- um olnbogabörnum tilverunnar, hvorki beint né óbeint. Kristur skyldi það vel, að það er ekki öruggasta leiöin til að bæta mannkynið, að gjalda þeim sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.